Morgunblaðið - 12.12.2017, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tilkynnt varum helgina,að óformlegt
samkomulag hefði
náðst milli Breta og
Evrópusambands-
ins um helstu lykil-
spurningar sem snúa að útgöngu
Breta úr sambandinu, hið svo-
nefnda Brexit, sem ráðgert er að
verði af í maí árið 2019. Viðræð-
urnar hafa hingað til ekki gengið
sem skyldi, en vaxandi tíma-
pressa hefur sennilega skilað
sínu um helgina.
Í viðræðunum til þessa hefur
einkum strandað á þrennu. Í
fyrsta lagi þeirri upphæð sem
Evrópusambandið vill að Bretar
greiði, í öðru lagi hver réttindi
þegna Evrópusambandsríkjanna
sem búa í Bretlandi yrðu við út-
gönguna og í þriðja lagi hvernig
landamærin yrðu á milli Írlands
og Norður-Írlands.
Evrópusambandið hefur sett
það sem ófrávíkjanlegt skilyrði
að gengið verði frá þessum mál-
um öllum, áður en hægt verði að
ræða það hvernig viðskipta-
samband Breta og Evrópusam-
bandsins verði eftir útgönguna.
Írar höfðu hótað því að beita
neitunarvaldi um framhald við-
ræðnanna, ef ekki hefði fengist
viðhlítandi svar við landamæra-
spurningunni, og vitað er að aðr-
ar þjóðir, eins og t.d. Pólverjar,
höfðu einnig haft miklar efa-
semdir um framgang viðræðn-
anna.
Í Bretlandi þykir samkomu-
lagið sem nú liggur
fyrir nokkuð útvatn-
að og jafnvel lykta
af því að hin veika
ríkisstjórn Íhalds-
flokksins, sem hafði
áður lofað því að
„Brexit þýddi Brexit“, væri nú
að reyna að koma sér undan því
sem telja megi ókosti við Brexit.
Jafnvel hefur verið talað um að
lending May muni þýða „Brexit
án þess að fá Brexit“ fyrir Breta,
sem er auðvitað ekki það sem
lagt var upp með eða lofað.
Verði þetta niðurstaðan skap-
ar það ný vandamál fyrir Ther-
esu May, forsætisráðherra
Breta, sem óvíst er að hún kom-
ist í gegnum. Hennar helsta af-
rek til þessa þótti hafa verið það
að geta sameinað Íhaldsflokkinn
um harða afstöðu til Brexit-
málsins, eftir að hann hafði verið
klofinn í afstöðu sinni til Evrópu-
sambandsins svo áratugum
skiptir. Ekki þarf mikið til að
gömul átök taki sig þar upp á
nýjan leik.
Ljóst er að margir innan Bret-
lands munu fagna því, ef það
tekst að klára Brexit-samning-
ana á þann veg, að það verði líkt
og Bretar hafi hvergi farið. Þeir
eru þó ekki síður fjölmennir sem
myndu líta á það sem algjör svik
við niðurstöðu kosninganna sum-
arið 2016. Ólíklegt er að May
muni finna hinn gullna meðalveg
sem sættir báðar fylkingar þó að
hún muni án efa halda áfram
ákafri leit.
Örvæntingarfull leit
May að hinum gullna
meðalvegi er ekki
líkleg til árangurs}
Á leiðinni út úr Brexit?
Breska blaðiðGuardian segir
frá því að sífellt víð-
ar glitti í kröfur um
sjálfstæði eða að
minnsta kosti aukið
sjálfstæði. Nú síð-
ast er það Korsíka.
Falleg eyja og hrjúf
og um eilífð tengd nafni síns
frægasta sonar, en Napoleon
Bonaparte fæddist þar og ólst
upp.
Eftir síðustu kosningar hafa
sjálfstæðissinnar á eyjunni
krafist viðræðna við frönsk
stjórnvöld um aukna sjálfs-
stjórn.
Sjálfstæðissinnar hlutu 56,5
prósent atkvæðanna, en flokkur
Macrons forseta varð í þriðja
sæti með aðeins 12,7 prósent.
Blaðið segir forsetann standa
frammi fyrir þeim vanda hvort
bregðast eigi við af sömu hörku
og nágrannaríkið Spánn eða
fara mildari höndum um ósk-
irnar svo illindi og ólga brjótist
ekki út eins og varð í Katalóníu.
Kröfur um aukið sjálfstæði
hafi lengi blundað í Korsíku-
mönnum en aðstæður þar eru
vissulega að ýmsu leyti ólíkar
þeim í Katalóníu. Það hérað er
eitt ríkasta svæði Spánar og
borgar verulega
með sér til mið-
stjórnarinnar í
Madrid.
Korsíka er á hinn
bóginn miklum mun
fátækari og mjög
háð styrkjum frá
stjórninni í París.
Sigurvegarar kosninganna
leggja því áherslu á að þeir séu
ekki að krefjast þess að skilja
við Frakkland og stofna sjálf-
stætt ríki. Kröfur þeirra snúist
einungis um að fá viðurkenndar
óskir um aukna sjálfsstjórn eyj-
unnar. Nefndar eru þrjár meg-
inkröfur: Að korsíska verði jafn-
gild frönskunni, eyjarskeggjar
sem gisti frönsk fangelsi sem
„pólitískir fangar“ verði náðaðir
og að heimamenn fái rétt til þess
að stöðva uppkaup annarra á
landsvæðum á Korsíku.
Þessu síðasta getur verið snú-
ið að bregðast jákvætt við vegna
veru Frakka í Evrópusamband-
inu. Franska stjórnin vill seint
viðurkenna opinberlega að hún
haldi pólitíska fanga. En það
skyldi þó ekki vera? Ekki hikaði
stjórnin í Madrid við að fangelsa
án réttarhalda þá sem voru í for-
göngu fyrir sjálfstæðisbarátt-
unni í Katalóníu.
Sjálfstæðissinnar á
Korsíku unnu stór-
sigur. Þeir vilja þó
ekki ganga jafnlangt
og Katalóníumenn}
Fæðingareyja Napoleons
Í
pistli mínum hérna hinn 2. desember sl.
fjallaði ég um ný vinnubrögð á Alþingi.
Þar setti ég fram þrjár einfaldar regl-
ur fyrir stjórnarflokka; að hlusta á
gagnrýni, að svara spurningum og að
axla ábyrgð ef eitthvað fer úrskeiðis. Einnig
setti ég eftirlitsflokkunum eina reglu, að gera
ekki úlfalda úr mýflugu eða kalla sífellt „úlfur,
úlfur“. Gagnrýnin þarf að vera málefnaleg,
annars hættir fólk að hlusta eða svara.
Það er meira sem þarf að gera sem lýtur að
hlutverki þingmanna samkvæmt stjórnarskrá.
Þar sem þingmenn eru eingöngu bundnir við
sannfæringu sína þá er það hlutverk þing-
manna að taka ákvarðanir um ýmis málefni
sem koma fyrir þingið út frá samvisku sinni. Ef
ég er sannfærður um að eitt sé betra en annað
þá hlýtur það að varða samvisku mína ef ég
greiði atkvæði gegn sannfæringu minni. Því miður erum
við ekki alltaf það vel sett að málin séu það skýr og afleið-
ingar ákvarðanna okkar þingmanna séu það fyrirsjáan-
legar að við getum talið okkur sannfærð um að sú ákvörð-
un sem við tökum leiði til niðurstöðu sem við erum sátt við,
samviskulega. Það má nefna dæmi um leiðréttingu á lög-
um um almannatryggingar þar sem villan kostaði 2,5
milljarða á mánuði og annað dæmi um nemanda í fram-
haldsskóla sem getur ekki stundað námið sitt lengur
vegna mistaka í lögum um útlendinga.
Flest mistök má rekja til þess að flóknar breytingar eru
gerðar á lögum undir lok þings. Hvorki þingmenn né um-
sagnaraðilar fá tíma til þess að rýna málið til
hlítar og taka upplýsta ákvörðun. Afleiðingin
er að þingmenn annað hvort styðja eða hafna
breytingum sem fylgja ekki samvisku þeirra.
Vandamálið í hnotskurn er nokkurn veginn
svona. Eina hæfnikrafa þingmanna er, sam-
kvæmt stjórnarskrá, sannfæring þeirra. Það
þýðir að til þess að geta tekið upplýstar
ákvarðanir sem leiða til niðurstöðu sem þing-
menn eru samviskulega sáttir við þá þurfa
þingmenn að treysta því að fá til sín fjölbreytt
sjónarmið til að vega og meta. Ef sérfræðingar
fá ekki nægan tíma til þess að skila vel ígrund-
aðri umsögn eða ef aðrir aðilar máls, fólkið í
landinu, fá ekki tækifæri til þess að segja sína
sögu, þá geta þingmenn einfaldlega ekki tekið
upplýsta ákvörðun. Ef við hefðum ekki heyrt
sögur þolenda kynferðisofbeldis þá værum við
ekki að breyta lögum um uppreist æru. Ef við hefðum ekki
heyrt þeirra hlið málsins þá væri ekki hægt að taka tillit til
þeirra í breytingunni.
Þó að reglurnar sem ég skrifaði um síðast séu lykillinn
að málefnalegu starfi fyrir framtíðina þá er ekki síður mik-
ilvægt að þingmönnum, sérfræðingum og öllum (ungum
sem öldnum) sé gefið tækifæri til þess að láta í sér heyra.
Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir þingmenn og þeirra
samvisku. Þetta er lykilatriðið í lýðræðislegu samfélagi.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Samviska þingmanna
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
V
elta erlendra greiðslu-
korta fyrstu átta mán-
uði ársins var um 63%
meiri en sömu mánuði
ársins 2015 á núvirði.
Þannig var hún 188 milljarðar þessa
mánuði í ár en 115 milljarðar sömu
mánuði árið 2015 á núvirði.
Hagstofan hefur birt tölur fyrir
kortaveltu fyrstu átta mánuði árs-
ins. Ekkert lát er á vextinum.
Til marks um aukninguna var
velta erlendra greiðslukorta þessa
mánuði alls 187,6 milljarðar, borið
saman við 44,5 milljarða á núvirði
þessa mánuði 2010. Það samsvarar
um 322% aukningu frá 2010.
Til samanburðar var velta inn-
lendra debetkorta um 195 milljarðar
fyrstu átta mánuði ársins. Munar
því orðið aðeins 8 milljörðum á veltu
þeirra og erlendu greiðslukortanna.
Úr 44 í 143 milljarða króna
Þetta er gífurleg breyting frá
árinu 2010. Þá var velta erlendu
greiðslukortanna innanlands um 44
milljarðar á núvirði en velta inn-
lendu debetkortanna 143 milljarðar.
Annar mælikvarði á aukna
veltu erlendra greiðslukorta er að
hún er orðin ríflega tvöfalt meiri en
velta innlendra greiðslukorta er-
lendis. Með öðrum orðum: Erlendir
gestir kaupa vörur og þjónustu fyrir
tvöfalt hærri upphæð en Íslend-
ingar gera með kortum sínum er-
lendis.
Þessi staðreynd segir margt
um gjaldeyrisöflun þjóðarinnar.
Í takt við fjölgun ferðamanna
Þróun kortaveltu er nokkurn
veginn í takt við tölur um fjölda far-
þega á Keflavíkurflugvelli.
Þannig hefur brottförum er-
lendra ríkisborgara frá Keflavíkur-
flugvelli fyrstu átta mánuði ársins
fjölgað um 344% frá 2010, úr 344,273
í 1.529.585. Velta erlendra greiðslu-
korta jókst þá sem fyrr segir um
322%, úr 44,5 milljörðum á núvirði í
187,6 milljarða.
Á sama tímabili hefur gistinótt-
um á hótelum fjölgað um 200%, úr
965.991 í 2.908.818. Samkvæmt
þessu hefur kortavelta aukist hrað-
ar en gistinætur. Ber að hafa í huga
að Hagstofan telur gistinætur á hót-
elum sem eru opin allt árið. Hvað
snertir innlenda kortanotkun vekur
athygli að velta debetkorta fyrstu
átta mánuði ársins var 18,7% meiri
en sömu mánuði árið 2015. Velta inn-
lendra greiðslukorta erlendis er
33,8% meiri þessa mánuði í ár en
2015 og 7,1% meiri í kreditkortum
innanlands en þessa mánuði 2015.
Velta innlendra greiðslukorta hefur
því aukist meira erlendis en innan-
lands undanfarið.
Skráð sem netverslun
Þegar Íslendingar versla á er-
lendum netsíðum er það skráð sem
kortanotkun erlendis. Ný debetkort
bjóða upp á viðskipti á netinu.
Samkvæmt Hagstofunni voru
landsmenn 346.750 undir lok 3. fjórð-
ungs í ár. Um 188.000 milljón króna
velta af erlendum greiðslukortum
fyrstu átta mánuði ársins samsvarar
því að veltan sé 542 þúsund
á hvern landsmann þessa
mánuði ársins.
Loks má geta þess
að velta erlendu
greiðslukortanna fyrstu
átta mánuðina í fyrra var
166 milljarðar á núvirði.
Hún jókst um 22
milljarða milli ára
í 188 milljarða,
eða um 12,9%.
Erlendu kortin veltu
188 milljörðum króna
Árni Sverrir Hafsteinsson, nýr
forstöðumaður Rannsóknaset-
urs verslunarinnar, segir að verið
sé að greina umfang innlendrar
og erlendrar netverslunar á Ís-
landi. Áður en því lýkur sé ekki
hægt að fullyrða hversu stór
hluti af veltu innlendra greiðslu-
korta erlendis sé vegna netversl-
unar.
Brottförum íslenskra ríkis-
borgara frá Keflavíkurflugvelli
hefur fjölgað um 112,3% frá
2010, miðað við fyrstu átta mán-
uði ársins, en velta innlendra
greiðslukorta erlendis aukist um
114,4%.
Aukningin í brottförum frá
2015 er 38,3% en 33,8% í veltu
greiðslukortanna erlendis. Virð-
ist því samhengi milli aukinna
ferðalaga og meiri veltu.
Vegna meiri kaupmáttar fá
Íslendingar meira af
vörum fyrir krónuna
erlendis en áður.
Unnið að
greiningu
VÆGI NETVERSLUNAR
Árni Sverrir
Hafsteinsson
Þróun kortaveltu á Íslandi 2010-2017
Samanlögð velta í milljörðum kr. á núvirði frá janúar til ágúst ár hvert
2010 2015 2017 Heimild: Hagstofa Íslands
*Miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs frá ágúst umrædd ár og til ágúst 2017. Vísitalan hefur hækkað um
22,5% frá ágúst 2010 og um 2,7% frá ágúst 2015.
Breyting
2010 2015 2017 frá 2010 frá 2015
Komur allra ferðamanna 529.745 1.172.922 2.002.397 278,0% 70,7%
Brottfarir íslenskra ríkisborgara 190.838 293.083 405.231 112,3% 38,3%
Brottfarir erlendra ríkisborgara 344.273 887.146 1.529.585 344,3% 72,4%
Gistinætur á hótelum 965.991 1.975.410 2.908.818 201,1% 47,3%
208
194
185
90
68
42
195
165
143
188
115
44
200
150
100
50
0
Kreditkort, heimili
innanlands
Greiðslukort,
erlendis
Debetkort, heimili
innanlands
Erlend greiðslukort,
innanlands
Breyting*
frá 2010: 36,6%
frá 2015: 18,7%
Breyting*
frá 2010: 114,4%
frá 2015: 33,8%
Breyting*
frá 2010: 12,5%
frá 2015: 7,1%
Breyting*
frá 2010: 321,6%
frá 2015: 62,9%
Umferð um Keflavíkurflugvöll og gistinætur á hótelum
Í janúar til ágúst 2010-2017