Morgunblaðið - 12.12.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.12.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Kíktu á verðið Hlýir inniskór Laust mjúkt innlegg Verð 4.995 Stærðir 36-42 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það sem þér finnst vera mistök getur einhver annar séð sem lítið mál, eða alveg meiriháttar vandamál. Ekki taka það per- sónulega þó að þú sért alltaf sá sem tekur upp tólið. 20. apríl - 20. maí  Naut Besta leiðin til að takast á við daginn er að vinna hörðum höndum og búast við litlu frá öðrum. Með því að leika þannig persónu verður maður ósjálfrátt eins og hún. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt einkalífið taki sinn tíma máttu ekki gleyma starfsskyldum þínum. Nýttu þér lausar stundir sem gefast til þess að bæta við þig á sviðum sem hugur þinn helst stendur til. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér gengur óvenjulega vel í vinnunni í dag. Njóttu þess að vera í faðmi fjölskyld- unnar og byrjaðu svo á nýju verkefni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Samræður um heimspeki, trúmál og pólitík virðast dálítið óraunsæjar í dag. Inn- heimtu það sem þú átt útistandandi og komdu fjármálunum í lag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er þér í hag sem öðrum að sam- komulag takist í viðkvæmu fjölskyldumáli. Hugsaðu þig vandlega um áður en þú fjár- festir í einhverju, jafnvel þótt þér finnist nauðsyn bera til. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er góður tími til að endurskoða stefnu þína í lífinu. Allir þurfa ást og allir eru færir um að gefa hana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt gott með að koma fyrir þig orði og skalt nú viðra gamlar hugmyndir við félaga þinn. Allt sem þarf er að vera op- inn. Vegur vináttunnar er nefnilega ekki ein- stefnugata. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú skalt sinna málum er varða samskipti þín og opinberra stofnana. Segðu vinum þínum frá framtíðaráætlunum þínum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Bryddaðu upp á einhverju nýju til að setja lit á tilveruna. Neikvætt fólk eitrar út frá sér með viðhorfi sínu, en þú lætur það ekki á þig fá. Láttu ekkert trufla áætlun þína. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Allir hafa álit á því hvað þú átt að gera. Gættu þess að stíga ekki óvarlega til jarðar í viðleitni þinni til þess að ná árangri. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Hindranir og rifrildi reyna verulega á samningahæfileika þína. Ekki vera hreinstefnumanneskja. Kerlingin á Skólavörðuholtinuskaut upp kollinum á fésbók: Fyrir náköldum norðlægum gný og næðingi hvergi mig fel svo kannski er nú komið að því að kerlingin frjósi í hel. Af þessari ógnvænlegu frétt spunnust umræður. Dagbjartur Dagbjartsson: Kerling frækin kólnar ört kaldar brækur detta sitthvað frækinn gæti ég gjört en get ei lækað þetta. Hann bætti við: Greini ég hjá mér gáfnaskort glöggt og lítils megna. Þessi vísa er því ort aðeins rímsins vegna. Kerlingin svaraði: Vitið smátt þér góður gaf guð með sínum hætti, vont er að yrkja vísu af vilja en engum mætti. Sá gamli: Kuldinn reynir, kerla góð. Það kannski hefst. Um þig skal ég yrkja ljóð ef þú drepst. Kerlingin: Sei sei, varstu að senda mér svona væmið raus :) vita máttu að ég er alveg hjartalaus. Og hún bætir við til þess gamla: Ef að hrelld og hrollköld ég hrekk upp af í flýti þér leiðum sendi um langan veg ljóð frá heitu víti. Pétur Blöndal finnur til með henni: Að króknir þú má kallast hneisa, kerling veðurbarða; óðar þjóðin á að reisa um þig minnisvarða! Kerlingin svarar: Margt þú kannt að meta og vega mönnum öðrum betur, í sál minni er ég sérstaklega sammála þér Pétur. Jón Gissurarson: Leggir þú á lífsins haf lýðir munu sakna þín. Viljum síður verða af vísunum þínum, kerla mín. Kerlingin svarar: Soldið hjaðnar í mér urgur, oft það varla skeður því bærilega bóndadurgur bögur sínar kveður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nokkrar vísur kerlingar og karla líka „ÞETTA ER NOTALEGT. VIÐ TÖLUÐUM SVO SJALDAN SAMAN Á MEÐAN ÞÚ VARST Á LÍFI“ „TAKTU ÞÉR ÞANN TÍMA SEM ÞÚ ÞARFT. VÉLIN FER EKKI FYRR EN EFTIR 3 MÍNÚTUR Ferdinand Hrólfur hræðilegi ... að hjálpa honum að halda upp á stórafmælið Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HALLÓ – Ó DOKTOR LÍSA HVAR ER KÖTTURINN ÞINN? KÖTTUR? JÁ, KÖTTURINN EINU SINNI HÉT ÉG NAFNI ÁHÖFNIN ER FARIN AÐ PÍSKRA UM UPPREISN HA?! ÞÉSSAR HORRENGLUR GÆTU EKKI BROTIÐ SÉR LEIÐ ÚT ÚR BRÉFPOKA HAFIRÐU EKKI TEKIÐ EFTIR ÞVÍ, HAFA ÞEIR VERIÐ AÐ RÓA Í SEX MÁNUÐI SAMFLEYTT Það þótti með nokkrum ólíkindumþegar ný verslunarmiðstöð, Korputorg, var opnuð í Reykjavík korteri eftir hrun, eða því sem næst. Var miðstöðinni, sem gárungarnir gáfu strax nafnið „Krepputorg“ ekki spáð löngum lífdögum. Einhvern veginn marðist þetta þó og Víkverji verslaði talsvert á Korpu- torgi, í hinum ýmsu verslunum. Allt frá dýramatvöru upp í mublur. Mest þó arinkubba. Nú fer ferðum hans hins vegar óðum fækkandi enda eru nær allar verslanirnar horfnar. Eftir tæpan áratug hafa menn lík- ast til komist að þeirri niðurstöðu að Korputorg væri ekki góð staðsetning fyrir verslun. Í stað einhverra versl- ananna hafa komið vörulagerar, ann- að rými stendur autt. Víkverji áttar sig ekki alveg á þessu, Korputorg er í mjög hóflegri fjarlægð frá fjölmenn- ustu mannabyggðum, en kannski er það bara vegna þess að hann ekur þarna framhjá á hverjum degi. Hinum megin við götuna er risa- vaxin bygginga- og garðyrkjuversl- un. Fróðlegt verður að sjá hvort hnignun Korputorgs hefur áhrif á hana. x x x Annars er Víkverji bara þokka-legur. Takk fyrir að spyrja! Hann er að reyna að komast í jóla- skapið og þegar hann heyrði óvænt í sínum gömlu félögum Glámi og Skrámi gabba jólasveininn upp úr skónum á dögunum hækkaði hann umsvifalaust í útvarpinu í bílnum. Í aftursætinu sat átta ára gömul son- ardóttir hans og hváði. „Hvað er þetta?“ Glámur og Skrámur, hefur þú aldrei heyrt í þeim? „Nei!“ Við þau tíðindi hækkaði Víkverji ennþá meira og leyfði laginu, öllu heldur syrpunni, að klárast í Guðs friði. Bar síðan upp aðra spurningu- fyrir blessað barnið: Hafðirðu ekki gaman af þessu? Svarið var stutt og laggott: „Nei!“ Lærdómurinn sem Víkverji dró af þessu er eftirfarandi: Ekki er sjálf- gefið að allt sem virkaði á börn í hans æsku geri það enn í dag! Jóla hvað? vikverji@mbl.is Víkverji Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Því óttumst vér eigi þótt jörðin haggist og fjöllin steypist í djúp hafsins (Sálm. 46:2-3)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.