Morgunblaðið - 22.12.2017, Side 4

Morgunblaðið - 22.12.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 Dansk julegudstjeneste i Domkirken søndag den 24. december kl. 15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson. Alle velkomne. Danmarks ambassade. Sjálfsvígsforvarnarsamtökin Pieta Ísland stóðu fyrir vetrarsólstöðugöngu út að vitanum við Skarfagarð í gær, á stysta degi ársins, til minn- ingar um þá sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Þar gafst aðstandendum tækifæri til að rita á vegg vitans nöfn ástvina og kveðjur sem munu standa þar fram yfir jól og áramót. Kveikt var á friðarkertum og átti fólk notalega stund. Kveðj- urnar og nöfnin eru tákn um von og samstöðu með öllum þeim sem lifa í myrkri þungra hugs- ana og uppgjafar. Er þetta í annað skiptið sem gangan er farin á þessum tíma árs. Pieta Ísland stóð fyrir vetrarsólstöðugöngu út að vitanum við Skarfagarð Morgunblaðið/Eggert Minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar á vinnumarkaði eru farnir að búa sig undir endurskoðun kjara- saminga Samtaka atvinnulífsins og ASÍ í febrúar. Þetta hefur Morgun- blaðið eftir öruggum heimildum. Horft er til þess að samstaða um samræmdar launahækkanir hafi veikst. Ýmsir hópar fari nú fram á „leiðréttingu“ á launum. Því haldi menn spilunum þétt að sér. Þeir vilji ekki vera of framarlega í röðinni. Einn viðmælandinn sagði líkur á meiri launahækkunum hafa aukist. Gangi það eftir kann launaskrið að hafa verið vanmetið, líkt og bent er á í nýjustu Peningamálum Seðlabank- ans, og verðbólga verða umfram spár. Fram kom í blaðinu í gær að Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telji for- sendur kjarasamninga brostnar. Heimild er til að taka upp samninga í febrúar. Sigurður Bessason, formað- ur Eflingar, segir ljóst að forsendur kjarasamninga séu brostnar. Horft verði til hækkana kjararáðs. Þurrkar út fyrir aðgerðir „Þetta er ástæðan fyrir því að allt er upp í loft á vinnumarkaði. Sömu al- þingismenn og hafa kallað eftir stöðugleika hafa skammtað sér allt aðra launaniðurstöðu. Um það er eng- in sátt. Úrskurðir kjararáðs eru frá tímabilinu 2006 til þessa dags. Á ár- unum frá 2006 og fram yfir hrun var verið að verja lægst launuðu hópana. Með úrskurðum kjararáðs er verið að þurrka upp allar þær sértæku breyt- ingar sem gerðar voru.“ Sigurður tekur undir með forseta ASÍ um að ný ríkisstjórn hafi ekki gert nóg fyrir tekjulága. Það eigi þátt í erfiðri stöðu á vinnumarkaði. Margt af því sem rætt var um í aðdraganda þessarar ríkisstjórnar komi ekki fram í fjárlagafrumvarpinu. „Það má nefna vaxtabótakerfið, húsnæðis- og barnabætur og atvinnu- leysistryggingasjóð. Því miður er hægt að telja upp fleiri atriði sem vantar en hafa komist til betri vegar. Það átti að breyta skattkerfinu lág- tekjufólki til hagsbóta. Maður fær á tilfinninguna að ríkisvaldið sé að geyma þessar breytingar sem skipti- mynt í komandi kjarasamninga.“ Sigurður telur jafnframt að ekki hafi verið staðið við skuldbindingar í húsnæðismálum. Líkt og launaþróun í landinu gefi það tilefni til að endur- skoða kjarasamningana. Horft til annarra samninga Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir það verða skoðað í febrúar hvort tilefni sé til að rifta kjarasamningum. Meðal annars verði horft til komandi kjarasaminga. Ríkið sé sá samnings- aðili sem hafi flesta lausa samninga. „Staðan er ekki góð eftir nýjasta út- spil kjararáðs,“ segir Björn og leggur áherslu á að gífurleg reiði sé vegna launahækkana embættismanna að undanförnu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segist líta svo á að kjarasamn- ingar SA og ASÍ eigi að halda út árið 2018. Hann telur ekki tilefni til upp- sagnar samninganna í febrúar þegar forsendur þeirra verða metnar. Hann rifjar upp að sameiginleg forsendu- nefnd ASÍ og SA hafi farið yfir málið í febrúar sl. „Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kjarasamningar kenn- ara og sveitarfélaga í nóvember 2016 hefðu ekki verið í samræmi við þá launastefnu sem mörkuð var. Nefnd- in taldi það vera forsendubrest. Hún taldi þó rétt að fresta umræðu um hugsanlega uppsögn í eitt ár og sjá til hvort aðrir samningsaðilar féllust á að þessir kennarasamningar yrðu teknir út fyrir sviga,“ segir Halldór sem telur tilefni til riftunar ekki hafa skapast síðan. Skilyrðin hafi haldið Hann rifjar upp að aðilar geti sagt upp samningunum að uppfylltum þremur skilyrðum. Fyrsta atriðið, sem varðar húsnæðismálin, hafi verið efnt. Annað atriðið snúist um hvort kjarasamningar aðila verði stefnu- markandi fyrir önnur samningssvið. Það þriðja varði aukinn kaupmátt sem hafi gengið eftir. Hvað snertir kjararáð bendir Hall- dór Benjamín á að úrskurðir þess séu ekki kjarasamningar og SA hafi ekk- ert forræði á kjararáði. Forsendu- ákvæði kjarasamninga SA og aðild- arfélaga ASÍ snúi að launastefnu í kjarasamningum en ekki launabreyt- ingum utan við gildissvið kjarasamn- inga. „Ráðið virðist farið að líta til eig- in úrskurða sem fordæmis, sem aftur kallar fram innbyrðis höfrunga- hlaup,“ segir Halldór sem telur úr- skurði ráðsins ekki forsendu riftunar. Vilja leiðréttingu launa  Samstaða á vinnumarkaði sögð hafa vikið fyrir kröfum um „leiðréttingu“ launa  Formaður Eflingar segir forsendur kjarasamninga brostnar  SA er ósammála Ljósmynd/fjármála- og efnahagsráðuneytið Samið Samkomulag um launaþróunartryggingu í gær (sjá rammagrein). Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sem forstjóri Helgeland-sjúkrahúsanna í Noregi en hún var ráðin þangað formlega í gær. Í samtali við Helgeland-blaðið segist Hulda afar spennt fyrir því að hefja störf á hjá Helge- land-sjúkrahúsunum. „Ég tel það algjör for- réttindi að hafa hlotið starf forstjóra Helge- land-sjúkrahúsanna. Það eru mörg brýn og spennandi verkefni fram undan sem ég hlakka mikið til að takast á við,“ segir Hulda, sem starfaði áður fyrir Aker-sjúkrahúsin í Ósló í Noregi, en hún hefur verið ötull talsmaður frekari einkareksturs í íslenska heilbrigðis- kerfinu undanfarin ár. Hulda er menntaður hjúkrunarfræðingur með meistaragráðu í stjórnun og heilbrigðisþjónustu, en hún hefur að mestu starfað í Noregi frá árinu 1989 að frá- töldum einum mánuði sem forstjóri Landspít- alans árið 2008. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær Hulda hefur störf, en vonast er til að hún taki við sem allra fyrst segir í tilkynningu frá sjúkrahúsunum. aronthordur@mbl.is Hulda Gunnlaugsdóttir Ráðin forstjóri norskra sjúkrahúsa „Jólasnjór er mjög líklegur á Vestfjörðum og föl yfir víða ann- ars staðar,“ segir Einar Svein- björnsson veður- fræðingur spurð- ur út í jólaveðrið þetta árið. Hann segir að milt loft sé nú á leið norður yfir landið og að hægt og bítandi muni kólna í veðri næstu daga. Útlit sé fyrir snjókomu á Þor- láksmessu um mest vestanvert landið sem og á Suðurlandi, en lík- ur eru á éljagangi á Suðvesturlandi síðar um daginn. Einar segir að kólna muni tals- vert á aðfangadag ásamt áfram- haldandi éljagangi fyrripart dags á Suðvesturlandi. Þá sé ágætis veður í kortunum víðast hvar á landinu. „Líkur eru á snjókomu snemma morguns fyrir norðan sem síðar snýst upp í éljagang. Eins má gera ráð fyrir snjómuggu á Austurlandi til að byrja með, en hvössum vindi og éljagangi á Vestfjörðum sem gæti orðið til þess að færð spilltist. Hér fyrir suðvestan verður síðan él en rofar til þegar frá líður,“ segir Einar sem telur að jólasnjór verði víðast hvar, síst þó suðaustanlands, frá Mýrdal og austur á sunnan- verða Austfirði. aronthordur@mbl.is Landsmenn mega flestir búa sig undir jólasnjó þetta árið Fjör Það er gaman að leika í snjónum. Halldór Benja- mín Þorbergs- son, fram- kvæmdastjóri SA, segir undirritun samkomulags um fram- kvæmd launa- þróunar- tryggingar í gær vitna um að annað for- senduákvæða kjarasamning- anna hafi haldið. Laun ríkisstarfsmanna innan BSRB munu hækka um að meðaltali 1,3% en laun ríkis- starfsmanna hjá ASÍ um 1,6% að meðaltali. Útfærsla á hækkuninni hefur ekki verið ákveðin. Umrædd launaþróunartrygg- ing byggist á rammasamkomu- lagi aðila vinnumarkaðarins frá október 2015. Aðilar að því eru fjármálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykja- víkurborg, ASÍ, BSRB og SA. Með samkomulaginu eru félags- mönnum aðildarfélaga BSRB og ASÍ sem starfa hjá ríki og sveit- arfélögum tryggðar launabætur vegna lakari launaþróunar en á almennum vinnumarkaði. Halldór Benjamín segir aðila starfa áfram á grundvelli rammasamkomulagsins. Á þann veg hafi kjarasamningarnir ver- ið stefnumarkandi og annað for- senduákvæðið gengið eftir. Fá 1,3-1,6% hækkun SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Halldór Benjamín Þorbergsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.