Morgunblaðið - 22.12.2017, Side 44
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. Er raðmorðingi fundinn í fjöllunum?
2. Ein mesta ráðgátan leyst
3. Hægja vísvitandi á iPhone-símum
4. 25 ár frá getnaði til fæðingar
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Eyþór Ingi hefur síðasta mánuðinn
haldið tæplega tuttugu hátíðar-
tónleika víðs vegar um landið. Loka-
tónleikarnir verða í Dalvíkurkirkju í
kvöld kl. 22.15. Þar býður hann upp á
jólalega kvöldstund þar sem hann
flytur tónlistina einn síns liðs við
píanóið eða með gítarinn. Kórar úr
heimabyggð syngja með.
Morgunblaðið/Eggert
Hátíðartónleikar
Eyþórs Inga á Dalvík
Mr. Silla, Snorri
Helgason, Valdi-
mar Guðmunds-
son og Örn Eldjárn
eru meðal þeirra
sem koma fram á
jólatónleikum á
Kex hosteli í kvöld
kl. 21. Að vanda er
aðgangur ókeypis.
Gestum verður boðið upp á eggjapúns
og sykraðar möndlur við tólgarkerta-
ljós meðan sígræn íslensk og erlend
jólalög eru flutt.
Jólatónleikar á
Kex hosteli í kvöld
Björgin Halldórsson heldur Þor-
láksmessutónleika og matarveislu í
Bæjarbíói Hafnarfirði annað kvöld kl.
22. Gestasöngvarar eru Páll Rósin-
kranz og Jóhanna Guðrún, en hljóm-
sveitina skipa Þórir Úlfarsson á
hljómborð, Jón E.
Hafsteinsson og
Kristján Grétars-
son á gítar, Ró-
bert Þórhallsson
á bassa og Jó-
hann Hjörleifs-
son á trommur.
Húsið er opnað
kl. 21.
Litlu jól Björgvins í
Bæjarbíói á Þorlák
Á laugardag (Þorláksmessa) Suðvestan 8-15 m/s með éljum
vestantil, en hægari og úrkomulítið um landið austanvert.
Á sunnudag (aðfangadagur jóla) Norðaustan 5-13, hvassast NV-
til. Snjókoma norðan- og austantil, annars víða él. Frost 0 til 8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hlýnandi veður. Gengur í suðvestan 8-15
með slydduéljum og kólnar aftur.
VEÐUR
Guðjón Valur Sigurðsson,
landsliðsfyrirliði í hand-
bolta, fór á kostum fyrir
Rhein-Neckar Löwen og var
markahæsti maður vallarins
þegar liðið vann Flensburg í
toppslag þýsku 1. deildar-
innar í gærkvöld. Guðjón
hafði fyrr um daginn skrifað
undir nýjan samning við
Löwen sem gildir til 2019,
en þá verður Guðjón fertug-
ur. Hann var í gær valinn
handboltamaður ársins. »1
Guðjón hélt vel
upp á samninginn
Sigurbergur Sveinsson fór á kostum
fyrir ÍBV þegar liðið vann Stjörnuna í
gærkvöld í síðasta leik Olís-deildar-
innar í handbolta fyrir jóla- og EM-
hléið langa sem nú er tekið við. Sig-
urbergur skoraði níu mörk í leiknum í
fjarveru Kára Kristjáns Kristjáns-
sonar auk þess sem Róbert Aron
Hostert meiddist. ÍBV vann leikinn
með þriggja marka mun, 29:26. » 4
Sigurbergur sendi ÍBV í
jólafríið í 2. sæti
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Margir verða á faraldsfæti um jólin og
eiga þá mikið undir því að greiðfært
sé um helstu vegi. Á höfuðborgar-
svæðinu og í nágrenni þess heldur
Vegagerðin uppi snjómokstri, hálku-
vörnum og öðru um hátíðisdagana en
hlé verður reyndar gert fyrri part að-
fangadagskvölds og á gamlárskvöld.
Úti um land er þjónusta á jóladag milli
klukkan 10 og 16 og sama á gamlárs-
dag nema hvað á milli þéttbýlisstaða
til klukkan 17. Hvað vetrarþjónustu
Vegagerðarinnar áhrærir má annars
segja að landið sé tvískipt; annars
vegar suðvesturhornið og hins vegar
svæðið frá Borgarnesi og norður um –
Snæfellsnes, Dalir, Vestfirðir, Norð-
urland, Austfirðir og Suðurland að
Steinum undir Eyjafjöllum. Flota
vörubíla, snjóblásara, pallbíla, veg-
hefla og fleiri tækja, 150 alls, sem not-
uð eru til þjónustu á síðarnefnda
svæðinu, er stýrt frá vaktstöð Vega-
gerðarinnar á Ísafirði þar sem Geir
Sigurðsson er í forsvari.
Miklar kröfur og efld þjónusta
„Kröfur almennings um góða þjón-
ustu á þjóðvegunum eru miklar enda
hefur hún verið efld til mikilla muna á
undanförnum árum. Fólk treystir á að
vegum sé haldið greiðfærum en líka
að nákvæmar upplýsingar um færð og
horfur liggi fyrir. Því kalli höfum við
svarað. Sé eitthvað að færð berast til
upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar
hundruð símtala á degi hverjum,
margir leita upplýsinga á vefnum af
kortum og myndavélum og þessa upp-
lýsingamiðlun stendur til að efla enn
frekar, til dæmis í gegnum samfélags-
miðla,“ segir Geir og heldur áfram:
„Ef eitthvað er að veðri sem orkar
tvímælis, sérstaklega á heiðarvegum,
þá lokum við vegum. Við byrjuðum á
þessu fyrir nokkrum árum og þetta
hefur gefist vel. Viðmiðið er að nálgist
vindstyrkur 20 metra á sekúndu, sé
snjókoma, skyggni lítið og kannski
flughálka til viðbótar skuli loka, sem
við gerum æ oftar. Flestir sýna þessu
skilning, því yfirleitt tekur þetta fljótt
af og veldur lítilli röskun. En vissulega
eru ekki allir sáttir og „frekjukarlar“
sem telja sig sérfræðinga í samgöngu-
málum hringja stundum og hafa hátt.“
Í vaktstöð Vegagerðarinnar á Dag-
verðardal við Ísafjörð er fylgst með
stöðunni á vegum landsins í gegnum
myndavélar sem eru á völdum stöðum
við fjölförnustu leiðir. Stöð þessi var
opnuð 2009 og hafði fólk þar í fyrstu
umsjón með vesturhluta landsins, en í
ljósi góðrar reynslu var starfssvæðið
víkkað út. Og það er í mörg horn að
líta hjá starfsmönnum. Síðdegis hvern
dag sendir veðurfræðingur inn spá
fyrir næsta sólarhring og er ákveðið í
samráði við starfsmenn þjónustu-
stöðva Vegagerðarinnar á hverjum
stað hver þunginn í þjónustunni skuli
vera. Þá sinna bæði eftirlitsbílar og
vinnuvélar verktaka vetrarþjónust-
unni í ferlivöktun, þannig að nákvæm-
lega sést hvar tækin eru stödd og
hvert hitastig við jörð er, sem aftur
gefur vísbendingu um veggrip. Þá er
stjórnstöðin með mennina úti á mörk-
inni í símum svo auðvelt er að bregð-
ast við.
Sinna sönduðu vegunum
„Á svæðinu sem við fylgjumst með
eru vegarkaflar sem stundum þarf að
loka eða geta verið varasamir, svo
sem Þröskuldar, Steingrímsfjarðar-
heiði, Holtavörðuheiði, Möðrudals-
öræfin og Fjarðarheiði. Einnig svæðið
við sunnanverðan Vatnajökul þar sem
oft er hvasst og tilvikum þar sem við
höfum gripið til lokana þar hefur
fjölgað. Til útskýringar get ég líka
nefnt að á svæðinu sem við sinnum
eru vegirnir sandbornir til að bregð-
ast við hálku. Slíkt hentar betur á fá-
farnari leiðum, en fyrir sunnan, þar
sem umferð er mest, er allt saltborið,“
segir Geir.
Ljósmynd/Þröstur Jóhannsson
Vegamenn Sigurjón J. Sigurðsson t.v. og Jónas Gunnlaugsson t.h. verða á vakt um hátíðarnar. Geir Sigurðsson fær frí.
Vegirnir vaktaðir að vestan
Leiðum haldið
opnum og 150
tæki úti á vegum
Vegagerðin heldur í dag úti þjónustu alla daga vikunnar og allan sólar-
hringinn á höfuðborgarsvæðinu og á helstu leiðum út frá því, suður
með sjó, að Hvalfjarðargöngum og til Selfoss. Sjö daga reglan gildir
einnig um meginleiðir til og milli stærri þéttbýlisstaða á landinu. Þar er
þjónustutími á bilinu hálfsjö á morgnana til tíu á kvöldin.
„Fyrir um tuttugu árum var vegurinn til Ísafjarðar mokaður þrisvar í
viku og leiðin um Möðrudalsöræfi fjórum sinnum sem þótti ekki til-
tökumál. Í dag eru kröfurnar allt aðrar og meiri; afurðir fyrirtækja
þurfa að komast strax til kaupenda og öll aðföng til rekstrar úti á landi
eru flutt jafnóðum að sunnan. Ferðamönnum hefur fjölgað stjarn-
fræðilega og því þarf að sinna. Í sveitunum hafa aðstæður breyst; fólk
sækir vinnu gjarnan af bæ og börnum er ekið daglega til og frá skóla
oft um langan veg sem kallar á örugga vetrarþjónustu – sem okkar er
að stýra og veita svo samfélagið hreinlega virki,“ segir Geir að síðustu.
Svo samfélagið virki
ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN
Valur situr í toppsæti Dominos-
deildar kvenna í körfuknattleik þegar
liðin átta fara í jólafrí og er með fjög-
urra stiga forskot á Hauka og Kefla-
vík í annars mjög jafnri deild. Morg-
unblaðið ræddi við landsliðskonuna
Hallveigu Jónsdóttur hjá Val og hinn
kornunga þjálfara liðsins, Darra Frey
Atlason, um velgengni Vals hingað til
á keppnistímabilinu. »2-3
Valskonur eru með
góða stöðu í jólafríinu