Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 Von á svipuðum fjölda 2018 Það er ljóst að það eru fleirinúna á flótta heldur ennokkru sinni áður í sögu mannkyns og fátt sem bendir til þess að það muni minnka. Við erum að fást við þennan vanda víða. Verkefnið hér á Íslandi er viðráðanlegt, innviðir hér eru sterkir. Það þarf að halda áfram að sinna málum vel og laga það sem þarf að laga. Það er von fljótlega á hópi kvótaflóttafólks en við sinnum öllum hælisleitendunum,“ segir Ás- hildur Linnet verkefnastjóri hælis- leitenda hjá Rauða krossinum. „Svo fyrir þá sem fá alþjóðlega vernd bjóðum við upp á leiðsögu- mannakerfi og þá fær fólk sjálf- boðaliða sem styður við það fyrsta árið hér á landi.“ Áshildur segist búast við svipuð- um fjölda hælisleitenda á næsta ári og kom hingað 2017. „Það er ekkert sem bendir til þess að það verði aukning en heldur ekk- ert sem bendir til þess að það dragi úr því, en það þarf ekkert mikið að gerast til þess að það breytist,“ segir Áshildur. Neðst í goggunarröðinni Oft gengur erfiðlega að finna hús- næði fyrir flóttafólk sem komið er með alþjóðlega vernd. „Það er mikil áskorun því það er mikil samkeppni á húsnæðismark- aðinum og flóttafólk stendur höllum fæti; þau tala ekki tungumálið, þekkja ekki samfélagið og lenda því kannski neðst í goggunarröðinni í þeirri samkeppni. Það er á ábyrgð félagsþjónustunnar að hjálpa við að finna húsnæði en leiðsögumaðurinn er síðan hugsaður sem viðbót við líf- ið, við þá aðstoð sem er fyrir í boði.“ Að finna týnda ættingja Áshildur segir mörg verkefni vera á dagskrá nú sem endranær en á döf- inni er að efla leitarþjónustuna en í gegnum hana geta flóttamenn og hælisleitendur oft fundið týnda ætt- ingja og komið á sambandi við fjöl- skylduna sem ef til vill varð eftir á flóttanum frá heimalandinu. „Við erum að setja enn meira púð- ur í að kynna fyrir fólki leitarþjón- ustu Rauða krossins til að tryggja það að fjölskyldur komist aftur í samband. Og viðhaldi sambandinu. Það eru sífellt fleiri að nýta sér þessa þjónustu. Þetta er eitt af kjarnaverkefnum Rauða krossins um heim allan. Fólk verður oft við- skila við fjölskyldu sína.“ Áshildur segir hinn venjulega Ís- lending geta lagt lið. „Við höfum alltaf þörf fyrir gott fólk; fólk getur haft samband og skráð sig sem sjálfboðaliði. Það er mjög fjölbreytt starf sem sjálf- boðaliðar sjá um þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi. Við þiggjum það með þökk- um.“ Tekið var vel á móti þessum flóttamönnum frá Sýrlandi í Leifs- stöð í fyrra. Von er á fleiri kvóta- flóttamönnum í byrjun árs. Morgunblaðið/Eggert Verkefnastjóri hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands, Áshildur Linnet, telur að von sé á svipuðum fjölda hælisleitenda á árinu 2018 og kom hingað allt árið 2017, eða um 1200 manns. Af þeim fengu 115 alþjóðlega vernd. Hjá Rauða krossinum er nú starfrækt verkefni sem fer þannig fram að sjálfboðaliði og flóttamaður eru paraðir sam- an og gera þeir með sér samn- ing um samstarf í eitt ár um að vinna að skilgreindum markmiðum sem flóttamaður stefnir að. Miðað er við að þeir eyði saman 4-6 klukku- stundum á mánuði og er markmiðið að flóttamaðurinn öðlist betri innsýn í samfélagið og byggi upp tengslanet. Jafn- vel er honum hjálpað að finna nám við hæfi, leita að vinnu, fá aðstoð við að finna sér íbúð og fá leiðbeiningar varðandi ýmis réttindi. Ýmis önnur verkefni tengd innflytjendum, hælisleitendum og flóttamönnum eru í gangi og hægt er að kynna sér þau á heimasíðu Rauða krossins. Leiðsögumaður flóttafólks Á fyrstu 11 mánuðum ársins sóttu 1033 einstaklingar um alþjóðlega vernd hér á landi. Á sama tímabili veitti Út- lendingastofnun 106 ein- staklingum alþjóðlega vernd. Níu einstaklingar til viðbótar fengu dvalarleyfi af mann- úðarástæðum. Flestir, eða 30, eru frá Írak, ellefu frá Sýrlandi og tíu frá Afganistan. Langstærsti hluti hælisleit- anda er frá Albaníu, Georgíu og Makedóníu, eða samtals 743. Af þeim fengu aðeins sex alþjóðlega vernd, þar af þrír viðbótarverndina svokölluðu. Alls voru 228 manneskjur sendar tilbaka til þess lands sem þær komu frá, á grund- velli Dylfinnarreglugerð- arinnar. Helmingar málanna, eða mál 529 manna, fengu „önnur lok“. Ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að bjóða allt að 55 kvótaflóttamönnum hingað til lands á næsta ári og innan fárra ára er stefnt að því að tekið verði við 100 flótta- mönnum á ári. 1033 vildu vernd árið 2017 INNLENT ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR asdis@mbl.is ’ Við erum að setja enn meira púður í að kynna fyrir fólki leitarþjónustu Rauða krossins til að tryggja það að fjöl- skyldur komist aftur í samband. Og viðhaldi sambandinu. Áshildur Linnet, verkefnastjóri hælisleitenda hjá Rauða krossinum. Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.