Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Qupperneq 8
ALLSKONAR Á ÁRINU 2017 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Heimsbyggðin klóraði sér í höfðinu í maí þegar Trump tvítaði setningu sem enginn skildi: Despite the constant negative press covfefe. Spurning hvort hann hafi sofnað í miðju tvíti og lagst á lyklaborðið eða ver- ið búinn að fá sér of mikið í aðra tána fæst seint uppgefið. Talsmenn Hvíta húss- ins gátu ekki svarað því hvað orðið cov- fefe þýddi og ekki fannst það í orðabók. Trump reyndi að slá öllu upp í grín og tvítaði síðar: Who can figure out the true meaning of ‘covfefe’ ??? Enjoy! Orðið covfefe varð uppspretta enda- lausra brandara, bæði á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum vestanhafs. Trump skemmti heimsbyggðinni með nýyrði á árinu. Hvað þýðir covfefe? Kona nokkur í Melbourne í Ástr- alíu sló í gegn snemma á árinu þegar hún varð á vegi fréttamanns sjónvarpsstöðvar. Fréttamað- urinn vildi fá hana til að svara spurningu og til að hafa allan var- ann á bað hann konuna um að stafa nafnið sitt, fyrra og seinna. Ekki stóð á svari frá konunni: „F.Y.R.R.A og S.E.I.N.N.A.“ Fréttamaðurinn gat ekki haldið svipnum og sprakk úr hlátri. Aum- ingja konan áttaði sig þá á mistök- unum og varð býsna vandræðaleg. Á endanum gat hún þó hlegið sjálf að vitleysunni enda grínið græsku- laust. Kallast þetta ekki að falla í stafi? Ástralska konan sem stafaði nafnið sitt með slíkum bravör. Skjáskot/Seven Network Féll hrein- lega í stafi Of miklir peningar komu út úr hrað- bankanum, manninum til ama. Manni í Flórída varð uppsigað við hrað- banka. Hinn 23 ára Michael Joseph Oleksik olli fimm þúsund dollara tjóni á hraðabankanum og var handtekinn. Hann sagðist hafa orðið reiður þegar vélin spýtti út of miklu fé. Barði hann því vélina með þessum afleiðingum. Barði hraðbanka Smokkar geta verið til margra hluta nytsam- legir. Það getur lög- reglan í Austin í Banda- ríkjunum staðfest en haugur smokka sem stíflaði skólplögn í borginni varð til þess að tvennt var hand- tekið fyrir vændi og peningaþvætti. Öryggið á oddinn Smokkar koma sér iðulega vel. Í mars var lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu kölluð í verslun Hagkaupa á Eið- istorgi vegna manns sem lét þar öllum illum látum og beindi aðgerðum sínum m.a. að páskaeggjastæðum í versluninni. Myndband af at- burðinum vakti talsverða at- hygli á samfélagsmiðlum. Illa við páskaegg Maður einn rústaði páskaeggjastæðu í Hag- kaupum í marsmánuði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Shaw myndi borða böku á varamanna- bekknum svo til sæist í beinni útsend- ingu sjónvarps. Í framhaldinu sektaði enska knattspyrnusambandið Shaw og dæmdi hann í leikbann. Stóra bökumálið vakti mikla athygli í Englandi og einhver benti á, að strangt til tekið hefði Shaw ekki verið að gæða sér á böku, heldur samloku af einhverju tagi. Wayne Shaw, varamarkvörður enska knattspyrnuliðsins Sutton United, komst í heimsfréttirnar snemma árs þegar hann gæddi sér á böku á vara- mannabekk liðsins í bikarleik gegn Ars- enal. Þóttust menn ekki hafa orðið vitni að öðru eins í keppnisleik. Þegar betur var að gáð kom í ljós að veðmangari nokkur hafði boðið viðskiptavinum sín- um góð kjör, 1:8, veðjuðu þeir á að Wayne gamli Shaw gerir bökunni skil í miðjum leik. Eða er þetta ekki baka? Bakaði sér vandræði Hamstur einn komst í fréttirnar á árinu. Þessi tiltekni hamstur sat grafkyrr í búrinu upp við rimlana í þrjá daga án þess að borða eða drekka. Eigandinn fór með hann til dýralæknis og kom þá í ljós að hann hafði geymt segul, sem hann hafði náð í af ísskápnum, í kinn- inni. Hann sat því fastur við stálið í þrjá daga og datt ekkert í hug að spýta út úr sér seglinum. Sögunni af heimska hamstrinum var deilt um hundrað þús- und sinnum á twitter. Heimski hamsturinn Hamsturinn var fastur við rimla búrs- ins í þrjá daga. Morgunblaðið/Ernir Eins og kemur fyrir á bestu bæjum verður Donald Trump stundum þurrmynntur þegar hann er að flytja ræður sínar. Þá er gott að hafa vatnssopa við höndina og í tvígang á árinu, hið minnsta, sló Trump í gegn vegna aðferðarinnar sem hann beitir við að innbyrða vatnið. Í fyrra skiptið tók hann um plastflösku með báðum höndum og síðan drakk hann með sama hætti úr glerglasi. Þykir þetta renna stoðum undir þá kenningu að forsetinn sé óvenju handsmár. Í öruggum höndum Donald Trump Bandaríkjaforseti kneyfar vatnið í ræðustól vestra. AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.