Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Síða 16
Getty Images/iStockphoto
’ Það lærir nefnilega nánastenginn af mistökum eðareynslu annarra og því miðurþarf maður að verða fyrir áföll-
um sjálfur til að læra af þeim.
Morgunblaðið/Golli
Hvað finnst þér þú hafa lært á
árinu sem er að líða?
„Samskipti og samtöl við fólk
eru ótrúlega dýrmæt í leik og
starfi. Gerum aldrei nóg af því að
taka samtalið. Fjölbreytileiki ein-
staklinganna með sinni blíðu,
harðneskju, miskunnarleysi,
sköpunargáfu og gjafmildi kemur
enn á óvart og heldur áfram að
þroska mann sjálfan. Hlustunin
er eitt af því sem mætti vera
meira af, svo ég líti nú bara á
sjálfa mig. Veit að börnin mín
myndu taka undir það. Lífið allt
er eitt lærdómsferli sem vert er
að njóta. Einnig hefur það skipt
mig máli nú sem fyrr að horfa
fram á við og halda áfram, sama
hvað tautar og raular og glata
ekki gleðinni. Hún er dásamlegur
drifkraftur.“
Ef þú horfir til þess sem þú hefur
upplifað, reynt og lært á árinu
sem er að líða, hvert er besta
ráðið sem þú gætir gefið sjálfri
þér fyrir nýja árið?
„Ég nefndi hlustun, mun sjálf
taka meira af henni inn í næsta
ár til að styrkja þann grunn með-
al annars sem ég trúi á og vil tala
fyrir. Ef einstaklingar halda áfram
að þroskast og læra er líklegra
að þeir verði sterkari, staðfastari
og óhræddari til að fylgja eftir
eigin sannfæringu. Þannig verða
þeir frjálsari og fyrir hvern þann
sem starfar í pólitík er það
ómetanlegt. Að vera frjáls og
óháður nýtist ekki síst mál-
staðnum sem vert er að berjast
fyrir.“
ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR ÞINGMAÐUR
Ætla að hlusta betur
LEXÍUR 2017
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017
Hvað finnst þér þú hafa lært á
árinu sem er að líða?
„Ég er búin að læra margt og
mikið. Ég lenti í hræðilegu slysi og
þurfti að vinna mig upp úr því og
fékk að upplifa að vera algjörlega
ósjálfbjarga í langan tíma, það
kennir manni ýmislegt.
2017 var mér eflaust erfiðasta
ár sem ég hef upplifað, bæði út af
persónulegum og líkamlegum
áföllum sem heltóku árið mitt og
ég er nokkuð viss um að ég hafi
þarna náð mér í gott veganesti
fyrir lífið og ég er reynslunni rík-
ari. Ég náði að nýta mér þessa erf-
iðu tíma og skrifa bók sem von-
andi kemur að góðum notum fyrir
fleiri konur en mig.“
Ef þú horfir til þess sem þú hefur
upplifað, reynt og lært á árinu
sem er að líða, hvert er besta ráð-
ið sem þú gætir gefið sjálfri þér
fyrir nýja árið?
„Bara að læra að meta þessa
reynslu og vera jákvæð, þol-
inmóð og gera mitt besta. Að
vera aðeins afslappaðri yfir lífinu
og leggja meira í að rækta sjálfa
mig.“
ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR LÍFSTÍLSFRÖMUÐUR
Erfiðasta ár ævinnar
Hvað finnst þér þú hafa lært á
árinu sem er að líða?
„Í ár lærði ég að hugsa um
ljóðlist eins og fimleika. Hvort
tveggja snýst um mýkt og styrk,
hefð en um leið frumleika. Mik-
ilvægast er þó að negla lend-
inguna.
Ef þú horfir til þess sem þú hef-
ur upplifað, reynt og lært á
árinu sem er að líða, hvert er
besta ráðið sem þú gætir gefið
sjálfri þér fyrir nýja árið?
„Veistu, Gerður, allt sem
veldur þér áhyggjum á eftir að
fara svo miklu betur en hug-
myndaflugi þínu hættir til að
magna upp rétt fyrir svefninn.“
GERÐUR KRISTNÝ RITHÖFUNDUR
Allt fer betur en
hugmyndaflugið segir
Morgunblaðið/Golli
Hvað finnst þér þú hafa lært á
árinu sem er að líða?
„Þetta var án nokkurs vafa lang-
viðburðaríkasta ár ævi minnar og
verkefnin miserfið og mis-
skemmtileg. Við Viktoría samein-
uðum fjölskyldur okkar í 83 ára
gömlu húsi í Vesturbænum í vor
þar sem okkur líður frábærlega.
Það stendur þó upp úr að ég
greindist með krabbamein í sumar
en læknaðist blessunarlega af því
eftir nokkurra mánaða lyfja-
meðferð. Svona veikindi breyta
sýn manns á lífið og klisjurnar fara
að „meika sens“. Ég reyni samt að
vera ekki óþolandi týpan sem segir
fólki hvernig það á að meta lífið og
lifa því. Það lærir nefnilega nánast
enginn af mistökum eða reynslu
annarra og því miður þarf maður
að verða fyrir áföllum sjálfur til að
læra af þeim. Sú reynsla er afar
dýrmæt.
Ef þú horfir til þess sem þú hefur
upplifað, reynt og lært á árinu sem
er að líða, hvert er besta ráðið sem
þú gætir gefið sjálfum þér fyrir nýja
árið?
„Ég held að það sé mikilvægast
að gleyma ekki þeirri lífssýn sem
ég hef öðlast á árinu. Muna hvernig
það er að vita að þú sért veikur en
þurfa að bíða eftir niðurstöðum úr
rannsóknum sem eiga að segja til
um hversu alvarlega veikur þú ert.
Muna léttinn sem fylgir því að
heyra að þú sért ekki eins veikur
og þú óttaðist. Muna að vera þakk-
látur fyrir trausta vini og fjölskyldu.
En muna líka að vera ekki óþolandi
væminn og jákvæður og því ætla ég
ekki að segja meira. Höfum bara
gaman af þessu.“
SÓLMUNDUR HÓLM SJÓNVARPSMAÐUR
Veikindin breyttu sýn minni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
H
vert ár færir okkur flestöllum á einn eða
annan hátt eitthvað nýtt í farteskið.
Nýjan þroska, lærdóm, visku, við höfum
komist að einhverju nýju í gegnum
smærri eða stærri atvik ársins.
Sum ár eru þannig að við lærum af erfiðri reynslu,
önnur þannig að við lærum eitthvað í gegnum gleðilegri
atvik. Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við þjóð-
þekkta einstaklinga úr ólíkum áttum sem draga lærdóm
ýmist af erfiðum augnablikum ársins 2017 eða léttari, all-
ir eiga þeir það sameiginlegt að taka með sér einhverja
nýja visku inn í nýja árið, 2018. Þau deila því einnig með
lesendum hvaða ráð það eru sem þau ætla að hafa bak
við eyrað á komandi ári, í ljósi þess sem þau lærðu á
árinu sem er að líða.
Gleðilegt nýtt ár!
Hvað lærðu
þau á árinu?
Áramót eru tími til að líta um öxl, sjá hvað maður veit nýtt,
og skoða hvað hægt er að gera betur á nýju ári.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is