Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 Stjörnuspáin er byggð á spá stjörnuspekingsins Joseph Polansky. Hún birtist í bókinni Your Personal Horoscope 2018.STJÖRNUSPÁ 2018 Nú þegar hefur þú, kæri hrútur, tekið eftir að síðustu vikur hefurðu ekki fengið öllu þínu fram. Það sem hrúturinn ákveður vill hann gjarnan að gangi eftir sem fyrst. Nú eru helstu áhrifa- pláneturnar hins vegar á ferð og flugi. Hrúturinn mun þurfa að breyta plönum, gera málamiðl- anir. Árið er frábært fyrir starf og nám hrúta. Hann mun uppskera, ekki vegna heppni heldur eigin verðleika. Haltu áfram að sýna hvað þú ert frábær í því sem þú tekur þér fyrir hendur og alls ekki slaka þar á, þú munt skara fram úr vegna þess hvað þú ert duglegur. Hrúturinn hefur síðustu sjö árin þurft að takast á við breytingar í lífi sínu en nú er komið að fjármálunum, og jákvæðu fréttirnar eru að það er til góðs, hrúturinn þénar vel á árinu og fær veglega aukasummu inn á reikninginn sem hann á ekki beint von á. Í kringum 8. nóvember upphefst einkar fallegt tímabil í lifi hrútsins. Létt lundarfar hrútsins, sem að eðlisfari er jákvætt, er tvöfalt léttara, hann planar stórkostlegt ferðalag eða fær einhvern óvæntan bónus í lífinu. Hrúturinn verður duglegur að huga að heilsu, andlegri og líkamlegri, og raunar er hann á leið- inni að komast í sérstaklega gott form á þessu ári, enda duglegur að hreyfa sig og styrkja. Hann er meðvitaðri um sjálfan sig en oft áður, vill verða víðsýnni, vita meira, skilja meira og öðlast styrk sem vitsmunavera og vönduð manneskja, tækifærin eru næg til þess. Ástalífið er kannski ekki það mest spennandi í heimi á þessu ári. Hrúturinn er frekar sáttur við þann stað sem hann er á í dag, einhleypur eða ekki einhleypur. Upp úr 5. október geta orðið þó nokkrar breytingar, reynt á sambönd eða ný andlit dúkkað upp í rómantísku samhengi. 21. MARS - 20. APRÍL Hrúturinn Árinu framundan er best lýst sem „súrsætu“. Af því gleðilega verður nóg af fjöri, peningum, sköpunarkrafti og bjartsýni. Árið 2018 er hins vegar svolítið ágengt á innra tilfinningalíf þar sem mun reyna á hvort krabbinn geti tekist á við óvænt mótlæti og hvort hann geti fyrirgefið. Það hefur gengið á ýmsu síðustu árin hjá krabbanum. Margir hafa skilið eftir löng hjónabönd eða sambönd en krabbanum finnst hann síðustu mánuði hafa upplifað ástar- og félagslíf drauma sinna og nýtur þess að vera í nýjum samböndum og aðstæðum. Nú er hins vegar runnið upp ár „prófraunarinnar“. Hvað er í þessi nýju sambönd og aðstæður spunnið? Það verða álagspunktar sem munu leiða það í ljós. Það sama má segja um vinasambönd, upp úr miðjum maí og fram í nóvember gæti krabbanum orðið ljóst að stundum vex fólk bara í sundur, ekki aðeins í ástarsamböndum heldur líka í vináttu. Krabbinn kynnist um leið fólki sem hann kann ákaflega vel við og eignast nýja vini, sem er ekki á hverjum degi í lífi hins varkára og fastheldna krabba. Þetta á jafnframt við um næstu sjö ár; það á sér stað endurnýjun í vinahóp krabbans. Í starfi og námi upplifir krabbinn ákveðinn stöðugleika, hann hefur gert upp hug sinn og er sáttur þar sem hann er, finnst hann ekki þurfa að skipta um starfsvettvang eða prófa nýtt nám í bili. Í nóvember er þó einhvers konar lottóvinningur væntanlegur sem kemur ánægjulega á óvart, það tengist starfi krabbans eða betri heilsu, krabbinn er þá óvenjukraftmikill. Krabbinn mun þurfa að taka ýmislegt til endurskoðunar á árinu og læra margt nýtt um sjálfan sig og lífið, en eitt er víst, það verður ekki dauð stund á árinu og honum mun aldrei leiðast. 21. JÚNÍ - 20. JÚLÍ Krabbinn Um miðjan maí mun nautið á einhvern hátt finna að það er fast í viðjum vanans, hjakkar í hjól- förum. Það getur verið andlegs eðlis, daglega rútínan, starfið eða annað. Hér er ekki æskilegast að gera einhverjar smábreytingar heldur eitthvað róttækara, spyrna upp úr þessum hjólförum með látum. Naut sem fædd eru snemma í stjörnumerkinu finna fyrir þessu strax í byrjun árs. Stóra málið árið 2018 er ástin. Nautið hefur átt gott ár 2017 á þessu sviði en bíðið bara, árið 2018 er eins og atómsprengja; rauðblikkandi rómantík árið í gegn. Nautið verður satt og mett af ást einni saman. Fjármálin hafa gengið ágætlega og nautið nýtur þess að vera í sambandi við manneskju sem fær eitthvað aukalega fyrir sinn snúð seinni part árs, launahækkun eða annan aukabónus. Það gæfuský er yfir bókhaldinu langt fram á árið 2019. Nautið er agaðra og skipulagðara en nokkru sinni áður og ætti að nýta það í að koma hugðar- efnum og draumum í framkvæmd. Það getur þó verið erfitt að vera námsmaður árið 2018, þung verkefni og þeir sem standa í málaferlum eða einhverju sem tengist pappírsvinnu þurfa að vera þolinmóðir, það verða tafir á öllu. Plútó hefur verið í níunda húsi í nokkur ár og verður það áfram, sem þýðir að nautið er í and- legri endurskoðun og laðar að sér djúpt þenkjandi og andlega sinnað fólk. Nautið verður virkt í félagslífi og nýtur þess að geta sinnt því sem það vill helst, huga vel að sál og líkama. Sátt og friður ríkir á heimilinu og meðal stórfjölskyldunnar. 21. APRÍL - 20. MAÍ Nautið Lífið stefnir í nýjar áttir árið 2018. Það á við um starf, hugðarefni, ástina og ýmislegt fleira. Tvíburar sem hafa átt við slæma heilsu að stríða undanfarið mega vænta betri heilsu á nýju ári en um leið tíðinda af því að þeir þurfi að gangast undir einhvers konar aðgerð. Ný atvinnutækifæri er líka í uppsiglingu en tvíburinn mun raunar geta fengið nokkur slík til- boð á árinu ef hann er duglegur að mæta þangað sem honum er boðið og sinna félagslífinu. Hann mun finna að hans náttúrulegi sjarmi og samskiptahæfni munu laða að fólk sem biður hann um að taka að sér stök verkefni eða stærri störf. Tengslanetið hans blikkar eins og jólasería. Vinnutengt starfsumhverfi er umgjörð alls árið 2018. Líka ástarblossa. Góð sambönd blómstra en þau sem standa veikar eru líkleg til að enda. Fjárhagslegar skuldbindingar maka geta orðið meiri síðla árs 2018 og geta þyngt lífsróðurinn töluvert. Hið raunverulega rómantíska fjör byrjar upp úr 8. nóvember þótt líklegt sé að það muni eiga talsverðan aðdraganda. Þá má tvíburinn eiga von á að náinn samstarfsmaður, einhver sem leið- beinir honum með eitthvað, í starfi, líkamsræktinni eða annars staðar, muni skjóta örvum í hjartað. Þetta er einhver sem tvíburinn hefur átt í miklum samskiptum við. Tvíburum í hæstu hæðum ástarvímunnar má benda á að bíða með giftingu, árið 2019 er betra til þess. Róttækasta breytingin í lífi tvíburans á árinu er ný nálgun við einhvers konar andlega iðkun. Þetta getur verið glænýtt nám, áhugamál sem honum finnst fjarstæðukennt í dag eða djúp and- leg leit í gegnum nýjar gáttir, eitthvað meira en klassískt jóga. 21. MAÍ - 20. JÚNÍ Tvíburinn Meyjan hefur kannski þegar tekið eftir að lífið er mun léttara allra síðustu mánuði en í nokkur ár þar á undan, sem hafa verið ströng. Ábyrgðin á herðum hennar er ekki eins íþyngjandi, fjárhags- legt frelsi er mikið, meyjan er orkumeiri, bjartsýnni og heilsan er líka betri. Þetta er byrjunin á því sem koma skal árið 2018. Hugurinn er skýr og einbeitingin frábær, þetta er góður tími fyrir námsmenn, ákvarðanatöku sem þarfnast íhygli og einbeitingar, þetta ár er sóknarfæri fyrir rithöfunda, fólk sem vinnur með tungumálið, lögfræðinga, kennara og markaðsfólk. Það er helst fólk sem vinnur með höndunum, svo sem handverk og listir sem þarf aðeins að aga sig meira og nýta tímann betur. Og meyjan þarf líka að nýta frítíma sinn betur, það er ekki vegna leti heldur hugsanaleysis sem klukku- stundirnar geta gufað svolítið upp við einskis nýta iðju þegar frí gefst. Það heyrir ekki til tíðinda að meyjan sé með hugann við heimili sitt en fram undan eru þó sér- staklega miklar endurbætur á heimilinu. Árið 2018 gleðst meyjan yfir því að fjölskyldan stækkar og hún er líkleg til að kaupa sér glæsilegan nýjan bíl og ný glansandi eldhústæki. Meyjur í samböndum mala af ánægju og þótt einhleypu meyjunni líði stundum eins og hún hafi upplifað vonbrigði á vonbrigði ofan í ástamálunum síðustu árin er óþarfi að hafa áhyggjur því það er eins og verið sé að leiða hana í gegnum ákveðinn þroska að réttu manneskjunni. Stjörnurnar eru sannarlega meyjunni í vil í ástamálum árið 2018 og þetta ætti ekki að vera ár vonbrigða held- ur einmitt árið sem hún hittir þann eina eða einu réttu. 22. ÁGÚST - 22. SEPTEMBER Meyjan Þrír sólmyrkvar á árinu 2018 munu þýða dramatískt ár í lífi ljónsins því sólin er ráðandi pláneta þess. Ljónið endurskilgreinir tilveru sína, uppgötvar nýjar hliðar á sjálfu sér, ný áhugamál, nýjar brautir til að feta í lífinu. Ljónið leitar mikið út í náttúruna og notar útvist sem þerapíu. Það gerir upp óleyst mál, jafnvel langt aftur í fortíð. Tengt hinu efnislega í lífinu þýðir þetta að ljónið skiptir um húsnæði, festir kaup á því eða gerir plön þannig að það leggur mikið fyrir á árinu til að safna fyrir húsnæði. Það verður mikið að gera í starfi og námi. Ljónið þarf að bíta á jaxlinn og skælbrosa um leið, hörkuvinna fram undan. Rólegri tími er í boði síðustu tvo mánuði ársins, þá hægist aðeins um. Árið 2018 verður miklu skemmtilegra en árið 2017, og ljónið er félagslyndara, er mikið innan um vini og fjölskyldu og börn eru áberandi í umhverfi þess, hvort sem eru eigin eða annarra. Samvera við aðra færir ljóninu mikla orku og vellíðan. 15. febrúar og 27. júlí, punktaðu þessar dagsetningar niður hjá þér, það mun reyna á sambönd ljóna í kringum þessa daga. Ljónið, sem er alla jafna til í ævintýri og elskar spennu í ástum, er til í meiri festu, nokkuð sem endist, enda á yfirburða andlegum nótum. Það verður því minna af ein- hverjum skyndiákvörðunum heldur verða þær vel ígrundaðar í ástamálum. Verði ljónið ástfangið árið 2018 er sá einstaklingur einhver sem það þekkir nú þegar, einhver sem það virðir mikils, kannski á eilítið hégómlegan máta þar sem manneskjan er valdamikil eða áberandi, en sú hrifn- ing dýpkar og verður ekki bara vegna yfirborðsins. 21. JÚLÍ - 21. ÁGÚST Ljónið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.