Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Síða 21
31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Þótt árið 2018 sé ágætis ár fjárhagslega fyrir flest stjörnumerkin er sporðdrekinn algjörlega sér á parti, þar sem peningarnir hreinlega rúlla inn, þetta er allt Júpíter að þakka sem hefur síðustu einn til tvo mánuði verið í merkinu þínu og áhrifanna er því þegar farið að gæta. Miklar kröfur verða gerðar til sporðdrekans í ár, í leik og starfi. Vinnuveitendur og kennarar gera þessar kröfur því viðkomandi hafa mikla trú á hæfileikum sporðdrekans og sporðdrekinn má ekki taka gagnrýni persónulega, fólk veit hvað í sporðdrekanum býr og vill að hann sýni það. Þeir sporðdrekar sem vinna við sköpun og listir skara fram úr í ár og njóta viðurkenningar. Sporðdrekinn hefur átt í erfiðum samskiptum við maka, foreldri eða mjög náinn fjölskyldu- meðlim. Í ár leysist þessi hnútur og framundan er mun hamingjuríkara ár en það sem er að líða. Það verður þó ekki dramalaust. Kostnaðarsamar viðgerðir og ný átök gætu komið óvænt upp, í kringum 15. febrúar og 27. júlí. Tvö orð einkenna ástamálin: Flókið og spennandi. Ef þið eruð þegar í sambandi, gefið þá mak- anum persónulegt rými og frelsi en ræktið þó sambandið vel og bryddið upp á einhverju nýju að gera saman. Þetta er ár sem reynir á sambönd en með þetta í huga blessast allt. Einhleypir sporðdrekar munu lenda í nokkrum ástarævintýrum. Afslappað, skemmtilegt og svolítið kæru- laust fólk laðast þessi misserin að sporðdrekanum, fólk sem er ekki tilbúið í að skuldbinda sig. Ef sporðdrekinn verður yfir sig ástfanginn þarf hann því að vera þolinmóður og gefa sambandinu tíma til að þróast, a.m.k. fram á 2019 áður en það fer að snúast um einhverjar skuldbindingar. 23. OKTÓBER - 22. NÓVEMBER Sporðdrekinn Finnst einhverri vog kominn tími á að lífið komist í aðeins fastari skorður? Jafnvel þegar kemur að ástarsamböndum? Tíminn er runninn upp árið 2018 og þykir margri voginni það bestu fréttir sem hægt er að fá eftir ýmiss konar hamagang á árinu sem er að líða og raunar árin á undan. Í öðrum góðum fréttum er það að árið mun gefa afar vel af sér fjárhagslega, þetta er frábært ár til að selja, kaupa og fjárfesta og félagslífið blómstrar. Vogin fær gott næði til að læra og er upp á sitt besta í vinnunni. Vinnuframlag hennar er sérstaklega verðmætt árið 2018. Þá eru það fréttirnar sem eru ekki eins góðar, eða kannski meiri áskorun. Þetta verður ákaf- lega annríkt ár, jafnvel á jaðri þess að keyra vogina niður af stressi og hún þarf að passa mjög vel upp á heilsuna því samfara, bæði þá líkamlegu og andlegu, sinna öllum vísbendingum er koma upp um breytt heilsufar og ekki draga að fara til læknis. Það geta komið upp mál innan stórfjölskyldunnar sem munu í ofanálag reyna mjög á vogina andlega og hún þarf að passa sig að sökkva ekki ofan í depurð, heldur sinna sjálfri sér vel. Dramatískir atburðir verða ekki beint í lífi vogarinnar sjálfrar heldur í hennar nánasta hring, hjá góðum vinum og ættingjum. Eiginlega má segja að sambönd vogarinnar hafi ekki átt mikla möguleika á að endast síðustu árin. Þessu er algjörlega öfugt farið árið 2018. Á vegi hennar verður einstaklingur sem langar til að stíga alvöruþrungin skref, og hún vill það sjálf. Í átt að einhverju sem er virkilega innihalds- ríkt. 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Vogin Ertu steingeit í stjórnunarstöðu eða í starfi þar sem þú þarft stöðugt að hafa skýra yfirsýn yfir allt? Til hamingju, árið 2018 er frábært ár til þess. Ef þú ert ekki nú þegar í yfirmannsstöðu þá er þetta árið til að færa sig upp, þú ert vel í stakk búin að taka á þig meiri ábyrgð og líklega býðst þér stöðuhækkun á núverandi vinnustað. Þetta er frábært ár fyrir ný viðskiptatækifæri. Eftir að hafa sérstaklega komið þessari ábendingu á framfæri er árið í heild steingeitinni gott. Nú þegar er hún farin að plana alls kyns skemmtilega hluti til að gera á árinu 2018 og hún ætti að halda áfram með þann lista, það verður fullt af dásamlegu fólki til að eyða tímanum með. Steingeitin hefur ákaflega gaman af því að kaupa eignir, gera þær upp og selja svo aftur, end- urtaka þetta nokkrum sinnum. Þetta hefur verið einkar áberandi síðustu árin. Steingeitin er lík- lega búin að fylla heimilið af alls kyns tækjabúnaði og þetta hefur tekið svolítið á, jafnvel verið or- sök hjónaskilnaða. Steingeitin róast í þessu í ár og nýtur frekar þess að eiga fallegt heimili eins og það er. Um leið verða fjármálin traustari, steingeitin tekur færri skyndiákvarðanir. Steingeitin getur átt á hættu að sinna fjölskyldu sinni og maka illa í ár. Hún er ekki að sýna sínar hlýjustu hliðar og þeir sem standa henni næst geta upplifað það sem höfnun. Steingeitin er í svo miklum stjórnunarham að hún gleymir að fjölskyldan er ekki starfsmenn hennar. Að því sögðu ætti það ekki að koma á óvart að á vegi einhleypra steingeita verður ástarblossi tengdur viðskiptum og peningum. Líklega er þessi einstaklingur í valdamikilli stöðu innan við- skiptalífsins eða þess geira sem steingeitin starfar við. 21. DESEMBER - 19. JANÚAR Steingeitin Hvernig hljóma breytingar og drama í eyrum vatnsberans? Ef ekki vel ætti hann kannski ekki að lesa lengra og láta það koma sem verða vill því árið framundan er vindasamt á öllum sviðum, feykir til lífi í föstum skorðum, í fjölskyldu, þar sem fjölskyldugerðin gæti hreinlega breyst, vinnu og fé- lagslífi. Þetta þarf ekkert að vera neikvætt, breytingar eru ágætar ef það þarf að hrista upp í hlut- unum en þessar breytingar verða allar á augabragði. Um leið og allt þetta gengur yfir nær vatns- berinn svakalega góðum árangri á árinu almennt og það má vel nota frasann „að slá í gegn“ yfir eitthvað sem vatnsberinn áorkar 2018, afar líklega í starfi. Þetta ár verður líka gjöfult peningalega séð og vatnsberinn mun tæknivæða og fullkomna heimilið. Vatnsberinn mun þurfa að eiga í miklum samskiptum út á við vegna starfs og frama og mun blómstra í því hlutverki þar sem gáfur hans og viska fá að njóta sín. Það er rétt að taka fram að þrátt fyrir dramatíska sápuóperu framundan er vatnsberinn hamingjusamur í sínu einkalífi á árinu, hann mun finna ríkari hamingju hjá þeim félaga sem hann elskar nú þegar og einhleypir vatnsberar geta valið úr vonbiðlum. Fólk sogast að vatnsberanum, honum verður boðið á gamaldags stefnumót en einnig mun hann fá skilaboð á samskiptamiðlunum frá gömlum vinum og kunningjum sem vilja ólm- ir hitta hann. Nóvember verður ákaflega spennandi og skemmtilegur á þessu sviði. Sé vatnsberinn hins vegar í sambandi þar sem nú þegar vantar upp á ást og virðingu skal hann búa sig undir ólgusjó, það mun virkilega reyna á veik sambönd. Í lok árs mun vatnsberanum líða eins og hann hafi farið í djúphreinsun með líf sitt. 20. JANÚAR - 18. FEBRÚAR Vatnsberinn Bogmanninum finnst eins og enginn sjái að það eru ótrúlega magnaðir hlutir að gerast innra með honum. Hann er á gullfallegri andlegri vegferð, þar sem hans andlegi styrkur er mikill og hann er markvisst að vinna í sjálfum sér. En þetta sést og verður meira og meira áberandi í bjartri ásjónu hans og gefandi viðmóti eftir því sem á árið líður. Það verður mikið um ferðalög, ýmiss konar úti- veru, æðri menntun, andlega iðkun og innri leit. Það auðveldar bogmanninum að sinna sínum andlegu málum að fjárhagurinn verður í öruggri höfn og fjölskyldulífið og samskipti við vini, kunningja og aðra eru einhvern veginn hárrétt stillt, þægileg og góð. Eldri börn á heimilum bogmanna hafa verið svolítið uppreisnargjörn og erfið undanfarið ár en það er líka að lagast. Bogmaðurinn er vel í stakk búinn til að gera ákveðnar breytingar, til dæmis að byrja í ein- hverju spennandi námi. Flest allt sem hann hefur velt fyrir sér um nokkurt skeið er komið að þeim tímapunkti að það er rétt að framkvæma það. Það sama á við ákvarðanir í fjármálum, búsetu en kannski síst starfi. Bogmaðurinn er betur settur þar sem hann er nú en að fara að róta í því. Bogmaðurinn hefur ekki verið upp á sitt besta á rómantíska sviðinu síðustu tvö ár. Mörgum hefur þótt hann helst minna á önnum kafinn forstjóra sem er ekki til í að gefa mikið af sér. Í ár sýnir bogmaðurinn sólskinshliðina á sér, þá hlýju og gefandi og það breytir öllu. Bogmanninum mun líða eins og einhver æðri öfl hafi lagst í framkvæmdir og ákveðið að gera endurbætur á ásta- málunum hans. En það er í raun bara hans innri breyting sem er þar að verki. 23. NÓVEMBER - 20. DESEMBER Bogmaðurinn Hamingjan er hér, kæri fiskur. Fólk mun ekki einu sinni nöldra í þér, yfirmaðurinn er því- líkt sáttur við þig og fisknum líður næstum eins og hann geti bara slegið slöku við í því sem hann þarf að standa sig í, það eru allir svo ánægðir með hann. Fiskurinn verður á faraldsfæti og mun afar óvænt fá spennandi atvinnutilboð erlendis frá, líklega í tímabundnu verkefni, eða þá boð um framhaldsnám í ótrúlega flottum há- skóla. Fiskarnir hafa ekki upplifað nægilegt öryggi í fjármálunum undanfarin tvö ár en þau snúast nú hægt og rólega til betri vegar. Nánir vinir eða ættingjar fisksins munu þurfa á honum að halda á árinu, vegna alvar- legra aðstæðna, svo sem alvarlegra veikinda. Þetta mun reyna á fiskinn og verður hans helsta áskorun tilfinningalega. Fjölskyldan unir annars vel við sitt, þetta er ekki ár mikilla breytinga, ekki besta árið til að flytja eða fara í framkvæmdir en það er ekki vitlaus hugmynd að fjárfesta í lista- verki eða einhverju eigulegu til framtíðar. Unglingar á heimilinu eru í svolítilli þörf fyrir athygli og nærgætni, þeir eru að fara í gegnum svolítið breytingaskeið. Þrátt fyrir að það verði fremur rólegt í ástarmálunum fram eftir ári verður fjör í lok ágúst. Einhleypir fiskar lenda í í rómantísku ævintýri eftir 22. ágúst eða fyrri part sept- ember en þeir fiskar sem eru í sambandi munu halda áfram að hafa það notalegt. 19. FEBRÚAR - 20. MARS Fiskarnir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.