Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 32
STJÓRNMÁL 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 Líklega finnst fólki mannkynið alltaf vera á tímamótum íupphafi nýs árs. Og kannski hugsa ýmsir að oft hafiverið meiri ástæða til að fullyrða slíkt en nú. Við stönd- um þó óneitanlega frammi fyrir þremur risaáskorunum í dag: Loftslagsvánni, fátækt og ófriði. Fyrstu tvær eru erfiðar við- ureignar en á hvorugri sigrumst við ef ekki næst árangur í baráttunni gegn þeirri þriðju. Allar krefjast þess að þjóðir heims taki höndum saman í baráttunni. Allt frá því að fyrsta styrjöldin var háð hefur mannskepnan sýnt fádæma hugkvæmni í því að þróa afkastamikil dráps- tæki. Þessi hugvitssemi náði nýjum hæðum þegar Bandaríkja- menn vörpuðu atómsprengjum á Japan fyrir 72 árum. Áætlað er að milli 100-þúsundir hafi fallið og enn sér ekki fyrir end- ann á afleiðingunum. Fyrri sprengjan var kölluð litli drengur en sú síðari feiti kall. Eins ósmekklegt og það er að kenna vopn af þessu tagi við lítið barn, sem í huga flestra okkar er tákngervingur sak- leysis, er síðara nafnið öllu skiljanlegra. Feitur kall er nefni- lega prýðileg myndlíking fyrir hugmyndakerfi sem drifið hef- ur verið áfram af valdabaráttu, tortryggni og græðgi. Hagsmunum sem standa í líka vegi fyrir jafn sjálfsögðum hlutum og jafnrétti kynjanna. Gjörbreyttu heimsmynd okkar Sprengjurnar gjörbreyttu heimsmynd okkar; tilveran varð hverfulli en nokkru sinni fyrr: Við höfum nú ekki einungis ör- lög sjálfra okkar í höndunum heldur alls lífs á jörðinni. Þessi atburður hefur mótað allan okkar veruleika. Þetta birtist víða. Til dæmis hefur þessi ótryggi veruleiki síðan þá verið áber- andi viðfangsefni listamanna; bæði hvað varðar innihald, boð- skap og jafnvel uppbyggingu verka. Gríðarleg orka hefur farið í að viðhalda stöðugleika og koma í veg fyrir að gereyðingarvopnum verði aftur beitt. Við getum kallað það ógnarjafnvægi. Á meðan mannskepnan hefur verið önnum kafin við að beisla þessa ófreskju hefur nýr vágestur læðst aftan að okkur og annar lifir góðu lífi, meðal annars í skjóli hennar; lofts- lagsógnin og örbirgðin. Loftslagsbreytingarnar eru auðvitað nógu alvarlegar í sjálfu sér en geta þó einnig kynt undir ófriði. Auk þess er erf- itt að sjá að mannkynið geti brugðist við þeim af nægilegum krafti nema almennari friður ríki í heiminum. Þá stendur mannkynið frammi fyrir gríðarlegri tæknibylt- ingu sem mun gjörbreyta þjóðfélaginu. Ný tækni mun ekki eingöngu koma í stað vöðvaafls, heldur líka hugarafls að ein- hverju marki. Gervigreindin mun gefa vélum áður óþekkta hæfni. Þær munu hlusta, tala og skilja og leysa flókin og fjöl- breytt verkefni án aðstoðar manna. Innan fárra áratuga verð- ur þátttaka mannsins í samfélaginu með allt öðrum hætti en við höfum þekkt hingað til. Vissulega felast mikil tækifæri í nýrri tækni. Framleiðni getur aukist gríðarlega og möguleikar skapast til vistvænni framleiðslu, sem eru nauðsynleg viðbrögð við loftslagsógninni. Síðast en ekki síst getur hún nýst til að jafna stöðu milli rík- ari og fátækari hluta heimsins. Þessum breytingum fylgja þó líka ógnir, ef ekki er rétt haldið á spilunum. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá þá möguleika sem þessi tækni skapar í gerð nýrra vopna. Loks er hætta á því að valdið færist á enn færri hendur ef ágóðinn af tækniþróuninni verður allur eftir hjá fyrirtækjunum. Bil milli þeirra efnameiri og snauðu gæti aukist og ýtt undir ófrið. Eigum allt undir því að vinna saman Farsæl framtíð er háð því að mannkynið átti sig á því að við erum öll systkin og eigum allt undir því að vinna saman. Tilbúin landamæri, trú eða litarháttur fá engu um það breytt. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga þegar sterk öfl, jafnvel stjórnvöld í okkar heimshluta, sjá sér enn hag í því að sundra, draga í dilka og viðhalda óstöðugleika. Gæðum jarðarinnar er einfaldlega of ójafnt skipt. Á meðan helmingur allra barna býr við örbirgð og mörg þeirra fá hvorki menntun né aðgang að hreinu vatni, þegar milljónir manna eru á flótta undan styrjöldum og kúgun, í veröld sem flokkar menn eftir litarhætti, og jafnrétti kynjanna á langt í land, höfum við mikið verk að vinna. Ísland verður auðvitað ekki afgerandi í þessari baráttu en við getum og ættum að sýna gott fordæmi. Það getum við gert með því að standa enn betur að þróunaraðstoð en nú er gert og axlað ríkari ábyrgð með móttöku fleiri flóttamanna. Nærtækast og auðveldast er þó að vinna gegn aukinni mis- skiptingu hér á landi og útrýma fátækt. Ísland er ríkt land og á einstöku hagvaxtarskeiði erum við í betra færi til þess en nokkru sinni áður. Því eru áherslur nýrrar ríkisstjórnar í þessum málum mikil vonbrigði. Því miður berast straumar og stefnur sundurlyndis líka til Íslands. Oftar og oftar heyrast raddir sem ala á fordómum, ýta undir þjóðernishyggju og vilja jafnvel loka sig meira af frá umheiminum. Þær ala gjarnan á tortryggni og ótta, dreifa falsfréttum og flagga vaxandi fylgi svipaðra öfgahreyfinga í okkar heimshluta. Allar byltingar hefjast innra með okkur sjálfum Við getum valið um veröld sem nærist á tortryggni og hræðslu við það framandi; heim sem byggist á flokkun og að- greiningu, öflugum landamærum, þar sem hver þjóð á að vera sjálfri sér nóg, eða auknum samskiptum og samvinnu. Fyrri kosturinn mun aðeins leiða til meiri spennu en í þeirri síðari birtist þó a.m.k. von um betri heim: Aldrei hefur verið meiri þörf á því að þjóðir vinni saman, þvert á landa- mæri, óháð heimsálfum eða trúarbrögðum. Verkefnið getur virkað óyfirstíganlegt en allar byltingar hefjast innra með okkur sjálfum og við getum strax tamið okkur meira umburðarlyndi, víðsýni og rausnarskap. Ég óska ykkur farsældar á komandi ári. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon LOGI EINARSSON, FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR Risaáskoranirnar þrjár ’Við getum valið um veröld sem nær-ist á tortryggni og hræðslu við þaðframandi; heim sem byggist á flokkun ogaðgreiningu, öflugum landamærum, þar sem hver þjóð á að vera sjálfri sér nóg, eða auknum samskiptum og samvinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.