Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 42
Hægt er að nota ýmislegt sem fell- ur til í eldhúsinu til að búa til fitu- kökur eins og ost og haframjöl, segir í grein á gardeners- world.com. Aðeins þarf að blanda þessu saman við svínafitu eða mör. Ekki má nota kalkúnafitu þar sem hún harðnar ekki með sama hætti og getur komist í fjaðrir fuglanna og hindrað þá í að fljúga. TÆKI SEM ÞARF skál pottur skeið band tómar jógúrdósir INNIHALDSEFNI ýmiss konar fræ haframjöl rúsínur brauðmylsna kökumylsna rifinn ostur jarðhnetur fita Hlutföllin í uppskriftinni eru tveir hlutar af þurr- efnum á móti einum hluta af fitu. Byrjað er á því að blanda þurrefnunum saman í skál. Síð- an er fitan brædd í pönnu og blandað vel saman við þurrefnin. Næst þarf að gera lítið gat í botninn á jógúrtdósinni og þræða spotta þar í gegn. Hægt er að nota margskonar form en jógúrtdós er heppileg í notkun og auðvelt að nálgast. Formið er fyllt með heitri blöndunni með skeið og spottinn hafður í miðjunni. Fitukökur fyrir fugla Dósirnar bíða í ísskápnum yfir nótt. Þá er hægt að klippa þær í burtu. Nauðsynlegt er að binda stóran hnút neðan við fitukökuna og nota hinn endann til að hengja hana upp í tré. Þá er bara að bíða eftir því að fuglarnir mæti í veisluna! Í frosti eins og ríkt hefur að undanförnuer mikilvægt að hugsa til fuglanna. Al-gengustu spörfuglarnir á höfuðborg- arsvæðinu yfir vetrartímann eru skógar- þröstur, stari, hrafn, snjótittlingur og auðnutittlingur. Þessir fuglar hafa alls ekki sama matarsmekk en það fer eftir tegund hvað þeim finnst best að éta. Þegar vetrarhörkur ríkja þurfa fuglar mikla orku til að halda á sér hita og því er feitmeti, svo sem tólg, kjötsag, dýra- fita, flot og mör, ein allra besta fæðan sem þeir fá, segir á Vísindavef Háskóla Íslands. „Almennt sækir stari í alla matar- afganga, meðal annars brauðmeti, kart- öflu- og fiskafganga en fita og tólg hent- ar honum vel. Skógarþrestir og svartþrestir eru mjög sólgnir í epli og perur. Æskilegast er að láta ávextina á stöðugan stað, til dæmis festa þá á trjá- grein þar sem fuglarnir geta setið og bit- ið í eplið eða peruna í frið og ró. Skóg- arþrestir eru einnig sólgnir í mör og kjötsag, auk brauðmylsnu og berja,“ seg- ir þar. Þar kemur einnig fram að auðnutitt- lingar og snjótittlingar séu fræætur og því er sérstakt fuglafóður heppilegt. „Fóðrið er sérstaklega ætlað snjótitt- lingum og í því er annaðhvort kurlaður maís eða ómalað hveitikorn,“ en auðnu- tittlingar eru ekki hrifnir af maísnum en þeim mun sólgnari í hveitið. Gott að bæta við fitu Í miklum kuldum er oft gott að blanda matarolíu eða smjörlíki við fóðrið til þess að gera það orkumeira. Hrafnar eru mest fyrir kjötmeti en þiggja engu að síður ýmislegt annað í harðindum. Til að laða hrafna í fæði er best að gefa þeim á opnu svæði. Hægt er að nota margs- konar form til að búa til fitukökur fyrir fugla. GettyImages/iStockphoto Gleymum ekki smáfuglunum Starar sækja í alls- kyns matarafganga. Fuglar hafa mismunandi matarsmekk en þegar vetrar- hörkur ríkja þurfa þeir mikla orku til að halda á sér hita. Almennt sækir stari í alla matarafganga á meðan skóg- arþrestir og svartþrestir eru mjög sólgnir í epli og perur. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 MATUR Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.