Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Qupperneq 44
Oft geta síðustu dagar árs-ins minnt okkur á að lífiðer hverfult. Elliárin eru kannski við sjóndeildarhringinn, eða rétt handan við næsta horn, og hætt við að á vissum tíma taki heilsunni að hraka og lífsgæðin að minnka um leið. En það er ekki endilega sjálfgefið að heilsan verði lakari eftir því sem kertunum á afmælistertunni fjölgar. Læknavís- indin hafa sýnt fram á að með heilbrigðum lífsstíl má auka lík- urnar á að líkaminn haldist hraustur og þróttmikill löngu eftir að fólk er orðið gjaldgengt í félag eldri borgara. Kyrrsetan er varasöm Pálmi V. Jónsson er yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítal- anum og prófessor í öldrunar- lækningum við læknadeild HÍ. Hann segir reglulega hreyfingu eitt öflugasta vopnið gegn öldr- unartengdum sjúkdómum. „Hreyf- ing er líklega eina yngingar- meðalið sem sýnt hefur verið vís- indalega fram á að virkar. Vitaskuld getur hreyfing í óhófi farið illa með liði og valdið meiðslum, en regluleg áreynsla gerir líkamanum gott á ótal vegu.“ Þess vegna er það góð regla, á hvaða aldursskeiði sem er, að lifa ekki kyrrsetulífi heldur finna ein- hverja skemmtilega og gefandi iðju sem kallar á að hreyfa kropp- inn. Pálmi segir aldrei of seint að byrja, þó þeir sem hafi æft sig reglulega alla tíð geti vissulega haft forskot á hina. Þá getur það líka aukið líkurnar á að eiga heil- brigð og gefandi elliár að forðast ýmsa ósiði á yngri árum: „Allt æviskeiðið getur haft áhrif á heilsu okkar þegar við byrjum að eldast, og jafnvel strax í móð- urkviði og í æsku er lagður grunn- ur að langlífi og heilbrigði. Því miður er það svo að ef fólk býr ekki við gott atlæti á fyrstu árum lífs síns geti heilsufarsáhrifin fylgt því alla ævi,“ segir Pálmi og bætir við að það séu í sjálfu sér engin stjarnvísindi hvers konar lifnaðar- hættir auka eða draga úr líkunum á að líkami og hugur haldist heil- brigð sem lengst: „Auk þess að stunda hreyfingu þarf að huga að mataræðinu, forðst reykingar, gæta þess að drekka ekki áfengi í óhófi, sneiða hjá fíkniefnum og takast á við ögr- andi verkefni sem þjálfa hugann.“ Hjarta og æðar í fyrirrúmi Til að draga úr líkunum á því að léleg heilsa skerði lífsgæðin þegar árin færast yfir segir Pálmi skyn- samlegt að leggja sérstaka áherslu á heilbrigði hjarta- og æðakerfis- ins. „Á efri árum eru það hjarta- og æðasjúkdómar sem valda allt að 80% af fatlandi heilsufars- vandamálum, og getur heilbrigður lífsstíll dregið stórlega úr líkunum á þannig sjúkdómum.“ Pálmi nefnir sykursýki, sem eykur líkurnar á hjarta- og æða- sjúkdómum. „Ofþyngd stuðlar að sykursýki og hluti af því að vernda hjarta og æðar er að halda Lífsstíllinn ræður miklu um það hvernig við eldumst. Reykingar, of mikil drykkja og hreyfingarleysi eru ávísun á heilsu- leysi í ellinni. Sprækir vistmenn á Grund dansa með sjálfboðaliðum á vegum ungmennasamtakanna AUS. Morgunblaðið/Kristinn Svo við eldumst vel Regluleg hreyfing er eitt besta yngingarmeðalið og mikilvægt að reyna að draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum með heilbrigðum lífsstíl Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is ’ Á efri árum eru það hjarta- og æða- sjúkdómar sem valda allt að 80% af fatlandi heilsufarsvandamálum Pálmi V. Jónsson aukakílóunum í skefjum. Hreyfing og mataræði hafa líka áhrif á sjúkdóma eins og háan blóðþrýst- ing og hátt kólestról,“ segir hann og mælir með því að staða hjarta- og æðakerfis sé skoðað reglulega og gripið til viðeigandi lyfja- meðferðar ef eitthvað reynist í ólagi, ef lífstílsbreyting hrekkur ekki til. En eru nokkuð til yngjandi pill- ur og sprautur? Gæti það t.d. haldið líkamanum unglegum leng- ur að gangast undir hormóna- meðferð? „Hormónameðferðir eru um- deildar, hvort heldur sem er fyrir karla eða konur. Líta þarf til ein- staklingsbundinna þátta og meta ávinning og áhættu. Hormóna- meðferð getur haft ákveðinn ávinning í för með sér fyrir bæði kynin, en getur líka aukið líkurnar á æxlisvexti í brjóstum hjá konum og í blöðruhálskirtli hjá körlum, og valdið öðrum vandamálum. Þess vegna er ekki hægt að segja heilt yfir alla línuna að hormóna- meðferð sé gagnleg.“ HEILSA Að sögn BBC óttast sérfræðingar að snjalltækjanotkun barna geti aukið lík-urnar á nærsýni. Besta forvörnin er að börnin stundi leiki og íþróttir utandyra, sem rannsóknir sýna að dragi mjög úr því að börn þrói með sér nærsýni. Sendið börnin út að leika sér 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Pálmi verður var við það í starfi sínu að það sem fólk hefur helst áhyggjur af við það að eldast sé að verða ósjálfbjarga og tapa smám saman færninni til að lifa sjálfstæðu lífi. Margir vilja halda stjórn á tilveru sinni þegar lífslok nálgast, enda þótt þeir endi hugsanlega með því að missa ráð og rænu. „Á tímabili hélt embætti landlæknis úti lífsskrá þar sem fólk gat skráð óskir sínar um viðbrögð við alvarlegum veikindinum og til- nefnt umboðsmann til að taka ákvarðanir um meðferð fyrir þeirra hönd ef þau missa færnina til að gera það sjálf,“ segir Pálmi. „Því miður dagaði þetta verkefni uppi, og þau gögn sem safnað var voru geymd á pappírsformi ofan í skúffu. Áríðandi er að endurvekja lífs- skrána og tölvuvæða hana svo að upplysingarnar þar séu aðgengi- legar heilbrigðisstarfsfólki allan sólarhringinn, allt árið um kring, ef þær aðstæður koma upp að lífi og heilsu einstaklingsins sé ógnað og hann eða hún verði ófær um að tjá óskir sínar.“ Þarf að endurvekja lífsskrána
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.