Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 48
FERÐALÖG Áherslur í matargerð eru ólíkar innan Indlands. Ljúffengurgrænmetismatur er áberandi, þar sem þorri hindúa er græn-metisætur, en kjöt er einkum í réttum múslima. Í stærri borgum má finna veitingastaði þar sem tilraunagleðin ríkir. Ólíkar stefnur í matargerð 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 Jú, þar er mengun af ýmsu tagi,víða ólýsanleg óreiða, óhreinindi,hættulegar bakteríur, skelfilegur ójöfnuður og endalaust áreiti. En víða er líka nær ólýsanleg fegurð, gott og skemmtilegt fólk, friðsæld, sagan afskaplega forvitnileg – eins og fornminjar út um allt bera vitni um – og sífellt má búast við óvænt- um upplifunum. Indland er engu líkt og það eina sem nauðsynlegt er að hvetja þá sem þangað leggja leið sína að gera er að mæta með opinn huga og fagna hinu óvænta, ólíka og nýstárlega – og gleyma samanburð- inum, eins og við regluna og eins- leitnina í örsamfélögum eins og því íslenska. Enda fjölgar indversku þjóðinni um eina íslenska í hverri viku og samanburður á menningu og mannlífi þjóðanna er í besta falli hlægilegur. Því Indland er ævintýri, hvernig sem á það er litið. Kveðjustund á helgu fljóti Á dögunum komum við nokkur sam- an í Delí, eftir ferðalag frá fjórum löndum, og héldum upp í hrífandi ferðalag á aðventunni um norður- hluta Indlands, þann hluta sem nýt- ur mestra vinsælda meðal ferða- manna, en með ákveðnum og óvenjulegum útúrdúrum. Erindið til landsins var að kveðja náinn vin sem sameinaði okkur öll; fyrsti viðkomustaður hópsins var í hinni fornu borg Varanasi, helgasta stað hindúismans, þar sem ösku vin- ar okkar var í dögun sökkt frá blóm- um skrýddum báti í Gangesfljót við fallega athöfn. Og þar sem sólin reis í sannkallaðri ægifegurð upp yfir fljótinu slepptum við síðan 365 kert- um í laufbátum út á fljótið til minn- ingar um hana. Nokkur í hópnum höfðu áður komið til landsins, og einhver okkar unnið þar talsvert, en flest voru þó að koma í fyrsta skipti. Ákveðið hafði verið að flakka milli nokkurra eftirlætisstaða hins látna vinar í landinu og höfðu starfsmenn einar bestu ferðaskrifstofu landsins að- stoðað við að setja ferðina saman, auk þess sem við nutum aðstoðar tveggja af þekktustu ljósmynd- urum Indlands sem ferðuðust með okkur. Varanasi er staður engum líkur enda eina borg jarðar sem snýst um dauðann. Hún rís öll á vesturbakka Gangesfljóts, sem frægar tröppur ganga niður í, ghats, og á nokkrum þeirra brenna líkin látlaust – í því helgasta mun eldurinn ekki hafa Morgunblaðið/Einar Falur Manikarnika ghat við Gangesfljót í Varanasi þar sem lík hafa verið brennd allan sólarhringinn um tugi alda. Í ævintýralandinu Indland er ævintýri, hvernig sem á það er litið. Og andstæðurnar engu líkar. Óreiðan er mikil, mengun víða og áreitið getur verið yfirgengilegt – en fegurðin er líka víða ólýsanleg, litbrigði mannlífsins óviðjafnanleg og sífellt eitthvað nýtt að skoða og upplifa. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í tærri morgunbirtunni stilla ferðafélagar sér upp framan við grafhýsið Taj Mahal í Agra, fegurstu byggingu jarðar. slokknað í allt að fjögur þúsund ár. Þau skipti þegar við komum þar við voru allt að fjórtán lík brennd í einu og á meðan voru önnur undirbúin við vatnsbakkann – á göngu um þröngar göturnar þurfa vegfarendur stund- umn að víkja til hliðar þegar hópar manna arka hjá með líkbörur á öxl- unum, rétt eins og þegar helgar kýrnar rölta þar um.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.