Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 56
Nýlistasafnið: Ólafur Lárusson – Rolling line bbbbn Sýningarstjórar: Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forsythe. „Uppsetning sýningarinnar er einstaklega vel heppn- uð, léttir færanlegir sýningarveggir úr ómeðhöndluðum við skapa hráa og viðeigandi stemningu í rýminu… Rolling line er kærkomin sýning á verkum Ólafs Lár- ussonar, sem eiga fullt erindi við samtímann. Í þeim speglast kjarkur og hugmyndaauðgi, tilraunamennska og síðast en ekki síst rómantísk viðhorf listamannsins sem snerta streng í hjarta áhorfandans.“ (AA) Línan sem endar í sjálfri sér 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 LESBÓK Myndlistarsýningar ársins Myndlistarlífið er blómlegt og hefur fjöldi áhugaverðra sýninga verið settur upp í söfnum, sýningarsölum og galleríum á árinu. Myndlistarrýnar Morgunblaðsins, Aldís Arnardóttir og Margrét Elísabet Ólafsdóttir, hafa valið þessar úr hópi þeirra bestu. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ragnar Kjartansson – Guð, hvað mér líður illa bbbbn Sýningarstjóri: Markús Þór Andrésson. „Ragnar vinnur á mörkum skáldskapar og raunveruleika, einlægni og íróníu og í verkum hans speglast breyskleikar mannlegrar tilveru, ást, fegurð, tregi og sorg. Á sýningunni Guð, hvað mér líður illa hefur tekist vel upp í vali verka sem eru bæði á persónulegum nótum og taka einnig á því tilbúna og sviðsetta. Skáldskapurinn og raunveruleikinn eru sam- tvinnaðir lífi listamannsins og honum tekst vel upp á mörkum þversagnarinnar. Hann þarf ekki lengur að klæða sig upp í karakter listamannsins, hann er listamaðurinn og finn- ur sig vel í sínum karakter. Verkin kalla fram hughrif sem spegla allar hliðar mannlegrar til- veru, þau eru ljúfsár óður til margbreytileika lífsins og listarinnar.“ (AA) Ljúfsár óður til listarinnar og lífsins Gerðarsafn: Normið er ný framúrstefna bbbbn Sýningarstjóri: Heiðar Kári Rannversson. „… því [er] velt upp hvort listamenn tveggja kynslóða fáist við hvers- dagsleikann í víðum skilningi, á ólíkan eða líkan hátt, eða hvort fagurfræði hversdagsins skarist á ólíkum tímum. Er hugmyndin um róttækni listarinnar sem ræðst gegn hefðinni ekki lengur við lýði, er normið orðið að framúrstefnu í listsköpun samtímans? … Á sýningunni í Gerðarsafni kemur fram áhugaverð skoðun á hinu hversdagslega í samtímalistinni, húmor í bland við ígrundaða efnisnotkun þar sem eiginleikar efnis fjöldaframleiðslunnar eru rannsakaðir, vísað til hins ósagða og þess sem er fjarverandi í heilsteyptri og skemmtilegri sýningu.“ (AA) Kyrralíf hversdagsins Listasafnið á Akureyri: Joan Jonas, Eldur og saga, 1985 / Volcano Saga, 1985 bbbbb „Jonas nýtir þennan tæknilega ófullkomleika til að skapa draumkennt andrúmsloft og óraunveru- leikatilfinningu. Við sem áhorfendur erum vitni að draumi sem líkt og í Laxdælu er ráðinn af spákonu. Við sjáum aldrei spákonuna í verkinu, en heyrum seiðandi rödd hennar sem leggst eins og þriðja lag- ið ofaná skeytingar myndarinnar. Framvinda verks- ins lýtur því eigin lögmálum …Þetta margbrotna og ljóðræna myndbandsverk sem tvinnar saman frásögn í orðum og mynd er kjarni innsetningar sem er ekki síður margbrotin.“ (MEÓ) Margbrotin Eldfjallasaga Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Anna Hrund Másdóttir – Fantagóðir minjagripir. „Fyrsta einkasýning Önnu Hrundar Másdóttur í opinberu safni er heil- steypt og falleg. Í meðförum hennar breytast hversdagslegir hlutir í ævin- týralega og litríka skúlptúra.“ (MEÓ) Heilsteypt og falleg i8 gallerí: Elín Hansdóttir – Simulacra bbbbn „Elín vísar einnig til evrópskrar 17. og 18. aldar kyrralífshefðar þar sem samsett blómauppstilling verður að táknmynd fyrir forgengileikann – ferlið frá nýútsprungnum blómvendi til sölnandi laufa minnir á hverfulleika lífsins… Hún tekst á við rým- ið á lágstemmdan en vel útfærðan hátt, leikur á það og fær það til að lifna við um leið og áhorfand- inn meðtekur blekkinguna. Tæknibrellurnar sem listamaðurinn notar til þessa eru formræn útfærsla á undirliggjandi hugmyndafræði innsetningarinnar, hugleiðingar um lífið og tilveruna, dauðann og sorgina sem allir þurfa einhvern tíma að kljást við. Simulacra er sterk, markviss og marglaga sýning ungs listamanns sem tekst stöðugt að koma á óvart með myndlist sinni. (AA) Ósvikin blekking Berg Contemporary: Dodda Maggý – Variations. „Í verkum sem ýmist höfða til sjónar eða heyrnar, og stundum skynfæranna samtímis, haldast tón- og myndsköpun saman í flóknu sam- spili myndgerðra tóna, og tóngerðrar myndar. Sjónrænu verkin byggja á tónbilum og hlutfalls- legu rými milli nótna. Niðurstaðan er sam- hljómur sem kallar fram ómótstæðilega mynd- ræna fegurð.“ (MEÓ) Í flóknu samspili Ásmundarsafn: Ásmundur Sveinsson – List fyrir fólkið bbbbm Sýningarstjóri: Ólöf K. Sigurðardóttir. „…hér hefur verið hugað að hverju smáatriði… Stöplarnir undir verkunum eru áberandi og brjóta upp sýningarrýmið, sums staðar hefur horn verið tekið úr þeim og stöplarnir ganga inn í veggi safnsins, en um leið gefa þeir sýningunni heild- stætt yfirbragð. … sýningin er í senn aðgengileg, falleg fyrir augað og hreyfir við fólki eins og listamaðurinn lagði ávallt áherslu á. Hér gefst kjörið tækifæri til að kynna sér feril eins af okkar helstu brautryðjendum á sviði höggmyndalistar.“ (AA) Með fingurinn á slagæð samtímans Listasafn ASÍ. Kapella og líkhús St. Jósefsspítala: Sigurður Guðjónsson – Innljós bbbbn „Endurtekningin sem kemur fram í öllum verkum sýn- ingarinnar Innljós er knúin áfram af takti hægrar færslu og hreyfingar yfir myndflötinn, tíma og ljóss, og heildar- samspili þessara þátta. Ljósið er alltumlykjandi og umvefur áhorfandann og tekur hann með í leiðslukennt ástand leyfi hann sér að staldra við um stund. Nýr og trúarlegri undir- tónn kemur fram í þessum verkum Sigurðar sem vísar í stærra heildarsamhengi lífsins. Verkin á sýningunni tengjast innbyrðis og vekja hugleiðingar um mennskuna, tilvistina og hið tvíbenta samband manns og tækni. Sýningarrýmið rammar á áhrifamikinn hátt það andrúmsloft og hug- myndaheim listamannsins sem byggir á ákveðinni heild- arhyggju.“ (AA) Alltumlykjandi ljósvirkni Kjarvalsstaðir: Anna Líndal – Leiðangur bbbbn „„Leiðangur“ (2017) er lykilverk sýningarinnar og í því kristallast mót raunvísinda og lista. Fem- ínískir þræðir frá upphafi ferils listamannsins mæta skilgreiningum og skráningum í anda vís- indalegara mælinga sem geta haft mikið pólitískt vægi þegar litið er til auðlinda náttúrunnar. Í verkinu kafar Anna djúpt ofan í þær femínísku og rannsóknartengdu hugmyndir sem hún hefur unnið með allan sinn feril, þræðir þær saman og setur í áhrifamikið samhengi í verkinu. Sýningin Leiðangur gefur góða mynd af höfundarverki lista- mannsins sem hefur unnið jöfnum höndum með fjölbreytta miðla og varpar ljósi á þær knýjandi spurningar sem Anna hefur fengist við, hvort sem þær tengjast vangaveltum um stöðu kynjanna eða rannsóknum á náttúrunni og tengslum vísinda og lista.“ (AA) Þrætt í gegnum ferilinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.