Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Side 58
Þróunarsaga hljómsveitarinnar Fufanu er merki- leg, allt frá því sveitin byrjaði sem tölvupopp- tvíeyki í að verða geysiþétt og kraftmikil rokksveit með rafkryddi sem sjá mátti á Airwaves nú í haust. Sports er skemmtileg rokkskífa, aðgengileg en líka ágeng og krefjandi á köflum, síðpönksúrkál ræki- lega kryddað með raftónlist. Hlustaðu líka á Midnight Champion með Legend og Kinder Versions með Mammút. Rokkplata ársins 58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 LESBÓK Plötur ársins Íslensk plötuútgáfa blómstrar sem aldrei fyrr þótt fæstar plöturnar komi kannski út á föstu formi. Árni Matthíasson hlustaði á þær ríflega þrjú hundruð plötur sem komu út á árinu og nefnir þær sem honum fannst bestar. Þarsíðasta plata Bjarkar Guð- mundsdóttur, Vulnicura, var eitt af meistaraverkum hennar, frábærlega samin lög, þrungin depurð og trega. Á Utopia kveður við annan tón, því yfir plötunni er heiðríkja og gleði, fuglasöngur og flautur, og lögin ástarsöngvasyrpa. Að því sögðu þá er líka broddur í lögunum, þyrnir í rósarunnanum, nefni sem dæmi lagið Sue Me þar sem Björk gagnrýnir það hvernig eitruð karlmennska gengur í erfðir, og líka gamansemi eins og þegar hún gúglar ástina í Features Creatures. Utopia er með bestu plötum Bjarkar – Homogenic, Vespertine, Vulnic- ura og Utopia, og lokalag plöt- unnar, Future Forever, eitt það besta sem hún hefur samið. Hlustaðu líka á Megas syngja Ósómaljóð Þor- valdar Þorsteinssonar og á Unexplained Miseries & The Acceptance of Sorrow með Sólveigu Matthildi Kristjáns- dóttur. Plata ársins Þótt Já, plata Hafdísar Bjarnadóttur, sé hér talin með því sem við köllum klassíska tónlist er hún á landamærum ólíkra tónlist- arstrauma; djass, rokks, framúrstefnu og almennrar tilraunamennsku. Hlustaðu líka á Nostalgiu Páls Ragnars Pálssonar og Mass for Some með verkum Báru Gísladóttur. Klassík ársins Tónleikar með FM Belfast eru dansiballið frá helvíti, ærandi fjör og mögnuð stemmning með textum sem gæla við tárakirtla og hláturtaugar. Tónlistin er dansvæn, en líka hrífandi, há- timbruð og húmorísk líkt og heyra má á Island Broadcast; óteljandi grípandi laglínur og ein- faldar en eitursnjallar textalínur. Hlustaðu líka á THIS 5321eftir Bjarka R. Sigurðarson og á FALK-tvíplötuna Fascia / Decanter. Dansplata ársins Baldvin Snær Hlynsson varð tvítug- ur á árinu og fagnaði því meðal ann- ars með því að gefa út aðra sólóskífu sína sem hann kallar Renewal. Fyrri platan kom út fyrir þremur árum og stóð föstum fótum í hefðinni en Renewal er fjölbreyttari, tilrauna- kenndari og skemmtilegri. Víst er hún djassplata en hún rúmar svo miklu meira. Hlustaðu líka á Green Moss Black Sand Sigurðar Flosasonar og á Frost, frumraun Anness. Djassplata ársins Sigurbjörn Þorgrímsson, sem kallaði sig Biogen, lést langt um aldur fram fyrir sex árum. Hann var meðal brautryðjenda í ís- lenskri raftónlist, afkastamikill og gríðarlega fjölhæfur eins og heyra má á safnplötunni Halogen Continues sem gefur út óheyrð- ar upptökur í bland við eldra efni og sjaldheyrt. Hlustaðu líka á Drápu Kolrössu krókríðandi og vínylútgáfu Epicycle Gyðu Valtýsdóttur. Endurútgáfa ársins Árið 2017 var einkar gott ár fyrir Cyber-aðdáendur því sveitin sendi frá sér þrjár útgáfur á árinu – fyrst kom Crap, þá stuttskífan Boys og loks afbragðsplatan Horror. Eins og nafnið ber með sér er hryllingur undir niðri og allt um kring á skíf- unni, en þó fyrst og fremst sá hryll- ingur sem leynist innra með okkur og birtist í mannlegum sam- skiptum. Hlustaðu líka á Ella Grill & Dr. Phil á Þykku fitunni vol. 5 og á Joey Joey Christ. Rappplata árins Dodda Maggý hefur lýst tónsmíðum sínum svo að hún sé að vinna með tónlist á mörkum hljóðlistar og skoða hvað tónlist getur verið, en hún fléttar líka saman tónlist og myndlist. Á plötunni C-series er tónlist sem flokka má sem hljóðlist, verk sem byggjast á klifun og fléttum hljóða og tóna áþekkt því sem Keith Fullerton Whitman og fleiri kunnir hljóð- listamenn hafa sett saman. Hlustaðu líka á Smitara Sigrúnar Jónsdóttur og Arborescence Úlfs Hanssonar. Framúrstefna ársins Jófríður Ákadóttir byrjaði sólóferil á árinu undir lista- mannsnafninu JFDR og með framúrskarandi plötu sem hún nefndi Brazil. Sú er hér útnefnd poppplata árins, en er þó ekkert venjulegt popp, heldur fjölbreytt og útpælt. Hlustaðu líka á Elegant Hoe með Alviu Islandia og Gerviglingur JóaPé & Króla. Poppplata ársins Hypnopolis er fjórða útgáfa rokktríósins Godchilla og önnur breiðskífan. Tónlistin er rokk í þyngri kant- inum, vel kryddað af bjögun, suði og skældum gít- arhljómum og knúið áfram af kraftmiklu hrynpari. Nefni sérstaklega lokalag skífunnar sem ber með sér einkar skemmtilegan drunga – minnir einna helst á Sleep og ámóta ódáinsrokk. Hlustaðu líka á The Mountains Are Beautiful Now með GlerAkri og Lyruljóra World Narcosis. Rokksteypa ársins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.