Morgunblaðið - 12.01.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
Dönsk hönnun
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Fimm heppnir áskrifendur Morg-
unblaðsins unnu ferð fyrir tvo til
San Francisco í gær. Dregið var út
með rafrænum hætti og sá Har-
aldur Johannessen, ritstjóri Morg-
unblaðsins, um útdráttinn. Á næstu
vikum eiga áskrifendur Morgun-
blaðsins möguleika á að hreppa
ferð til einhverrar af þeim 9 borg-
um sem eftir eru í áskrifendaleik
Morgunblaðsins og WOW air.
Fjallað verður um hverja borg fyrir
sig í Morgunblaðinu á hverjum
fimmtudegi meðan á leiknum
stendur. San Francisco var fyrsta
borgin og í framhaldinu koma
Stokkhólmur, Cleveland, Barce-
lona, Tel Aviv, Detroit, Cincinnati,
St. Louis, Dublin og Dallas. Vinn-
ingshafar að þessu sinni voru:
Tómas Guðbjartsson, Örn Arnar-
son, Gunnar H. Magnússon, Bjarni
G. Stefánsson og Bárður Marteinn
Níelsson.
Kampakátur með vinninginn
„Ég hélt nú fyrst að þetta væri
eitthvert gabb en það var ekki. Ég
hélt fyrst að það væri einhver að
plata mig, eitthvert afmælisgrín
um að ég væri að fara til San
Francisco,“ segir Tómas Guð-
bjartsson, hjartalæknir og einn
vinningshafa. „Ég er auðvitað
kampakátur með þetta og auðvitað
gaman á þessum degi,“ segir Tóm-
as en hann átti einnig afmæli í gær.
Spurður segist hann hafa komið áð-
ur til San Francisco en það sé þó
orðið langt síðan. „Já, ég hef komið
þangað áður. Það er mikið af
læknaþingum þar og svo hef ég
verið með fyrirlestra þar,“ segir
Tómas sem stefnir að því að bjóða
eiginkonunni með sér í ferðina.
Hann var mjög spenntur fyrir ferð-
inni og segir að hægt sé að gera
margt á svæðinu, allt frá því að
hlusta á djass yfir í að hjóla um
Golden Gate-brúna. „Síðast þegar
ég fór til San Francisco þá hjólaði
ég um Redwood-skógana. Það er
svo ótrúlega margt hægt að gera
þarna“.
Tómas hefur verið áskrifandi að
Morgunblaðinu í mörg ár en þetta
var hans fyrsti vinningur í áskrif-
endaleik. „Ég hef alltaf verið
áskrifandi að Mogganum. Alveg frá
því ég man eftir mér. Ég bjó í tæp
12 ár erlendis en þá gat maður
keypt sunnudagsblaðið í áskrift.
Annars hef ég alltaf keypt blaðið
frá því ég var strákur.“ mhj@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
San Francisco Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins sá um útdráttinn. Með honum á myndinni eru
starfsmenn Árvakurs: Hjördís Ýr Johnson, María Lilja Moritz Viðarsdóttir og Magnús E. Kristjánsson.
Fimm áskrifendur unnu
ferð fyrir 2 til San Francisco
Dregið í áskrifendaleik Morgunblaðsins og WOW air
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðalangur Tómas er spenntur fyr-
ir því að ferðast til San Francisco.
Olíuverslun Íslands, bæjaryfirvöld á
Sauðárkróki og heilbrigðisnefnd
Norðurlands vestra hafa náð sam-
komulagi um framlengingu á starfs-
leyfi Olís við Verslun Haraldar Júl-
íussonar á Sauðárkróki. Bjarni Har.
getur því aftur farið að afgreiða
eldsneyti á bíla í dag.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær féll starfsleyfið úr gildi
um áramótin. Jón Ólafur Hall-
dórsson, forstjóri Olíuverslunar Ís-
lands, lýsti ánægju sinni með sam-
komulagið um starfsleyfið við
yfirvöld á Sauðárkróki. Hann sagði
að Olís hefði leitað að nýrri staðsetn-
ingu fyrir eldsneytisafgreiðslu á
Sauðárkróki. Ljóst sé af hálfu bæjar-
félagsins að ekki verði um frekari
uppbyggingu að ræða við verslunina
hjá Bjarna Har. Því verði Olís að
byggja upp á nýjum stað þegar þar
að kemur. gudni@mbl.is
Bensínið
rennur hjá
Bjarna Har.
Sauðárkrókur Bjarni Har. við dæluna.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
skömm, sjálfsásökunum og ótta sem
svo hefur áhrif á árangur.“
Var lögð í einelti og áreitt
Í einni af frásögnunum 62 rekur
Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðs-
kona í knattspyrnu, það hvernig
þjálfari hennar í Noregi árið 2015
lagði hana í einelti á æfingum og
áreitti hana kynferðislega utan
þeirra. Þjálfarinn hringdi í hana,
sendi skilaboð og sendi óviðeigandi
myndir og myndbönd af sér. Hólm-
fríður lýsir aðstæðum sínum þannig
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Konur í íþróttum sendu í gær frá sér
yfirlýsingu þar sem þess er krafist
að tekið sé föstum tökum á kyn-
bundnu ofbeldi og misrétti innan
íþróttahreyfingarinnar. Undir yfir-
lýsinguna skrifa 462 konur og með
fylgja 62 frásagnir úr íþróttaheim-
inum af kynferðislegri áreitni, kyn-
ferðislegu ofbeldi og mismunun.
Í yfirlýsingunni segir að stúlkur
og konur eigi skilið að fá að iðka
íþrótt sína í öruggu umhverfi og
vera lausar við kynbundið misrétti
og kynferðislega áreitni.
„Við setjum því niður fótinn og
biðjum um leikhlé. Við sættum okk-
ur ekki við mismunun, ofbeldi eða
áreitni og köllum eftir breytingum.
Við krefjumst þess að málið sé tekið
föstum tökum, að öll íþróttafélög,
sérsambönd, þjálfarar og aðrir inn-
an íþróttanna líti í eigin barm og lofi
stúlkum og konum breytingum til
frambúðar,“ segir þar.
Einnig er rakið að mikið valdamis-
ræmi sé milli iðkenda og þjálfara og
þeirra sem starfa í kringum íþróttir.
„Vandamálið er sérstaklega við-
kvæmt þar sem stór hluti iðkenda er
börn og unglingar. Hvers konar of-
beldi og áreitni grefur undan sjálfs-
trausti, sjálfsvirðingu og vellíðan og
fyllir þann sem fyrir því verður af
að maðurinn hafi haft „einhvern veg-
inn stjórn á mér allan sólarhringinn,“
og hún hafi grátið á æfingum, í hálf-
leik og eftir leiki. Á endanum fór hún
að taka upp öll símtöl frá honum og
samtöl við hann og þegar hún lét
stjórn félagsins þau í té var þjálfarinn
á endanum rekinn. Hólmfríður rekur
það hversu alvarlegar afleiðingar
þetta hafði fyrir hana og brýnir fyrir
öðrum að berjast á móti: „Eitt sem ég
get sagt er að maður á að segja strax
frá þegar hlutirnir eru ekki í lagi og
standa með sjálfum sér.“
Yfir fimm þúsund undirskriftir
Íþróttakonur bætast með yfirlýs-
ingu sinni í hóp tólf annarra stétta
sem sagt hafa sögur sínar og krafist
aðgerða í tengslum við #metoo-bylt-
inguna. Áður höfðu konur innan
menntageirans, í læknastétt, í heil-
brigðisþjónustu, í fjölmiðlum, konur
í flugi, konur í réttarvörslukerfinu,
konur í hugbúnaðar- og tækniiðnaði,
í sviðslistum og kvikmyndagerð, í
vísindasamfélaginu, konur í tónlist,
konur í verkalýðshreyfingunni og
konur í stjórnmálum látið til sín taka
opinberlega. Alls hafa yfir fimm þús-
und konur ritað undir þessar yfirlýs-
ingar og sögurnar sem með fylgja
eru komnar yfir sex hundruð.
Aðgerðahópur gegn áreitni
Vinnueftirlitið stóð fyrir fundi um
áreitni á vinnustöðum í gær. Yfir-
skrift fundarins var Áreitni á vinnu-
stöðum - nei takk. Þar undirrituðu
fulltrúar stjórnvalda og vinnumark-
aðar viljayfirlýsingu um að líða ekki
kynferðislega áreitni. Ásmundur
Einar Daðason, félags- og húsnæðis-
málaráðherra, upplýsti að skipa ætti
starfshóp til að kortleggja umfang
kynferðislegrar áreitni á vinnu-
markaði og aðgerðahóp, sem stjórn-
völd og atvinnurekendur ættu full-
trúa í, til að stemma stigu við
áreitninni.
Var áreitt af þjálfaranum
Konur í íþróttum krefjast þess að tekið sé á kynbundnu ofbeldi Hólmfríður
Magnúsdóttir lýsir áreitni af hálfu þjálfara 5.000 konur hafa nú krafist aðgerða
Morgunblaðið/Eggert
Var áreitt Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur lýst
einelti og kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir af hálfu þjálfara síns.
Sunna Dóra Möller er nýr sóknar-
prestur við Hjallasókn í Kópvogi.
Hún kemur þar til starfa á næstu
dögum, en hún hefur þjónað við Ak-
ureyrarkirkju frá árinu 2012. Eigin-
maður hennar er sr. Bolli Pétur
Bollason, sóknarprestur í Laufási
við Eyjafjörð, og þar búa þau með
fjölskyldu sinni.
„Við ætlum ekki að vera í fjarbúð
og stefnum á flutninga suður. Það
eru því heilmiklar breytingar fram-
undan hjá fjölskyldunni,“ sagði sr.
Sunna Dóra í samtali við Morgun-
blaðið. Samkvæmt þessu má því
gera ráð fyrir að Laufásprestakall
verði auglýst laust til umsóknar inn-
an tíðar.
Alls eru um 6.500 manns í Hjalla-
sókn í Kópavogi, sem nær yfir
byggðina í Fossvogsdal og í Hjalla-
hverfinu og þaðan niður að Reykja-
nesbrautinni. Auk sóknarprests
þjónar prestur í hálfu starfi við
kirkjuna, sem er Karen Lind Ólafs-
dóttir. sbs@mbl.is
Sr. Sunna Dóra valin
prestur í Hjallasókn
Prestar Hjónin sr. Sunna Dóra
Möller og sr. Bolli Pétur Bollason.