Morgunblaðið - 12.01.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 12.01.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Katrín Jakobsdóttir var ráð-herra í vinstri stjórn Stein- gríms og Jóhönnu. Sem ráðherra í þeirri ríkisstjórn studdi hún á ann- að hundrað skatta- breytingar stjórn- arinnar án þess að gera nokkurn tím- ann um þær ágrein- ing eða lýsa efa- semdum.    Þessar skatta-breytingar voru nánast allar til hækkunar skatta, enda hafa skattar aldrei í sögu þjóðarinnar hækkað jafn gegndarlaust og í tíð fyrrnefndrar vinstri stjórnar.    Síðan hafa skattar lítið lækkaðog sumir hækkað, meðal ann- ars fjármagnstekjuskatturinn í tíð núverandi ríkisstjórnar.    Niðurstaðan af skattabreyt-ingum síðustu ár er því veru- leg hækkun skatta á almenning og fyrirtæki í landinu.    Þetta skýrir án efa þá afstöðusem Katrín lýsir í viðtali við Viðskiptamoggann í gær. Þar segir hún að koma þurfi á meiri festu í skattamálum því að breytingar hafi verið of miklar.    Ná þurfi sem mestri sátt umskattabreytingar og „opna skattaumræðuna meira gagnvart almenningi og atvinnulífinu“.    Í tíð vinstri stjórnarinnar þurftienga sátt og ekkert samráð um skattabreytingar; þær voru keyrð- ar í gegn með offorsi. Nú, þegar at- vinnulíf og almenningur eru að sligast undan skattahækkunum vinstri stjórnarinnar, er ekki hægt að lækka skatta. En nú þarf að ræða málin til að sleppa við að gera nokkuð. Katrín Jakobsdóttir Skattaumræðu, ekki skattalækkun STAKSTEINAR Íslenskir stjórnmálamenn gera of lítið til að takmarka losun gróður- húsalofttegunda. Þetta telur meiri- hluti þeirra sem svöruðu umhverfis- könnun Gallup sem kynnt var á ráðstefnu í gær. 60% svarenda sögðust hafa áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar gætu haft á þá og fjölskyldur þeirra og 63% sögðust vera þeirrar skoðunar að aukin áhersla á umhverfis- og náttúru- vernd mætti ekki bitna á þeim vatnsaflsvirkjunum sem væru starf- ræktar í dag. Nýir orkugjafar nauðsyn Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar voru skiptar skoðanir um hvort skattleggja ætti jarðefnaelds- neyti mun meira en endurnýjanlega orkugjafa. Rúmlega helmingur svarenda taldi Ísland fjárfesta of lítið í þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum og áþekkt hlutfall taldi Ísland gera of lítið til að aðlagast loftslagsbreyt- ingum. Þrír af hverjum fjórum sögðust þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að taka í notkun nýja orkugjafa ef skapa ætti sjálfbært samfélag hér á landi og sama hlutfall taldi að í því skyni þyrfti að rannsaka betur hvernig hægt væri að aðlagast lofts- lagsbreytingum. Áhyggjur af loftslags- breytingum  Íslendingar vilja áherslu á umhverfið Mengun Skv. könnuninni þyrfti að taka nýja orkugjafa í notkun. - áhrif nýrrar löggjafar Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd Málþingið er hluti af fundaröð Persónuverndar um hið breytta regluverk og fer fram í Hringsal Landspítala, við Hringbraut, föstudaginn 12. janúar 2018 kl. 14:00-16:00. Málþingið er aðallega ætlað starfsmönnum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Málþinginu verður streymt á vefsíðu Persónuverndar. Vinsamlegast skráið þátttöku á skraning@personuvernd.is. Persónuvernd og Landspítali, boða til málþings fyrir íslenskan heilbrigðisgeira um nýja Evrópu- reglugerð um persónuvernd sem mun taka gildi á þessu ári. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Eftirfarandi er meðal þess sem verður rætt: • Áhrif nýrrar Evrópulöggjafar um persónuvernd á íslenskan heilbrigðisgeira • Vinnsla persónuupplýsinga í vísinda- og rannsóknarstarfi á heilbrigðissviði • Hvernig eiga heilbrigðisstofnanir að vinna eftir nýrri löggjöf? Föstudaginn 12. janúar 2018 í Hringsal Landspítala, við Hringbraut, kl. 14:00-16:00 Dagskrá: Áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á heilbrigðisgeirann Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd Söfnun persónuupplýsinga í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs hjá Persónuvernd Raunhæf ráð um innleiðingu nýrrar persónuverndarreglugerðar Hörður Helgi Helgason, lögmaður hjá Landslögum Fundarstjórn og inngangserindi Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar Tilgangur skráningar er að áætla fjölda þátttakenda Veður víða um heim 11.1., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 4 rigning Akureyri 3 alskýjað Nuuk -8 snjóél Þórshöfn 6 heiðskírt Ósló -2 skýjað Kaupmannahöfn 2 alskýjað Stokkhólmur 0 þoka Helsinki -3 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 6 þoka Dublin 3 þoka Glasgow 3 alskýjað London 6 þoka París 6 þoka Amsterdam 6 þoka Hamborg 3 rigning Berlín 3 rigning Vín 4 skýjað Moskva -4 snjókoma Algarve 16 léttskýjað Madríd 8 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Róm 9 rigning Aþena 13 rigning Winnipeg -24 skýjað Montreal 1 þoka New York 6 alskýjað Chicago 13 rigning Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:02 16:12 ÍSAFJÖRÐUR 11:36 15:47 SIGLUFJÖRÐUR 11:20 15:29 DJÚPIVOGUR 10:38 15:34

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.