Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 12

Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég set mig ekki í sér-stakar stellingar þegarég sem tónlist fyrir börn,tónlist á alltaf að vera fyrir fólk, óháð aldri. Gott barnaefni þarf að vera þannig að allir geti not- ið þess, rétt eins og gott fullorðins- efni. En auðvitað þarf það að vera aðgengilegt og má ekki vera of langt,“ segir Hildigunnur Rúnars- dóttir tónskáld þegar hún er spurð að því hvernig tónskáld nálgist það verkefni að semja barnaóperu, en Hildigunnur er höfundur nýrrar barnaóperu um Gilitrutt, sem frum- flutt verður á Myrkum músíkdögum nú í lok janúar sem tónleikar, en verður sett á svið á Barnamenning- arhátíð í vor. „Pamela De Sensi hjá Töfra- hurð leitaði til mín með að semja tónlistina í þessari óperu og ég fékk að velja söngvarana, sem er mjög gaman. Hlutverkin eru aðeins þrjú, bóndinn og húsfreyjan og svo tröll- skessan sjálf, Gilitrutt. Söngfólkið er á mjög mismunandi stigi á sínum tónlistarferil og á ólíkum aldri. Hall- veig Rúnarsdóttir sem syngur hlut- verk Gilitruttar er á toppnum, ein af þekktustu og virtustu söngkonum landsins. Þorkell Helgi sem syngur hlutverk húsbóndans, útskrifaðist úr Listaháskólanum fyrir örfáum árum, og María Sól sem syngur hlutverk húsfreyjunnar, er í námi í Listaháskólanum. Mér finnst gam- an að geta gefið ungu fólki tæki- færi,“ segir Hildigunnur og bætir við að hún notist einvörðungu við Gilitrutt snýr aftur í barnaóperu Flestir á Íslandi þekkja þjóðsöguna um skessuna Gilitrutt sem tók að sér störf fyrir húsfreyju í mannheimum, en vildi að launum fá hana til að geta upp á nafni sínu. Ekki gerði hún ráð fyrir að konan gæti það og yrði hún þá hennar. Nú er Gilitrutt komin í barnaóperu þar sem snapchat og aðrir samskiptamiðlar verða til þess að húsfreyja hefur lítinn tíma fyrir bústörfin og þiggur því hjálp skessunnar. Stilla úr kvikmyndinni Gilitrutt var frumsýnd 1957 í Bæjarbíói. Hér eru Ágústa Guðmundsdóttir og Martha Ingimarsdóttir í hlutverkum sínum. Að verða betri í því að taka ljós- myndir er eftirsóknarvert á tímum þar sem myndmiðlar ráða ríkjum. Fyrir krakka á aldrinum 12-16 ára fer af stað nú í janúar 10 vikna námskeið í ljósmyndun hjá Ljósmyndaskól- anum í Reykjavík. Vert er að taka fram að hægt er að nota Frístunda- kort borgarinnar til greiðslu á nám- skeiðsgjöldum eða upp í hluta þeirra. Ljósmyndaskólinn stendur fyrir ýmsum námskeiðum og vinnustofum em ætluð eru fyrir almenning sem og þá sem vilja bæta við þekkingu sína á ljósmyndun. Byrjendanámskeið undir heitinu Ljósmyndun 1, er fastur liður og ýmislegt fleira verður boðið upp á árið 2018 hjá Ljósmyndaskólanum. Í janúar verður stutt námskeið í því að nota forritið Lightroom, þar sem far- ið verður í undirstöðuatriði skipulags við stafrænt myndasafn, framköllun og helstu grunnþætti við stafræna myndvinnslu. Nánar um námskeiðin og skólann á ljosmyndaskolinn.is Vefsíðan www.ljosmyndaskolinn.is Morgunblaðið/Eggert Unglingar Þeir eru skapandi og skemmtilegir og fljótir að læra nýja hluti. Um að gera fyrir unglinga að skella sér á ljósmyndanámskeið Í skammdeginu er fátt skemmtilegra en að hlusta á góðar draugasögur. Og nú er lag, því Geir Konráð ætlar að segja dimmar draugasögur í rjóðrinu í skógræktinni að Bjargi í Borgarnesi kl. 17 í dag, föstudag. Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis. Best er að komast að rjóðrinu ef gengið er frá Garðavík í átt að túninu sem kennt er við Bjarg, við endann á trjálundinum er beygt til vinstri og gengið upp með trjám að rjóðri. Fólk er hvatt til að taka með sér vasaljós, hlý föt og líka gesti eða nágranna í næsta húsi. Teppi og púði undir rassa ættu líka að vera með í för og mælt er með að fólk fari í vasaljósagöngu um skóginn á eftir. Gaman saman í myrkrinu. Endilega … … hlustið á draugasögu Morgunblaðið/Ómar Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Litla fjölskyldan“, eins ogbloggarar og skvísur kallaþriggja manna fjölskyldur,breytti út af vananum um jólin. Í stað þess að halda þau í myrkri og kulda var ákveðið að halda suður á bóginn. Þegar klukkan sló sex á aðfangadag á Íslandi lágum við á ströndinni á elliheimili Bandaríkj- anna; Flórída. Fríið var frábært í sól og blíðu en heimferðin tók aðeins lengri tíma en áætlað hafði verið. Vegna þess sem við Íslendingar köllum veður var allt flug frá Flórída til New York fellt nið- ur en við áttum tengiflug þangað áleiðis heim. Jæja, þetta þýddi þá aukanótt á fínu hóteli. Eini gallinn þar var, að mati erfingjans, að engar teiknimyndir voru í sjónvarpinu. Degi síðar áttum við flug frá Flór- ída til New York og þaðan heim. Eng- inn tími var fyrir slökun í borginni sem aldrei sefur og ljóst að ekki mátti mikið út af bregða til að við mynd- um hreinlega missa af fluginu heim. Þegar við héldum að ætti að kalla okkur upp í vél, birtist tilkynning um að fluginu hefði verið frestað um rúmlega klukku- stund. Ástæðan var sú að það vantaði flugmann. Það lá við að betri helmingurinn gubb- aði af stressi við þessar fréttir og beindi hún einnig reiði sinni að mér, ég var að hennar mati ekki nógu stressaður. Eftir hræðilega lendingu í New York, þar sem í það minnsta ein kona kastaði upp, hófst ferlið við að koma töskum rétta leið í átt heim. Einhverra hluta vegna notar fólk í New York ekki nýjustu tækni og því þurftu allir að fara í röð og skrá sig inn á gamla mátann. Röðin hreyfðist ekki hratt og ekki hjálpaði þegar fólki sem var á síðustu stundu í sitt flug var hleypt fram fyrir aðra. Það má því segja að fólk hafi verið verðlaunað fyrir að haga sér eins og fífl. Karlmaður á besta aldri missti að lokum þolinmæðina og spurði hlunk sem var að verða of seinn hvort honum þætti í lagi að fara fram fyrir röð. Sá þétti yppti öxlum og sagðist ekkert geta gert. „You fu***** dip- shit,“ sagði þá sá reiði. Það síðasta sem ég sá af þeim svera var hann að endurpakka í allt of þunga tösku sína. Hann minnti mig óþægilega mikið á New- man, erkióvin Seinfeld. Pirringur minn út í hann var því ekki ástæðulaus. »Eftir hræðilega lend-ingu í New York, þar sem í það minnsta ein kona kastaði upp, hófst ferlið við að koma töskum rétta leið í átt heim. Heimur Jóhanns Jóhann Ólafsson johann@mbl.is U Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15 Útsalan er hafin 10-50% Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Samvinna Salka textahöfundur og Hildigunnur skópu óperuna saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.