Morgunblaðið - 12.01.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.01.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR VISTVÆNAR BARNAVÖRUR Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræstikerfi Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Oft heyrist kvartað um hegðunarvanda og agaleysi í grunnskólum en stundum á þetta einkum við um afmark- aða bekki, hópa eða ár- ganga. Stundum er agaleysi kennara kennt um truflanir og hávaða í kennslu- stundum. Oftar en ekki má þó ekki síður tengja vandann undirliggjandi erf- iðleikum hjá ákveðnum nemendum í hópnum. Einnig má oft rekja hegð- unarvanda í skólastofunni til að- stæðna utan skólans, til sam- skiptavanda í fjölskyldunni, eineltis og ýmissa félagslegra þátta. Hver svo sem ástæðan er þá er hægt að vinna lausnamiðað með verkefnið. Samskiptafærni er víða samskiptavandi Færni í mannlegum samskiptum er ekki meðfæddur eiginleiki og víða er samskiptafærni ekki síður ábóta- vant í samskiptum fullorðinna en unglinga og barna. Við fullorðna fólkið erum því miður langt frá því að vera alltaf til fyrirmyndar á þessu mikilvæga sviði og mættum svo sannarlega taka okkur verulega á hvað þetta varðar. Lítið sjálfstraust og vanmáttarkennd Hegðunarvanda má oft rekja til vanmáttarkenndar, skorts á sjálfs- trausti eða námserfiðleika. Barn sem efast um eigið ágæti og óttast aðkast annarra brynjar sig jafnvel gegn hugsanlegum háðsglósum, at- hugasemdum og niðurlægingu með því að koma fram af frekju og yfir- gangi. Barn sem á sér sögu um slæma framkomu og stríðni á síðasta skólaári ákveður mögulega að halda uppteknum hætti því stimpillinn er hvort sem er kominn á „mentor“. Kvíði og þunglyndi kalla á neikvæðar flóttaleiðir Kvíði og þunglyndi eru sívaxandi vandamál og oftar en ekki eru merki þess dulin okkur hinum of lengi. Er ekki orðið löngu tímabært að leggja meiri áherslu en hingað til á að kenna nemendum að ráða við innri togstreitu, vinna með tilfinningar sínar og hugsanir? Kvíði og þunglyndi eru ekki ein- skorðuð við unglings- árin heldur hrjá líka yngri börn. Það er ekki nóg að setja börnin á biðlista, oft í marga mánuði eða jafnvel fáein ár, til þess eins að fá skilgreiningu á vanda sem síðan þarf að finna sér- fræðiþjónustu til að vinna bug á með barninu. Er ekki skynsamlegra að vinna jafnframt strax með alla nem- endur á þann veg að hægt sé að stuðla betur að almennri vellíðan þeirrra, góðu sjálfstrausti og náms- gleði? Gagnkvæm virðing og jákvæður agi Við þurfum að leiðbeina, æfa og þjálfa börnin í jákvæðum sam- skiptum rétt eins og hverju því öðru sem við vonumst til að þau nái góðri færni í. Við eigum að efla trú þeirra á eigin mátt og getu til þess sem hugur þeirra stefnir til. Þau þurfa að meðtaka og trúa því að þeim verði allir vegir færir. Gagnkvæm virðing og jákvæður agi getur auðveldað okkur kennurum að byggja upp ör- yggistilfinningu, vellíðan og náms- gleði hjá nemendum. Þegar við full- orðna fólkið ætlumst til þess að börn og ungmenni sýni okkur virðingu, þá verðum við líka að leyfa þeim að upplifa að við sýnum þeim einnig virðingu. „Ég vil ekki vinna með þér!“ Oft þróast samskipti innan bekkja í ákveðna hópa og oftar en ekki verða einhverjir oftar útundan en aðrir. Kennarar heyra ótal persónu- leikalýsingar og oft miður uppörv- andi þegar nemendur eiga að vinna saman. Það er margt hægt að gera til að bæta samskipti nemenda. Eitt af því er að fá nemendur til að kynnast betur við vinnu að verkefnum þar sem þeir þurfa að byggja á þekkingu og færni hver annars. Samhliða þessu er brýnt að nota jákvæða aga- stjórnun, hrós og jákvæðni til leið- beiningar. Allir eru góðir í ein- hverju, enginn er góður í öllu. Einstaklingarnir geta komið sjálfum sér og öðrum á óvart. Betri framkoma – betri samskipti Tveggja vikna átaksverkefni, „Betri framkoma – betri samskipti“, var nýlega lagt fyrir nemendur í fimmta bekk þar sem þeim var ætlað að fara eftir ákveðnum og nokkuð ströngum kurteisisreglum í sam- skiptum sínum og áttu auk þess dag- lega að leysa stutt verkefni en með nýjum vinnufélaga á degi hverjum. Verkefnin kölluðu öll á samráð og samvinnu, jafnvel milli nemenda sem hefðu aldrei kosið að vinna sam- an. Markmiðið var að bæta fram- komu barnanna og samskiptafærni, þ.e. hvernig þau töluðu um og við bekkjarfélaga sína. Áhersla var lögð á gagnrýna hugsun, jákvæðni og hrós. Allir hefðu einstaka hæfileika og allir ættu að fá að njóta sín. Forð- ast átti að særa aðra. Bjóða átti öðr- um að vera með í leik. Myndir voru teiknaðar, klippimyndir hannaðar, minnið þjálfað, valdar skrýtlur og gátur sem pörin lásu upp við ræðu- púlt fyrir framan bekkinn, perlað, erfiðum myndhlutum púslað saman o.fl. Í fyrstu þótti þetta skrýtið, en það vandist og varð skemmtilegt. Í lokin var slakað á, borðað sparinesti og verkefnið metið. Allir voru sáttir og glaðir. Stutt verkefni sem tóku ekki mikinn tíma frá öðru námi en juku á námsgleði, sjálfstraust, sam- kennd og vináttu sem blómstrar áfram. Sjálfstraust, vellíðan, námsgleði Nemendum sem eru með gott sjálfstraust og eiga í jákvæðum sam- skiptum við félaga sína líður betur og eiga oft auðveldara með nám. Börn og unglingar eiga rétt á því að fá að njóta sín og blómstra. Stuðlum samhent að því að svo megi vera. Námsgleði og vinátta í stað samskipta- og hegðunarvanda Eftir Jónu Björgu Sætran »Hegðunarvanda grunnskólabarna má oft rekja til vanmáttar- kenndar. Jóna Björg Sætran Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, situr í skóla- og frístundaráði og er kennari. jona.bjorg.saetran@reykjavik.is Bílar Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.