Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 22

Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 ✝ Stefán Pálssonvar fæddur á Skinnastað í Öxar- firði 7. desember 1934. Hann lést í Reykjavík 2. jan- úar 2018. Hann var sonur hjónanna Páls Þor- leifssonar, prófasts á Skinnastað, f. 23.8. 1898 á Hólum í Hornafirði, d. 19.8. 1974, og konu hans Guð- rúnar Elísabetar Arnórsdóttur, f. 22.12. 1905 á Hesti í Borgar- firði, d. 18.11. 1983. Systkini Stefáns eru 1) Hanna (Jóhanna Katrín), aðalféhirðir og myndlistarkona, f. 1933 d. 2017. 2) Þorleifur, sýslumaður, f. 1938. 3) Arnór Lárus, fram- kvæmdastjóri, f. 1943. 4) Sig- urður, skáld, f. 1948, d. 2017. Stefán kvæntist þann 10.8. 1957 Arnþrúði Arnórsdóttur kennara, f. 24.6. 1932. Börn þeirra eru 1) Páll, ljósmyndari, f. 7.6. 1958. Börn hans og Áslaugar Snorradóttur f. 15.1. 1967, lista- konu, eru Stefán Pálsson, f. 1989, og Kolbrún Pálsdóttir f. 1991. Dóttir Kolbrúnar er Alba á Skinnastað þar til þau Arn- þrúður fluttu til Reykjavíkur haustið 1958. Hann hóf þá störf í Bún- aðarbanka Íslands og starfaði þar allan sinn starfsferil, sam- fleytt í 42 ár. Fyrst starfaði hann sem gjaldkeri, síðan sem starfsmannastjóri, sem fram- kvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins og að síðustu sem aðalbankastjóri Búnaðar- bankans til ársins 2001 þegar hann lét af störfum sökum aldurs. Stefán gegndi ýmsum trúnaðarstörfum vegna starfa sinna við bankann, sat í stjórn- um sjóða og samtaka og einnig í nefndum sem fulltrúi banka- manna. Hann var meðal annars formaður Sambands viðskipta- banka um skeið, formaður Reiknistofu bankanna og Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins. Stefán var um árabil í stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Einnig sat hann lengi í stjórn Lífeyrissjóðs banka- manna. Hann var einn af stofn- félögum Rótarýklúbbs Reykja- víkur Miðborg. Stefán var virkur í félagsstarfi hestamanna og átti sæti í stjórn Lands- sambands hestamannafélaga og gegndi þar formennsku. Útför Stefáns fer fram frá Hallgríms- kirkju í dag, 12. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Davíðsdóttir, f. 2014. 2) Guðrún El- ísabet, arkitekt, f. 5.10. 1959, búsett í Noregi. Hennar maður er Eilíf Broder Lund arki- tekt, f. 3.4.1938. Synir þeirra eru Hakon Broder Lund, f. 1990, og Kristjan Broder Lund, f. 1991. 3) Arnór, f. 20.3. 1961, d. 29.6. 1976. 4) Helga Ingunn, f. 17.11. 1962, leikmynda- og búninga- höfundur. Sambýlismaður Guð- mundur Kristjánsson forstjóri, f. 22.8. 1960. Sonur Helgu er Arnór Hákonarson, f. 1991. 5) Auður, f. 6.12. 1969, kennari og starfsmaður Icelandair. Sam- býlismaður Hermann Arason, f. 23.4. 1966, framkvæmdastjóri. Dætur hennar eru Hildur Vala Baldursdóttir, f. 1992, og Arna Thoroddsen, f. 2002. Ungur stundaði Stefán nám hjá föður sínum á Skinnastað. Hann útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum í Reykjavík vor- ið 1955 og úr tungumála- og verslunarskóla í London 1957. Hann sá mikið um búskapinn Það eru forréttindi barns að deila áhugamáli með foreldrum sínum. Fyrsta minningin sem ég á er á Verði frá Árnanesi. Gæð- ingi í eigu pabba. Ég er tveggja ára á leið í reiðtúr, sit á hnakk- nefinu. Vörður var flugviljugur en pabbi segir að þegar ég var nálægt hafi hann hegðað hann sér öðruvísi. Hann varð yfirveg- aðri og fjörviljinn breyttist í góð- an reiðvilja. Ég get ekki munað svona langt aftur en saga sem sögð er nógu oft endar sem minning. Við pabbi eigum afmæli með dags millibili. Margt er líkt með skyldum. Man ekki eftir mér öðruvísi en með hann mér við hlið. Alltaf til staðar, vakinn og sofinn yfir velferð minni. Hafði óbilandi trú á mér og öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Hesta- mennsku stundaði fjölskyldan og fór allur frítími okkar í hrossin. Það var ekki fórn heldur lán að eiga áhugamál sem við samein- uðust um. Lífsstíll sem innifól svo margt gott. Fór kornung að fara í hálendisferðir. Það fannst mér áfangi og upp á Kjöl var haldið, með trússhesta og krakk- ann. Yndislegar minningar þar sem ég lærði að lesa í skýin, skoða vöð, liggja áhyggjulaus á milli þúfna með strá í munni og mala við mömmu og pabba. Sofa í tjaldi, gista í heiðarbýlum og gangnamannakofum. Sólbakaðar kinnar. Híma af okkur veður og treysta fararskjótanum til að koma okkur á áfangastað. Gott nesti sem varð þreytt nesti þegar leið á ferð. Gestrisnir bændur í sveitum, kennileiti, fjöll og ár. Þessar árlegu ferðir voru til- hlökkun barnsins sem naut þess að kynnast góðum hestum, fá smátt og smátt ábyrgð og styrk til að spreyta sig á betri hrossum. Lokatakmarkið var alltaf að geta riðið þeim bestu og fá að temja sjálf. Pabbi treysti mér. Árin liðu og enn var farið í hestaferðir, börn urðu fullorðin, fullorðnir urðu rosknir en ferð- uðust enn, hópurinn eins sam- settur en við bættust barnabörn. Þetta áhugamál var hvíld pabba frá erilsömu starfi sem bankastjóri í Búnaðarbankanum. Hann hafði ótrúlega orku, léttur á fæti, hláturmildur og blíður. Lítil skotta hljóp við fót til að halda í við hann. Var eins og skugginn. Hann kallaði mig alltaf stelpu. Langyngst úr fimm systkina hópi. Við pabbi ræddum allt milli himins og jarðar. Skarp- greindur, skynsamur og rögg- samur. Við heyrðumst mörgum sinn- um á dag og enduðum oft kvöldin á því að ræða ættir hrossa, ég með tölvuna í fanginu að lesa upp dóma og hann hinum megin á lín- unni að bæta við lýsingum á því þegar gamlir höfðingjar liðu um brautina. Pabbi var yndislegur afi. Natinn og stelpurnar mínar nutu þess að eiga þau mömmu að. Hann lagði mikla áherslu á að þær yrðu reiðfærar. Átti hest sem hæfði. Gömlu höfðingjar pabba enduðu sem fararskjótar þeirra. Hann treysti því að við færum vel með þá. Ferðin er á enda, fararskjót- inn bíður. Held hann velji sér Kveik, flugvakran leirljósan gæðing, Patti kemur síðar. Yndislegur pabbi kveður, sakna hans sárt. Þín Auður. Þegar ég minnist afa stendur það upp úr hversu félagslyndur hann var. Svo lengi sem ég man var hann virkur í margs konar fé- lagsstarfi, svo sem í starfi Rót- arýklúbbsins og auðvitað í hesta- mennskunni með fjölskyldunni og vinafólki. Leikni hans með töl- ur og áhugi hans á öðru fólki var áberandi. Hann gat skemmt okk- ur barnabörnunum með því að þylja upp fæðingardaga og síma- númer fyrir það sem virtist hálft Ísland auk þess sem bókahillurn- ar voru fullar af manntölum og ævisögum. Afi var ákaflega glaðlyndur og mikil ánægja að umgangast hann. Hans verður saknað. Arnór Hákonarson. Við systur eigum yndislegar minningar um þau ömmu og afa. Við mamma fluttum til þeirra þegar ég var fjögurra ára og bjuggum hjá þeim um stund. Þar byrjuðu allir morgnar á því að ég sótti Morgunblaðið upp, tróð mér á milli þeirra og kúrði aðeins lengur áður en við fórum öll upp og fengum okkur te. Ég minnist þess að afi hafi farið með mig í leikskólann í bankastjórafötun- um. Hann hafði aldrei sinnt því hlutverki áður. Vissi ekki hvern- ig ætti að bera sig að og lét duga að setja mig inn fyrir hliðið. Við mamma fórum oft til hans í heim- sókn í bankann. Ég kom stolt með fullan bauk af smápeningum sem afi hrósaði mér fyrir og leysti mig út með gjöfum. Afi var alltaf stoltur af mér, hrósaði og var svo hrifnæmur. Það er ómetanlegt að vera hvattur áfram. Hann vildi alltaf hafa okkur hjá sér og fórum við mæðgur ótal ferðir til Kanarí og Tenerife þar sem við nutum sam- vistanna, spiluðum og spjölluð- um. Afi taldi það nú best að við værum alltaf hjá þeim á þeirra hóteli og hikaði ekki við að sækja okkur ef honum fannst við of lengi að koma okkur til þeirra. Paradísin sem þau amma byggðu sér á Akri á fullorðinsárum, sem var samkvæmt honum miðpunkt- ur alheims, var vel nýtt, sann- kallaður sælureitur. Afi fór aldrei hestlaus norður og var hann aldrei rólegur fyrr en ég var komin á bak því hann þurfti að finna gamlar geitagötur frá því hann var lítill að smala og sýna mér bæinn og landið. Hann hló alltaf svo mikið og var svo glaður þegar maður var á baki. Afi lofaði alltaf góðu veðri og hringdi ótal símtöl til að segja frá hitatölum en minntist aldrei á veðrið ef það var kalt og rigndi. Alla morgna fór hann í Ásbyrgi að sækja blöðin og kom aldrei tómhentur heim, annaðhvort af aðföngum eða gestum. Við sögð- um í gríni að hann færi í Ásbyrgi að smala. Félagsveran bauð öll- um heim í kaffi og amma hafði ekki undan að baka pönnukökur. Elsku afi. Takk fyrir að vera frábær fyrirmynd í einu og öllu. Þín er sárt saknað. Hildur Vala Baldursdóttir. Ég fæddist ári eftir að afi hætti í bankanum. Hann kom til okkar nær daglega, bauðst til að passa okkur systur og sækja mig til dagmömmu og tók þátt í okk- ar daglega lífi. Afi hefur alltaf verið stór hluti af okkur. Hafði mikinn áhuga á því sem við vor- um að gera. Við bjuggum lengi vel skammt frá ömmu og afa. Þau löbbuðu oft við hjá okkur og stundum fórum við með upp í hesthús. Dögun og Leira voru bestar. Afi sagði að þær væru barnahestar. Fyrst var teymt undir okkur, síðan var aukataumi sleppt. Afi vildi helst aldrei sleppa aukatauminum en ég vildi fá að vera ein. Suðaði svolítið og stundum tókst það. Ég er ótrú- lega þakklát fyrir yndislegan afa, blíðan og góðan, og þakklát fyrir allar samverustundirnar hjá ömmu og afa, í Vindási og Akri. Þegar afi fór að verða lélegur að komast á bak hjálpuðum við mamma honum svo hann gæti haldið áfram að ríða út með okk- ur. Ég stökk af baki og opnaði hlið og við fórum hvert sem við vildum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst afa svona vel, átt með honum óteljandi stundir á Kanarí og Tenerife og allar stundirnar í hestunum og sveit- inni. Afi var alltaf svo yndislegur, las fyrir mig á kvöldin þegar ég var yngri og kom mér í ró, ég las svo fyrir hann undir lokin. Alltaf sama bókin, Bernskubók Sigurðar bróður hans. Arna Thoroddsen. Fyrstu minningar um Stefán bróður minn eru tengdar leikjum og þátttöku okkar í bústörfum á æskuheimili okkar á Skinnastað í Öxarfirði. Stefán var eldri en ég og réð ferðinni. Ég leit upp til hans og tók hann mér til fyrir- myndar. Stefán fékk snemma brennandi áhuga á búskap, var fjárglöggur og náði ágætum árangri í sauðfjárrækt. Síðar urðu það þó hestarnir sem áttu hug hans allan. Það má segja að hestamennskan hafi verið honum í blóð borin, en móðir okkar hafði mikinn áhuga og þekkingu á öllu sem laut að hestum og reið- mennsku. Hún var einnig ein- stakur dýravinur og hafði mikil áhrif á viðhorf okkar systkinanna til meðferðar dýra. Faðir okkar átti afburðagæð- ing úr Hornafirði, Skugga, sem var áður í eigu Þorbergs bróður hans sem andaðist 1939. Skuggi var 18 vetra þegar hann varð aðalreiðhestur Stefáns, sem þá var 13 ára. Ég geymi í hugskoti mínu minningu um Stefán á Skugga þar sem þeir svifu um Skinnastaðarlandið á yfirferðar- tölti. Síðar átti Stefán eftir að kynnast mörgum góðum hestum. Snemma komu í ljós eigin- leikar Stefáns sem fylgdu honum ætíð, sem voru áræði, ósérhlífni og dugnaður. Hann gekk að hverju verki með þeim ásetningi að ljúka því án tafar. Hann var fróður um menn og málefni og stálminnugur. Stefán sá um búskapinn á Skinnastað um skeið, en haustið 1958 fluttu þau Arnþrúður til Reykjavíkur. Stefán hóf störf í Búnaðarbankanum, fyrst sem gjaldkeri, en síðar tók hann að sér ýmis önnur störf fyrir bank- ann og lauk starfsævi sinni sem aðalbankastjóri. Hann bar hag bankans fyrir brjósti og lagði sig allan fram um að ná árangri. Hann hafði kynni af mörgum í gegnum starfið. Þegar hann var forstöðumaður Stofnlánadeildar landbúnaðarins kynntist hann bændum um land allt og öðlaðist yfirgripsmikla þekkingu á hög- um þeirra og aðstæðum. Stefán leitaði hvíldar í hesta- mennskunni frá annasömum skyldustörfum. Fjölskyldur okk- ar bræðra ásamt tveimur vinafjölskyldum sameinuðust í þessu áhugamáli, við byggðum hesthús, fyrst á félagssvæði Gusts í Kópavogi og síðar á fé- lagssvæði Fáks í Reykjavík. Árið 1984 keyptum við jörðina Vindás í Hvolhreppi og þar fékk Stefán bóndi að njóta sín til fulls. Sam- heldni ríkti í hópnum og lengi framan af var unnið í heyskap á sumrin. Sum okkar hófu hrossa- rækt með ágætum árangri, en sameiginlegt áhugamál allra voru útreiðar. Saman höfum við farið ótal hestaferðir um landið, bæði um byggðir og óbyggðir, á hverju sumri í yfir þrjátíu ár. Stefán og Arnþrúður hafa alla tíð haldið góðum tengslum við vinafólk í Öxarfirði og metið vin- áttu þess mikils. Það var því sér- stakt fagnaðarefni fyrir Stefán þegar þau hjón reistu sér sum- arhús á Akri í landi Skinnastaðar fyrir um áratug. Á meðan heilsa Stefáns leyfði dvöldu þau Arn- þrúður þar yfir sumartímann og höfðu með sér hesta sér til ánægju. Stefán var á ný kominn á æskustöðvarnar sem voru hon- um svo kærar. Við hjónin sendum Arnþrúði og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Þorleifur. Mér hefur alltaf fundist Stefán mágur minn vera maður tveggja heima, annars vegar ósvikinn sveitamaður en hins vegar heimsmaður í iðandi borgarlífi, hvort heldur er hér í Reykjavík eða erlendis. Stefán og Arnþrúð- ur yngsta systir mín, kynntust í brúarvinnu í Öxarfirði og giftu sig 10. ágúst 1957. Við systkinin sjö vorum þá öll flogin úr hreiðr- inu en foreldrar okkar búsettir í Reykjavík. Ungu hjónin settust að á Skinnastað í Öxarfirði. Arnþrúð- ur, sem var kennaramenntuð, tók að sér umsjón heimavistar- skólans í Lundi, en Stefán, sem var Samvinnuskólagenginn sá um fjárbúskapinn á Skinnastað hjá foreldrum sínum Páli Þor- leifssyni prófasti og Guðrúnu El- ísabetu Arnórsdóttur. Þar fædd- ist þeirra fyrsta barn og undu þau vel hag sínum. En dvölin á Skinnastað varð ekki löng, því Stefán hafði heyof- næmi og eftir ár fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem Þrúða fór að kenna en Stefán fékk starf við Búnaðarbankann, en við hann starfaði hann alla sína starfsævi. Fljótlega festu ungu hjónin kaup á íbúð í nýrri blokk við Dunhaga, en foreldrar okkar Þrúðu keyptu sér íbúð í sama stigagangi. Milli heimilanna var mikill samgang- ur, nærri líkara einu stóru heim- ili, sem gott var að heimsækja. Þegar frá leið og fjölskyldan stækkaði flutti unga fólkið sig um set í notalegt hús í Kópavog- inum. Síðar þegar börnin voru flest upp komin fluttu þau Stefán og Þrúða í Hrauntunguna og buðu foreldrum okkar Þrúðu til sín, þar sem þeir fengu stofu og herbergi út af fyrir sig. Á heim- ilinu var gestkvæmt og vel tekið á móti gestum sem komu í bæinn úr sveitinni. Báðir synir okkar Halldórs bjuggu þar vetrarpart, þegar þeir voru í námi og fengu um leið að kynnast ömmu sinni, sem þá var orðin ekkja. Stefán og Þrúða hafa alltaf haldið nánu sambandi við átthag- ana í Þingeyjarsýslunum og fyrir nokkrum árum byggðu þau sér veglegan sumarbústað að Akri, skammt frá Skinnastað, þar sem þau undu á sumrum með hestana sína, kartöflu- og matjurtagarð og heiðbláar berjabreiður á haustin. Stefán naut sín þar í hestastússi, en ekki síður þess að aka um nágrennið og kynna sveitina sína fyrir gestum sem oft bar að garði. Heimili Stefáns og Þrúðu hef- ur alltaf verið eins konar ættar- miðstöð. Þangað liggur leiðin í hvert skipti sem við Halldór för- um suður. Þrúða er mjög dugleg að rækta frændgarðinn og ósjaldan hafa menn leitað til Stefáns með ýmis mál, en hann var víða vel heima og ráðagóður um margt. Eitt af mörgum áhugamálum hans voru bílar og voru þeir góðir saman svilarnir, þegar Stefán fór með Halldóri að hjálpa honum við bílakaup hér áður fyrr. Það var líka alltaf tilhlökk- unarefni þegar þau hjón komu til okkar í Skagafjörðinn, þá stund- um með hesta í kerru, annað- hvort á leið á hestamannamót eða austur í Akur til sumar- dvalar. Að leiðarlokum viljum við Halldór þakka Stefáni sam- veruna í gegnum árin og allar ánægjustundirnar sem við höfum átt með þeim hjónum á ferðalög- um og dvöl erlendis nú á síðari árum. Þaðan eigum við dýrmæt- ar minningar. Þrúðu systur og fjölskyldunni allri sendum við Halldór innileg- ar samúðarkveðjur. Solveig Arnórsdóttir. Frændi minn og vinur, Stefán Pálsson, er látinn eftir nokkra sjúkdómslegu. Það var orðið ljóst hvert stefndi en samt kemur þetta alltaf einhvern veginn aft- an að manni. Það er óhætt að segja að Stef- án hafi reynst mér og okkur bræðrunum vel. Þegar ég hugsa til baka hefur hann einhvern veg- inn alltaf verið í kringum okkur með góð ráð og hjálp. Fannst líka yfirleitt svo gott að ná í hann. Þó svo að hann væri upptekin brást það aldrei að hann hafði samband til baka þeg- ar maður hringdi. Þetta fór þannig að maður fór að leita til hans meira og meira ef maður var að skipta um bíl eða eitthvað annað, en það er óhætt að segja að Stefán hafi verið duglegur að ráðleggja. Hann sýndi mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur og var duglegur að liðsinna og hjálpa. Einhvern tím- ann keypti ég mér Toyota-pallbíl. Stefán keyrði hann einn hring og dómurinn kom. „Palli, þetta er versti bíll sem ég hef keyrt.“ Ég byrjaði að malda í móinn og reyna að útskýra ágæti bílsins, en hann sagði bara: „Þú spurðir og ég svaraði.“ Við hjónin leituðum til Stefáns fyrir um þremur árum en vorum þá að skipta um húsnæði. Hann skoðaði húsið með okkur, ráð- lagði með tilboð og fjármögnun og samgladdist með okkur. Þetta var ómetanlegt. Á þessum tíma var hann byrjaður að veikjast en var vel ferðafær. Það var gott að eiga Stefán að. Við Sigga Rut vottum Þrúðu og allri stórfjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Páll Arnórsson. Ég var á nítjánda ári þegar ég kynntist fyrst frændfólki mínu á Skinnastað. Sumarið 1955 var ég í vinnu á Heiðarfjalli á Langanesi og var þá oft boðið til helgar- dvalar á Skinnastað. Séra Pál föðurbróður minn þekkti ég fyr- ir, en hin aðeins af afspurn. Hús- móðirin Guðrún Elísabet Arn- órsdóttir er mér minnisstæð, hógvær og lágmælt en fylgdist með öllu af röggsemi en næmu umburðarlyndi. Stefán Pálsson stóð þá fyrir búskapnum af myndarskap og atorku. Hugur Stefáns stóð þá til að hefja sjálf- ur búskap, en hann varð að leggja þau áform á hilluna af heilsufarsástæðum. Ekki er að efa að hann hefði orðið afbragðs bóndi og líklega forystumaður í samtökum bænda. Þess í stað flutti Stefán, nýgiftur Arnþrúði Arnórsdóttur, til Reykjavíkur og réð sig til starfa í Búnaðarbanka Íslands, fyrst sem gjaldkeri í aðalbankanum. Þar reyndist hann strax á heimavelli. Ná- kvæmni hans, öryggi og einstakt minni gerði hann að fyrsta flokks gjaldkera. Seinna var hann ráð- inn starfsmannastjóri bankans. Stefán Pálsson Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.