Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 24

Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 ✝ Áslaug Brynj-ólfsdóttir fæddist á Akureyri 13. nóvember 1932. Hún lést á Landspítalanum 31. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Rósinkars- dóttir húsmóðir, f. 1905 á Kjarna, Arnarneshreppi, d. 1983, og Brynjólfur Sigtryggs- son, kennari og bóndi lengst af í Krossanesi, f. 1895 í Skriðu, Hörgárdal, d. 1962. Áslaug var næstyngst systkinanna sjö frá Krossanesi; systir hennar, Sig- rún fv. fulltrúi á skrifstofu heimspekideildar Háskóla Ís- lands, f. 1928, lifir systkini sín, en látin eru: Ragnheiður tal- símakona, f. 1923, d. 1947; Þor- gerður húsmóðir í Noregi, f. 1925, d. 1996; Ari eðlisfræð- ingur í Bandaríkjunum, f. 1926, d. 2013; Sigurður Óli kennari og bæjarfulltrúi á Akureyri, f. 1929, d. 1984; og Helga lækna- ritari, f. 1935, d. 2015. Áslaug giftist Guðmundi E. Sigvaldasyni, f. 1932, d. 2004, jarðfræðingi árið 1953. Þau skildu. Áslaug og Guðmundur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Ragnheiður eðlisfræð- ingur, f. 1954. Hún giftist Sig- urði Inga Halldórssyni lögfræð- ingi, f. 1952. Þau skildu. Hún giftist Jóni Karlssyni lækni, f. 1953. Þau skildu. Jón og Ragn- heiður eignuðust dæturnar Ás- laugu Láru, f. 1978, og Birgittu Sif, f. 1981. Ragnheiður er gift Daniel Friedan, f. 1948, eðlis- fræðingi og eiga þau soninn Benjamín Kára, f. 1992. 2) Birgir dósent, f. 1956. Sam- frá MA árið 1952, cand. phil. frá HÍ 1953 og var síðan við nám og húsmóðurstörf í Þýska- landi til 1959 og Bandaríkj- unum til ársins 1961. Þegar heim var komið starfaði Áslaug sem stundakennari við Voga- skóla og var síðan fram- kvæmdastjóri Bóksölu stúdenta í HÍ til ársins 1968. Hún tók kennarapróf frá KÍ 1971 og sérkennslupróf 1986. Þá lauk hún mastersprófi í uppeldis- og kennslufræðum, en sérsvið hennar var samband heimilis og skóla. Áslaug var kennari við Fossvogsskóla 1972 og yf- irkennari frá 1973-82, þar af settur skólastjóri um skeið. Árið 1982 var Áslaug skipuð fræðslustjóri í Reykjavík og var það til 1996. Hún varð svo umboðsmaður foreldra og skóla á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til ársins 2001. Þá settist hún í stjórn Áslands- skóla og var skólastjóri þar 2001-2002. Áslaug fékk fálkaorðu fyrir störf sín að fræðslumálum árið 1997. Áslaug var um lengri eða skemmri tíma í stjórn Fræðslu- myndasafns ríkisins, Ríkis- útgáfu námsbóka, Stéttarfélags grunnskólakennara, Félags skólastjóra og yfirkennara, Kvenréttindafélags Íslands og Bandalags kvenna í Reykjavík og sat í Menntamálaráði og Fræðsluráði Reykjavíkur. Hún var virk í starfi Framsóknar- flokksins, sat þar í miðstjórn og átti oft sæti á framboðs- listum. Enn fremur var Áslaug félagi í Alfa-deild alþjóða- samtakanna Delta Kappa Gamma og var formaður Alfa- deildar 1986-88. Síðan var hún formaður landssambands DKG 2001-2003. Vorið 2017 fékk hún heiðursviðurkenningu frá samtökunum. Útför Áslaugar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 12. janúar 2018, klukkan 13. býliskona Birgis var Rut Petersen, f. 1958, og eiga þau Gunnar Erni, f. 1987, og Iðunni Dóru, f. 1992. Birgir og Rut slitu samvistum. Eigin- kona Birgis er Ingibjörg Elías- dóttir, f. 1968, lög- fræðingur. Börn hennar og stjúp- börn Birgis eru Elías Árni, f. 1995, Arnhildur Guðrún, f. 1998, og Iðunn Arna, f. 2000. 3) Gunnar Bragi, framkvæmda- stjóri í Noregi, f. 1960. Gunnar kvæntist Halldóru Grétars- dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1962. Þau skildu. Gunnar og Halldóra eiga dæturnar Dóru, f. 1981, Áslaugu, f. 1989, og Hildi, f. 1994. Gunnar er kvæntur Ullu Uhrskov næring- arfræðingi, f. 1963. 4) Guðrún Bryndís barna- og unglinga- geðlæknir, f. 1963. Guðrún giftist Jóni Gauta Guðlaugssyni kennara, f. 1961. Þau skildu. Guðrún og Jón eiga börnin Sig- rúnu Elfu, f. 1987, og Brynjólf Gauta, f. 1990. Eiginmaður Guðrúnar er Kristján Matthías- son hljóðfæraleikari, f. 1961, og börn hans og stjúpbörn Guðrúnar eru Stefán, f. 1982, Ingunn Erla, f. 1994, og Matt- hías Már, f. 1997. Seinni maður Áslaugar var Jóhann Gíslason lögfræðingur, f. 1928, d. 2004. Þau hófu sam- búð árið 1984 og bjuggu í Kvistalandi 16 í Reykjavík. Börn Jóhanns og stjúpbörn Ás- laugar eru: Jóhann, f. 1961, Sigríður, f. 1963, og Þuríður, f. 1968. Áslaug lauk stúdentsprófi Ef lýsa ætti ömmu minni og nöfnu í einu orði er ég nokkuð viss um að hægt væri að sammælast um orðið einstök. Persónutöfrar hennar í sambland við drifkraft, hvatningu og hlýju er einstök blanda sem ég mun hugsa til og sakna á hverjum degi. Að eiga ömmu sem nöfnu gerir það að verkum að sjálfkrafa verð- ur hún manneskja sem maður lít- ur upp til og vill líkjast. Í mínu til- viki má segja að ég hafi verið einstaklega heppin með nöfnu en amma varð mjög fljótt mín helsta fyrirmynd og mun alltaf vera. Af- rek ömmu eru ótal mörg og miklu stærri þegar horft er til þess að í hennar tíð þótti alls ekki sjálfsagt að konur menntuðu sig eða hlytu starfsframa. Tala nú heldur ekki um sem fjögurra barna mæður. Amma var einnig mikill kven- skörungur og beitti sér fyrir jafn- réttismálum í mörg ár sem var þá engan veginn jafn algengt og það er í dag. Hefur hún hlotið margar viðurkenningar fyrir störf sín og veit ég að áhrifa hennar hefur víða gætt. Alla tíð hefur amma Áslaug verið stór hluti af lífi mínu og þeg- ar ég hugsa til baka átta ég mig sífellt meira á því hversu þýðing- armikil og dýrmæt hún hefur ver- ið. Ljúfsárar minningar spretta upp í kollinum og erfitt er að hugsa til þess að hún sé ekki leng- ur hluti af lífi manns. Amma var alltaf stuðnings- maður númer eitt og hafði trú á manni í einu og öllu. Þegar ég var tíu ára bauð amma mér með sér, afa Jóhanni og Helgu frænku í hringferð um landið. Við eyddum viku á Stöðvarfirði þar sem briddskvöld voru fyrst og fremst á dagskrá og var ég notuð sem fjórði maður. Amma náði á hverju kvöldi að telja mér trú um að ég ætti framtíðina fyrir mér í briddsi og myndi komast í landsliðið hvað úr hverju. Þessu trúði ég og lagði mig fram á hverju einasta kvöldi. Hvort eitthvað hafi verið til í þessu skal ég ekki segja til um, að öllum líkindum vildi hún bara ekki missa fjórða manninn, en þetta lýsir mjög vel sannfæring- arkrafti hennar og hvernig hún náði á sinn einstaka hátt að hvetja mann til dáða og telja manni trú um að allt væri hægt ef viljinn væri fyrir hendi. Amma var einnig mikil keppn- ismanneskja, til merkis um það svindlaði hún held ég alltaf í kapli. Henni þótti heldur ekkert skemmtilegra en þegar við tókum hana með á handboltaleiki hjá Hildi systur og lifði sig vel inn í leikinn. Hún lét mikið í sér heyra og hvatti sitt fólk til dáða með ein- lægum hrópum: „Bravó Hildur!“ Á aðfangadag kíktum við syst- ur til ömmu með pakka eins og við höfum jafnan gert. Ólíkt fyrri ár- um var hún ekki búin að opna eða gægjast í neina pakka og var nokkuð róleg fyrir kvöldinu. Eins og vanalega spurði hún út í skóla- mál og hvort ég væri ekki örugg- lega á leiðinni í doktorsnám, eins og ekkert væri sjálfsagðara; ég gæti nú alveg eins gert það eins og allt annað. Fyrir þessa stuttu heimsókn verð ég ævinlega þakklát sem og síðustu dagana á spítalanum. Elsku amma mín, þú munt allt- af eiga risastóran stað í hjarta mínu og mun ég sakna þín á hverjum degi. Þín nafna, Áslaug Gunnarsdóttir. Gamlársdagur var einstaklega fallegur í ár, veðrið milt en kalt og sólin lágt á lofti. Reykjavík skart- aði sínu fegursta. Áramótin fram undan. Þá um miðjan dag ákvað amma mín Áslaug að kveðja þennan heim. Henni líkt að velja daginn vel. Fallegur og líflegur dagur með flugeldum og veislu- höldum. Dagurinn lýsir henni bara býsna vel. Svona var amma. Falleg, kraftmikil, lífsglöð og ein- staklega hláturmild. Amma var einstök kona á svo margan hátt. Hún var næstyngst í sjö systkina hópi, alin upp í Krossanesi. For- eldrar hennar vildu að börnin gengju menntaveginn sem og amma gerði. Lýsingar hennar á því hvernig hún óð snjóinn á vet- urna, langa leið frá Krossanesi til að komast í skólann uppi á Brekku á Akureyri, voru tákn- rænar fyrir þær sakir hvað hún þurfti að leggja á sig til að öðlast menntun. Það var ekki sjálfgefið á þessum tímum að konur færu þessa leið. Amma lagði alla tíð mikla áherslu á að við menntuð- um okkur og píanóið hennar bar þess merki. Hún var svo stolt af fólkinu sínu að myndir af öllum börnum og barnabörnum með hvítan koll stóðu á píanóinu og, eftir því sem þeim fjölgaði, á veggnum í kring. Einhvers konar stúdentsmyndaaltari. Það var best að vera í miðjunni á píanóinu og myndirnar færðust stundum til, svona eftir því hver var í heim- sókn. Okkur krökkunum fannst þetta fyndið enda fer fólk ýmsar leiðir í námi í dag en þetta skipti ömmu miklu máli. Ég hef tvisvar verið svo lánsöm að fá að búa hjá ömmu, síðast þegar ég var um tvítugt. Þá sát- um við amma og afi oft löngum stundum í reykfylltri stofunni og spjölluðum um menn og málefni. Afi færði okkur sérrítár. Alltaf var horft á fréttirnar og þá kom amma með sveskjugraut með rjómablandi og afi gaf okkur ömmu svo fylltan brjóstsykur eða brenni. Amma tók alltaf á móti manni fagnandi og hafði einstakt lag á að telja hverjum og einum trú um að hann væri í uppáhaldi. Hún sauð spaghetti þar til það leystist upp en eldaði hrygg og læri eins og ömmur gera best. Æviskeið ömmu er fyrir marg- ar sakir svo áhugavert. Hún synti á móti straumnum, hún braut nið- ur glerveggi og lét hrútskýringar ekki á sig fá. Hún var staðföst, trúði á einstaklingsmiðað nám og að öll börn ættu að fá að njóta sín óháð kyni, getu og áhuga. Amma ferðaðist um heiminn með börnin sín, til framandi landa, sá um heimakennslu fyrir þau og varð svo einstæð fjögurra barna móðir með allt of marga bolta á lofti um skeið. Allt þetta í samfélagi sem var um svo margt ólíkt því sem við þekkjum í dag. Ég held því fram að hún hafi verið ein af þess- um konum sem ruddu brautina fyrir okkur hinar sem á eftir komu. Braut niður staðalímyndir og hefðbundin viðmið og gildi samfélagsins. Fyrir það er ég henni þakklát. Hún var fyrir- mynd. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Dóra Gunnarsdóttir. Áslaug móðursystir okkar læt- ur eftir sig dýrmætar minningar. Hún var skemmtileg kona, vel gefin og glæsileg. Hvar sem hún kom fylgdi ávallt mikil gleði og hlátur. Hún og móðir okkar Sig- rún höfðu náið og gott samband alla ævi. Þær voru báðar dugleg- ar, vel menntaðar og áttu mörg börn. Báðar höfðu brennandi áhuga á uppeldis- og menntamál- um og báru velferð barna sinna mjög fyrir brjósti. Áslaug starfaði við kennslu stærstan hluta starfs- ævi sinnar, varð skólastjóri og síðan fræðslustjóri í Reykjavík. Mamma var fjórum árum eldri en Áslaug. Þegar Áslaug tók gagnfræðapróf tók hún ekki ann- að í mál en að fara í menntaskóla. Það þótti ekkert sjálfsagt á þeim árum, en hún hafði sitt fram. Það æxlaðist þannig að mamma, sem hafði tekið sama próf fjórum ár- um áður, fór með henni. Þær voru því samstíga allan menntaskól- ann og urðu stúdentar saman. Þær giftu sig líka á sama degi ásamt bróður sínum, Sigurði Óla. Þá var haldin matarveisla í Krossanesi og fóru brúðarpörin þrjú svo öll saman í brúðkaups- ferð í Mývatnssveit. Áslaug og Guðmundur eignuð- ust fjögur börn. Þau bjuggu í Þýskalandi þegar Ragnheiður og Birgir fæddust og Gunnar fædd- ist í Bandaríkjunum. Áslaug sá um heimilið og börnin. Þá kom sér vel að hafa góða skólagöngu, áhuga á menntun og metnað fyrir hönd barna sinna. Árið 1967-68 bjó fjölskyldan í El Salvador og þá voru börnin á aldrinum 4-14 ára. Þann tíma hélt Áslaug skóla fyrir öll börnin sín á heimilinu, og fylgdi íslenska kerfinu, þar sem ekki þótti öruggt að setja þau í skóla þar úti. Áslaug hafði alltaf brennandi áhuga á því sem maður var að gera, spurði og var dugleg að hrósa og gefa af sér. Hún var líka alltaf einstaklega glæsileg og vel til höfð, keypti fallegar gjafir handa okkur og bauð okkur oft heim. Hún kom líka oft í Skóla- gerði og þau Jóhann, seinni mað- ur hennar, spiluðu gjarnan brids við foreldra okkar og var mikill metnaður þar. Áslaug var líka hagmælt og orti tækifærisvísur þegar á þurfti að halda. Þær systur þrjár, Áslaug, mamma og Helga, voru nánar og umgengust mikið, ekki síst eftir að þær voru allar orðnar ekkjur. Þær voru með leikhúsmiða sam- an, fóru á tónleika, hittust og töl- uðu saman daglega. Andlát Helgu í janúar 2015 var þeim Áslaugu og mömmu mikill harmur. Fyrir hönd barna Sigrúnar og Jóns Erlings vottum við mömmu, börnum Áslaugar og aðstandend- um öllum okkar dýpstu samúð. Þorgerður Jónsdóttir og Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir. Áslaug móðursystir mín og besta frænka er fallin frá. Hún hefur alltaf verið mér mjög kær. Hún er fyrirmynd mín og ég hef svo oft staldrað við og minnt mig á góð ráð, hlý orð og hvatningu frá henni. Það var svo gaman að fylgjast með Áslaugu frænku. Krafturinn og eljan, óbilandi trúin á sjálfa sig og aðra, skemmtilegheitin, for- dómaleysið, léttleikinn og lífs- gleðin. Hún var líka alltaf svo sæt og flott og hafði svo gaman af því að vekja eftirtekt. Minningar um Áslaugu eru endalaust góðar. Hún lét ekkert sér óviðkomandi og hafði einstak- an hæfileika til að gefa af sér, sinna, hjálpa, redda og fram- kvæma. Það var alltaf fjör og mikið í gangi þegar Áslaug kom í heim- sókn eða þegar við fórum til henn- ar. Heitar umræður um lífið, til- veruna og pólitíkina. Það var kitlandi skemmtilegt fyrir okkur börnin að heyra fullorðna fólkið rífast og rökræða hátt og mikið en kveðjast alltaf sem bestu vinir. Ég var 10 ára þegar ég fór með Áslaugu að skoða Fossvogsskóla þar sem hún kenndi. Hún talaði um börnin og verkefnin sem þau höfðu unnið á svo metnaðarfullan og uppbyggilegan hátt að það var unun á að hlusta. Þetta var ómet- anleg upplifun. Áhuginn á kennslu og kennsluaðferðum, á nýjungum, straumum og stefnum og jafnframt virðingin fyrir göml- um og góðum aðferðum ein- kenndu eldmóð hennar. Ég er kennari í dag og afskaplega þakk- lát fyrir að eiga þessar minningar um Áslaugu, þær veita styrk og gleði. Elsku Agga, Biggi, Gunni, Guðrún og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en minningin um Áslaugu lifir. Guðrún Eyþórsdóttir. Áslaug Brynjólfsdóttir, móðursystir mín, var glæsileg kona sem tekið var eftir hvar sem hún kom, eldklár, lífleg og skemmtileg, en umfram allt góð- viljuð, hlý og heilsteypt mann- eskja. Áslaug hafði unun af félagsmálum og var eindregin framsóknarkona í besta skilningi þess orðs. Hún var gríðarlega vinmörg enda kom hún víða við á litríkum starfsferli, meðlimur í ótal félagasamtökum og alls stað- ar vel kynnt. Hún átti auðvelt með að koma fyrir sig orði og gat kastað fram smellnum tækifæris- vísum sem lífguðu upp á stemn- inguna á fundum og mannfögn- uðum. Ræturnar lágu á æskuheimil- inu í Ytra-Krossanesi við Eyja- fjörð. Áslaug var næstyngst í hópi sjö samheldinna systkina, en yngst var Helga, móðir mín, sem lést í ársbyrjun 2015. Sigrún, sem verður níræð á þessu ári, lifir ein eftir. Faðir þeirra var Brynjólfur Sigtryggsson, bóndi og kennari, tungumálagarpur og gleðimaður. Móðir þeirra, Guðrún Rósinkars- dóttir, var í föðurætt úr Æðey á Ísafjarðardjúpi. Hún var annáluð fyrir dugnað og eftir lát Brynjólfs stóð hún áfram fyrir myndarbúi í Krossanesi allt til dauðadags árið 1983, með aðstoð Sigurðar Óla, sonar síns. Guðrún, amma mín, þótti talnaglögg með afbrigðum og frægt varð að hún hjálpaði börnum sínum með menntaskóla- stærðfræðina. Öll voru systkinin góðum gáfum gædd og auk son- anna luku þrjár dætranna stúd- entsprófi, sem var ekki sjálfsagt með bændadætur á þeim tíma. Áslaug hélt áfram að mennta sig og lauk kennaraprófi og masters- prófi í uppeldis- og kennslufræð- um. Hún varð kennari, yfirkenn- ari, skólastjóri, fræðslustjóri í Reykjavík og loks umboðsmaður foreldra og skóla, auk þess sem hún gegndi margvíslegum öðrum störfum. Á árum áður dvaldist hún með fjölskyldu sinni á er- lendri grund, í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Mið-Ameríku. Hún lét sig ekki muna um að halda heimaskóla fyrir börnin sín í El Salvador enda búa þau aug- sýnilega öll að góðu atlæti í upp- vextinum. Ragnheiður varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka dokt- orsprófi í eðlisfræði, Birgir er landsþekktur fréttaskýrandi og háskólakennari á Akureyri, Gunnar stýrir fiskeldi í Noregi og Guðrún Bryndís er yfirlæknir á geðdeild BUGL. Ég á margar góðar minningar um Áslaugu frænku mína, sér- staklega um fallegt og náið sam- band hennar við mömmu. Syst- urnar þrjár, Sigrún, Áslaug og Helga, töluðu saman daglega og hittust oft. Á síðari árum heim- sóttu þær Ara, bróður sinn, og Margréti, konu hans, iðulega til Bandaríkjanna og ferðuðust með þeim, m.a. til Kaliforníu, Flórída og Havaí. Áslaug frænka lét sér ekki bara annt um sína eigin kjarna- fjölskyldu heldur líka aðra ætt- ingja og var fús að hjálpa með ráðum og dáð öllum sem til henn- ar leituðu. Ég heyrði síðast í henni skömmu fyrir jól þegar hún bauð okkur fjölskyldunni í stóra jólaveislu sem hún hugðist halda. Það hefði verið dásamlegt að fá að vera með henni þar en við verðum að sætta okkur við að af því gat ekki orðið. Það er sannkallaður sjónar- sviptir að Áslaugu Brynjólfsdótt- ur en við yljum okkur við minn- inguna um þessa miklu öndvegiskonu. Þórhallur Eyþórsson. Áslaug Brynjólfsdóttir hefur kvatt þessa jarðvist eftir erfið veikindi. Áslaug kom til starfa við Fossvogsskóla 1972 þegar skól- inn hafði starfað í eitt ár. Foss- vogsskóli var tilraunaskóli hvað varðaði nýjungar í breyttum kennsluháttum. Árið 1973 var stofnað embætti yfirkennara, sem nú heitir aðstoðarskólastjóri, og var Áslaug ráðin í það starf og gegndi því þar til hún var skipuð fræðslustjóri Reykjavíkur 1982. Skólaárið 1974-75 stýrði hún Fossvogsskóla meðan ég var í námsleyfi erlendis. Fræðslu- stjórastarfinu gegndi hún til 1996 þegar fræðslustjóra embættin voru flutt frá ríki til sveitarfélag- anna. Hún var farsæl í því vanda- sama starf. Áslaug átti sem að líkum lætur stóran þátt í uppbyggingu Foss- vogsskóla. Hún var strax mjög áhugasöm um þær breytingar sem þar voru á ferðinni og var dugleg að sækja sér framhalds- menntun, m.a. í Englandi, og dvaldi þar við nám við opinn skóla í Oxfordshire. Hún var dugleg að sækja margháttuð námskeið bæði heima og erlendis. Áslaug var dugleg í öllu sem hún tók að sér varðandi skólann og hafði mikinn metnað fyrir skólans hönd. Á þessum árum eyddu kennarar miklum tíma í vinnu við skólann utan kennslustunda og var hún enginn eftirbátur ann- arra í því. Hún gat verið nokkuð stjórnsöm á stundum ef henni fannst ekki rétt staðið að málum. Hún bjó yfir góðri málakunnáttu sem kom sér vel, því Fossvogs- skóli hafði töluverð samskipti við skóla erlendis. Með þessum fáu minningarorðum eru henni færð- ar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu skólans. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til barna hennar og fjöl- skyldna þeirra. Kári Arnórsson. Sorgarfregn. Áslaug Brynjólfsdóttir, sú yndislega kona, kvaddi þennan heim síðast- liðið gamlárskvöld. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni, slíka mannkosti sem hún bar með sér. Hún var traustur vinur og af fundi með henni fóru allir upplýstari, bjart- sýnni og ánægðir með sig. Hún hafði þessi áhrif á fólk, bæði vitur og mannelsk, brá hinu betra fremur en hinu verra. Áslaug var glæsileg og einstök hæfileika- kona, vakti aðdáun hvar sem hún fór, enda sópaði að henni. Sem dæmi um fjölhæfni hennar má Áslaug Brynjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.