Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 27

Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 ✝ Ásgeir Lárus-son fæddist á Norðfirði 10. jan- úar 1924. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 4. janúar 2018. Foreldrar Ás- geirs voru Lárus Ásmundsson, f. 19. september 1885, d. 15. september 1971, og Dagbjört Sigurðar- dóttir, f. 16. apríl 1885, d. 7. september 1977. Ásgeir var ní- undi í röð 12 systkina en þau eru Sigríður, Óskar, Fanney, Þórunn, Halldór, Sigurður, Ár- sæll, Hermann, Garðar, Aðal- heiður og Svavar. Öll eru látin nema Svavar. Ásgeir kvæntist 25. desem- ber 1954 Unni Bjarnadóttur, f. 29. maí 1933 á Norðfirði. For- eldrar hennar voru Bjarni Sveinsson, f. 5. ágúst 1894, d. Th. Brynjólfsdóttur, f. 1964. Börn þeirra eru a) Ingibjörg Lára, f. 1989, sambýlismaður Gunnar Marteinsson, f. 1983. Þau eiga soninn Tinna Brynjar, f. 2016, og fyrir á Gunnar son- inn Martein Daða, f. 2009. b) Unnur Rún, f. 1993, unnusti Ryan Weisner, f. 1995. c) Bjarni Sævar, f. 1998, unnusta Andrea Torfadóttir, f. 1996. d) Theo- dóra Brynja, f. 2004. Ásgeir starfaði sem fulltrúi hjá bæjarfógeta og síðar sýslu- manni í Neskaupstað í fjörutíu ár. Jafnframt sinnti hann starfi tollvarðar lengi vel ásamt því að vera fréttaritari Morgun- blaðsins um árabil. Áður sinnti hann ýmsum störfum, svo sem vertíðarstörfum, akstri vöru- bifreiða og olíubíls, ökukennslu og verslunarstörfum. Áhugamál hans voru af ýms- um toga. Hann hafði mikla un- un af garðrækt, leiklist, var í ýmsum kórum og meðlimur í Lions-hreyfingunni. Útför Ásgeirs fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 12. janúar 2018, klukkan 14. 24. febrúar 1978, og Guðrún Frið- björnsdóttir, f. 11. maí 1893, d. 9. júní 1989. Unnur og Geiri, eins og þau voru ávallt kölluð, eign- uðust fjögur börn: 1) Dóttir, f. 22. september 1951, d. 22. september 1951. 2) Heimir, f. 1. júní 1955, kvæntur Freyju Theresu Ásgeirsson, f. 1952. Börn þeirra eru a) Sara, f. 1982, sambýlismaður Teitur Símonarson, f. 1985. Sara átti fyrir soninn Heimi Tristan, f. 2004, og með Teiti á hún Símon Örn, f. 2010, Úlf Snæ, f. 2011, og Eldeyju Mist, f. 2016. b) Matthías James, f. 1985, c) Ás- geir Friðrik, f. 1989. 3) Sævar Lárus, f. 4. desember 1959, d. 26. mars 1978. 4) Sveinn, f. 18. ágúst 1964, kvæntur Hólmfríði Elsku pabbi. Það fer margt í gegnum hug- ann á kveðjustund. Það er margs að minnast, bæði frá æskuárum mínum og seinni tím- um. Til dæmis hafðir þú mjög gaman af því að ferðast. Þið mamma fóruð í margar ferðir saman og svo ferðuðust þið oft með mér og minni fjöl- skyldu. Við ókum um Evrópu. Þið heimsóttuð okkur til Dan- merkur þegar við bjuggum þar. Við fórum til Svíþjóðar og Nor- egs, dvöldum í sumarhúsinu hans frænda í Noregi. Þú hafðir gaman af þeirri ferð. Við fórum til Kanada og við fórum til Krítar. Eitt kvöldið á Krít tókst þú mig afsíðis og sagðir við mig að þetta yrði síð- asta ferðin þín til útlanda. Þá varst þú níræður. Þar lékst þú á als oddi en þú hefur fundið að heilsunni væri eitthvað farið að hraka. Þú reyndist sannspár því þetta varð sú síðasta til útlanda. Þú varst samt alltaf að spá í ferðalög. Nú síðast í spjalli skömmu fyrir jól varstu að minnast á að það væri nú gaman að fara eitthvað. Garðurinn ykkar, pabbi. Stoltið þitt og mömmu. Þú eydd- ir ófáum stundum í garðinum. Hann var líka fallegur. Þið unn- uð ykkur ekki hvíldar þar á sumrin. Þegar gesti bar að garði sá maður hvað þér fannst gaman að sýna garðinn ykkar. Garðurinn hefur verið ykkur erfiður síðustu árin, en engu að síður hefur ykkur tekist að halda honum þannig að eftir hefur verið tekið. Elsku pabbi. Nú ertu lagður af stað í allra síðustu ferðina þína. Vonandi er jafn fallegt á nýjum áfangastað og alltaf hef- ur verið í garðinum ykkar mömmu. Þinn sonur, Sveinn. Kær vinur, Ásgeir Lárusson, er látinn og ég minnist ljúfrar vináttu sem aldrei bar skugga á. Kynni okkar Ásgeirs hófust fyr- ir tveimur áratugum þegar ég fór tímabundið til starfa á Norð- firði. Ég hafði þá hvorki búið né starfað á landsbyggðinni áður og var því ekki laust við að ég hefði áhyggjur af því hvernig til tækist. Ásgeir, sem ég hafði þá einungis hitt stuttlega einu sinni, tók mig hins vegar strax í byrjun undir sinn verndarvæng og umhyggja hans í minn garð kom strax fram í upphafi kynna okkar. Ég fór akandi frá Reykjavík og austur til Norð- fjarðar. Ég hafði þá aldrei ekið svo langa leið áður í einum áfanga en ferðin tók nærri ellefu klukkustundir. Alla leiðina fylgdist Ásgeir með ferðum mínum. Hann hringdi á nokk- urra klukkustunda fresti bæði til þess að inna mig eftir því hvernig ferðin gengi og hvetja mig áfram. Þegar ég loks kom til Neskaupstaðar beið mín svo veisluborð á fallegu heimili hans og Unnar Bjarnadóttur, hinnar góðu eiginkonu hans. Og Ásgeir sleppti ekki af mér hendinni fyrr en ég var komin í náttstað seint um kvöldið. Þessari um- hyggju hans í minn garð við upphaf kynna okkar gleymi ég aldrei og naut ég hennar æ síðan bæði í leik og starfi. Þegar ég kom til starfa á Norðfirði hafði Ásgeir starfað á skrifstofu bæjarfógeta og síðar sýslumanns í áratugi og þekkti því til hlítar alla starfsemi skrif- stofunnar. Honum hefði því ver- ið í lófa lagið að láta að sér kveða í samskiptum við nýliðann frá Reykjavík. En sú varð svo sannarlega ekki raunin. Hann lagði sig allan fram við að að- stoða mig og leiðbeina mér og stóð síðan sem klettur við hlið mér þegar á þurfti að halda. Hann var einstaklega góður samstarfsmaður. En hann hafði marga aðra góða eiginleika til að bera. Hann var mikill fagurkeri og gleðimaður í bestu merkingu þess orðs. Hann var ávallt reiðubúinn til að taka þátt í hverju því sem lífgað gat upp á lífið og tilveruna, bæði í dagsins önn og við hátíðlegri tækifæri. Ég á því fjölmargar minningar um skemmtilegar samveru- stundir með honum og Unni, þar sem hann fór oft á kostum. Það var með trega sem ég kvaddi Norðfjörð. Eftir að veru minni þar lauk varð vík á milli vina en við Ásgeir og Unnur héldum sambandi og hittumst þegar tækifæri gáfust og alltaf var jafn yndislegt að hitta þau. Mér er minnisstæð heimsókn mín til Norðfjarðar að sumar- lagi fyrir nokkrum árum í ein- staklega hlýju og fallegu veðri. Enn og aftur naut ég samveru og góðs viðurgernings á heimili þeirra hjóna. Síðla kvölds stóð- um við Ásgeir við gluggann í fal- legu stofunni þeirra Unnar og horfðum yfir byggðina og fjörð- inn. Það var algjört logn og dökkblátt fjallið með grænni gróðurslikju speglaðist í kyrr- um haffletinum. Fegurðin í firð- inum var töfrum líkust og vor- um við Ásgeir sammála um að meiri fegurð væri varla hægt að finna. Með þessari minningu um vináttu og fegurð kveð ég minn góða vin og þakka honum sam- fylgdina. Veri hann kært kvadd- ur. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Unni og fjölskyldunni allri. Áslaug Þórarinsdóttir. Þó að árin séu orðin nokkuð mörg eru þau samt einhvern veginn aðeins augnablik í minn- ingunni. Við sitjum í eldhúsinu á Sjávarborg, ég smár polli og þeir Lárusarbræður sem koma saman næstum hvern laugar- dagsmorgun heima hjá afa og ömmu. Umræðuefnið er pólitík, menn og málefni. Ásgeir er hrókur alls fagnaðar, glettinn, stríðinn og gamansamur. Radd- sterkur og fylginn sér og liggur ekki á skoðunum sínum. Oft var tekist hressilega á, en aldrei þannig að einhver sæti sár eftir. Þegar kemur að pólitík hafði hann vissulega ákveðna sér- stöðu í Neskaupstað á þessum tíma. Yfirlýstur sjálfstæðismað- ur og stoltur af því alla tíð. Ásgeir var um margt fyrir- mynd ungra manna. Auðvitað var hann breyskur eins og við öll og lífið fór ekki alltaf mildum höndum um hann. Hann ólst upp í stórum systkinahópi, ní- undi í röð 12 systkina. Lífsvið- horf hans réðust og mótuðust að mestu í uppvextinum. Þau ein- kenndust af ráðdeild, trú- mennsku og virðingu fyrir vinnu og verðmætum. Sem ungur maður stundaði Ásgeir sjóinn. Eftir að í land var komið var hann framkvæmdastjóri PaN (Pöntunarfélags alþýðu í Nes- kaupstað). Árið 1959 varð hann fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Neskaupstað og starfaði þar næstum í fjörutíu ár samfleytt. Ósjaldan var hann settur bæj- arfógeti í fjarveru skipaðs bæj- arfógeta. Það er líklega einstakt að ólöglærður maður gegni slíku embætti. Það lýsir best því mikla trausti sem yfirvöld báru til Ásgeirs. Áföll sem riðu yfir fjölskyldu hans láta engan ósnortinn. En þrátt fyrir þau hélt hann reisn sinni, sínum góða húmor og þeim mikla lífskrafti sem ætíð einkenndi nærveru hans. Áhugi hans á landsmálum, vakandi umhyggja fyrir byggðinni sem fóstraði hann og fjölskyldu hans, framlag hans til leiklistar, tónlistar og félagslífs í Nes- kaupstað er vitnisburður um mannkosti hans. Svo ekki sé tal- að um metnað hans fyrir við- haldi og allri aðkomu að heimili hans og Unnar, hinni reisulegu Tungu. Húsið er umlukið trjá- gróðri og blómum sem þau hjón hafa í sameiningu ræktað og annast af mikilli natni. Ég sé Ásgeir fyrir mér þar sem hann stendur beinn í baki, virðulegur og vel til hafður á tröppunum heima. Gleðst yfir og fagnar gestakomu. Síðar óskar hann okkur góðrar ferðar og biður um að farið sé varlega. Heilsar og kveður með glettni í augum, hlýju brosi og föstu handabandi. Þess verður saknað. En „enginn stöðvar tímans þunga nið“. Fjölskyldan í Tungu er órjúf- anlegur hluti af uppvaxtarárun- um mínum í Neskaupstað og seinna fullorðinsárum. Ég, Jó- hanna og fjölskylda okkar verð- um ævinlega þakklát fyrir það. Ásgeir var einn af þessum föru- nautum í lífinu sem fæstir fá að vera samferða, en flestir óska sér. Takk fyrir allar stundirnar, frændi. Hermann Ottósson. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu-Hjálmar) Mér kom þetta vísukorn í hug þegar ég heyrði af andláti Ás- geirs vinar míns. Hann Geiri kom úr stórum systkinahópi sem lengi setti svip sinn á mann- lífið á Norðfirði. Þessi systkini voru öll söng- og tónelsk og ein- mitt á þeim nótum lágu leiðir Geira og Lalla, eiginmanns míns, saman. Þeir áttu margar góðar stundir saman með hljóð- færin sín, harmonikku og man- dólín. Þeir félagar fóru víða um og skemmtu fólki og voru alls staðar aufúsugestir og gleði- gjafar þar sem þeir komu fram. Vinátta þeirra var sönn og ein- læg og mátu þeir hvor annan mikils. Geiri var líka vinur allrar fjölskyldunnar okkar. Hann var kærkominn gestur á heimili okkar á Skorrastað. Hann kom alltaf á þriðjudagsmorgnum, þá æfðu þeir vinirnir lagalistann sinn og síðan áttum við öll spjall yfir kaffibolla. Þetta voru góðar stundir, sem gott er að minnast. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þess að þegar sjúkdóm- ur Lalla míns hafði leikið hann grátt hvað hann Geiri sýndi hon- um mikla alúð og virðingu. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan Guð að blessa minningu góðs vinar. Unni og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhanna Ármann. Ásgeir Lárusson Foreldar mínir Halla og Guðjón voru meðal frum- byggja á Flötunum í Garðahreppi. Í þá daga var lítið um að vera og hittumst við unglingarnir í sjoppunni. Fljótlega kynntist ég tvíburunum Bödda og Guðna sem bjuggu í Ásgarði 5. Ég var alltaf velkomin til for- Ólafía Jónsdóttir ✝ Ólafía Jóns-dóttir fæddist 22. júní 1925. Hún lést 15. desember 2017. Útför Ólafíu fór fram 28. desember 2017. eldra þeirra, Ólu og Bjössa. Stundum fórum við í Vík í Mýrdal þar sem Óla var fædd og uppalin. Hjá þeim heyrði ég fyrst í Jim Ree- ves sem þótti ekki beint inni en í dag á ég á alla CD og DVD með honum. Seinna hittumst við konan mín heitin Anna hjá Guðna í New Bedford, útgerðabæ þar sem Guðni bjó og starfaði, þegar ég var að flytja inn bíla. Takk Óla mín og inni- legar samúðarkveðjur til ætt- ingja og vina. Heimir Guðjónsson. Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTÍNA BERG ÞORSTEINSDÓTTIR, Gússý, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést 30. desember á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 15. janúar klukkan 15. Heiðdís Sigursteinsdóttir Vilhjálmur Þórðarson Hafdís Sigursteinsddóttir Jón Tryggvi Kristjánsson ömmubörn og langömmubörn Móðir okkar, SIGRÍÐUR THEODÓRA SÆMUNDSDÓTTIR húsfreyja í Skarði, Landsveit, sem lést laugardaginn 6. janúar, verður jarðsungin frá Skarðskirkju laugardaginn 13. janúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Skarðskirkjugarðs (0308-13-700275 kt. 700704-3190). Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristinn Guðnason Helga Fjóla Guðnadóttir Ástkær móðir okkar, systir, amma og langamma, ÞÓRUNN KARVELSDÓTTIR, fv. íþróttakennari, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 4. janúar. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 17. janúar klukkan 13. Guðrún Valsdóttir Hermann Valsson Ögmundur Karvelsson Lína Björgvinsdóttir Eggert Karvelsson Snædís Hlöðversdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES GUNNARSSON, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, lést á heimili sínu 6. janúar. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 16. janúar klukkan 13. Sigrún Jóhannesdóttir Einar Benediktsson Lilja Guðný Jóhannesdóttir Eysteinn Þór Kristinsson Erla Helga Sveinbjörnsdóttir Gunnar Jóhannesson Védís Árnadóttir Elín Eir Jóhannesdóttir Brynjar Örn Áskelsson og barnabörn PÁLL THEODÓRSSON eðlisfræðingur, Bræðratungu 25, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 8. janúar. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. janúar klukkan 15. Svandís Skúladóttir Flóki Pálsson Sigríður Benný Björnsdóttir Sigrún Pálsdóttir Skúli Pálsson Bera Pálsdóttir Gunnar Gunnarsson Flóvenz barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.