Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 29

Morgunblaðið - 12.01.2018, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 ✝ Haukur ÞórBergmann fæddist á sjúkra- húsinu í Keflavík 28. október 1959. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 29. desember 2017. Haukur var son- ur hjólanna Hauks S. Bergmann, skip- stjóra frá Fuglavík á Miðnesi, f. 22.5. 1932, d. 16.9. 2013, og Þóru Jónsdóttur verslunarkonu frá Hvítanesi í Kjós, f. 18.9. 1938. Börn Hauks og Aðalheiðar eru: 1) Kristján Haukur, f. 1992 (andvana fæddur). 2) Halldóra Rún, f. 1993. 3) Þóra Lilja, f. 1995. 4) Hekla Lind, f. 1999. Haukur útskrifaðist frá Há- skóla Íslands árið 1985 sem tölvunarfræðingur og starfaði sem slíkur, fyrst hjá Spari- sjóðnum í Keflavík, þá hjá Tölvumiðstöð sparisjóðanna (TERIS) og síðan hjá Reikni- stofu bankanna. Haukur var frá unga aldri öflugur skákmaður. Hann var virkur félagi og keppnismaður hjá Skákfélagi Keflavíkur (síð- ar Skákfélag Reykjanesbæjar) og var formaður félagsins um skeið. Útför Hauks verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 12. jan- úar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Bróðir Hauks er Sigurður Berg- mann, f. 1961. Haukur kvænt- ist Aðalheiði Krist- jánsdóttur, f. 12.2. 1963, frá Kópavogi hinn 25.6. 1994. Foreldrar hennar eru Kristján Ebe- nesarson, f. 20.5. 1924, d. 16.9. 2007, og Halldóra Gísla- dóttir, f. 31.3. 1926. Í fyrstu bjuggu þau Haukur og Aðal- heiður í Kópavogi en fluttu ár- ið 1999 í Kögursel í Reykjavík. Elsku pabbi okkar. Við erum þér ævinlega þakklátar. Þakklát- ar fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þakklátar fyrir hvað þú varst alltaf stoltur af okkur. Þakklátar fyrir nærveru þína. Þakklátar fyrir kærleikann sem bjó í þínu hjarta. Þakklátar fyrir þolinmæði þína. Þakklátar fyrir fimmaurana þína. Þakklátar fyrir hvað þú varst góður eiginmaður, pabbi, sonur, bróðir og vinur. Þakklátar fyrir að minnast þess hversu mik- ilvægt það er að meta lífið sem við eigum. Þrátt fyrir að nota öll falleg- ustu orðin í tungumálinu okkar getum við ekki lýst manninum sem þú varst. Þú gafst okkur ómetanlega gjöf, sem ekki er hægt að setja verðmiða á. Við munum ávallt minnast þess hversu hógvær, einlægur og hjálpsamur þú varst og lífsgleð- ina sem bjó í hjarta þér. Þessa gjöf munum við geyma í hjart- anu, út allt lífið. „Pabbi minn er besti pabbi í öllum heiminum, hann er sterkari en pabbi þinn!“ Flestir kannast við þennan frasa og notaði ég hann óspart á yngri árum, án þess þó að rýna frekar í hann. Í dag trúi ég honum, hjartað hans var gert úr gulli. Hann var besti pabbi í öllum heiminum. Elsku pabbi okkar. Þú fórst allt of fljótt lífsgleðin dofnaði og fyrr en varði varð allt hljótt. Við munum ávallt sakna þín minning þín mun lifa í hjörtum okkar. (Halldóra Rún Bergmann) Með sár í hjarta ég vakna hvern dag. Bíð eftir að hann kalli en það er ekkert svar. Pabbi minn, ég mun alltaf sakna þín. Betri pabba er ekki hægt að finna. Við söknum þín. (Þóra Lilja Bergmann) Orð fá ekki lýst hversu mikið ég mun sakna þín. Í litla puttanum þínum var meiri góðmennska en í öllum líkamanum hjá flestu fólki. Þú munt ávallt lifa í hjarta mínu og minningu. (Hekla Lind Bergmann) Við kveðjum þig frá okkar dýpstu hjartarótum. Þínar dætur, Halldóra Rún, Þóra Lilja og Hekla Lind. Elsku bróðir. Ekki óraði mig fyrir því fyrir örfáum dögum að þessi staða gæti komið upp. Þú, stálhraustur maðurinn, fallinn frá. Þú sem varst bara eins og þú átt að þér að vera í boðinu hjá mömmu á jóladag, hress og léttur í lund eins og alltaf. Þú varst allt- af stóri bróðir minn. Ekki bara á uppvaxtarárum okkar heldur út allt lífið. Alltaf gat ég leitað til þín og þú alltaf reiðubúinn að miðla og leið- beina. Mér er erfitt að taka út einhverjar tilteknar minningar og festa á blað en þær hellast yfir mig og þá aðallega æskuminning- ar frá Faxabrautinni í Keflavík og þú þar í hlutverki rólega hæverska stóra bróðurins að hemja og leiðbeina þeim yngri þegar einhver galsinn og gaura- gangurinn var við það að fara úr böndunum. Þegar við síðan uxum úr grasi og stofnuðum okkar fjölskyldur var eftir sem áður alltaf hægt að leita til þín með hvaða erindi sem var. Þín er sárt saknað hér af okkur Sollu og strákunum en bjartar minningar lifa. Elsku mamma, Heiða, Dóra, Þóra og Hekla. Ég vona að þið finnið þann styrk sem þarf til að fara í gegn- um sorgina og sársaukann á þessum erfiða tíma. Sigurður Bergmann. „Dáinn, horfinn!“ – Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (JH) Haukur Bergmann er dáinn. Langt fyrir aldur fram. Það er ótrúlegt og yfirþyrmandi. Hvað getur maður sagt í slíkum að- stæðum? Haukur var vinnufélagi okkar um árabil, vel látinn, elskulegur samstarfsmaður. Yfirvegun, ró- lyndi, skarpar gáfur, stálminni, nákvæmni, hjálpsemi og þolin- mæði voru hans persónuein- kenni. Jafnframt ákafa og áhuga á keppnisíþróttum, fótbolta, golfi og skák. Yfirbragð Hauks var vinsam- legt og velviljað. Hann skipti varla skapi svo teljandi væri, en brosti hlýlega og hló að ýmissi fyndni, þótt hann væri oft alvar- legur í bragði og að því er virtist niðursokkinn í þönkum sínum. Hvað myndi maður segja við Hauk núna, ef þess væri kostur? „Elsku Haukur! Takk fyrir samveruna. Minningin um þig mun lifa meðal okkar og í hverju einu hjarta. Þú auðgaðir líf okkar með nærveru þinni. Traustið sem við fundum til þín bætti líf okkar og gerði vinnustað okkar betri.“ Við vottum fjölskyldu Hauks innilega samúð og biðjum henni blessunar á erfiðum tímum. Fyrir hönd vinnufélaga hjá Reiknistofu bankanna, Baldur Pálsson. Haukur Þór Bergmann ✝ Soffía Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1924. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 31. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru Dýrfinna Oddfriðsdóttir, f. 2. ágúst 1895, d. 28. júlí 1985, og Bjarni Guðmundsson, f. 6. febrúar 1891, d. 28. febrúar 1971. Hálfsystkini Soffíu voru Guðrún Hrefna Sveinsdóttir Pedersen, f. 15. júní 1915, d. 13. júlí 2001, og Egill Bjarna- son, f. 20. febrúar 1915, d. 7. mars 1993. Enn fremur átti Soffía tvo albræður sem báðir hlutu nafnið Kristinn Magnús en þeir dóu báðir á unga aldri. Eiginmaður Soffíu var Jó- hann Magnús Kjartansson, f. 5. febrúar 1921, d. 29. apríl 1991. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 17. júlí 1878, d. 1. maí 1971, og Kjartan Finnbogason, f. 26. ágúst 1870, hannsdóttir, f. 28. febrúar 1964, maki Richard Ólafur Briem, börn Önnu Sigríðar og Richards eru Ólafur Friðrik Briem og Kolbrún Eva Briem, börn Richards af fyrra hjóna- bandi eru Birgir Andri Briem, maki Harpa Guðnadóttir, og eiga þau fjórar dætur, Dagrún Briem, maki Guðjón Gústafs- son og eiga þau þrjú börn, Unnur Helga Briem, maki Jó- hann Einarsson. Barnabarna- börn Soffíu eru fimm talsins. Soffía ólst upp í miðborg Reykjavíkur þar sem hún gekk í skóla og vann við ýmis skrif- stofustörf. Hún giftist Jóhanni 6. ágúst 1949 og þau bjuggu alla sína tíð í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Síðustu tvo ára- tugina bjó Soffía í námunda við sínar æskuslóðir í miðborg- inni. Þegar Soffía var ekki að sinna heimili og börnum lagði hún stund á myndlist auk þess að vera áhugasöm um íþróttir og alla menningu. Hún starfaði síðar á Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg, frá opnun þess árið 1987 til starfsloka. Útför Soffíu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, í dag, 12. janúar 2018, klukkan 13. d. 1. apríl 1931. Börn Soffíu og Jóhanns eru 1) Ingibjörg Jóhanns- dóttir, f. 31. októ- ber 1949, d. 11. febrúar 2011, maki Þórir Gunn- arsson, börn Ingi- bjargar og Þóris eru Gunnar Egill Þórisson, maki Bríet Þorsteins- dóttir, og Soffía Rut Þóris- dóttir, maki Þorsteinn Már Þorsteinsson. 2) Kjartan O. Jó- hannsson, f. 30. júní 1954, maki Björk Jónsdóttir, börn Kjartans og Bjarkar eru Ragn- heiður Erna Kjartansdóttir og Jóhann Magnús Kjartansson, maki Trine Vaarbo Berglund. 3) Jóhann Egill Jóhannsson, f. 23. ágúst 1961, maki Sigrún Erla Sigurðardóttir, synir Eg- ils frá fyrra hjónabandi eru Sigtryggur Egilsson og Arnór Kári Egilsson, synir Egils og Sigrúnar Erlu eru Sigurður Orri Egilsson og Kjartan Úlfur Egilsson. 4) Anna Sigríður Jó- Stjörnurnar glitruðu á heiðum himninum og tunglbirtan lýsti upp kvöldhúmið. Þegar mamma kvaddi okkur á gamlársdagskvöld tóku stjörnur og tungl á móti henni og báru hana með ljósinu þangað sem allt gott lifir. Mamma valdi fallegan dag til að kveðja okkur og minnast um alla tíð. Við kveðjum mömmu með söknuði en fyrst og fremst með þakklæti og kærleika fyrir að fá að deila lífinu með henni svona lengi og safna ógrynni ljúfra minninga sem nú streyma fram ein af annarri. Minningin um mömmu er líka minningin um bestu vinkonuna sem ég deildi með innstu hugsun- um, vonum og draumum. Draum- arnir hurfu aldrei frá mömmu og framtíðarsýnin hvarf henni aldrei. Það var ekki hún ein sem bjó í hennar sýn. Börnin og barna- börnin skipuðu þar stóran sess, en líka samfélagið allt, sem hún hafði alltaf skoðanir á að mætti bæta og fegra. Fegurð í sínum víðasta skilningi var einmitt stór hluti af hennar lífssýn. Þegar ég hugsa til alls þess sem mamma var, kenndi mér og mótaði mig, þá eru þrjú hugtök sem sameina það allt; feg- urð, hjartagæska og glaðværð. Mamma sá fegurðina í öllu. Hún kenndi mér að horfa á um- hverfið og sjá fegurðina í nátt- úrunni og formum borgarinnar. Hún kenndi mér að njóta tónlistar og taka eftir fegurð hljómanna og mýkt strengjanna. Hún kenndi mér að njóta ritaðs máls og ljóða og taka eftir leynd- um sannleika á milli línanna, einn- ig að horfa á myndlist sem faglega samsett myndverk og sinfóníu lit- brigða og líka sem huglæga feg- urð mótaða af listamanninum. Mínar fyrstu minningar með mömmu tengjast söng og ljóðum, þar sem við syngjum hvert ætt- jarðarljóðið á fætur öðru við eld- hússtörfin. Litla stelpan hennar hélt líka ekki alveg lagi í byrjun og það skyldi hún gera sitt til að laga. Mamma gekk til allra verka af einlægni og alúð og hún leið ekki neitt hálfkák við hlutina eins og hún orðaði það. Hún hafði líka mikið keppnisskap sem Knatt- spyrnufélagið Fram fékk að njóta alla tíð. Handboltinn var hennar grein og hún lagði metnað sinn í að kenna börnum og barnabörn- um að grípa bolta. Hún fylgdist líka vel með fótboltanum bæði þar sem barnabörnin sparka og ís- lenska landsliðinu. Mér er minn- isstætt þegar við horfðum saman á Ísland vinna Austurríki á EM í París. Það var sannkölluð gleði og stolt sem braust fram hjá mömmu og hún söng með „áfram Ísla- and“. Þær eru óteljandi minningarn- ar um hamingjustundir, heim- spekilegar samræður og ekki síð- ur grín og glens. Mamma leitaði gleðistunda og naut þeirra með sínum samferðamönnum. Maður skyldi ekki dvelja lengi við leiði- gjarnar hugsanir. „Æi, segðu mér nú eitthvað skemmtilegt,“ sagði hún þá. Síðustu stundir mömmu voru líka gleðistundir. Hún hélt jól með okkur fjölskyldunni og naut hátíð- leikans og samverunnar. Kraftur hennar til þátttöku í samkvæmum hafði dvínað síðustu mánuði en síðustu dropana nýtti hún í það sem gaf henni mesta gleði. Sam- veru með börnum og barnabörn- um. Kærleiki og þakklæti fyllir hugann þegar ég hugsa til mömmu, fyrir allt sem hún hefur gefið okkur öll okkar ár. Hún lifir í minningum okkar og ljós hennar mun halda áfram að lýsa okkur skært um ókomna tíð. Guð blessi þig, elsku mamma. Sjáið, hvar sólin hún hnígur, svífur að kvöldhúmið rótt; brosir hún blítt, er hún sígur, blundar senn foldarheims drótt. (Steingrímur Thorsteinsson) Anna Sigríður Jóhannsdóttir. Mig langar að minnast og þakka fyrir elsku Soffíu tengda- móður mína sem fékk hvíldina að kvöldi gamlárskvölds á Hjúkrun- arheimilinu Sóltúni. Þakklæti fyr- ir einstaklega góða samleið. Það er undur að vera ærleg mann- eskja og ekki alltaf sjálfgefið, heil- steypt og ærleg en það var hún Soffa mín. Hún var stolt, jákvæð, ákveðin og hrífandi, hreinskiptin og heiðarleg. Soffa tók mér ákaflega vel frá fyrstu stundu og var alla tíð mikið í mun að hjónaband okkar Dadda væri gott og hamingjuríkt. Heim- ili þeirra Jóa var hennar stolt og yndi, hreint og fallegt og hverjum hlut snúið reglulega og strokið af alúð. Soffa var mjög næm og list- ræn, myndlistin var hennar mesta tómstundaánægja um áraraðir enda lærði hún myndlist í nokkur ár í Myndlistaskólanum í Reykja- vík. Við ræddum oft upplifanir hennar af þessum námskeiðum, ég unga stúlkan sem var á kafi í söngnum hafði takmarkaða þekk- ingu á myndlist en hreifst þó alltaf með og sá hvað þetta nærði hana. Það var henni mikil eftirsjá að þurfa að hætta að mála vegna meiðsla sem hún varð fyrir á báð- um handleggjum. Hún vann síðar meir á Lista- safni Íslands þar sem hún naut sín vel. Börnin voru hennar stolt og seinna meir barnabörnin sem hún fylgdist mikið með enda átti hún góð tengsl við ungviðið. Þegar börnin okkar Dadda voru ung í pössun í Hólmgarðinum gat hún oft látið þau gleyma sér við að mála eða teikna og gerði gjarnan skemmtilegan leik úr pirringi eða gráti og allt gleymdist. Við áttum oft góðar samræður um bækur, sönglífinu sýndi hún mikinn áhuga sótti flesta tónleika sem ég söng á og hvatti mig áfram. Soffu fannst skipta miklu máli að fara vel með sína heilsu, hún lagði alltaf ríka áherslu á að of- keyra sig ekki enda hugsaði hún alltaf mjög vel um eigin heilsu. „Prýði hverrar konu er að hugsa vel um hárið, andlit og hendurnar var hennar mottó! Í nokkur ár fórum við Soffa alltaf saman í „ondúleringu“ á eftir var annað hvort farið á kaffihús og pöntuð góð rjómakaka, helst með líkkjör eða komið við í bakarí og ég sett- ist inn í kaffi hjá henni þar sem rætt var um heima og geima. Ég dáðist að myndunum hennar og hún jós reglulega hrósinu á mig í söngnum. Hún hafði alltaf gaman af því þegar ég kom í heimsókn, bað mig að segja frá einhverju skemmti- legu, það er svo upplyftandi að fá þig í heimsókn, sagði hún svo þeg- ar ég fór. Það var henni mikill ánægju- tími að fylgjast með meðgöngu fyrsta barnabarns okkar Dadda, hans Viktors Bjarka, og síðar annars barnabarns okkar, hennar Veru. Hún naut mikið heimsókna Viktors þessa síðustu mánuði sem hún lifði. Andlitið á henni lýstist upp þegar Viktor kom með mömmu sinni í heimsókn og settist í kjöltu langömmu. Að fá að fylgjast með nýjum afkomendum var henni mesta og besta gleðiefni. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Björk Jónsdóttir. Soffía Bjarnadóttir Tíminn var naumur, fótatakið nálgaðist og ég heyrði ömmu tipla um gólfin niðri. Hvar átti ég að pota mér, undir rúm, undir sófa, inn í skáp eða kannski bak við gardínuna? Afi var kominn heim í hádegismat, ég heyrði hvernig amma sagði honum í gátum að eitthvað hlyti nú að vera týnt ein- hvers staðar. Afi tók strax þátt í leiknum og fór að leita að mér. Þær eru ófáar minningarnar sem ég á af Skeiðarvoginum hjá ömmu og afa. Það var vel hlúð að manni hjá þeim, alltaf passað upp á að nóg færi í magann og þegar ég var búin að bursta tennurnar var ég látin blása framan í afa, þannig fann hann hvort tann- krem hafði verið notað eður ei, hann sagði mér líka að nota hita- veituvatnið því það væri svo flú- orríkt, á eftir fylgdi amma til að sjá til þess að mér væri almenni- lega vafið inn í silkimjúk rúmföt- in og fislétta dúnsængina. Ég er svo rík að hafa átt þau að. Afi var Víkingur mikill. Hann byrjaði knattspyrnuferilinn í strákafélaginu Valbirninum í vesturbæ Reykjavíkur. Valbirn- ingar urðu Víkingar og að skipta um lið mátti líkja við landráð og því var afi Víkingur fram á síð- asta dag. Hann átti glæstan knattspyrnuferil, sat í stjórnum og nefndum og safnaði fé til upp- byggingar starfseminni. Ástríða hans á boltanum tók sinn toll frá Gunnlaugur Lárusson ✝ GunnlaugurLárusson fæddist 10. apríl 1923. Hann lést 24. desember 2017. Útför Gunnlaugs fór fram 8. janúar 2018. fjölskyldunni og sagði hann mér oft frá því að hann hefði nú ekki séð börnin sín eins mikið og hann hefði viljað. Honum fannst hann hafa misst af þeim á uppvaxtarárunum, það var eftirsjá í röddinni. Hann sagði eitt sinn í við- tali sem tekið var við hann: „Auðvitað fór ógnar- mikill tími í þetta en Víkingur skipti mig alltaf svo miklu máli og áhuginn var mikill. Nú þegar við horfum yfir glæsilegt svæði fé- lagsins í Víkinni hlýtur maður í það minnsta að geta leyft sér að hugsa upphátt: Við puðuðum þá hreint ekki til einskis! Það má með sanni segja að félagið okkar hafi risið úr öskustó og orðið stór- veldi. Við gömlu Víkingarnir er- um bæði stoltir og glaðir og sjáum að ekki var til einskis bar- ist forðum.“ Ég veit að fjölskyld- an hefur alltaf verið afar stolt af öllu sem hann afrekaði á ferl- inum. Vinátta okkar er mér afar dýr- mæt og er ég ósköp þakklát fyrir öll þau tæpu 40 ár sem við feng- um að vera saman en afi hefði orðið 95 ára í apríl á þessu ári. Það verður skrýtið að sleppa heimsóknum á Hrafnistu og hafa engan sem strýkur manni um handarbakið og segir manni hvað maður hafi alltaf verið „skemmti- leg lítil dúkka“. Ég kveð þig vinur minn, þú varst minn gullmoli. … að heilsast og kveðjast. Það er lífsins saga. (Páll Árdal) Þín dótturdóttir, Hrafnhildur Telma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.