Morgunblaðið - 19.01.2018, Page 2

Morgunblaðið - 19.01.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vöxtur kallar á breyttar ferðavenjur  Fjölsóttur íbúafundur um borgarlínu í Hafnarfirði  Meiri- og minnihluti bæjarstjórnar sammála um borgarlínu, segir formaður skipulagsráðs  „Stórt mál fyrir okkur Hafnfirðinga sem skattgreiðendur“ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Við erum samfélag á höfuðborgar- svæðinu sem er að glíma við vöxt og við gerum ráð fyrir að höfuðborgar- svæðið muni vaxa áfram. Vöxtur kall- ar á auknar fjárfestingar í sam- göngum,“ sagði Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), á íbúafundi Hafnarfjarðarbæj- ar um borgarlínu í gær. Fundurinn fór fram í Hafnarborg og var fullt hús. Á þriðja hundrað fylgdust einnig með fundinum á netinu. Hrafnkell lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að breyta um stefnu í samgöngumálum vegna fjölgunar íbúa höfuðborgar- svæðisins. Ásamt Hrafnkeli hélt Ólöf Kristjánsdóttir, verkfræðingur og fagstjóri samgangna hjá verkfræði- stofunni Mannviti, erindi, en stofan hefur séð um greiningar á borgarlínu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Viðbrögð við auknum vexti Hrafnkell sagði að spár gerðu ráð fyrir um 70 þúsund manna fjölgun á höfuðborgarsvæðinu á 27 ára tímabili. „Þetta eru álíka margir og búa núna í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.“ Álíka fólksfjölgun átti sér stað á höf- uðborgarsvæðinu á árunum 1985 til 2012 en á tímabilinu fjölgaði íbúum um 50% og á sama tíma fjórfaldaðist um- ferðin. Sagði Hrafnkell nauðsynlegt að ýta undir almenningssamgöngur sem valmöguleika fyrir suma, ekki alla, til að umferð yrði ekki of þung á svæðinu. „Ef við náum ekki markmiðum um breyttar ferðavenjur verða 234.000 fleiri bílferðir á dag en ef það tekst verða þetta 59.000 fleiri bílferðir.“ Opnað var fyrir spurningar á fundin- um og spurði einn íbúinn hvort meiri- og minnihluti bæjarstjórnar væru samstiga í borgarlínuferlinu eða hvort íbúar gætu átt von á að þessu yrði koll- varpað ef skipt yrði um meirihluta í bæjarstjórn. „Það er enginn ágrein- ingur um þetta verkefni innan bæjar- stjórnar,“ sagði Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði. Þá var því einnig velt upp hvert fargjald borgarlínu yrði og sagði einn fundarmanna að rekstur bíls væri hag- stæðari en strætókort fyrir par með þrjá unglinga á heimilinu. Hrafnkell svaraði því að ekki væri gert ráð fyrir breytingum á fargjöldum í þeirra vinnu. „Áfram munu farþegar greiða gjald en ekki er ákveðið hversu hátt það verður,“ sagði Hrafnkell og bætti við að slíkt gjaldið yrði svipað og í strætó. Hann svaraði einnig fyrri spurningu fundarins og sagði fulla sátt um borgarlínu í þeim sjö sveitarstjórn- um sem væru aðilar að SSH. Þá lagði íbúi til að kosið yrði um borgarlínu í íbúakosningu. „Það er búið að lofa okkur gagnsæi og opinni stjórnsýslu. Hér eru bílastæði og lóðamörk undir og það er búið að kynna þetta. Þetta er stórt mál fyrir okkur Hafnfirðinga sem skattgreiðendur,“ sagði íbúinn á fundinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarlína Hátt í hundrað manns sóttu fund um borgarlínu í Hafnarfirði. Dregið var í annað sinn af tíu í áskrifendaleik Árvakurs og WOW air í gær. Fimm áskrifendur höfðu heppn- ina með sér og fær hver þeirra flugferð fyrir tvo með Wow air til Stokkhólms. Næstu átta vikurnar verða dregnar út fimm ferðir fyrir tvo til Cleveland, Barcelona, Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Lou- is, Dublin og Dallas. Áskrifendur Morgunblaðsins bíða eflaust spenntir eftir umfjöll- un Morgunblaðsins næsta fimmtu- dag þar sem fjallað verður um Cleveland og fimm heppnir áskrif- endur voru dregnir út. Vinningshafar þessarar viku voru dregnir út í gær en þeir eru: Guðbjörg Þorvarðardóttir, Guð- björg Erla Kristófersdóttir, Berg- ljót Sigurðardóttir, Jónas Ragn- arsson og Pétur Björnsson. Morgunblaðið fjallaði í gær ítar- lega um Stokkhólm, sem kölluð Þetta kemur á óvart Guðbjörg Erla Kristófersdóttir, búsett á Selfossi, varð orðlaus fyrst þegar henni var tilkynnt að hún hefði unnið flugmiða fyrir tvo til Stokkhólms. „Þetta kemur mér mjög óvart. Ég tek eiginmanninn með til Stokkhólms, það er góð gjöf á bóndadaginn að bjóða honum þangað,“ segir Guðbjörg og bætir við að hún fái ekki oft vinning og það sé langt síðan það gerðist síð- ast. „Ég hef aldrei komið til Stokk- hólms. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Guð- björg sem hefur verið áskrifandi til nokkurra ára en hafði ekki fylgst með áskriftarleiknum. ge@mbl.is hefur verið Feneyjar norðursins. Í umfjölluninni er dregið fram hvað Stokkhólmur, stærsta borg Norð- urlandanna, hefur upp á að bjóða. Ferð til Stokkhólms bóndadagsgjöfin  Heppnir áskrifendur á leið til Stokkhólms  Cleveland kynnt í næstu viku Ferðalangur Guðbjörg Erla býður bóndanum með sér til Stokkhólms. Stokkhólmur Feneyjar norðursins í Svíþjóð eru fallegar heim að sækja. Embla Kristínar- dóttir, leikmaður Íslands- og bikar- meistara Kefla- víkur, steig fram í viðtali við RÚV í gærkvöldi og sagði frá því að henni hefði verið nauðgað 13 ára gamalli af afreks- manni í frjálsum íþróttum, sem þá var um tvítugt. Maðurinn var dæmdur fyrir kynferð- isbrot gegn barni og fékk skilorðs- bundinn dóm. Embla segir að ekkert meira hafi verið gert í málinu. Hún hafi þurft að spila mjög mikilvæga úr- slitaleiki í íþróttahúsinu þar sem hinn dæmdi kynferðisbrotamaður æfði og alltaf fundist mjög erfitt að mæta á þessa leiki. Henni finnst íþróttafélag ofbeldismannsins hafa tekið afstöðu með honum og segir að með þögninni sé tekin afstaða með gerandanum. Embla segir að heimabær sinn, Keflavík, hafi klofnað vegna málsins. Hún hafi verið dæmd og mátt þola einelti í stað þess að gjörðir gerand- ans væru dæmdar. ge@mbl.is Afstaða tekin með þögninni Embla Kristínardóttir  Keflavík klofnaði Það var létt yfir starfsmönnum og viðskiptavinum Nóatúns þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Erla Kristbjörg Sigurgeirsdóttir og Guðmundur Bergþórsson voru ánægð með fjölbreyttan þorramat úr kjöt- borði Nóatúns. Í dag hefst þorrinn með tilheyrandi þorramat og blótum. Í leikskólum er hann boðinn velkominn með ýmsum hætti. Hákarlinn kætir suma en aðrir fá sér hangikjöt, svið, rúgbrauð, harðfisk og smjör. Þorrinn gengur í garð með súrmat og tilheyrandi Morgunblaðið/Eggert Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokks- ins í borginni fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Félagsmenn kusu á fundinum um hvort fara ætti í forval eða uppstillingu og varð fyrri kosturinn fyrir valinu. Forvalskosningar Vinstri-grænna fara fram 24. febrúar næstkomandi. Allir þeir sem eru skráðir félags- menn í VG og eiga lögheimili í Reykjavík hafa kosningarétt í for- vali flokksins. Á félagsfundinum var einnig kosin kjörnefnd, sem gera mun tillögu að skipan fram- boðslista í kjölfar forvals. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom einnig á fundinn og ræddi um stjórnmálin við félagsmenn VG í Reykjavík. VG heldur forval við val á lista í borginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.