Morgunblaðið - 19.01.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
Sjálfstæðisflokkurinn www.xd.is
Á morgun 20. janúar, kl. 11:00 mun Vörður bjóða flokksmönnum
að mæta á opinn kynningarfund og brunch í Valhöll með þeim
fimm frambjóðendum sem gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Heitt á könnunni og allir velkomnir.
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Kaffihúsastemning
í Valhöll
Þetta er mat Styrmis Gunnars-sonar á stöðunni í höfuð-
staðnum:
Þótt staða Sjálf-stæðisflokks-
ins í Reykjavík sé
ekki upp á marga
fiska er ekki þar
með sagt að mál-
efnastaða vinstri
meirihlutans í
borgarstjórn
Reykjavíkur sé
sterk.
Þvert á móti. Hverjir eru helztu veikleik-
arnir?
Í fyrsta lagi húsnæðismálin:Skortur á lóðaframboði á senni-
lega mestan þátt í því að húsnæðis-
verð er orðið svo hátt að fólk getur
hvorki keypt né leigt.
Í öðru lagi: „Þétting byggðar“.Þessari stefnu hefur verið fylgt
út í öfgar.
Í þriðja lagi: Samgöngur íReykjavík eru orðnar dagleg
martröð.
Í fjórða lagi: Það eru of mörgvandamál í skólakerfinu, alveg
frá leikskólastigi.
Í fimmta lagi: Rekstur borgar-kerfisins hefur augljóslega far-
ið úr böndum.
Líklegt er að kosningabaráttanmuni einkennast af því að
meirihlutinn verði í vörn á öllum
þessum vígstöðvum.
Að auki bætast við skólpvanda-mál og mengun vatns.“
Styrmir
Gunnarsson
Smásýnishorn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.1., kl. 18.00
Reykjavík -6 heiðskírt
Bolungarvík 0 alskýjað
Akureyri -5 skýjað
Nuuk -13 léttskýjað
Þórshöfn -1 snjókoma
Ósló -2 alskýjað
Kaupmannahöfn 1 skýjað
Stokkhólmur -2 léttskýjað
Helsinki -5 snjókoma
Lúxemborg 5 léttskýjað
Brussel 7 súld
Dublin 4 léttskýjað
Glasgow 2 skúrir
London 7 skúrir
París 9 skýjað
Amsterdam 4 súld
Hamborg 1 snjókoma
Berlín 4 rigning
Vín 5 heiðskírt
Moskva -5 snjókoma
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 8 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg -8 skýjað
Montreal -4 snjókoma
New York -2 heiðskírt
Chicago -6 þoka
Orlando 2 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:45 16:33
ÍSAFJÖRÐUR 11:14 16:14
SIGLUFJÖRÐUR 10:58 15:56
DJÚPIVOGUR 10:20 15:56
Allt um sjávarútveg
Menntamála-
ráðherra hefur
hrundið af stað
könnun í ráðu-
neytinu á meðferð
þess á umkvört-
unum vegna ein-
eltis, áreitni og
ólöglegrar áminn-
ingar hjá embætti
þjóðskjalavarðar
Íslands.
Tilefnið er grein sem Elín S. Krist-
insdóttir, stjórnsýslufræðingur og
fyrrv. starfsmaður Þjóðskjalasafns
Íslands, skrifaði í Morgunblaðið í gær
þar sem m.a. mátti lesa að meðferð
ráðuneytisins á málunum væri ekki í
samræmi við umræðu og orð ráða-
manna þessa dagana um viðbrögð í
málum sem þessum.
„Ég las þessa grein snemma í
(gær)morgun, við erum nú þegar að
láta kanna málið í forgangi og ég mun
fylgja því eftir,“ sagði Lilja Dögg Al-
freðsdóttir menntamálaráðherra sem
vildi ekki tjá sig meira að svo stöddu
en lofaði skriflegu svari þegar frekari
upplýsingar lægju fyrir.
ernayr@mbl.is
Forgangs-
mál í ráðu-
neytinu
Ráðherra kannar
meðferð umkvartana
Lilja
Alfreðsdóttir
Malbikað var fyrir tæpar 1.300
milljónir króna í Reykjavík á síð-
asta ári. Fyrir það fengust 30 kíló-
metrar af malbiki sem er um 7,1%
af heildarlengd gatnakerfisins.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Reykjavíkurborg. „Þessar
miklu malbiksframkvæmdir núna
eru til að bæta úr brýnni þörf en
heildarúttekt á malbikunarþörf var
unnin á vegum borgarinnar og
gerð áætlun til fimm ára um nauð-
synlegar framkvæmdir. Þörfin var
uppsöfnuð vegna sparnaðar fyrstu
árin eftir hrun og aukinnar umferð-
ar,“ segir í tilkynningu borgar-
innar.
Malbikað fyrir 1,3
milljarða árið 2017