Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 • Gamli lykillinn virkar áfram • Vatns- og vindvarinn Verð: 45.880 kr. LYKILLINN ER Í SÍMANUM Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum þegar þér hentar og hvaðan sem er. Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að fara heim eða lána lykil. Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ættgengi er mjög mikilvægur áhættuþáttur þegar húðkrabba- meinið sortuæxli (malignant mel- anoma) er annars vegar. Stökk- breyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstakling- ar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. „Sortuæxli er það krabba- mein sem hefur hvað hæsta til- hneigingu hvað varðar ætt- gengi. Þetta er svipað og BRCA-genið sem veldur aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Það hefur ekki verið talað mikið um CDKN2A en það er einnig gen sem er sterkt í ættgengu sortu- æxli á Íslandi. Ég hef verið að skoða þetta mjög mikið í Svíþjóð og það er sams konar þar og hér á landi og öðrum löndum á norð- lægum slóðum,“ segir Hildur Björg Helgadóttir, krabbameins- læknir á Karólínska háskóla- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hún fjallaði um sortuæxli á Lækna- dögum í gær. „Það eru líka til gen sem stýra því að fólk á Norðurlöndunum er með ljósa húð og ljóst eða rautt hár og blá augu og það eru oft sömu gen sem stýra því að það fólk er í meiri hættu á að fá sortuæxli. Þá sérstaklega ef það er mikið í sólböðum, eins og að fara um miðjan vetur til útlanda til að sóla sig þegar húðin er al- veg hvít og ekki undir það búin. Þegar maður er með sjúkling með sortuæxli þarf maður að vera meðvitaður um ættarsöguna því það geta verið alvarlegar genabreytingar í CDKN2A.“ Gríðarlega mikil áhætta Þeir sem eru með þessa arf- gengu stökkbreytingu eru í gríð- arlega mikilli hættu á að fá sortu- æxli. „Um áttrætt eru nærri 100% þeirra sem eru með þetta gen bún- ir að fá sortuæxli eða annað krabbamein. Það er talað um að 1-2% þeirra sem eru með sortu- æxli séu með genið. Ef það er ætt- arsaga um sortuæxli er sennilega 10-20% hætta á að manneskja sé með genið og þá þarf að skoða bet- ur hvort hún hefur áhættu fyrir öðrum krabbameinum líka. Það eru þá mikið reykingatengd krabbamein eins og bris- og önd- unarfærakrabbamein. Genastökk- breytingin CDKN2A, reykingar og mikil sólböð geta verið banvæn blanda.“ Hildur Björg segist halda að ekki sé mikil vitund um þessa arf- gengu áhættu á Íslandi, meðal annars vegna þess að sé miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar eru sortuæxli ekki eins algeng hér. Ís- lendingar virðist jafnvel passa sig betur í sólinni en t.d. íbúar Sví- þjóðar og Danmerkur þar sem er mikil sóldýrkun. Á Íslandi greinast upp undir 40- 50 einstaklingar á ári með sortu- æxli og svipaður hópur með for- stigsbreytingar. Hildur Björg seg- ir gott ef læknar séu meðvitaðir um möguleikann á CDKN2A- stökkbreytingunni og fylgi þeim fjölskyldum eftir sem hafa ætt- arsögu. Þá er hægt að fara í gena- próf og láta athuga hvort stökk- breytingin er til staðar og ef svo er fara þeir einstaklingar reglu- lega í húðskimun og í skimun fyrir öðru krabbameini, sérstaklega briskrabbameini. Ungar konur og eldri karlar Spurð hverjir greinist helst með sortuæxli segir Hildur Björg að sortuæxli sé eitt algengasta krabbameinið í ungu fólki en ann- ars sé það dálítið mismunandi milli kynja. „Ungar konur eru mikill áhættuhópur og eldri karlar er annar sterkur áhættuhópur. Ungu konurnar eru að brenna sig í sól- inni, fara frá engu upp í sólbruna, stunda sólbekki, en eldri karlarnir eru þeir sem hafa alltaf verið út- settir fyrir sólinni. Þeir eru búnir að vera mikið úti alla ævi, eru t.d. bændur, sjómenn eða smiðir.“ Batahorfur stórbatnað Mikil umbylting hefur átt sér stað í lyfjameðferð sortumeina síð- ustu ár og batahorfur hafa stór- batnað. „Fyrir nokkrum árum voru 25% þeirra sem greindust með útbreiddan sjúkdóm enn á lífi eftir eitt ár og eftir tvö ár eig- inlega enginn. Núna eru 75% enn á lífi eftir eitt ár. Margir ná langri lifun með sjúkdóminn í dag, sem er algjör bylting fyrir sjúklingana og okkur sem erum að vinna með þennan sjúkdóm, sem var dauða- dómur fyrir nokkrum árum,“ segir Hildur Björg. Lyfin sem skila þessum árangri skiptast í tvo flokka, í fyrsta lagi ákveðin ónæmislyf og svo mark- sækin lyf. Hefðbundin krabba- meinslyf hafa ekkert að segja við sortuæxlum eftir að þau hafa dreift sér. „Nú þegar þessi lyf eru komin er mikið verið að skoða svipuð lyf og mismunandi sam- setningu af lyfjunum og læra á nýjar aukaverkanir m.v. gömlu krabbameinslyfin. Ónæmislyfin ráðast t.d. á heilbrigða vefi eigin líkama hjá nokkrum prósentum þeirra sem fá þá meðferð. Það get- ur verið hættulegt og því er enn verið að læra á lyfin og hvernig höndla má aukaverkanirnar,“ segir Hildur Björg. Hún er bjartsýn á að batahorfur sortuæxlissjúklinga haldi áfram að batna. „Við erum komin með algjörlega ný verkfæri í þessari baráttu og á næstu árum mun sú bylting halda áfram og enn betri lyf koma til skjalanna.“ Sortuæxli geta verið ættgeng  Stökkbreyting í geninu CDKN2A eykur stórlega hættuna á að fá sortuæxli  Um áttrætt hafa um 100% þeirra sem eru með genið fengið sortuæxli eða annað krabbamein  Ný lyf stórbætt batahorfur AFP Á ströndinni „Ungar konur eru mikill áhættuhópur og eldri karlar er annar sterkur áhættuhópur. Ungu konurnar eru að brenna sig í sólinni, fara frá engu upp í sólbruna, stunda sólbekki,“ segir Hildur Björg. Hildur Björg Helgadóttir Primera Air telur ríkissáttasemjara ekki hafa lögsögu í kjaradeilu flugliða við Primera, samkvæmt því sem kem- ur fram í athugasemd frá félaginu, sem það sendi fjölmiðlum í gær, undir fyrirsögninni „Primera Air leiðréttir rangfærslur“. Orðrétt segir m.a. í athugasemd Primera: „ Í fjölmiðlum í dag er haft eftir skrifstofustjóra hjá ríkissátta- semjara að það hafi aldrei gerst í sögu embættisins að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar. Var þar vísað til þess að Primera Air hafi ekki mætt á sáttafund sem boðaður hafði verið degi fyrr. Samhliða er birt afstaða Al- þýðusambands Íslands vegna deilna sem sambandið telur sig eiga í við Pri- mera Air Primera Air telur ríkissáttasemj- ara ekki hafa lögsögu í því máli sem til hans var vísað, auk þess sem ekki sé til staðar vinnudeila sem boða þarf sáttafund til að leysa úr. Ástæða þess er margþætt. Til að mynda má nefna að Primera Air starfar ekki á íslensk- um vinnumarkaði og stendur auk þess ekki í kjaradeilu. Flugliðar um borð í flugvélum félagsins eru ekki meðlimir í Flugfreyjufélagi Íslands og hefur Flugfreyjufélagið því ekki umboð til að semja fyrir þeirra hönd. Að auki eru umræddir flugliðar ekki í ráðning- arsambandi við Primera Air svo félag- ið getur þar af leiðandi að sjálfsögðu ekki samið um kjör þeirra. Fluglið- arnir eiga þar að auki ekki í kjaradeil- um við Primera Air eða aðra. Með vís- an til alls þessa var ríkissáttsemjari ítrekað upplýstur um að Primera Air myndi ekki mæta á boðaða fundi.“ Í lok athugasemdar Primera kem- ur fram að kjósi Flugfreyjufélag Ís- lands að halda málinu til streitu og boða á ný til verkfalls hjá Primera Air, sem félagsdómur hafi 2017 talið ólög- mæta verkfallsboðun, muni Primera Air sækja málið fyrir félagsdómi líkt og fyrr. agnes@mbl.is Hafi ekki lög- sögu í málinu  Ósammála ríkissáttasemjara og ASÍ Primera Primera Air telur sig ekki eiga í kjaradeilu við flugliða sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.