Morgunblaðið - 19.01.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.01.2018, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er fróðlegtfyrir Íslend-inga að horfa til stjórnmála nágranna okkar í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn, stærsti flokkur í þessum hluta Bretlands, knúði á um að Skotar héldu þjóðar- atkvæði um hvort Skotland hætti að vera með í Stóra- Bretlandi. Á síðustu áratugum hefur Norður-Írlandi, Wales og Skotlandi verið tryggður mun virkari hlutur við stjórn sinna mála. Heimastjórn með sem „First minister“ forsætisráð- herra heimastjórnarsvæðisins sem leiðir hana og ber ábyrgð gagnvart sínu heimaþingi. Engu að síður eiga t.d. Skotar fjölmarga fulltrúa á þinginu í Lundúnum sem fjallar um sér- mál Englendinga en hafa enga aðkomu að sérmálum sem falla undir valdsvið sjálfstjórnarhér- aðanna. Mörgum Englend- ingum þykir þetta lítil sann- girni en kjósa flestir að kyngja því til að tryggja samheldni rík- isins. Cameron, forsætisráðherra Bretlands, samþykkti á sinni tíð þrjár atkvæðagreiðslur af þessu tagi. Sú fyrsta var um kröfu Frjálslynda flokksins um upptöku hlutfallskosninga í Bretlandi. Allir kosningabærir Bretar áttu rétt á þátttöku og kröfunni var hafnað með yfir- burðum. Sú næsta var um sjálfstæði Skotlands, og Skotar einir máttu greiða atkvæði. Stjórn- málaöfl á landsvísu beittu sér a.m.k. óbeint í kosningunum en Skotar einir réðu niðurstöð- unni. Cameron hrósaði einnig sigri í þeim kosningum. Á loka- sprettinum tók hann að efast mjög um sigur og lofaði enn aukinni sjálfstjórn Skota segðu þeir nei. Munurinn varð samt mun minni en kannanir bentu til í upphafi. En Cameron tapaði þjóðar- atkvæði um veruna í ESB, þvert á allar spár, og hrökklaðist úr stjórnmálum. Hann hafði sem upprennandi þingmaður verið talinn vera efasemdamaður um veru Breta í ESB en afstaðan breyttist eftir því sem hann nálgaðist meir gylltustu sali valdsins. Í „Brexit“-ferlinu stönguðust flestar fullyrðingar á. Opinber- ar stofnanir, „faglegar“ og hálf- faglegar voru glannalegar í hrakspám sínum og kom seðla- banki landsins illa frá þeirri framgöngu eins og sá íslenski í Icesave-málinu. BBC, breska ríkisútvarpið, hallaðist gegn þeim sem vildu úr ESB en missti sig þó aldrei fullkomlega eins og Ríkisútvarpið íslenska gerði í Icesave, eins og stundum endranær. En „staðreynd- irnar“, og er þá átt við fullyrð- ingar um þær, voru æði skrautlegar í baráttunni um sjálfstæði Skota. Sjálfstæðissinnar sögðust ætla að sækja um aðild að ESB og þar væri engin fyrirstaða. Brusselvaldið, hvatt áfram af Spáni og fleiri ríkjum t.d. vegna Katalóníu, sagði að aðild Skotlands væri óhugsandi. Sjálfstæðissinnar vissu að það væri uppskrift að hrakför í kosningunum að nefna evruna á nafn. Þeir sögðust mundu halda pundinu þótt þeir yrðu sjálfstæðir og gengju und- ir eigin fána í ESB. Breska ríkisstjórnin, studd af Eng- landsbanka, sagði að engin fyrirheit lægju fyrir um slíkt. Sjálfstæðissinnar kusu að horfa fram hjá því að nú er ekki leng- ur hægt að sækjast eftir aðild að ESB án þess að taka upp evru. Slíkur kostur er ekki lengur fyrir hendi. Rétt eins og engar aðildarviðræður fara lengur fram við umsóknarríki, aðeins yfirferð yfir það, hvort ríkið hafi breytt öllum sínum reglum til samræmis við ESB. Þegar mál, eins og þessi þrjú, eru undir er talnaverki óspart veifað sem rökum með og á móti. Sjálfstæðissinnar töldu sig sýna sæmilega grunduð dæmi um að Skotland gæti stað- ið á eigin fótum án styrkja sem það fær nú frá Lundúnum. Þá- verandi heimsmarkaðsverð á ol- íu var m.a. lagt til grundvallar. Það breyttist ekki löngu síðar til verri áttar. Hefði það gerst í kosningunum hefðu útreikn- ingar sjálfstæðissinna sjálfra sannað að Skotland væri ófært um að standa fjárhagslega á eigin fótum. Olíuverð hefur hækkað nokkuð á ný en ekki er spáð frekari hækkunum. Nýj- ustu tölur sýna að nú er enginn hagvöxtur í Skotlandi. Stjórnmálaleiðtogar eru sagðir með réttu eða röngu fim- ir í að finna annan sökudólg en sig þegar illa árar og að færa góðærið sér til bókar. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóð- arflokksins og „fyrsti ráðherra“ Skota, kennir Brexit um sinn efnahagssamdrátt. Það er þó snúið því heimsendaspár hag- fræðinga um Brexit brugðust allar. En Sturgeon, sem er öfl- ugur stjórnmálamaður, segir skýringuna á muninum vera þá að „markaðurinn“ sé að bera Skotland við Írland, sem séu svipuð efnahagsstærð og Írland verði áfram á innri markaðnum en Skotar ekki! Íþróttafréttaritarar segja þegar okkar menn reyna lang- spyrnu sem fer langt frá mark- inu: „Þetta mátti reyna, þótt það væri augljóslega vonlaust, því í fótbolta getur allt gerst.“ Kannski gildir það sama um stjórnmálin. Skotar styðja ekki í bráð að aftur verði efnt til þjóðar- atkvæðis um sjálfstæði} Skoski nágranninn Í umræðunni hefur gjarnan verið talað um mikla fjölgun ungra öryrkja og því velt upp um leið af hverju þeim fjölgi svona mikið. Mér finnst dap- urt, þegar talað er um okkur ör- yrkja eins og vandamál sem vex of hratt, í stað þess að leitast við að finna ástæður fjölgunarinnar og hugsanlega lausnina um leið. Ein af staðreyndum fjölgunarinnar er sú, að margir ungir fíklar lenda í því að verða öryrkjar vegna neyslu sinnar. Það er stjórnvalda að tryggja þessum einstakling- um alla þá hjálp sem möguleg er, það er ekki flóknara en það. Í heimsókn hjá SÁÁ Hinn 3. janúar sl. heimsótti ég SÁÁ ásamt tveimur þingmönnum Flokks fólksins. Fyrst sjúkrahúsið á Vogi og strax í beinu framhaldi meðferðarheimilið Vík á Kjalarnesi. Ég féll í stafi yfir þeirri fallegu umgjörð og því stórkostlega og óeigingjarna starfi sem sam- tökin hafa byggt upp. Ekki einungis í þágu þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn heldur í þágu þjóðarinnar allrar. Ég er næsta viss um að sú íslenska fjölskylda er vandfundin, sem ekki telur einstakling sem fengið hefur hjálp hjá SÁÁ. Betur má ef duga skal Hugsið ykkur að árið 2017 létust 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu, 14 þeirra voru undir þrítugu. Dauðsföllin voru fimm fleiri en árið áður. Þessa auknu dánartíðni má rekja til aukn- ingar á notkun sterkra ópíóíða eða morfín- skyldra lyfja í æð. Algengustu og hættulegustu lyfin hér á landi í þessum flokki eru Oxycotin, Contalg- in og Fentanyl. Rannsóknir sýna að fólk sem sprautar sig með þessum efnum er 30- 60 sinnum líklegra til að deyja en jafnaldrar þess. Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfir- læknir á Vogi, er sá einstaklingur sem óhætt er að fullyrða að hafi hvað mesta þekkingu og reynslu af þróun fíknsjúkdóma hérlendis. Hann segir að nú sé stíflan brost- in og að á síðustu tveimur árum hafi yfir- völd misst stjórn á vandanum. Það sé alveg ljóst að bregðast verði strax við ef það eigi að vera nokkur leið að snúa af þessari óheillabraut. Allir við- bragðsaðilar eru fjársveltir og biðlistinn á Vogi hefur aldrei verið lengri. Þetta eru miklu fleiri en deyja í bíl- slysum, þetta er á við stóru sjóslysin okkar í gamla daga og viðbúnaðurinn sem var viðhafður þá – nú þurf- um við sama viðbúnað. Við verðum að setja af stað neyðaráætlun og hún kostar peninga, segir Þórarinn. Þetta eru skelfilegar staðreyndir og löngu tímabært að stjórnvöld vakni af þyrnirósarsvefninum og taki ut- an um fíklana okkar og hjálpi þeim með ráðum og dáð. Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar til næstu fimm ára mun sýna vilja hennar í verki. Inga Sæland Pistill Við verðum að vakna Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Af 95 eigin vögnum Strætóbs eru 49 meira en 10 áragamlir og tveir þeir elstuhafa verið á götum höfuð- borgarsvæðisins í 18 ár. Níu yngstu vagnarnir voru keyptir á síðustu þremur árum. 17 vögnum hefur ver- ið ekið yfir milljón kílómetra og fimm þeirra um og yfir 1,2 milljónir kílómetra. Algengt er í flotanum að vagnarnir hafi lagt um og yfir 400 þúsund kíló- metra að baki. Þessar upp- lýsingar voru lagðar fram á stjórnarfundi Strætó í byrjun ársins, meðal annars til að meta áhættu í rekstri, að sögn Jóhannesar Rúnarssonar, fram- kvæmdastjóra. Farið var yfir aldur vagnanna og ástand þeirra, m.a. með tilliti til fjölda ekinna kíló- metra, eldsneytisnotkunar og við- haldskostnaðar. Ekki hagkvæmt að vera með svona marga gamla vagna Hann segir að vissulega sé verulegur hluti vagnanna kominn yfir 10 ára aldurinn. Þó beri að hafa í huga að elstu vagnarnir séu ekki í daglegri notkun, en gripið sé til þeirra sem varavagna við sérstakar aðstæður og þeir séu ekki keyrðir neitt í líkingu við nýrri vagna. Á meðal þeirra eldri séu reyndar nokkrir sem „ganga eins og klukk- ur“ þrátt fyrir háan aldur, en óneit- anlega sé fylgni á milli viðhalds- kostnaðar og aldurs tækjanna. Oft sé talað um að milljón kílómetrar eða tíu ár séu eðlilegur endingar- tími. „Það er ekki hagkvæmt að vera með svona marga gamla vagna,“ segir Jóhannes. „Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg þróun í vélum og eldsneytisnotkun og ekki síst hvað varðar umhverfisvænleika vagnanna. Eftir því sem þeir eru nýrri og fullkomnari er það betra fyrir umhverfið og reksturinn. Með hærri aldri vagna er mengunin meiri og áhætta í rekstri eykst, ná- kvæmlega eins og með heimilisbíl- inn hjá fólki. Hann segir að síðustu þrjú ár hafi verið gert átak í endurnýjun flotans og búið sé að ganga frá út- boði þessa árs. Áætlað sé að verja 300 milljónum króna í kaup á nýjum vögnum og fyrir þá upphæð fáist að lágmarki fimm vagnar, en inn- kaupsverð geti verið á bilinu 30 til 60 milljónir. Dísilvagnar séu ódýr- astir og vetnisvagnar yfirleitt dýr- astir, en lítið framboð sé af þeim enn sem komið er. Tillit sé tekið til margra þátta við val á vögnum. Reynt að endurnýja vagnana „Við höfum reynt að endurnýja vagnakostinn og höfum verið á ágætri vegferð síðustu þrjú ár. Endurnýjun veltur á fjármagni og vissulega vildum við geta endur- nýjað hraðar til að losna við rekstr- arlega áhættu,“ segir Jóhannes. Fram kom á kynningunni fyrir stjórn Strætó að vélarbilun geti kostað 3-7 milljónir króna. Jóhann- es segir að kostnaðurinn fari m.a. eftir gerð vélar og hvort kaupa þurfi nýja vél eða hvort hægt sé að nota gamla. Annar stór viðhaldsliður er viðgerð á sjálfskiptingu sem getur kostað 2-5 milljónir króna. Núna er Strætó með tvo met- anvagna í rekstri og níu rafmagns- bílar eru væntanlegir. Vögnum sem eru knúðir með olíu er skipt í flokka samkvæmt Evrópustöðlum. 29 vagnar Strætó eru í staðli 6, sem mengar minnst, en 10 í staðli 2, sem mengar mun meira. Engir vagnar falla undir staðla 0 og 1, sem menga mest. Meirihluti strætis- vagna er yfir 10 ára Aldur vagna Strætó BS VAGN 101 VAGN 199 18 ár 15 ár 12 ár 9 ár 6 ár 3 ár 0 ár Heimild: Strætó Guli strætóinn » Strætó er í eigu sveitarfé- laganna á höfuðborgar- svæðinu; Reykjavíkur, Kópa- vogs, Hafnarfjarðar, Garða- bæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. » Strætó er almennings- samgöngufyrirtæki sem rekur gula strætisvagninn á höfuð- borgarsvæðinu. » Eins skipuleggur Strætó strætisvagnaþjónustu á lands- byggðinni fyrir hin ýmsu lands- byggðarsamtök og hefur um- sjón með akstri fatlaðs fólks og eldri borgara á höfuð- borgarsvæðinu. Jóhannes Rúnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.