Morgunblaðið - 19.01.2018, Page 22

Morgunblaðið - 19.01.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 ✝ Marel JóhannJónsson fædd- ist í Reykjavík 17. febrúar 1931. Hann andaðist á Land- spítala í Fossvogi 12. janúar 2017. Foreldrar Mar- els voru Kristjana Rannveig Eyjólfs- dóttir, f. 23.9. 1892 á Bjalla í Landsveit, d. 13.5. 1973, og John Peter Kristian Johansen, f. 25.5. 1878 í Ibestad í Noregi, d. 12.7. 1948. Systir Marels er Kristín J. Kinsey, f. 31.8. 1924 í Reykjavík. Hún býr í Bandaríkj- unum. Eftirlifandi eiginkona Marels er Ragna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfr., f. 5.3. 1938 á Pat- reksfirði. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kr. Krist- jánsson, f. 20.7. 1900, d. 22.8. 1959, og Ingveldur Gísladóttir, f. 4.4. 1904, d. 21.2. 2005. Marel og Ragna giftu sig 1959 og eignuðust fjögur börn: 1) Jóhann Kristinn, f. 19.1. 1959, giftur Eydísi Helgad., f. 21.11. 1966. Börn: a) Ösp, f. 1986, gift Magnúsi Hallgrímss., f. 1978. Börn: Margrét, f. 2009, Álfheiður, f. 2011, og Jóhann b) Hákon Þór, f. 1990, sambýlis- kona Sandra Ýr Andrésd., f. 1988, c) Ingólfur, f. 1994, sam- býliskona Eyrún Stefánsd., f. 1995. Barn; Sóllilja Karen, f. 2017. 4) Bergsveinn, f. 23.3. 1970, kvæntur Rósu Björgu Ólad., f. 15.3. 1972. Börn: Jakob Óli, f. 2000, og Fanney Birna, f. 2003. Fyrir átti Marel dótturina Sigrúnu Jónu, f. 30.4. 1954, gift Tryggva Gunnarssyni, f. 23.9. 1949. Börn: Ásgeir, f. 1978, og Dagný, f. 1982. Marel ólst upp í Reykjavík. Hann lærði prentiðn í Iðnskól- anum. Að námi loknu hélt hann til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði í eitt ár. Eftir það starf- aði hann í Prentsmiðjunni Eddu við að prenta Tímann o.fl. Einn- ig keyrði hann fyrir Bæjarleiðir. Síðar stofnaði hann sína eigin prentsmiðju sem hann starf- rækti í fjölda ára. Þaðan lá leið- in í Félagsprentsmiðjuna þar sem hann starfaði í nokkur ár. Seinustu árin snéri hann sér að því að byggja hús í Grímsnesi ásamt því að sinna uppgerð á gömlum bílum. Marel og Ragna hófu sinn bú- skap á Sogavegi í Reykjavík þar sem þau bjuggu til ársins 1969. Þaðan lá leiðin í Kópavog þar sem þau bjuggu í um 20 ár. Síð- ast bjuggu þau í Garðabæ. Útförin fer fram frá Vídal- ínskirkju, Garðabæ, í dag, 19. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Helgi, f. 2016, b) Egill, f. 1988, sam- býliskona Katrín Þorvaldsd., f. 1988. Þeirra dóttir er Ronja, f. 2015, c) Elma, f. 1992, sam- býlismaður Ævar Eyfjörð Sigurðss., f. 1989. Þeirra dótt- ir er Birna Eyfjörð, f. 2017. Fyrir á Æv- ar soninn Stíg, f. 2012, d) Ari, f. 1996, sambýlis- kona Margrét Helga Stein- dórsd., f. 1996. 2) Rannveig Inga, f. 28.3. 1960, gift Baldvin Ómari Magnúss., f. 4.10. 1957. Börn: a) Björk, f. 1978, gift Borgþóri Grétarss., f. 1977. Þeirra börn eru Margrét Eva, f. 2005, Bríet Lív, f. 2009, og Sonja Dís, f. 2017. b) Marel Jóhann, f. 1980, kvæntur Margréti Krist- jánsdóttur, f. 1982. Börn: Mark- ús, f. 2007, Lúkas, f. 2009, og Baldvin, f. 2016. c) Gísli Páll, f. 1988. d) Birna Kristín, f. 1990, sambýlismaður Hrannar Steinn Gunnarsson f. 1987. 3) Íris, f. 5.7. 1961, gift Árna Ingólfss., f. 15.5. 1961. Börn: a) Ragna Sif, f. 1986, gift Elvari Steini Þor- valdss., f. 1985. Börn: Íris Anna, f. 2014, og Bjarki Rúnar, f. 2017. Elsku pabbi minn, nú ertu far- inn og hvíldinni feginn eftir erfið veikindi síðustu misserin. Von- andi ertu á góðum stað núna, þar sem þú getur lesið, farið í fjall- göngur og hjólað en allt þetta var því miður frá þér tekið síðustu árin þín. Þú elskaðir að vera úti í náttúrunni, hvort sem það var í þínum ótalmörgu fjallaferðum á húsbílnum með mömmu og ykkar góðu ferðafélögum eða bara á göngu í heimahögum. Einnig var hjólið ómissandi hluti af þér á meðan heilsa og þrek leyfðu. Þú hafðir líka gaman af að ferðast erlendis einkum til Bandaríkjanna sem þú hafðir sérstakar taugar til frá því þú varst þar sem ungur maður. Alla tíð varstu fyrst og fremst maður fjölskyldunnar. Alltaf til staðar fyrir okkur börnin þín, kletturinn sem var hægt að leita til með alla skapaða hluti. Vel les- inn og hægt að fletta upp í þér eins og alfræðiorðabók. Þú tókst alltaf bækurnar þínar fram yfir sjónvarpið, sem var hinn mesti friðarspillir í þínum augum. Ótal sögur sagðir þú okkur af uppvextinum í Reykjavík stríðs- áranna þar sem margt var brall- að innan um hermenn, fyrst breska og síðar bandaríska. Þetta voru dásemdartímar í þín- um huga. Þú og mamma voruð ótrúlega dugleg að ferðast með okkur krakkana. Yndislegar minningar á ég um ferðalög í Willys-jeppa á rykugum vegaslóðum um ósnortna fjallasali, saxbauti í dós hitaður á primus og Prins Polo í eftirrétt. Vestfjarðaferðirnar okkar voru líka ógleymanlegar og alltaf var sól og blíða. Seinna nutu barnabörnin þess líka að ferðast með ykkur um óbyggðir landsins. Þín verður sárt saknað en við varðveitum allar góðu minning- arnar. Takk fyrir allt og allt, pabbi minn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Rannveig. Í dag kveðjum við tengdaföður minn Marel Jóhann Jónsson. Marel kynntist ég er við Rannveig fórum að vera saman árið 1977 og náðum við strax vel saman. Marel var mikill náttúru- maður og naut útivistar og nátt- úruskoðunar. Á ferðalögum inn- anlands var Marel svo sannarlega á heimavelli, kunni Ferðafélagsbækurnar utan að og þekkti alla gamla vegaslóða þó þeir væru hvergi á korti. Við fór- um einnig með þeim nokkrar ferðir erlendis og voru þær ekki síður ánægjulegar. Marel var mikill fjölskyldu- maður og voru þau Ragna dugleg við að bjóða fjölskyldunni í mat. Þau voru ávallt höfðingjar heim að sækja og enginn máltíð án eft- irréttar. Þetta voru ljúfar sam- verustundir þar sem margt var skrafað og mun ég sakna þeirra. Þó Marel væri mikill reglumaður þá þótti honum alltaf gott að fá sér eitt viskístaup fyrir matinn. Tengdafaðir minn var dug- legri en flestir við að byggja hús. Einnig gerði hann upp gamla bíla og hafði sérstakt dálæti á göml- um Willys-jeppum og dráttarvél- um. Þetta var hans líkamsrækt og skildi hann ekkert í fólki sem eyddi tíma í að hlaupa og puða í æfingasölum í röndóttum göllum. Hjá Marel var aldrei farið til- búnu leiðina að hlutunum, hann handgróf grunna, smíðaði glugga og hlóð hleðsluveggi úr grjóti sem hann hjó til með hamri og meitli. Marel setti yfirleitt hljóð- an er ég fór að tala um fótbolta þó hann hefði auðveldlega getað verið mjög hæfileikaríkur á því sviði eins og flestum var augljóst í þau skipti sem hann fór með strákunum út á tún með bolta. En er synir okkar fóru að ræða við hann um bíla þá lifnaði hann allur við en þar var ég ekki á heimaslóðum. En áhugi okkar fór vel saman þegar kom að Jo- hnny Cash og gömlum bíómynd- um. Við hjónin eigum eftir að sakna föður og tengdaföður en vitum jafnframt að hann dvelst nú á góðum stað, laus undan þeim kvölum sem hrjáðu hann síðustu vikur og mánuði lífs hans. Guð blessi minningu Marels og gefi Rögnu styrk í hennar sorg. Baldvin Ómar Magnússon. Mig langar að kveðja elskuleg- an afa minn með nokkrum orðum eða afa á Súlu eins og við köll- uðum hann. Hann hefur nú kvatt okkur eftir erfið veikindi sem hafa án efa reynst honum þung- bær en alltaf bar hann sig svo vel, kvartaði ekki og setti upp kaskeitið (derhúfuna) fram á síð- asta dag. Ég óska þess að hann sé nú kominn á betri stað og sé ég hann fyrir mér sitjandi við lækjarsprænu einhvers staðar á fjöllum í vagninum sínum með kaffibrúsa og súkkulaði. Afi var myndarlegur maður, hávaxinn, sterkur, og grannur enda var hann mikill prinsipp- maður í mat og drykk og ávallt regla á matartímum sem hvergi var hvikað frá. Stundum fannst manni nóg um reglusemina og brosti með honum að þessu en sannarlega mætti taka sér hann til fyrirmyndar í þessu. Hann var alltaf svo hraustur, gekk og hjól- aði og hugsaði vel um sig. Í æsku gat ég ávallt leitað á heimili ömmu og afa enda bjuggu þau oftast í næsta húsi, eitthvað sem var ómetanlegt að búa við. Þar var manni ætíð mætt af hlýju og til þeirra var gott að koma. Þegar mann bar að garði var ryksugan iðulega á fullu, mottur úti á svölum, eitthvað að malla í eldhúsinu og afi í bílskúrnum. Þar gat maður yfirleitt gengið að afa vísum, að stússast í bílunum sínum og angaði smurolíulyktin út á götu. Oftast mætti maður honum í bílskúrsdyrunum að þurrka af sér smurolíuna eða of- an í húddinu þar sem hann heils- aði manni glaður. Stóra skrif- borðið settist maður stundum við og kíkti með honum í bók eða skoðaði heiminn gegnum stækk- unargler. Húsið á Álfhólsvegin- um var heill heimur af ævin- týrum, lóðin eins og skemmtigarður og skúrinn og húsið risa geimar. Á fallegum sumardögum gat maður leikið sér þarna langt fram eftir kvöldi. Afi hafði alltaf áhuga á að vita hvað við vorum að fást við sem krakkar, spurði frétta úr skóla og tómstundum og oftar en ekki laumaði hann að manni einum eða tveimur seðlum úr brjóstvas- anum til að gera eitthvað skemmtilegt. Árin liðu en alltaf hafði afi áhuga á að spjalla um það sem maður var að fást við. Hann hafði gaman af að telja upp „flugurn- ar“ sínar eins og hann kallaði langafabörnin. Stelpurnar voru ávallt glaðar að hitta hann, Mar- gréti Evu kallaði hann „skauta- drottningu“ og alltaf sagði hann við Bríeti Lív „hver er nú þetta, er þetta hún Bryndís“ og svo hlógu þau dátt enda vissi hann vel hvað hún heitir. Sonju Dís náði hann því miður ekki að hitta en hann heyrði af henni og hafði á orði hvort nafnið Svarta Dís myndi ekki hæfa henni vel. Úr varð að þetta reyndist ekki fjarri lagi hjá honum. Það er margs að minnast þeg- ar horft er til baka, margar góðar stundir og minningar að ylja sér við. Það var gaman að spjalla við afa um gamla daga og ævintýri enda nóg af sögum og þá sér í lagi um miðbæ Reykjavíkur en hann átti sögur um hvert einasta hús og sund í bænum held ég. Þvílíkur fjársjóður. Ég vildi að ég hefði skrifað niður eitthvað af þessum sögum en minningin um góðar samverustundir verður vel geymd í hjartanu. Takk fyrir samfylgdina, afi minn, og hafðu það sem allra best hinum megin. Þar til næst. Björk. Elsku afi. Það var sárt að fá þær fréttir að þú værir fallinn frá. Einhvern veginn hélt ég að þú myndir vera hjá okkur aðeins lengur, jafnvel þó ég vissi að nú væri þetta að verða búið. Þú ert vonandi kominn á þann stað í dag þar sem þú getur gert allt það sem þú elskaðir að gera. Þú varst alltaf svo duglegur og hafðir mik- ið fyrir stafni. Hvort sem það var að hreyfa þig, gera upp bíla eða byggja hús í sveitinni allt fram á lokadag. Þegar ég hugsa til baka eru minningarnar margar og allar svo góðar. Við gerðum margt saman þegar ég var yngri og eru mér minnisstæðastar þær útileg- ur sem ég fór í með ykkur ömmu á húsbílnum, það var alltaf æv- intýri. Matarboðin á Súlunni voru ófá og alltaf hafðir þú frá einhverju skemmtilegu að segja. Þú hafðir gert svo mikið og áttir þar af leiðandi mikið af sögum. Allt frá því þú varst ungur drengur að leika þér í kringum herinn á Íslandi. Fékkst að sitja á pallbílunum hjá bandarísku hermönnunum rúntandi um Reykjavík og fékkst hjá þeim sælgæti. Eins og þú sagðir sjálf- ur frá þá var allt flæðandi í alls konar varningi og munaðarvör- um hjá Könunum. Ætli þessi mikli Ameríkuáhugi hafi ekki kviknað hjá þér þá! Eftir að ég gerðist flugfreyja fannst okkur gaman að spjalla saman um flugið. Þú hafðir mik- inn áhuga á flugheiminum og gast sagt mér margar sögur flug- inu tengdar og hvernig það var nú þegar þú ferðaðist fyrst til Ameríku í kringum 1950. Þú varst einstakur maður og ég mun ávallt minnast ljúfra samveru- stunda með þér og geyma allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Birna Kristín. Ættarhöfðinginn er fallinn frá og genginn inn í „fljótshlíð eilífð- arinnar“. Þá rifjast upp örfár gamlar og nýrri minningar hon- um tengdar. Þegar ég var sjö ára keypti faðir minn sinn fyrsta traktor og kom þá enginn annar en Malli til greina til að kenna honum á tæk- ið og skömmu síðar varð ég líka alfær ökumaður. Ætli ég hafi ekki verið um níu ára þegar Malli eignaðist sína fyrstu bifreið, sem var gamall klumpslegur sjúkra- bíll. Þetta var fyrsti bíllinn sem ég fékk að keyra. Seinna eign- aðist Malli jeppa sem hann ók með mikilli gleði. Og þvínæst drossíu, en ég mátti ekki káfa á lakki hennar nema þvo mér fyrst um hendurnar, líkt og þegar ég leyfi mönnum með óhreinar hendur ekki að snerta bækur í mínu húsi. Þegar Malli fór á böll á Hellu, þá hafði bíll þessi mikið aðdráttarafl fyrir glæsikonur neðan úr Landeyjum. Malli hafði mikinn áhuga á óbyggðaferðum, líkt og höfðu haft forfeður hans á Galtalæk. 1952 fór hann í mikla ferð með Guðmundi Jónassyni þar sem ek- ið var á trukkrútum yfir Tungnaá á Hófsvaði og yfir Köldukvísl hjá Illugaveri. Og hvað ég best man um Gæsavötn til Herðubreiðarlinda. U.þ.b. tveimur árum síðar fór hann í mikinn leiðangur ásamt Mansa vini sínum. Hann fékk Land- bændurna Eyjólf og Hibba til aksturs inn í Landmannalaugar. Þaðan gengu þeir um Jökuldal- ina og Eldgjá niður í Skaftár- tungu. Sú saga gekk í Reykjavík að á þeirri leið hefðu þeir orðið að vaða yfir sandbleytuá. Malli „tveggja hæða“ maðurinn hefði komist yfir, en Mansi, sem var eitthvað styttri í báða enda, stóð fastur í sandbleytunni. Það bjargaðist þegar Malli rétti hon- um stafendann og dró hann upp á bakkann. Í þá tíð trúði ég öllum svona sögum bókstaflega, og þessi frásögn varð ekki til að minnka hrifningu mína á þessum frænda mínum. Löngu seinna áttum við Malli eftir að ferðast saman víða um óbyggðir Íslands. Í upphafi var Ragna kona Malla ekki mjög áhugasöm um aksturshristing á hrauni og grjóti, en það átti held- ur betur eftir að breytast. Áður en Malli hætti að geta keyrt vegna sjóndepru hafði Ragna oft sest undir stýri og gerðist mikill óbyggðaakstursforkur. (Mættu fleiri hjón taka sér það til eft- irbreytni.) Það „toppaði“ hún með því að aka á stórum ferða- trukk einbíla og án leiðsagnar, með þau að innri endanum á Langasjó, við rætur Vatnajökuls. Þar eru margir villutroðningar. Alltaf var það ánægjulegt og oft minnisstætt, að bjóða Malla til málsverðar. Einu sinni var hér fullt hús af fólki á „öðrum í þorrablóti“ og ætlaði ég að hafa kjúkling; léttmeti í hádeginu. Malli kvaðst ekki éta hænsni og setti ég því bjúgu í pottinn. Að máltíð lokinni sást að bæði hross- bjúgun höfðu verið étin upp til agna, en nóg var eftir af þessum velmatreidda gæðakjúklingi. Um margt líktist Malli hinum gömlu Galtalækjar- og Reyni- fellsmönnum, forfeðrum sínum, sem álitu orðheldni og vinnusemi mikils virði. Þeir – eins og Malli – sáu fólki sínu vel farborða og margir þeirra sköpuðu sér eignir langt umfram nauðsynlegar þarfir. Þessir eiginleikar eru það ættsterkir, að þeir eru nú mjög ríkjandi í sumum afkomendum hans. Gunnar Guðmundsson. Marel Jóhann Jónsson Elsku Svala. Því miður hef ég verið í of mikilli af- neitun um að þú værir farin. Ég er bara engan veginn sátt við að þessi staða sé komin upp. En veg- ir guðs eru órannsakanlegir. Hvers vegna að taka þig, þessa Svala Þorbjörg Birgisdóttir ✝ Svala ÞorbjörgBirgisdóttir fæddist 19. sept- ember 1950. Hún lést 25. desember 2017. Útför Svölu fór fram frá Linda- kirkju 11. janúar 2018. lífsglöðu vinkonu í burtu frá okkur öll- um? Við fáum örugglega ekki svar við því. Það er svo margt sem ég er ekki sátt við sem Guð gerir, því mið- ur. En við áttum okkar góðu stundir saman, þú og ég, Ragna, þú og ég og við Mjöll, þú og ég. Við sungum úr okkur lungun, þegar við vor- um að hittast, Mjöll, þú og ég … Zabatak verður alltaf okkar uppáhald. Það var svo gott að koma til þín á Borgó, þegar þú tókst í höndina á mér og sagðir: Kolla, vinkona … þá vissi ég að þú vissir af mér hjá þér. Þegar við Mjöll, þú og ég, hitt- umst á Borgó, þá tókum við stundum lagið allar saman, Mjöll sótti tónlistina í símann og lagði símann við eyrað á þér, þá brostir þú og glampinn kom í augun á þér. Elsku vinkona, það veit sá sem allt veit, að ég gæti sagt svo margt fallegt um þig og okkar vináttu, en ég ætla að geyma það og segja þér það þegar við hitt- umst í Sólarlandinu. Elsku Erla mín, ég finn svo til í hjartanu með þér. Systkinum Svölu og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Ykkar, Kolbrún Jónsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR SNÆBJÖRNSSON rafvirkjameistari, Brekatúni 2, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 11. janúar. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. janúar klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Guðrún Margrét Kristjánsdóttir Margrét Þorvaldsdóttir Pétur Björnsson Snæbjörn Þorvaldsson Björk Guðmundsdóttir Kristján Þorvaldsson Kristín Þórsdóttir Sverrir Þorvaldsson Aðalheiður Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.