Morgunblaðið - 19.01.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 19.01.2018, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 ✝ Helena Kol-beinsdóttir fæddist í Reykja- vík 24. júní 1980. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 4. janúar 2018. Foreldar hennar eru Kolbeinn Steinbergsson vélamaður, fæddur 26. nóvember 1953, og Erla Kristjana Ólafs- dóttir húsmóðir, fædd 24. nóvember 1954. Systkini Helenu eru 1) Sig- geir Kolbeinsson, fæddur 30. desember 1972, maki María Harðardóttir, fædd 25. mars 1972. Börn þeirra eru a) Reb- ekka Rún, unnusti hennar er Bergur Vilhjálmsson, b) Aníta Ýr og c) Atli Kol- beinn. 2) Berglind Kolbeinsdóttir, fædd 25. maí 1978, maki Eiríkur Bjarki Jóhannes- son, fæddur 7. ágúst 1984. Barn Berglindar er Kristófer Leó Smárason. Helena ólst upp í Reykjavík. Hún lauk grunnskólaprófi frá Árbæjarskóla. Hún starfaði við ýmis störf, meðal annars við ræstingar, á leikskóla, frí- stundaheimili og við umönn- unarstörf. Útför Helenu fer fram frá Seljakirkju í dag, 19. janúar 2018, og hefst athöfnin klukk- an 13. Elsku Helena. Þegar við kveðjum þig í dag er okkur harmur og sársauki í huga og hjarta. Ekki datt okkur í hug er þú fórst i aðgerð í febrúar 2017 að þessar yrðu afleiðingarnar, að lífi þínu lyki langt fyrir aldur fram. Eftir standa minningar um gleði þína og létta lund. Þú varst alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd við hvað sem var. Í minningu okk- ar er mynd af stelpu sem hafði engan áhuga á dúkkum eða kjól- um heldur fjarstýrðum bílum og mótorhjólum. Gaman þótti þér að tuskast við bróður þinn og systk- inabörn. Einnig allar heimsókn- irnar til systur þinnar í Grinda- vík. Hjá þér var ekkert mál að príla upp og niður ljósastaura, svo varstu liðtæk í fótbolta og gafst strákunum ekkert eftir í þeim efnum. Ekki stóð á því, elsku dóttir, að hjálpa mömmu og pabba með heimilisstörfin og gott var að koma heim úr vinnu við ilmandi matarlykt og hreinlætis- lykt. Bíllinn þinn bar þess merki, var alltaf hreinn, glansandi og vel við haldið. Nú ertu komin á góðan stað og sársaukinn horfinn. Við hittumst aftur, elsku Helena okkar, þegar okkar tími er kominn. Kominn út úr mesta myrkrinu. Vann mig út úr eigin sjálfheldu. En ef að út af ber og ef ég byrja að barma mér þá minni ég mig á það sem mamma sagði mér. (Páll Óskar) Minning þín lifir, Elskum þig endalaust, mamma og pabbi. Elsku litla systir mín. Hefði aldrei trúað að árið 2018 byrjaði á því að ég þyrfti að kveðja þig. Sorgin, sársaukinn og söknuðurinn gagntekur mig og hver dagur er erfiðari án þín. Þetta er allt svo ósanngjarnt og ég skil þetta ekki ennþá en ég trúi að þér líði betur núna og sért loks laus við allar þínar kvalir. Við áttum sérstakt systrasam- band, ekki aðeins að vera tengdar sem systur heldur sem bestu vin- konur og gátum alltaf stólað á hvor aðra. Mér efst í huga er að við gátum grínast og hrekkt hvor aðra sama hvað og hlegið enda- laust að þeim uppátækjum sem okkur datt í hug. Veiða síli í Elliðaárdal sem krakkar, búa til tjald úr sófapull- unum og sofa þar inni, spila á Nintendo og útilegurnar sem voru ansi margar sem börn en fleiri góðar minningar á eldri ár- um eins og sjómannahelgarnar og hrekkjavaka, Gay Pride og þú mættir alltaf fyrst sama hvað. Þú varst minn klettur líkt og ég var þinn klettur. Ég tók hlut- verk mitt sem stóra systir þín al- varlega og gerði mitt besta til að passa sem allra best upp á þig. Tilhugsunin að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig og tal- að við þig nístir mig að innan. Ég mun alltaf minnast allra góðu stundanna okkar og geyma þær minningar í hjarta mér. Ekkert í heiminum mun geta fyllt skarðið sem þú skilur eftir þig og hjartað mitt grætur af sorg og söknuði. Núna þarf ég læra á lífið upp á nýtt án þín, akkúrat núna er sú tilhugsun óbærileg og ég veit ekki hvernig ég á að geta það. Svo segir bros þitt, besta systir mín. Nú beinist aftur kveðja mín til þín, og brennheitt höfuð hneigi ég í tárum, mín hjartans vina frá svo mörgum árum. Um regni grátnar grundir sig grúfir nóttin hljóð, með grárri skímu bráðum fer að morgna. Mér finnst ég vera að syngja mitt seinasta ljóð og sálar minnar lindir vera að þorna. Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem best til að gera vilja þinn. Ég geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma samvist þinni. Ég vildi ég gæti fléttað þér fagran minniskrans. En fyrir augun skyggja heitu tárin. Svo vertu sæl, mín systir! Í faðmi fannklædds lands. Þú frið nú átt. Við minninguna – og sárin. (Hannes Hafstein) Elska þig svo mikið, og var svo endalaust stolt af þér. Þín systir Berglind. Elsku Helena okkar. Nú kveðjum við þig í bili, en það er erfitt er að horfast í augu við að þú sért farin. Við yljum okkur við allar yndislegu minn- ingarnar um skemmtilegu og góðu stundirnar okkar saman. Markmaðurinn minn úr garð- inum í Seiðakvíslinni þar sem við vorum ósigrandi teymi hefur lagt hanskana á hilluna allt of snemma, en við tökum leik síðar, það er alveg klárt mál. Það var alltaf stutt í stríðnina og grínið hjá þér. Þú átt risastóran stað í hjarta Rebekku, Anítu og Atla því þú komst ansi oft við hjá okkur og tókst þau í helgardekur með allri þinni ást og væntumþykju. Þú vildir öllum vel og allt fyrir alla gera. Þú varst þú sjálf og við gleym- um þér aldrei. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Sjáumst síðar, „You’ll Never Walk Alone“ elsku engill. Þinn bróðir og mágkona, Siggeir og María. Ég horfi í gegnum gluggann, á grafhljóðri vetrarnóttu, og leit eina litla stjörnu, þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. (Magnús Ásgeirsson) Í gegnum sorgina, mætar minningar fljóta fram, sem ylja og lýsa hug og hjörtu þeirra, sem fengu, að njóta samveru og nær- veru litríkrar ljúfu, sem kvaddi þetta jarðlíf svo óvænt og skjótt í blóma lífsins. Helena Kolbeins- og Erludóttir. Hún snerti líf svo ótal margra, svo litrík og ljúf, smá en kná, vinur vina, dýraelsk, með sterka réttlætiskennd, kær- leiksríkt hjarta og stóran faðm. Feimin, fyndin, björt og blíð. Stríðin, hress, hláturmild og hreinskilin. Enda elskuð af öllum sem hana þekktu. En nú er komið að kveðju- stund, svo sárt , svo erfitt, en þó svo gott, að finna þakklæti og ást í hug og hjarta fyrir að hafa feng- ið þennan tíma, þessi litríku lífs- ins lærdómsár með litlu stjörn- unni/englinum okkar bjarta. Minning þín, elsku Helena, er ljós í lífi okkar. Sálarsól þín, nú geisla sendir, sem í hjörtum okkar lendir. Amma Sigríður, Sigrún, Sigmundur Ólafur, Jóhanna og fjölskyldur. Elsku frænka, mikið ofsalega er lífið skrítið og ósanngjarnt. Finnst svo skrítið að sitja hér og skrifa minningagrein um eitt af frændsystkinunum, það að þú skulir vera farin er eitthvað svo óraunverulegt en sem betur fer á ég margar og góðar minningar um þig og þær hverfa aldrei. Til dæmis þegar ég finn lyktina af Cool Water ilminum, held alveg örugglega að það hafi verið eina lyktin sem þú notaðir. Þú áttir líka nokkur pör af Buffaló-skóm og áttir alveg örugglega eina upprunalega parið eftir á land- inu. Þegar þú komst börnunum mínum, Elvu Lísu og Hafsteini, á óvart með því að ferðast til Mal- lorca og eyða þar með okkur sumarfríinu og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar, við gát- um endalaust rifjað upp skemmtilegar uppákomur sem gerðust þar og hlegið okkur máttlausar að sögum eins og af henni Polítu, þegar plastbáturinn sprakk í sundlauginni með ykkur öll þrjú í honum og þegar „laugh“ varð að „left“ (algjör einkahúm- or). Ein er samt dýrmætust allra minninga og hún er að þegar að Hafsteinn sonur minn greindist alvarlega veikur sem barn vorum við inni á Landspítalanum meira og minna í eitt ár, þú komst nán- ast hvern einasta dag og styttir okkur stundir með nærveru þinni. Eftir þetta tímabil varð til svo yndislegt og gott vinasam- band á milli ykkar Hafsteins. Þrettán ára aldursmunur ykkar skipti engu máli, það varð bara sterkara og nánara fyrir vikið. Elsku frænka, hvíldu í friði. Ég veit að amma hefur tekið á móti þér og passar þig, það er gott að hugsa til þess. Elsku Erla frænka, Kolli, Sig- geir, Mæja, Berglind, Eiki og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Elska þig, þín stóra frænka, Vordís. Helena Kolbeinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Helenu Kolbeins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ IngigerðurGuðmunds- dóttir fæddist að Blesastöðum á Skeiðum 1. febrúar 1921. Hún lést á Landspítalanum 12. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Kristín Jónsdóttir, f. 16. maí 1886, d. 2. september 1971, og Guðmundur Magnússon, f. 11. maí 1887, d. 20. október 1972. Þau eignuðust 15 börn. Auk þess átti Guðmundur dótturina Laufeyju, f. 20. mars 1920. Systkini Ingigerðar eru: Jón, f. 14. mars 1911, d. 26. febrúar 2003, Magnús, f. 17. september 1912, d. 29. júní 1997, Hermann, f 23. ágúst 1913, d. 18. október 1980, Guðrún, f. 17. desember 1914, d. 22. mars 1997, Elín, f. 10. janúar 1916, d. 20. október 2013, Helga, f. 17. maí 1917, Þorbjörg f. 1. júlí 1918, d. 6. október 2016, Magnea, f. 20. júlí 1919, d. 9. janúar 2000, stúlka, f. dóttur er Birna Málmfríður. Börn Guðmundar og Bryndísar Ottósdóttur eru Ingigerður, Edda, Rannveig Ása og Magnús Ari. Barnabörnin eru sex. Börn Ástu eru Eydís Þuríður og Unn- ur Aðalheiður. 4) Magni Þór, f. 1960, maki Fjóla Halldórsdóttir. Börn þeirra eru Fanney, Sindri, Þórdís og Magni Mar og barna- börnin eru fjögur. Ingigerður ólst upp að Blesa- stöðum á Skeiðum og gekk í barnaskóla að Húsatóftum og Brautarholti á Skeiðum. Seinna gekk hún í Húsmæðraskólann í Hveragerði. Vann eftir það á saumastofu á Selfossi. Hún bjó ásamt systrum sínum í Reykja- vík og starfaði þá við fatasaum. Ingigerður og Geir hófu bú- skap í Vesturbæ Reykjavíkur þar til þau fluttu til Raufar- hafnar og bjuggu þar til ársins 1966 er þau fluttu til Reykjavík- ur. Ingigerður var húsmóðir og vann jafnframt ýmis störf utan heimilis. Hún hafði yndi af söng og söng hin síðari ár með kór eldri borgara. Hún var virk í ýmsu félagsstarfi og hafði yndi af að sinna fjölskyldu sinni. Síðustu árin bjó Ingigerður að Goðheimum 22 í Reykjavík. Útför Ingigerðar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 19. jan- úar 2018, klukkan 13. 10. febrúar 1922, lést í fæðingu, Ósk- ar, f. 1. júlí 1923, d. 1924, Svanlaug, f. 8. júlí 1924, d. 14. apríl 2007, Ingi- björg, f. 2. septem- ber 1925, Hrefna, f. 5. júlí 1927, og Ósk- ar, f. 5. maí 1929, d. 21. september 2013. Ingigerður gift- ist 4. mars 1949 eftirlifandi eiginmanni sínum, Geir Ágústs- syni húsasmíðameistara, f. 17. september 1926 á Raufarhöfn. Synir þeirra eru: 1) Ágúst, f. 1949, í sambúð með Ingibjörgu Sigurðardóttur. Börn Ágústar og Karenar Eberhardtsdóttur eru Geir, Ómar og Svava og barnabörnin eru sex. 2) Ingi Örn, f. 1951, maki Soffía Stein- unn Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Inga Björk, Rebekka og Þröstur og barnabörnin eru sjö. 3) Guðmundur, f. 1957, í sambúð með Ástu Snorradóttur. Barn Guðmundar og Hildar Hilmars- Elsku Inga mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt og allt, Inga mín. Ég veit að þér líður betur núna og ert svo miklu betri, eins og þú sagðir svo oft sjálf. Sjáumst síðar. Þín tengdadóttir Fjóla. Mér er það ljúft að minnast tengdamóður minnar í nokkrum orðum, enda er þakklæti það sem mér er efst í huga á þessari kveðjustund. Þakklæti fyrir það af hafa fengið að njóta hennar nærveru svona lengi, þakklæti fyrir það hversu vel hún sinnti fjölskyldunni og fyrir það hversu vel hún tók mér og mínum dætr- um þegar við komum inn í fjöl- skylduna. Hún sinnti sínu fólki af miklum kærleik, gætti þess vel að gera öllum jafnt undir höfði en á sama tíma lagði hún sig eftir því að láta hverjum og einum finnast hann einstakur. Í fari hennar var þakklæti líka ráðandi, hún var þakklát sínu fólki, það var helst að henni fyndist of mik- ið gert og fyrir sér haft. Annað sem ég mun minnast Ingu fyrir er glaðværð. Hún lét gleðina vera í fyrirrúmi í öllum samskiptum. Hún fór hratt yfir með bros á vör. Hún var óstöðvandi. Hún nýtti sinn tíma í þessu lífi til hins ýtrasta og er fyrirmynd. Það er erfitt að kveðja þó á sama tíma sé ekki hægt annað en að þakka langa og góða ævi. Hún skilur eftir sig óendanlega mikið af góð- um minningum sem við munum öll geta sótt í. Þannig er hún í raun og veru ekki farin frá okk- ur. Ásta Snorradóttir. Elsku amma. Mikið sem mér finnst ég hepp- in að hafa fengið að hafa þig svo lengi í lífi mínu. Þú varst alltaf til staðar, alltaf í sambandi. Það gerðir þú nefnilega svo vel, að rækta sambandið við fjölskyld- una. Þú varst mér svo mikil fyr- irmynd. Ég veit vel að lífið getur ekki alltaf hafa verið þér auðvelt en aldrei sá ég aðra hlið á þér en jákvæðni og létta lund. Þú ert mín sönnun þess að það eru eig- inleikar sem fleyta manni langt. Fyrir því þarf ég engar vísinda- legar sannanir. Alltaf ef ég var spurð að því hvernig þú hefðir það gat ég sagt: „Amma, hún er ótrúleg!“ Alltaf að! Öll fötin sem þú saumaðir á okkur barnabörn- in, hvernig fórstu að þessu? Stundum þegar ég fer um eins og stormsveipur fæ ég að heyra að nú sé ég eins og amma Inga. Þá brosi ég og fyllist stolti því það er sko ekki leiðum að líkjast. Þegar ég labba úti fer ég oft hratt um. Ef einhver hefur orð á því segi ég alltaf: „Já, ég hef þetta frá ömmu minni!“ Fyrir nokkrum árum ákvað ég að læra listina að baka flatkökur eins og amma Inga. Ég gerði mitt besta til að fylgjast með þér og skrifa niður en þetta gerðist allt mjög hratt, eins og við var að búast. Uppskriftin inniheldur mikið af orðinu sirka, enda fórstu ekki eftir neinni upp- skrift. Ég hef reynt að leika þetta eftir, ekki með svo góðum ár- angri en ég er viss um að það mun takast betur næst. Takk fyr- ir allt, elsku amma mín! Birna Málmfríður Guðmundsdóttir. Elsku hjartans amma mín. Þegar ég lít til baka er ég full þakklætis. Þakka fyrir allar minningarnar, símtölin okkar, bíltúrana, spjallið um allt milli himins og jarðar og alla kossana. Mest er ég þakklát fyrir hvað þú hefur verið mér góð amma og hve góð langamma þú ert fyrir börn- in mín. Hlýjan sem fylgdi faðm- inum þínum og öll ástin sem þú hefur gefið okkur munum við geyma í hjartanu okkar. Þegar við barnabörnin vorum lítil voru Goðheimarnir staður hlýju og við ávallt velkomin til ykkar. Við fengum að gista hjá ykkur og þá oft mörg saman. Alltaf var pláss fyrir barnabörnin sem vildu gista og það var oft mikið fjör. Við fengum pening til að fara í Álfheima-ísbúð. Fórum í Húsdýragarðinn og grúskuðum í bílskúrnum hjá afa. Á jóladag síðan ég man eftir mér höfum við dansað í kringum jólatréð, fengið jólasvein í heim- sókn og sungið Heims um ból. Það verður tómlegt næstu jól þegar það vantar þig. Eins og við töluðum svo oft um förum við á stað þar sem við hitt- umst öll aftur. Nú ertu komin þangað. Komin til Jennýjar Lilju, litlu stelpunnar okkar. Það er gott að vita að hún bíður í hlýja faðminum þínum þar til ég kem til ykkar. Knúsaðu hana og kysstu frá mér. Ég elska þig, amma mín. Við sjáumst síðar. Þín Rebekka. Ingigerður Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Takk fyrir frábæra stund á meðan þú varst á lífi. Þú varst góð langamma og varst með frábærar veislur og ég elskaði að koma í heimsókn til þín því þú varst alltaf búin að baka eitthvað gott. Takk fyrir lopapeysurnar, ullarsokk- ana, vettlingana og teppið sem þú prjónaðir fyrir mig. Vonandi hittirðu Jenný Lilju á himnum eða systur þína. Þín, Júlía Klara. „Sumir deyja meira en aðrir. Eða er rangt að taka þannig til orða? Samt virð- ast sumir deyja meira en aðrir. Það er að vísu með ýmsum hætti, en í öllum til- fellum verður dauði þeirra órjúfanlegur hluti af tilveru þinni. Sem skuggi, söknuð- ur, angurværð, samvisku- bit …“ (Jón Kalman Stefánsson, Saga Ástu bls. 174) Takk fyrir 44 ára sam- fylgd Þín tengdadóttir, Soffía.  Fleiri minningargreinar um Ingigerði Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.