Morgunblaðið - 19.01.2018, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
✝ Gíslína Garð-arsdóttir fædd-
ist að Vesturgötu
58 í Reykjavík 12.
desember 1935.
Hún lést á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu í Kópavogi 7.
janúar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Jóna Sigur-
vina Björnsdóttir,
fædd á Hánefs-
stöðum í Svarfaðardal 26. sept-
ember 1896, d. 29. mars 1966, og
Garðar Jónsson, fæddur á
Tindriðastöðum í Hvalvatnsfirði
6. nóvember 1898, d. 6. sept-
ember 1967.
Gíslína, eða Gígí eins og hún
var ávallt kölluð, var yngst í röð
fimm systra. Hinar voru: Þór-
unn Bjarney, f. 2. september
2003; 2) Guðrún Katla, f. 28. maí
1968, gift Helgu Sigurjóns-
dóttur; 3) Henry Alexander, f. 2.
júní 1973, giftur Regínu Bjarna-
dóttur. Börn þeirra eru Elín
Katla, f. 2003, Emma Karen, f.
2008 og Henry Benedikt, f. 2012.
Gígí ólst upp í Vesturbænum
og stundaði nám í Miðbæjarskól-
anum og Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar. Sem ung kona tók
Gígi mikinn þátt í starfi skáta-
hreyfingarinnar á Íslandi, fyrst
innan Kvenskátafélags Reykja-
víkur og síðar Skátasambands
Reykjavíkur. Árið 1956 flutti
hún með Henry Þór til útlanda,
en þau bjuggu í Þýskalandi og
Austurríki um árabil. Í Graz í
Austurríki lauk Gígí námi í
snyrtifræði árið 1961 og prófi
sem fótaaðgerðafræðingur ári
seinna. Eftir að heim til Íslands
var komið starfaði hún mest sem
fótaaðgerðafræðingur og rak
lengi eigin stofu í Lönguhlíð 3.
Útför Gíslínu verður frá Foss-
vogskirkju í Reykjavík í dag, 19.
janúar 2018, og hefst hún klukk-
an 13.
1918, d. 18. janúar
2008; Sigurveig
Mýrdal, f. 15. júlí
1924; Gerða Tóm-
asína f. 17. ágúst
1927, d. 3. febrúar
2017 og Auður, f.
21. maí 1934, d. 18.
mars 2013.
Árið 1956 giftist
Gígi Henry Þór
Henryssyni, f. 23.
mars 1934, en hann
er sonur hjónanna Henrys A.
Hálfdanssonar og Guðrúnar S.
Þorsteinsdóttur. Börn hennar
og Henrys Þórs eru: 1) Jón
Garðar, f. 16. apríl 1966, d. 1.
janúar 2018. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Halla Skúladóttir.
Dætur þeirra eru Marín, f. 1991,
sambýlismaður Björn Ásgeirs-
son, Sóley, f. 2001 og Ásta f.
Mjúk. Það er fyrsta orðið sem
kemur upp í hugann minn þegar
ég hugsa um ömmu. Knúsin
hennar voru alltaf bestu knúsin.
Þau voru svo mjúk og hlý. Manni
fannst maður alltaf vera öruggur
og eins og ekkert hræðilegt
myndi gerast.
Amma gerði alltaf allt fyrir
alla – og þá sérstaklega fyrir
barnabörnin. Amma var fullkom-
in fyrir ömmuhlutverkið, var al-
veg fædd inn í það. Hún átti alltaf
allt fyrir mann og það leið ekki
ein sekúnda sem maður var
svangur hjá henni því hún var
dugleg að mata mann með öllu á
milli himins og jarðar. Amma
elskaði að raula vísur, og voru
þær ófáar vísurnar sem hún raul-
aði fyrir mig á meðan hún strauk
á mér bakið og lét mér líða vel. Í
miklu uppáhaldi hjá okkur var „Í
skóginum stóð kofi einn“.
Ömmu verður sárt saknað en
allar hlýlegu minningarnar munu
ylja manni á þessum erfiðu tím-
um. Amma, ég elska þig.
Elín Katla.
Kær mágkona er nú kvödd. Í
hugum okkar er björt minningin
um það er Henry Þór bróðir
kynnti okkur fyrir Gíslínu unn-
ustu sinni, eða Gígí eins og hún
var jafnan kölluð, en þau höfðu
kynnst í skátastarfi á sjötta ára-
tug síðustu aldar. Gígí var glæsi-
leg stúlka er ljómaði af, hógvær
og hlýleg. Þannig var hún alla tíð.
Var henni vel fagnað í fjölskyld-
unni. Hún var sérstaklega barn-
elsk og þess nutu þau einkum er
voru yngst í systkinahópnum.
Börnin hennar þrjú er síðar
komu til sögunnar voru svo sann-
arlega alin upp við ástúð og um-
hyggju og nutu þeirrar natni og
myndarskapar sem einkenndi
ætíð heimili þeirra hjóna. Síðustu
árin áður en veikindi skárust í
leikinn hjá Gígí héldu þau Henry
heimili bæði í Reykjavík og aust-
ur á Sumarliðabæ þar sem þau
stunduðu skógarbúskap eftir að
þau komust á eftirlaunaaldur.
Þar leið þeim vel, ekki síst þegar
börnin og barnabörnin komu í
heimsókn.
Nú þegar erfiðu dauðastríði er
lokið og komið að kveðjustund
minnumst við með hlýju allra
þeirra góðu stunda er við og fjöl-
skyldur okkar áttum með Gígí og
þökkum fyrir þá tryggð og vin-
áttu er við nutum af hennar
hálfu. Einnig má ekki gleyma
þeirri ástúð sem hún sýndi ætíð
foreldrum okkar sem mátu hana
mikils og þótti innilega vænt um
hana. Henry Þór, börn þeirra,
tengdabörn og barnabörn hafa
misst mikið og er hugur okkar
með þeim á þessari sorgarstund.
Helga, Haraldur,
Hálfdan og Hjördís.
Með söknuði og hlýjum huga
kveð ég móðursystur mína, Gísl-
ínu Garðarsdóttur, sem við í fjöl-
skyldunni kölluðum Gígí. Hún
ólst upp í samhentum og glað-
værum hópi fimm systra á Vest-
urgötu 58 í Reykjavík. Þær syst-
ur báru með sér andblæ foreldra
sinna, Garðars afa og Jónu
ömmu, úr norðlenskum dölum og
frá Akureyri í upphafi 20. aldar.
Þær héldu nánu og kærleiksríku
sambandi alla tíð. Nú eru fjórar
þeirra fallnar frá.
Við systrabörnin erum lánsöm
að hafa tilheyrt kynslóðinni sem
ólst upp í skjóli þeirra systra.
Mikill samgangur var á milli
okkar barnanna og margar góð-
ar minningar eru frá heimsókn-
um og samkomum í fjölskyld-
unni, þar sem oft var kátt á
hjalla. Það var mikið hlegið
þegar þær komu saman systurn-
ar fimm.
Gígí var yngst þeirra systra. Í
barnsminni mínu var hún rólynd
og hlý og einstaklega barngóð.
Ég var reyndar svo heppinn að
kynnast Gígí nýfæddur, þótt ég
muni ekkert eftir því. Hún kom
14 ára í vist norður á Siglufjörð
þar sem mamma var með mig á
fyrsta ári. Pabbi var á togaran-
um og landlegur strjálar og
stuttar. Mamma þáði því fé-
lagsskap yngri systur og aðstoð
með þökkum. Af ljósmyndum sé
ég að Gígí stjanaði við mig, dúll-
aði við mig í vöggunni og keyrði
mig í vagni ótal ferðir um ójöfn-
ur síldarbæjarins sumarið 1950.
Ég veit að ég bý enn að því upp-
eldi.
Alla tíð var gott að umgangast
Gígí og þiggja bros eða góð ráð
frá þeim Henrý. Hún passaði síð-
ar Sigurveigu fyrir okkur Maju.
Þar vissum við að hún var í nær-
gætnum og öruggum höndum.
Gígí var hjartahlý og um-
hyggjusöm og ávallt áhugasöm
um fjölskyldu og vini. Nú hefur
hún kvatt eftir erfið veikindi. Ég
er þakklátur fyrir að hafa átt
hana Gígí frænku.
Ég sendi Henry Þór og fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minningin um um-
hyggjusama frænku.
Sigurjón Mýrdal.
Gíslína
Garðarsdóttir
✝ Teitur Jónassonfæddist í
Borgarnesi 31. jan-
úar 1930. Hann lést
á hjúkrunarheimili
Hrafnistu við Boða-
þing í Kópavogi 1.
janúar 2018.
Foreldrar Teits
voru hjónin Ingveld-
ur Teitsdóttir hús-
móðir, f. 7.5. 1901,
d. 11.12. 1981, og
Jónas Kristjánsson kaupmaður,
f. 17.6. 1895, d. 8.6. 1964. Systir
Teits var Kristín Jónasdóttir, f.
21.2. 1931, d. 20.3. 2012, kaup-
maður í Borgarnesi, gift Braga
Jóhannssyni verkstjóra.
Teitur kvæntist 27.12. 1952
Ástbjörgu Halldórsdóttur hús-
móður, f. 17.10. 1930, d. 3.5.
2013. Foreldrar hennar voru Ást-
björg Magnúsdóttir húsmóðir og
Halldór Þórarinsson inn-
heimtumaður. Börn Teits og Ást-
bjargar eru Halldóra skrif-
stofustjóri, f. 8.4. 1953, gift
Jónasi Haraldssyni, fv. ritstjóra,
og eiga þau fjögur börn. 1) Jónas
Teitsson, f. 31.12. 1954, d. 6.8.
2009, framkvæmdastjóri, hans
kona Inga Marta Jónasdóttir
farin ár. Teitur starfaði að mál-
efnum Kiwanishreyfingarinnar í
Kópavogi um árabil. Hann sat í
Ferðamálaráði um hríð, formað-
ur skipulagsnefndar Landflutn-
ingamanna, formaður Hóp-
ferðaleyfishafa og var einn af
stofnendum Hópferðamið-
stöðvarinnar. Samhliða rekstri
eigin hópferðafyrirtækis er
fyrirtæki hans með umboð fyrir
rútuyfirbyggingar og hefur flutt
inn fjölmargar rútur, bæði til
eigin nota og fyrir önnur hóp-
ferðafyrirtæki. Teitur var
áhugamaður um skógrækt og
sjást þess glögg merki á sælureit-
um þeirra Ástbjargar, fyrst í
Grímsnesi og síðar í Laugarási í
Biskupstungum. Þá hefur hann
og fyrirtækið stutt Skógræktar-
félag Kópavogs um árabil við
skógrækt í Guðmundarlundi í
Kópavogi.
Teitur og Ástbjörg fluttu í
Kópavog 1954 og bjuggu þar all-
an sinn búskap, lengst af í Holta-
gerði, þá í Gullsmára og loks í
Laxalind áður en þau fluttu í
þjónustuíbúð við Boðaþing. Síð-
ustu árin, eftir að Ástbjörg lést,
dvaldi Teitur á hjúkrunarheimili
Hrafnistu við Boðaþing.
Útför Teits verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 19. janúar
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
hjúkrunarfræð-
ingur og eiga þau
þrjú börn, fyrir átti
Jónas einn son. 2)
Ingveldur Teits-
dóttir, f. 19.9. 1959,
skrifstofumaður,
gift Gunnari Torfa-
syni, fv. fram-
kvæmdastjóra, og
eiga þau þrjú börn.
3) Haraldur Þór
Teitsson, f. 31.8.
1966, framkvæmdastjóri, kvænt-
ur Ylfu Edith Jakobsdóttur
Fenger, og eiga þau þrjú börn,
fyrir átti Haraldur einn son.
Barnabarnabörnin eru 21.
Teitur ólst upp í Borgarnesi.
Hann nam við Bændaskólann á
Hvanneyri en stundaði að því
loknu bifreiðaakstur og versl-
unarstörf í Borgarnesi, auk þess
sem hann vann við vegagerð.
Hann var um skeið strætis-
vagnastjóri hjá SVR en stofnaði
eigið og samnefnt hópferða-
fyrirtæki í Kópavogi árið 1963.
Hann byrjaði smátt en fyrir-
tækinu óx fiskur um hrygg undir
hans stjórn. Börn hans tóku síðan
við stjórninni og hafa rekið hóp-
ferðafyrirtækið mörg undan-
Elsku pabbi minn, nú hefur þú
kvatt þetta jarðlíf eftir farsæla
ævi og ert kominn til mömmu,
Ástu þinnar, sem þú elskaðir
mest. Þegar hún dó saknaðir þú
hennar svo mikið að þú hliðraðir
til fyrir henni í rúminu þegar þú
fórst að sofa og skildir ekkert
hvert hún hafði farið þegar þú
vaknaðir.
Það var mikill kærleikur á milli
ykkar.
Þú varst framkvæmdaglaður
maður og lést ekkert stöðva þig í
því sem þú ætlaðir. Mamma kall-
aði það „Borgarnesþrjóskuna“.
En þar varstu fæddur og ólst upp í
frjálsræði með dugnaðarfólki sem
lét ekkert aftra sér. Þaðan hafð-
irðu það. Þú varst athafnasamur
allt þitt líf og í þínum huga var
ekkert óframkvæmanlegt. Það
var bara að finna réttu leiðina.
Þú byggðir hús fyrir fjölskyld-
una þína með mikilli útsjónarsemi.
Þegar þú vannst hjá Strætó
stofnaðir þú, ásamt sjö öðrum,
tvöfaldan kvartett til að fara á
kóramót í Svíþjóð sem nú, 60 ár-
um síðar, starfar enn sem Strætó-
kórinn. Í þessari ferð, fyrir 55 ár-
um, keyptir þú þér litla rútu til að
ferðast um Evrópu með kórinn.
Þessi litla rúta varð að rútufyrir-
tæki sem stækkaði og var líf þitt
og yndi í leik og starfi. Þegar þú
fékkst þér sumarhús sastu ekki
auðum höndum, þú gróðursettir
ekki nokkur tré heldur ræktaðir
skóg og varst alltaf eitthvað að
framkvæma.
Síðustu árin, þegar þú dvaldir í
Boðaþingi, var hugurinn oft bund-
inn vinnunni. Þú vildir jafnvel
ráða starfsstúlkurnar þar í vinnu
til þín. Starfsfólkið í Boðaþingi
reyndist þér mjög vel. Fyrir það
er ég afar þakklát og sendi því
mínar bestu kveðjur.
Þín dóttir,
Halldóra.
Fallið er frá góðmenni mikið og
í dag fylgjum við honum til grafar.
Af því tilefni langar mig að segja
nokkur orð um tengdaföður minn,
hann Teit Jónasson heitinn.
Ég kynntist Teiti árið 1977 í
kjölfar sambands okkar Jónasar
míns. Í 32 ár þekkti ég hann ekki
öðruvísi en sem harðduglegan og
sérstaklega brosmildan mann sem
var hlýr í allri framkomu og ein-
staklega hvetjandi. Hann lagði
það aldrei í vana sinn að draga úr
fólki, heldur hvatti mann áfram í
öllu sem maður vildi gera og hrós-
aði þegar vel tókst til. Ég kunni
alltaf einstaklega vel við hann Teit
og taldi mig heppna að eiga þenn-
an hjartahlýja mann að tengda-
föður.
Teitur minn, mig langar að
þakka þér kærlega fyrir mig og þá
samfylgd sem við áttum í gegnum
lífið. Hvíldu í friði með ástvinum
þínum.
Inga Marta Jónasdóttir.
Framkvæmdagleði er orð sem
lýsir Teiti, tengdaföður mínum,
best. Hann var athafnaskáld, hafði
yndi af því að sjá eitthvað verða til.
Hann byggði með eigin höndum
hús sitt í Kópavogi þegar sá bær
var að myndast, stofnaði ungur
sitt eigið hópferðafyrirtæki og var
vakinn og sofinn yfir vexti þess og
viðgangi. Í byrjun stýrði hann
sjálfur sinni eigin rútu og var sum-
arlangt í ferðum um landið þvert
og endilangt, naut þess að kynna
ferðamönnum fegurð þess og fjöl-
breytileika, hvort heldur þeir voru
innlendir eða erlendir, söng fyrir
þá og skemmti á kvöldin, söngvinn
og félagslyndur sem hann var.
Þegar fyrirtækið stækkaði
færðist vinnan að skrifborðinu,
ráðnir starfsmenn tóku við akstri
hópferðabílanna, auk þess sem
Teitur var í tíðum ferðum til
Þýskalands, Belgíu og fleiri landa
þar sem keyptar voru rútur, byggt
yfir þær eða varahlutir sóttir. Í því
erilsama starfi nutu margir greið-
vikni Teits, sem vildi hvers manns
vanda leysa.
Teitur naut ekki síður fram-
kvæmda við sumarhús þeirra
hjóna, Ástu og hans, fyrst í Gríms-
nesi og síðar sælureit þeirra í
Laugarási í Biskupstungum. Þar á
hann mörg handtökin, ruddi jörð
og ræktaði skóg. Sama gilti um
áhuga hans og hjálpsemi þegar
börn hans og tengdabörn komu
sér upp þaki yfir höfuðið. Athafna-
maðurinn var þar nálægur, lagði
gott til og gladdist með sínum.
En Teitur stóð ekki einn í sínu
stússi. Þétt við hlið hans frá unga
aldri var Ásta, Ástbjörg Halldórs-
dóttir, Reykjavíkurstúlkan sem
hann kynntist þegar hún var við
nám í Húsmæðraskólanum á
Varmalandi um leið og hann,
Borgarnespilturinn, var við nám á
Hvanneyri. Saman gengu þau
sinn veg upp frá því, studdu hvort
annað í einu og öllu, elsk hvort að
öðru alla tíð. Börnin urðu fjögur,
heimilið stórt og annir miklar,
hvort heldur var við rekstur þess
eða fyrirtækisins.
Nú er löngu og farsælu ævi-
starfi lokið. Teitur valdi sér nýárs-
dag til brottfarar, reiðubúinn að
kanna nýjar lendur með ástinni
sinni, henni Ástu, sem hann
kvaddi með söknuði fyrir tæpum
fimm árum. Hann hafði skilað sínu
og vel það – og þau hjón bæði. Þau
voru börnum sínum góðar fyrir-
myndir og öðrum afkomendum
síðar sem afi og amma, langafi og
langamma. Tengdaföður mínum
þakka ég ljúfa samfylgd og stuðn-
ing í áratugi. Megi hann hvíla í
friði.
Jónas Haraldsson.
Það er skrýtið að hugsa til þess
að Teitur afi hafi verið árinu yngri
en ég er núna þegar ég gerði hann
að afa. Ég var skírður í höfuðið á
honum og við erum alnafnar þrátt
fyrir að hann hafi verið móðurafi
minn. Hann var 43 ára þegar ég
fæddist og ég naut góðs af því að
eiga ungan, orkumikinn afa. Hann
var frumkvöðull, algjör töffari og
mér mikil fyrirmynd.
Ég fylgdist með honum byggja
upp sitt fyrirtæki og sín áhuga-
mál. Hann hafði bara tvær still-
ingar; allt á fullu annars vegar og
sofandi yfir sjónvarpinu hins veg-
ar. Hann hafði líka gaman af því
að láta mig fá verkefni, fannst ég
þurfa að vinna og eflaust var það
rétt hjá honum. Ætli eftirminni-
legasta verkefnið hafi ekki verið
þegar hann rétti mér skóflu og
bað mig að gróðursetja nokkrar
aspir á við sumarbústaðinn austur
í Skálholti. Nokkrum dögum og 90
tveggja metra holum síðar var
verkinu lokið. Ég fyllist enn stolti
þegar ég kem þangað og lít yfir
þráðbeinar raðirnar af 12 metra
háum öspunum. Ætli þetta hafi
ekki verið mitt Mr. Miyagi and-
artak þó að ég sé nokkuð viss um
að afilafi hafi aldrei séð Karate
Kid ósofandi.
Afi var líka merkilega mikill
græjufíkill og það smitaðist yfir á
mig. Hans gleði fólst samt meira í
því að eignast græjurnar en að
nota þær og ég naut svo sannar-
lega góðs af því. Eitt sinn kom afi
heim úr Evrópureisu með forláta
John Letters-golfkylfur. Ég veit
ekki til þess að hann hafi nokkru
sinni slegið golfbolta með þeim en
við bræður gerðum það svo sann-
arlega. Svo var það litla VHS-víd-
eóvélin. Þar lagði hann endanlega
grunninn að minni græjufíkn og
gott ef það hefur ekki verið áhrifa-
valdur í mínu starfsvali seinna
meir.
Afi var líka góður í því að sýna
áhuga á því sem maður var að fást
við. Það var þægilegt að geta talað
við hann um hitt og þetta og finna
einlægan áhuga hans. Ég fann í
því hvatningu og svo fannst mér
tilkomumikið að sjá hversu sjálf-
stæður hann var og ákveðinn í sín-
um viðskiptum. Ég held að það
hafi mótað mig að ákveðnu leyti og
hvatt mig í minni viðleitni að gera
slíkt hið sama. Nú er ég einn eftir
sem ber okkar nafn og það er þá
eins gott að standa undir því. Góða
ferð minn kæri afi og ég vona að
þeir bjóði upp á franskar með píts-
unni, hvar sem þú ert.
Teitur Jónasson yngri.
Nú er elsku afi minn farinn að
hitta Ástu ömmu loksins aftur. Afi
minn var einstakur maður, sem
var svo gaman að fá að vera í
kringum. Ég var svo heppin að
skólinn minn var í sömu götu og
amma og afi bjuggu og fór ég oft
til þeirra eftir skóla. Afi var oftast
einhvers staðar úti að keyra, en
kom í hverju hádegi heim til
ömmu í mat og oft með einhverja
vinnufélaga sína með sér.
Ferðirnar í sumarbústaðinn
voru sérstaklega skemmtilegar,
alltaf sungið mikið á leiðinni og
stoppað í ísbúðinni. Þegar í bú-
staðinn var komið voru svo enda-
laus verkefni sem þurfti að leysa,
og ef það voru engin verkefni var
bara farið í að stækka bústaðinn,
byggja, breyta eða laga. Afi var
líka duglegur að skutlast með okk-
ur krakkana fyrir austan, á jetski,
í hestaleiguna og í eitt skiptið
skellti hann sér með okkur niður
Hvítá í flúðasiglingar.
Eftir að ég varð eldri fækkaði
bústaðaferðunum, en heimsókn-
um til ömmu og afa fjölgaði, þang-
að var alltaf gott að leita og fá góð
ráð. Í hans augum voru engin
vandamál, bara verkefni til að
leysa og hef ég reynt aða temja
mér það hugarfar líka.
Afi var einstaklega barngóður
og langafabörnin hans elskuðu að
fá að fara í heimsókn og spjalla við
hann.
Elsku besti afinn minn, nú er
komið að leiðarlokum að sinni, ég
veit að amma og Jónas taka vel á
móti þér.
Ástbjörg Ýr.
„Afarúta!“ er setning sem oftar
en ekki hefur hrokkið upp úr okk-
ur systrunum þegar gulu rúturnar
hans afa þustu framhjá. Það eru
ófáar minningarnar sem við eig-
um af afa, keyrandi rútu, á verk-
stæðinu eða á skrifstofunni – alltaf
að redda öllu og öllum.
Afi var frábær maður, söng-
elskur og hjartahlýr. Hann var
með bisnessmennsku í blóðinu og
lífið snerist að miklu leyti um vinn-
una og auðvitað ömmu sem hann
elskaði heitt. Að fara heim í há-
degismat til ömmu var fastur liður
hjá afa og við systurnar létum
okkur ekki vanta í mat þegar færi
gafst. Sveskjugrautur í eftirmat
er mikil klassík og minnir á afa.
Teitur afi var ekkert í matarsóun,
skóf mygluna af ostinum og borð-
aði alveg eins þurrar kökur sem
gleymdust inni í skáp, alveg
dásamlegt!
Börnunum okkar þótti gott að
heimsækja langafa, hann var
barngóður og blíður, söng og trall-
aði. Gott var svo að læðast í
nammið sem alltaf mátti finna
uppi í skáp og leika með dótið sem
geymt var sérstaklega fyrir heim-
sókn litla fólksins.
Takk fyrir allt sem þú kenndir
okkur, elsku afi, við byggjum á því
alla ævi.
Hildur Björg og Ásta Sirrí.
Teitur Jónasson
Fleiri minningargreinar
um Teit Jónasson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.