Morgunblaðið - 19.01.2018, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018
✝ Halla Jóns-dóttir tann-
tæknir fæddist í
Reykjavík 13. des-
ember 1936. Hún
lést á heimili sínu á
Akranesi 12. jan-
úar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Magn-
ússon Þorvaldsson
skipstjóri í Reykja-
vík, f. 24. apríl
1900 á Rauðstöðum í Arnar-
firði, d. 31. janúar 1965, og
Ingibjörg Þórðardóttir hús-
freyja í Reykjavík, f. 22. apríl
1903 að Laugabóli við Ísafjörð í
Ísafjarðardjúpi, d. 26. maí 1977.
Systkini Höllu eru: 1) Þór Hall-
ur ár. Hún var í nokkur ár í
ballett hjá Sigríði Ármann.
Halla var einn vetur á Hús-
mæðraskólanum Ósk á Ísafirði.
Halla tók tanntæknapróf árið
1991.
Hún vann við fiskvinnslu og
ýmis verslunarstörf í Reykja-
vík. Halla fluttist á Akranes ár-
ið 1967 og hóf þá að vinna á
tannlæknastofu Ingjaldar Boga-
sonar, síðar Tannlæknastofan
sf. Akranesi, sem tanntæknir og
vann þar þangað til hún hætti
störfum í árslok 2004.
Halla var í slysavarnafélagi
Akraness og var dugleg að taka
þátt í starfsemi þess. Hún var
meðlimur í KFUK og mætti
reglulega á fundi hjá þeim.
Útför Höllu fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 19. janúar
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
dórsson viðskipta-
fræðingur, f. 12.
október 1932 í
Reykjavík, d. 18.
maí 1970, maki
Svava Davíðsdóttir
bankastarfsmaður.
2) Kristrún tann-
smiður, f. 9. desem-
ber 1941 í Reykja-
vík, maki Njörður
Tryggvason bygg-
ingarverkfræð-
ingur, látinn 18. júní 2010. 3)
Ingibjörg Jóna, sérkennari, f.
21. mars 1944 í Reykjavík, maki
Ingjaldur Bogason tannlæknir.
Halla byrjaði að læra á píanó
hjá Guðrúnu Reykholt níu ára
gömul og var hjá henni í nokk-
Elsku Halla mín, það er sárt
að upplifa að þú sért búin að yf-
irgefa okkur, en það er líka ynd-
islegt að fara að hátta og vakna
ekki. Ég hugsa að flest okkar
myndu kjósa slíkan dauðdaga.
Það eru svo margar minning-
ar sem koma fram í huga mínum
við þessi tímamót. Til dæmis
sagan um að þegar ég fæddist
hefðir þú ein fimm ára gengið frá
Tjarnargötunni upp á sjúkrahús.
Þig langaði svo til að sjá litlu
systur þína og að pabbi hefði
keypti skrítna kerru í Englandi
fyrir mig. Það sem var skrítið við
kerruna var skaftið sem átti að
ýta til að aka henni.
Halla sagði að pabbi hefði
spurt mömmu eitt sinn hvort
hann mætti fara með Höllu dótt-
ur sína þriggja ára niður á höfn
og klæða hana í pels með pels-
húfu, sem var hvort tveggja
saumað af móðursystur mömmu.
Við Halla fórum saman í sveit
á bæ á Vestfjörðum þegar ég var
sjö ára og Halla tólf ára. Halla
gleymdi aldrei þegar húsmóðirin
bað okkur um að tína helling af
rabarbara því hún ætlaði að
sulta og sagðist myndi launa
okkur vel fyrir. Þetta var tölu-
verð vinna og að henni lokinni
fór Halla og tilkynnti að við vær-
um búnar. Húsmóðirin sagði að
við yrðum að bíða eftir launun-
um fram á kvöld. Síðan fengum
við að vita hvað við fengjum í
laun, það var sín hvor skeiðin af
sultunni. Halla náði ekki upp í
nefið á sér, svo reið var hún. Þeg-
ar hún var beðin seinna um sum-
arið að spila í kirkjunni þegar
maður á bænum gifti sig, sagði
hún þvert nei og vildi bara heim.
Halla fór oft með mér á böll og
man ég eftir einu atviki í Súlna-
salnum. Það kom maður ítrekað
að bjóða henni upp og fór hún
alltaf út á gólf því henni fannst
gaman að dansa, en þegar um
hálftími var eftir af ballinu bað
hún okkur stelpurnar að koma
heim, því hún vildi ekki lenda í
því að maðurinn myndi elta okk-
ur.
Í einni utanlandsferð okkar
með Höllu bað hún eiginmann
minn að hjálpa sér að velja spari-
kjól. Hann var til í það, en búðir
voru að loka og sumir byrjaðir að
draga niður járnrimla, en okkur
var hleypt inn í eina búð. Það tók
ekki langan tíma að finna kjól
handa Höllu, sem var kóngablár
og fór vel við rauða hárið hennar.
Þessi kjóll var í uppáhaldi hjá
henni til margra ára.
Halla mín, það eru svo margir
gullmolar sem þú sagðir mér, ég
mun varðveita þá.
Halla var skírð við kistu ömmu
sinnar í minningarathöfn í Dóm-
kirkjunni, henni sveið alltaf að
geta ekki sett saman vísu af því
að hún bar nafn hennar.
Himnanna drottning heilögum vafin
ljóma!
Heyr vora bæn í auðmýkt til þín
hljóma!
Ó! Hjartans móðir! Æðsta ástin blíða!
Unn oss í dýrð til þín og englaskarans
fríða!
(Halla Eyjólfsdóttir)
Elsku Halla mín, takk fyrir
allt, og megi Guð vernda þig.
Þin systir,
Kristrún.
Þá er komið að kveðjustund,
elsku frænka, stund sem þú hafð-
ir lengi kviðið fyrir en kom svo
óvænt og hljóðlega þegar þú
sofnaðir svefninum langa í rúm-
inu heima hjá þér á Garðabraut-
inni. Þú virtist vera farin að
þreytast og södd lífdaga síðustu
misserin, svo slokknaði líf þitt
eins og kertalogi. Við finnum fyr-
ir miklum söknuði en huggun til
þess að vita að þú skildir við í
íbúðinni sem þér leið vel í og áttir
erfitt með að skilja við.
Margs er að minnast og þakka,
elsku Halla. Heimsóknir til þín á
Garðabrautina sem barn að
laumast í sælgætiskrúsina og
saltstangirnar og drekkandi kók
við stofuhita. Halla sá til þess að
við krakkarnir hefðum eitthvað
fyrir stafni og teikniblokkir og
blýantar stóðu okkur ávallt til
boða og við nutum okkar í eld-
húskróknum þínum. Þú varst
flink að spila á píanó og brást
fljótt og vel við beiðni okkar að
spila. Fingraslátturinn var takt-
fastur og ákveðinn, lögin fengum
við að hlusta á í runum og við
nutum þess. Þú hélst fallegt
heimili, hafðir gott skipulag á lífi
þínu í blokkinni og grannar þínir
reyndust þér afskaplega góðir og
traustir. Þú varst mjög heima-
kær og sjálfri þér nóg og hagaðir
heimsóknum og skipulagi eins og
þér hentaði best. Þú vissir hvað
þú vildir og við lærðum venjur
þínar; komst til okkar í mat á
laugardögum og vildir komast
heim fljótlega eftir kvöldmat en
óskaðir yfirleitt eftir einum rúnti
niður í bæ áður en heim skyldi
haldið, tvær ferðir voru of mikið.
Ég var lánsöm að fá að alast
upp með þér og umgangast. Þú
varst svo blíð, einlæg og annt um
velferð mína. Nokkur voru ferða-
lögin sem við fórum eins og ferð-
irnar í Húsafell sem skipuðu
stóran sess hjá fjölskyldunni og
gaman að sjá þegar þú naust þín.
Þú komst alltaf fram við mig af
virðingu og sem stelpa kunni ég
því svo vel þegar þú gafst þér
tíma til að hlusta á hugmyndir
mínar og skoðanir. Eitt sinn
leyfðir þú mér að spila af fingr-
um fram í hlutverk slökunarráð-
gjafa þíns og ég naut mín að fá að
vera með þér. Engin voru hátíða-
höldin nema þú værir með og
settir svip á veislurnar með ein-
lægni þinni og kímni. Þú varst
jólabarn og naust þín vel í afmæl-
um þegar jólaþema var allsráð-
andi. Gaman var að hlusta á þig
segja sögur sem stundum voru
stílfærðar, aðeins ýktar og eftir
sat maður ýmist flissandi eða
lifði sig inn í upplifun þína á hinu
og þessu. Þú varst klár, fljót til
svars og lést spurningar sem þú
gast upplifað sem óljósar eða
blendnar ekki koma þér úr jafn-
vægi og svaraðir um hæl, með
krók á móti bragði; eitthvert
óborgaralegt gullkorn sem eng-
inn gleymir. Þú hugsaðir fallega
til okkar og við vorum góðar vin-
konur og þú lést mig finna að við
værum það. Svo varstu trúrækin
og hafðir okkur með þér í bæn-
um. Þú spjaraðir þig vel í verk-
efnum lífsins, varst samviskusöm
og góð vinkona, frænka og systir.
Þú hefur alltaf skipað stóran
sess í lífi okkar allra, líf þitt hafði
mikinn tilgang.
Takk fyrir allt, elsku Halla
mín.
Hvíl í friði.
Þín frænka
Sólborg Þóra.
Halla frænka er fallin frá. Hún
er búin að vera stór hluti af mínu
lífi síðan ég man eftir mér. Það
var alltaf gaman að koma í heim-
sókn á Garðabrautina. Þegar ég
var yngri var það aðallega sæl-
gætisskálin sem heillaði, en Halla
átti alltaf nóg af sælgæti. En þeg-
ar ég varð eldri var það laugar-
dagskaffið, þar sem Halla bauð
upp á dýrindis pönnukökur með
sykri. Í laugardagskaffinu var
rætt um heima og geima. Halla
fylgdist ætíð mjög vel með frétt-
um og las Moggann vel. Hún
hafði alltaf eitthvað til málanna
að leggja í umræðunum. Einnig
var henni umhugað um að spyrja
okkur systkinin hvernig gengi í
námi og vinnu. Laugardagskaffið
endaði oft á að Halla spilaði eitt-
hvað fallegt á píanóið. Hún spil-
aði klassísk píanóverk, verk úr
söngleikjum eða þekkta slagara.
Halla naut þess að spila á píanóið.
Hún kom yfirleitt til foreldra
minna í sunnudagsmat og fannst
gaman að fá bíltúr áður með
pabba. Þessir föstu liðir voru
yndislegir.
Halla var mjög sjálfstæð og fór
allra sinna ferða á hjóli lengi vel.
Ég var oft dauðhrædd er ég sá
hana hjóla á götunni. Hún lét
ekkert stoppa sig þó hún keyrði
ekki bíl og var ófeimin að biðja
fólk um far ef veðrið var leiðin-
legt. Hún mætti mikilli vinsemd á
Akranesi og var fólk ávallt tilbúið
að aðstoða hana. Einarsbúð var
búðin hennar, þar fékk hún frá-
bæra þjónustu, allir boðnir og
búnir að gera allt fyrir hana. Það
var sama hversu lítið hún pant-
aði, alltaf var vörunum keyrt til
hennar.
Hún vann lengst sem tann-
tæknir og gerði það vel. Það var
mikil gleði þegar hún lauk tann-
tækniprófinu. Að ljúka prófi var
mikilvægt fyrir hana. Hún var í
félagi tanntækna og hafði aðgang
að sumarhúsum félagsins. Við
vorum svo heppin að fá að fara oft
með henni á sumrin í bústað í
Húsafelli. Þetta voru skemmti-
legar ferðir.
Halla lét ekki vaða yfir sig.
Eitt sinn er við vorum að kaupa
sælgæti og ég beið þolinmóð í
þvögu fólks eftir að röðin kæmi
að mér, sá Halla að afgreiðslu-
maðurinn tók ekkert eftir mér.
Allt í einu heyrist í henni „þessi
er næst og benti á mig“. Ég eld-
roðnaði og vildi helst að jörðin
gleypti mig. Halla vildi ekki að
gengið væri framhjá frænku
sinni og tók því málin í sínar
hendur.
Hún var ekki mikið fyrir að
passa börn systkina sinna. Eitt
sinn báðu foreldrar mínir hana að
vera hjá okkur systkinunum til
öryggis. Við vorum rétt búin að
borða þegar hún sagðist ekki
nenna þessu, fór og skildi okkur
eftir. Við systkinin hlæjum ennþá
að þessu.
Höllu fannst eins og mér sæl-
gæti gott og eitt árið skoraði ég á
hana að ef hún kæmist upp á
Akrafjall með mér þá skyldi ég
gefa henni eitt kílógramm af kon-
fekti. Það þurfti ekki meira til og
upp fór hún, bölvandi síðustu
metrana en það tókst. Hún skrif-
aði nafn sitt í gestabókina og var
mjög ánægð og sæl með sig.
Þegar ég eignaðist dóttur
mína, gladdist Halla mikið fyrir
mína hönd. Henni fannst gaman
að hitta hana og þær áttu góðar
samverustundir. Og eins og mér
þótti dóttur minni ekki leiðinlegt
að fá sælgæti hjá Höllu frænku.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar, elsku Halla.
Hvíl í friði.
Hróðný.
Halla var ömmusystir mín. Ég
var svo heppin að fá að kynnast
henni vel þar sem hún var oft hjá
ömmu og afa eins og ég. Hún
reyndist fjölskyldunni alltaf vel
og ræktaði okkur barnabörnin
eins og við værum hennar líka.
Halla var með dásamlega nær-
veru og leið mér alltaf svo vel í
kringum hana. Hún var með mik-
inn húmor og var fátt eins
skemmtilegt að heyra gullkornin
koma frá henni. Halla var mikið
fyrir að baka pönnukökur og man
ég alltaf hvað lyktin var góð og
hvað allir ljómuðu þegar þær
voru bornar fram. Það var alltaf
svo gaman að ræða við hana um
kóngafólkið því að hún var svo
áhugasöm um það eins og ég. Við
höfðum báðar smekk fyrir gam-
aldags konunglegum stíl. Halla
gerði lífið litríkara og skemmti-
legra. Ég hlakka til að segja
börnum og barnabörnum mínum
í framtíðinni frá þessari yndis-
legu ömmusystur minni sem var
með hjarta úr gulli.
Ég kveð þig, elsku frænka, í
miklum söknuði og ég veit að þú
ert á góðum stað.
Elsku Halla, takk fyrir tímann
sem ég fékk að njóta með þér.
Inga Björk Guðmundsdóttir.
Við Halla kynntumst fyrst
þegar ég hitti konuna mína í
fyrsta sinn en þær eru systur.
Mér varð strax ljóst að milli
þeirra systra var sterkur streng-
ur, bundinn af gagnkvæmri ást
og umhyggju. Síðan höfum við
þrjú átt samleið á lífsins göngu í
hálfa öld.
Er ég gerðist tannlæknir á
Akranesi haustið 1967 og við
hjónin fluttumst þangað með
ungan son okkar, kom Halla með
okkur þangað. Reyndar var
þriðja systirin þá þegar einnig
búsett á Akranesi, þannig að
systurnar gátu haldið áfram að
keppast um að njóta samvista við
Höllu og umvefja hana umhyggju
og ást.
Halla réðst strax til mín sem
aðstoð við tannlækningarnar.
Kom strax í ljós að hún hafði ríka
ábyrgðartilfinningu og vildi
standa sig vel í starfi. Enda gerði
hún það, þó að starfið sé alls ekki
einfalt og krefjist í dag sérstakr-
ar menntunar og hæfni til þátt-
töku í teymisvinnu.
Hún hafði veikst alvarlega á
unglingsárum sínum og bjó eftir
það við nokkra fötlun ævilangt.
Hún bætti þá skerðingu upp með
einstakri samviskusemi, áhuga
og skyldurækni. Ég tel að telja
megi á fingrum annarrar handar
þá daga sem hún var frá vinnu
vegna veikinda eða annarra
ástæðna, þó heilsan væri ekki
alltaf upp á það besta þá mætti
hún alltaf á réttum tíma til vinnu í
þau þrjátíu og sjö ár, sem hún
vann í minni þjónustu
Árið 1991 var viðurkennt
starfsheitið tanntæknir af heil-
brigðisráðuneytinu. Þau sem
mega nota það starfsheiti þurfa
að ljúka sérstöku tanntækn-
anámi á framhaldsskólastigi auk
starfsnáms við Tannlæknadeild
Háskólans. Þó máttu þau sem
lengi höfðu starfað við tann-
lækna-aðstoð sækja nokkur nám-
skeið og taka síðan próf og öðlast
þannig réttindi sem tanntæknar.
Halla var í þessum hópi og stóðst
prófið með prýði og varð þannig
ein af fyrstu tanntæknunum
Hún kom sér vel við alla á
Akranesi og aðra þá sem áttu við
hana samskipti eftir að hún flutt-
ist þangað. Samstarfsfólk hennar
allt á tannlæknastofunni reyndist
henni ákaflega vel alla tíð. Enda
undi hún sér vel á Akranesi .Við
aðstandendur hennar megum
vera þakklát Akurnesingum fyrir
alla þá góðvild og tillitssemi sem
hún hefur notið þar.
Halla Jónsdóttir
✝ Sesselja UnnurGuðmundsdótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 29. mars 1930.
Hún lést á Hrafnistu
Hafnarfirði 10. jan-
úar 2018.
Hún var fjórða í
röð sjö barna þeirra
hjóna Guðrúnar
Guðjónsdóttur, f.
1891, d. 1958, og
Guðmundar Júl-
íussonar, f. 1892, d. 1941, sem
bæði voru ættuð af Barðaströnd.
Systkini hennar eru Guðjón
Brynjar, f. 1916, d. 1986, Ingólfur,
f. 1927, d. 2004, Dóra Sigríður, f.
1925, d. 2017, Barði, f. 1932, d.
2009. Fjölskyldan bjó fyrstu árin í
Reykjavík. En Sesselja Unnur var
kornabarn þegar þau fluttu til
Hafnarfjarðar. Fyrst bjuggu þau
á Suðurgötunni og síðan á Sel-
vogsgötunni. Guðmundur faðir
hennar var mat-
sveinn og fórst með
togaranum Sviða ár-
ið 1941. Skólaganga
Unnar var hefð-
bundin. Hún var í
barnaskóla Hafnar-
fjarðar og lauk
Gagnfræðaprófi frá
Flensborgar-
skólanum. Árið 1952
giftist hún Guð-
mundi Steingríms-
syni hljóðfæraleikara, þau skildu.
Unnur fór fremur seint á vinnu-
markaðinn.Vann fyrst við versl-
unarstörf í Kastalanum á Hverf-
isgötu Hafnarfirði og síðan tóku
við ár í Kaplakrika en hún vann
þar frá opnun Krikans þar til hún
lauk sínum starfsferli.
Börn hennar og Guðmundar:
eru :1) Kjartan Guðmundsson, f.
14. nóvember 1948. Börn hans
eru: Magnús Rafnar, f. 12. febrúar
1970, og Ástríður Dóra, f. 13. júní
1974. Börn hennar: a) Bjarni Geir,
f. 7. febrúar 1994, b) Birna Sigríð-
ur, f. 15. janúar 2004. 2) Guðrún
Guðmundsdóttir, f. 17. júlí 1954.
Börn hennar: a) Unnar Miquel, f.
15. desember 1975, kærasta hans
er Helena Svava Jónsdóttir, b)
Carmen Lena, f. 7. nóvember
1978. Börn hennar: Tanya Rán, f.
2004, og Ísak Breki, f. 2012. 3)
Lára Guðmundsdóttir, f. 20. júní
1956. Börn hennar: a) Dennis
Halfdán, f. 22. september 1978, og
b) Nína Þóra, f. 8. mars 1996. 4)
Steingrímur Guðmundsson, f. 4.
janúar 1958. Börn hans: a) Steinn,
f. 5. maí 1983, kona hans er Hanne
Krage Carlsen, og b) Una Ösp, f.
24. apríl 1992. 5) Helga Guð-
mundsdóttir, f. 17. júlí 1962, sam-
b.maður hennar er Kristinn Ingi-
bergsson. Börn hennar: a) Unnar
Þór, f. 27. ágúst 1981. Börn hans:
Elísabet Helga, f. 2008, og Lilja
Rut, f. 2011. b) Helga Línberg, f.
10. ágúst 1988. c) Guðmundur
Marteinn, f. 11. desember 1991. d)
Alexander. f. 30. október 1993.
Útförin fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 19. janúar
2018, klukkan 13.
Mér var talsvert brugðið þann
10. janúar sl. þegar ég frétti að
Unnur frænka hefði kvatt þá um
morguninn. Ekki það að það hefði
komið á óvart því Unnur, eða
Unnsa frænka eins og ég kallaði
hana alltaf, var orðin öldruð og
heilsuveil, heldur það að kvöldinu
áður hafði ég verið andvaka og
varð svo mikið hugsað til hennar,
meðan ég skammaði sjálfa mig
fyrir að hafa ekki enn heimsótt
hana á Hrafnistu, þangað sem hún
flutti fyrir nokkrum vikum. Það
var búið að standa lengi til að
heimsækja hana, en af einhverjum
ástæðum frestaðist það alltaf.
Þarna um kvöldið ákvað ég að ég
skyldi heimsækja hana næstu
helgi, nánar tiltekið á laugardag
og ekkert kæmi í veg fyrir það! En
það verður víst ekki af því og eftir
sit ég með þann lærdóm; að fresta
því ekki að rækta fólkið, sem
manni er kært, því enginn veit
hvenær það verður of seint.
Unnur var föðursystir mín og
ein af fimm systkinum, og sú af
þeim sem ég var í mestu sambandi
við. Við vorum miklar vinkonur,
höfðum alltaf náð vel saman og átt
gott samband frá því ég komst til
vits og ára. Ósjaldan droppaði ég
við hjá henni í litlu fallegu risíbúð-
ina hennar á Skólabrautinni í
Hafnarfirði, settist í eldhúskrók-
inn með kaffi og „með́þí“ og lét
dæluna ganga um allt sem lá mér á
hjarta í það og það sinnið. Unnsa
var ekki mikið fyrir að flíka sínum
eigin tilfinningum, heldur hlustaði
hljóð en sagði svo með svip og
þunga þess sem hefur marga fjör-
una sopið um dagana. „Já, Bibba
mín, svona er lífið – það fer víst
enginn í gegn um það áfallalaust!“
Í minningunni er Unnsa alltaf
reffileg, kvik í hreyfingum, glað-
leg og snaggaraleg í tilsvörum.
Hún var sérstaklega traust mann-
eskja ég heyrði hana aldrei hall-
mæla, né dæma nokkurn mann.
Hún reyndist mér alltaf vel, ekki
síst þegar hún opnaði heimili sitt
fyrir mér og leyfði mér að gista í
stofunni hjá sér í nokkrar vikur,
eitthvert árið þegar ég var á milli
íbúða. Það hefur ekki verið auð-
velt að hafa okkur Helgu dóttur
hennar inni á heimilinu, báðar um
tvítugt á hátindi „Hollywood“ ár-
anna, mikið djammað og komið
heim á öllum tímum sólarhrings-
ins. En aldrei heyrðist styggð-
aryrði frá frænku, nema það eina
sem hún gerði kröfu um var að
ganga mjög snyrtilega um, því
hreinlegra heimili var vandfundið,
alltaf allt spikk og span hjá
frænku!
Ég á eftir að sakna hennar þó
ég viti að sjálf var hún tilbúin að
kveðja því hún sagði við mig, þeg-
ar Dóra systir hennar kvaddi á
sama degi fyrir ári síðan, að hún
hefði viljað fara með henni, „þetta
er orðið gott!“, eins og hún orðaði
það. Nú eru öll systkinin farin á
vit feðra sinna, sem er frekar dap-
urleg tilhugsun.
Mér þykir miður að geta ekki
kvatt hana og fylgt henni síðasta
spölinn þar sem ég verð stödd er-
lendis þegar útförin fer fram, en
ég veit hún hefði fyrirgefið mér
það, þekkti flökkueðlið í mér.
Börnum Unnar og öllum af-
komendum, sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Minningin um einstaka mann-
eskju lifir.
Brynhildur Barðadóttir
(Bibba).
Sesselja Unnur
Guðmundsdóttir