Morgunblaðið - 19.01.2018, Page 32

Morgunblaðið - 19.01.2018, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 ✝ Magnús Lyng-dal Stefánsson barnalæknir fædd- ist á Akureyri 2. nóvember 1936. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 8. janúar 2018. Foreldrar hans voru Stefán Hall- dórsson, múrara- meistari og verk- stjóri á Akureyri og Bára Lyngdal Magnúsdóttir, húsfreyja á Akureyri. Stjúp- móðir hans var Brynja Sigurð- ardóttir, húsfreyja á Akureyri. Systur Magnúsar eru: Bára Lyngdal, Ingibjörg, Sigríður, Hrafnhildur og Halldóra. Eftirlifandi eiginkona Magn- úsar er Sigríður Jónsdóttir, f. 1947, læknaritari. Foreldrar hennar voru Jón Halldór Odds- son, húsgagnasmíðameistari á Akureyri, og Sigurveig Sigríð- ur Árnadóttir, húsfreyja á Akureyri. Fyrri eiginkona hans var Gerður Ólafsdóttir, f. 1941, hjúkrunarfræðingur. Börn Magnúsar eru: 1) Ólaf- ur, f. 1962, kvæntur Örnu Arn- arsdóttur, 2) Bára Lyngdal, f. 1964, gift Peter Enquist, 3) Brynja Lyngdal, f. 1971, sam- veita sýkladeild Sjúkrahússins á Akureyri forstöðu frá 1975 til 1981. Þá var Magnús forstöðu- maður og læknir við Heilsu- verndarstöðina á Akureyri frá 1974 til 1980 og sérfræðingur í ung- og smábarnaeftirliti við Heilsugæslustöðina á Akureyri frá 1986 til 2006. Magnús var enn fremur læknir við vist- heimilið á Sólborg frá 1980 til 1991. Loks var Magnús stunda- kennari við Háskólann á Akur- eyri frá 1992. Magnús gegndi ýmsum fé- lags- og trúnaðarstörfum. Hann sat meðal annars í Stúd- entaráði Háskóla Íslands 1958 til 1959 og í stjórn Læknafélags Akureyrar 1975 til 1978 og var formaður þess 1976 til 1977. Hann sat í stjórn læknaráðs Sjúkrahússins á Akureyri 1980 til 1984, 1988 til 1992 og aftur frá 1994, formaður frá 1996. Þá sat Magnús í samninga- nefndum Læknafélags Akur- eyrar, fyrir sjúkrahúslækna 1981 og fyrir sérfræðilækna frá 1985. Magnús stundaði marg- háttuð ritstörf og skrifaði fjölda greina í Læknablaðið og erlend læknatímarit, ýmist einn eða með öðrum. Árið 2016 kom út bók eftir hann, Svipmyndir úr sögu sjúkrahúss í eina öld ásamt ívafi úr bæjar- og mann- lífsmyndum utan veggja þess. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 19. jan- úar 2018, klukkan 13.30. býlismaður Jón Blomsterberg, 4) Stefán, f. 1975, kvæntur Lovísu Resden Lim, og 5) Magnús Lyngdal, f. 1975, sambýliskona Ragnhildur Thor- lacius. Fóstursynir Magnúsar eru: 1) Jón Halldór Harðarson, f. 1969, d. 2006, sambýlis- kona Auður Ólafsdóttir, og 2) Hjörleifur Harðarson, f. 1972, sambýliskona Anna G. Baldurs- dóttir. Magnús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1956 og cand. med.- prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1964. Hann hlaut almennt lækningaleyfi á Íslandi árið 1965 og í Svíþjóð árið 1970. Magnús stundaði sér- fræðinám í barnalækningum í Eskilstuna og Uppsölum og hlaut sérfræðingsleyfi í almenn- um barnalækningum árið 1975. Magnús starfaði lengst af á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann var sérfræðingur á barnadeild frá 1975 til 1992 og yfirlæknir deildarinnar frá 1992 til 2006. Jafnframt var hann settur til að Sunnudaginn 8. janúar stóð ég frammi fyrir óumflýjanlega andartakinu að kveðja ástvin fyrir fullt og allt. Síðasti kossinn, síðasta snertingin og síðustu orðin verða verðmætari en gull. Ég kvaddi pabba þar sem hann lá og barðist við dauðann á sunnudegi. Veðrið var að rífa sig upp á þessum annars fallega og kalda janúardegi norðan heiða. Ég tók um hönd hans sem var svo mögur og veikluleg en þegar hann kreisti hana var handtakið furðuþétt og höndin heit og hlý, stal kossi og sagði honum hvað ég elskaði hann of- urmikið. Þá vaknaði hann og við náðum augnsambandi í smá- stund. Hann brosti til mín með blik í augum og kinkaði kolli. Nokkrum tímum seinna var hann allur. Þarna varð til minning úr gulli. Við tvö, eins og áður og þar sem við héldumst í hendur sá ég í hugskotinu þegar ég var lítil hnáta og hoppaði við fót elt- andi hann um allt, eins og venj- an var hjá mér pabbastelpunni. Það var enginn sem ilmaði jafnvel og hann. Og þegar mað- ur er fimm ára og hjúfrar sig upp við pabba sinn þá er sam- bland af Ted Lapidus, sjúkra- hússpritti og píputóbaki besta lykt í heimi. Ég man að ég gat legið í fanginu hans með eyrað upp við bringuna og hlustað á hann tala lágum rómi eitthvað óskiljanlegt inn á diktafón, hin fullkomna gæðastund. Ég trítlaði á eftir honum um sjúkrahúsgangana og sé ennþá fyrir mér hvernig hann lallaði fram eftir ganginum í hvíta sloppnum með hendur í vösum, afslappaður, glaðvær og hlýr við börnin sín. Þá kannski hljóp ég við fót og náði honum og stakk hendinni minni í hans og var að springa úr monti yfir flottasta pabbanum. Sundferðirnar um helgar. Mér tókst næstum að drekkja mér í einni slíkri ferð en það er önnur saga. Ég var veidd upp og fékk orð í eyra og síðan koss og faðmlag. Einhvern veginn verða hversdagslegar minningar núna svo merkilegar þegar hann er farinn. Þegar við settumst á þúfu og tróðum í okkur hundasúrum í kappi. Pabbi vann alltaf. En ég vann aðra slagi. Eins og baráttuna um að fá frost- pinna fyrir mat, honum gekk svo illa að segja nei við mig þeg- ar ég var barn. En fyrst og fremst var ég dekruð af ást. Besta veganesti sem nokkur fær. En ég minnist táranna líka. Viðskilnaðurinn þegar ég fylgdi mömmu suður þarna um sum- arið 7́8 var okkur afar erfiður biti. Það voru döpur ár fyrir okkur bæði. En við jöfnuðum okkur og röltum lífið áfram þó dálítið hölt. Svo núna þegar ég er að rifja upp, þá hugsa ég líka um lundarfarið hans, húmorinn og seigluna. Pabbi hafði svo góða návist að við gátum líka setið saman og þagað, þá var nú gaman. Hann varð sárasjaldan reiður og það var mjög erfitt að ergja hann nema kannski þegar ég og mágkona mín vorum að sækja böllin í Sjallanum í gamla daga, þá gat hann orðið svolítið þreyttur á okkur. Okkur þótti svo vænt um hvort annað. Við töluðum mikið saman í gegnum skrifin og síðustu sjö til átta ár- in voru rík af djúpri vináttu. En núna er hann farinn og ég mun sakna hans og fallega augna- ráðsins sem hann sendi mér alltaf, fullt af djúpri visku og ást. Góða ferð, þar til við hittumst á ný. Þín Brynja. Við horfðumst í augu og hann kinkaði kolli eins og hann var vanur, ég niðri í stigagangi og hann uppi. Ég þorði ekki að knúsa hann því ég var orðin kvefuð. Hann var mjög mark- aður af sínum lungnasjúkdómi og ekki vert að taka neina áhættu. Þegar ég var komin út í bíl fann ég á mér að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi hann. Í alvörunni, ekki í gegnum snjall- síma eða aðra nútímatækni. Ég lyfti símanum og hringdi í hann: „Nú, hverju gleymdirðu?“ „Ég gleymdi að segja þér að ég elska þig.“ „Núh … hhe … takk, ég elska þig líka … hhe …“ Minningarnar streyma fram eins og fljót í vorleysingum, allt blandast saman, gott og vont, sárt og fagurt, hversdagslegt og einstakt. Svíða lappir, gráta, borða laxhausa, skilja, lesa bækur, sárna, tala í hljóði, þegja. Um tíma áttum við ekki sam- leið, ég og faðir minn, en náðum sáttum. Og nutum þá samver- unnar þeim mun meira. Fyrir fjórum sumrum gaf hann mér og Frey syni mínum ómetanlega stund, hann dreif okkur í dagsferð í Mývatns- sveit. Þjakaður af mæði lét hann sig hafa það að sýna okkur gamlar slóðir þar sem hann dvaldi sem lítill drengur á sumrin. Og við reyndum meira að segja að komast yfir silunga- hausa, við börðumst alltaf um hausana. Þegar við komum heim þurfti hann að taka stigaþrepin í áföngum. Og ég vissi að dýr- mætari gjöf er ekki hægt að fá, orð ná ekki að lýsa þessum degi. Takk, pabbi minn, takk fyrir allt. Takk fyrir allar stundir, góðar og erfiðar. Takk fyrir þrjóskuna, hún hefur komið mér að góðum notum. Þú hefur kennt mér margt. Gorkí nefnir ævisögu sína: Háskólar mínir, ég segi: Háskólinn minn. Þín dóttir, Bára. Magnús Stefánsson hefur hallað á eftir sér og er mér ljúft að minnast og kveðja starfs- bróður og vin. Leiðir okkar lágu saman fyrst á kandídatsári mínu við FSA og svo síðar er ég réðst til starfa við sjúkrahúsið að loknu sérnámi, var Magnús þá yfir- maður minn um tíma. Magnús var farsæll í sam- starfi, stjórnandi góður og framsýnn. Honum var vel treyst til verka og valinn til ábyrgðar af samstarfsfólki. Hreinn og beinn í samskiptum, sagði skoðun sína á skýru máli en af sanngirni. Hann kom að kjarna málsins og beint að fólki. Fyrstur allra hafði Magnús orð á því opinberlega að það þyrfti að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni á lands- byggðinni. Þar reisti hann rönd við og gekk gegn hugmyndum yfirlækna og prófessora við Landspítalann. Í starfi barna- læknis sýndi hann þessum málaflokk ætíð áhuga og gaf góðan tíma í starfi sínu. Fylginn sér var Magnús og áhrifamaður síðar þegar ráðinn var barna- geðlæknir við FSA, fyrst undir stjórn hans og svo síðar, að hans undirlagi og ákvörðun, stofnuð sjálfstæð deild barna- og unglingageðlækninga með miklu og góðu samstarfi þeirra tveggja deilda sem eingöngu helguðu börnum og ungmenn- um krafta sína meðan hans naut við. Það má í sanngirni og að öðrum ólöstuðum nefna Magnús upphafsmann og föður geðheil- brigðisþjónustu við börn og ungmenni á landsbyggðinni. Magnús var farsæll í starfi við barnadeild FSA og samstarf hans og Baldurs Jónssonar alla tíð gott og þar fóru saman tveir ósérhlífnir menn vel birgir kunnáttu og í mínu læknisstarfi sá ég ekki mörg börn jafn fár- veik komast til lífs og heilsu fyrir verk annars hvors eða þeirra tveggja saman. Oft við erfiðustu aðstæður. Það var ómetanlegur lærdómur. Magnús var þægilegur og og ekki síður skemmtilegur í sam- starfi og oft stutt í hnyttilega sögu. Eftirminnilegir eru kæfu- kaffitímar en þá kom Magnús með heimalagaða kæfu og bauð samstarfsfólki að njóta með sér. Þegar hann kvaddi starfsvett- fang sinn fyrir fullt og allt af- henti hann mér uppskriftina og fullyrti það vera sitt síðasta verk. Magnús hafði glímt við veik- indi um tíma en með ótrúlegu starfsþreki og gaf út bók um Gamla spítalann – Gudmanns Minde árið 2016. Því starfi fylgdi mikil rannsóknarvinna með mörgum um- og endurrit- unum. Því fékk ég að kynntast við prófarkalestur bókarinnar. Í þeirri umræðu voru lögð drög að næsta ritverki sem við fáum þó ekki að sjá. Magnús átti því óunnin verk. Síðustu samskipti okkar Magnúsar voru um mánuði áður en hann lagði upp í sína síðustu för en við ákváðum þá kæfukaffi í byrjun árs 2018. „Ég verð þá að fara að laga“ – og svo óskaði hann mér gleðilegra jóla. Það verður ekki af þeim kaffisop- anum með kæfu og rúgbrauði en ég á uppskriftina – „ekki gleyma að það verður að finnast fyrir piparnum“ voru ráð hans þegar ég hófst sjálfur handa sem kæfugerðarmaður. Ég kveð starfsbróður, kenn- ara, vin og velgerðarmann með djúpri virðingu og þakklæti og votta Sigríði og afkomendum samúð mína. Páll Tryggvason, barnalæknir, barna- og unglingageðlæknir. Magnús Lyngdal Stefánsson ✝ Aage ValtýrMichelsen fæddist á Sauðár- króki 14. október 1928. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 7. janúar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Pálsdóttir og Jörgen Frank Mic- helsen. Aage var yngstur í hópi tólf systkina sem öll eru nú fallin frá. Hann ólst upp á Sauðárkróki til 1945 en fluttist þá með foreldrum sínum til Hveragerðis og bjó þar til æviloka. Eftir komuna til Hveragerðis vann Aage við ýmis störf og nam þar bifvéla- virkjun. Hann rak eigið bif- reiðaverkstæði en síðar bætt- ust við margs konar vinnuvélar sem urðu sífellt stærri þáttur í rekstrinum. Hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Björgu Jóhannesdóttur, í Hveragerði og áttu þau 65 ára brúðkaupsafmæli á gamlársdag síðast- liðinn. Þau eign- uðust fjögur börn: Lilju Ruth, Kára Þór, Ara Sævar og Hauk Loga. Af- komendur þeirra hjóna eru nú alls fjörutíu. Aage var um tíma virkur í félagsstörfum og kom meðal annars að stofnun Hesta- mannafélagsins Ljúfs og Lions- klúbbs Hveragerðis. Hann var á síðari árum Byggða- og Skjalasöfnum Skagfirðinga innan handar við öflun fyrri tíma heimilda og mynda frá Sauðárkróki. Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 19. janúar 2018, klukkan 14. Nú er hann elsku pabbi minn dáinn rúmlega 89 ára gamall. Ekki saddur lífdaga held ég þó að síðustu vikurnar hafi verið honum erfiðar, eða eins og að vera í fangelsi svo notuð séu hans orð um spítalavistina. Hann kunni aðgerðarleysinu illa enda vanur að byrja hvern dag með æfingum að loknum morg- unverði til að viðhalda þrekinu. Dægradvölin síðustu ár var hlustun á hljóðbækur frá Blindrafélaginu en þar fékk hann dagblöð og fullt af bókum bæði nýjum og gömlum. Hann hafði líka gaman af að fara í botsía þó að sjónskerðingin væri til trafala en fékk þar góða að- stoð frá mömmu eða öðrum fé- lögum. Pabbi vann alltaf mikið og var með svartar hendur eftir bílvið- gerðir en þær urðu næstum hreinar um jólin og hélt ég framan af að það væri af því þá vaskaði hann upp. Áhuginn var ekki bara bundinn við bíla því hann var líka með búskap, kind- ur, hænur, dúfur og gæsir að ógleymdum hestunum sem hann hafði mjög gaman af. Pabbi átti smá jarðarskika sem var stækk- aður með kaupum á móa sem var ruddur og breytt í tún. Ekki fór þessi ræktun framhjá okkur krökkunum því við áttum að tína grjót úr flaginu og þótti mér afskaplega leiðinlegt og ósanngjarnt að þurfa að gera það og það sama átti við um timburhreinsun þegar fyrsta húsið var byggt, þarna reistu pabbi og mamma iðnaðarbýlið Hraunbæ. Mér þótti pabbi strangur í uppvextinum en það breyttist og hann mildaðist allur með árun- um. Þegar hann hætti að vinna voru byggð tvö hús til viðbótar í Hraunbæjarlandinu. Þau mamma fóru að ferðast um landið á húsbílum eða með hjól- hýsi, fara í útilegur og á ætt- armót en alltaf þótti honum best að koma í Skagafjörðinn, í æsku vissi ég ekki að það væri eitt- hvað fleira fyrir norðan. Þau fóru líka í ótal sólarferðir en oft- ast til Kanarí og nutum við hjónin þess að fara næstum ár- lega með þeim seinni árin, síðast 2015. Dugnaður og elja hefur verið einkennandi fyrir pabba og held ég að orðið uppgjöf hafi ekki verið til í hans orðaforða. Nú er þessari vegferð lokið, takk, elsku pabbi minn, fyrir sam- fylgdina, ég mun sakna þín en ég á sem betur fer margar skemmtilegar minningar. Takk pabbi minn. þín dóttir Ruth. Það er margs að minnast á langri ævi og í þessum fáu fá- tæklegu orðum langar mig að minnast tengdaföður míns sem kvaddi okkur í upphafi þessa árs. Þegar ég kom í þessa fjöl- skyldu þá kenndi Aage mér að búa til almennilegan ris a l’am- ande jólagraut, sagði að þetta yrði ég nú að kunna eins og hin- ar tengdadæturnar og í nokkur ár mætti hann til okkar á að- fangadag til að smakka graut- inn, til enda hef ég hvergi fengið eins góðan graut og þennan sem hann kenndi mér að búa til. Eins höfðum við gaman af því að bjóða honum að koma til okk- ar í skötu á Þorláksmessu, það fannst honum ekki vera góður matur og lengi framan af af- þakkaði hann, fannst lyktin ekki góð, en fór síðan að mæta og borðaði þá bara saltfiskinn sem ég var líka með, en svo um átt- ræðisaldurinn ákvað hann að smakka skötuna hjá okkur. Já, þetta var ekki sem verst og borðaði hann hana með bestu lyst eftir það. Margar minningar eigum við úr útilegunum sem við fórum saman í, því þau hjón- in voru einstaklega dugleg að ferðast á húsbíl eða hjólhýsi og á hverju ári mættum við í Mikkaútilegurnar sem voru haldnar víðsvegar um landið og best þótti honum að fara á Sauð- árkrók og fylla lungun af skag- firsku lofti, þá var hann kátur. Takk fyrir samfylgdina, Aage minn, við munum passa Stínu fyrir þig. Þorbjörg. Elsku afi. Þarna kom að því. Ég montaði mig af því hvað þú værir orðinn gamall og værir við góða heilsu. Ég sagði öllum frá því að þú gerðir æfingarnar þín- ar alltaf á hverjum degi í bíl- skúrnum og færir í göngutúr á hverjum degi. Ég veit ekki hvort það er alveg rétt undir það síðasta en það skiptir mig engu máli. Þannig hugsaði ég um þig. Það mætti halda að það væri einhver Mikki í mér og að ég væri stoltur af þér sem og öðrum í fjölskyldunni minni og hverjum þeim árangri sem fólk- ið mitt nær. Í mínum huga varstu óstöðvandi. Eljusemi, samviskusemi og ákveðni. Í hvert skipti sem það hvarflar að mér að ég kannski nenni ekki einhverju þá hugsa ég til þín og geri það samt. En eitthvað þyk- ist elli kerling hafa stöðvað þig. En hún hefur rangt fyrir sér. Við hin sem ég vil segja að séum framlengingin þín erum enn hérna og það er heilmikið af honum Aage í okkur öllum. Hérna varð ég aðeins að stoppa að skrifa því ég fékk sandkorn í augað – hehe. Ég skal sko sýna henni elli kerlingu og öllu henn- ar frændfólki, þ.e.a.s leti, efa, agaleysi og kæruleysi að ekkert stöðvar hann Aage Valtý Michelsen. Ég veit að við öll hin sem erum að einhverju leyti líka þú og af þér komin munum halda áfram að vera stolt af þér, hugsa til þín, muna hver þú varst og halda áfram. Því þú, elsku afi minn, tókst bara þér að segja ansi mikið pláss í lífi mínu og lífi okkar hinna og munt gera það áfram. Hvar sem þú ert svo núna veit ég að það verður ekki langt þar til þú ferð aftur á stjá í nýjum heimkynnum. Sjáumst síðar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Sævar Örn Arason. Aage Valtýr Michelsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.