Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.01.2018, Blaðsíða 35
sjávarútvegsdeild til 1962. Þá hóf hann störf hjá Vélsmiðjunni Héðni og vann þar til ársins 2008, lengst af sem yfirbókari. Elías byrjaði að sparka bolta á Framnesvellinum á horni Hring- brautar og Framnesvegar, ásamt KR-ingunum Þórólfi Beck, Ellert Schram og Kristni Jónssyni. Hann gekk þó í Val og æfði og keppti í knattspyrnu með félaginu í öllum aldursflokkum, varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari í yngri flokk- um, lék 100 keppnisleiki með meistaraflokki á árunum 1956-62, varð Íslandsmeistari 1956 og Reykjavíkurmeistari 1962 og lék með nokkrum úrvalsliðum. Elías sat í stjórn knattspyrnu- deildar Vals og var formaður knattspyrnudeildar í fjögur ár, sat í aðalstjórn Vals um skeið, sat í stjórn KRR, Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, í átta ár, sat í stjórn KSÍ í áratug og var gjaldkeri KSÍ í átta ár. Hann þjálfaði 4. flokk Vals í þrjú ár og æfði og keppti á skíðum með Ármanni á unglings- árunum. Elías hefur starfað í Lions- klúbbnum Baldri um langt árabil, setið í stjórn klúbbsins og verið formaður hans. Hann hefur auk þess starfað í Akoges Reykjavík í 50 ár og sinnt þar ýmsum trún- aðarstörfum. Elías var sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ fyrir fáum árum. Elías er spurður hvort hann hvetji ekki enn sína menn til dáða: „Jú, jú. Sú var tíðin að ég fór á nánast alla leiki. Síðan lét ég heimaleikina duga og fer reyndar enn á völlinn þó ég hafi dregið úr því í seinni tíð. Mér finnst samt alltaf jafn gaman að fylgjast með góðum knattspyrnuleik. Svo hef ég lengst af mætt á þorrablótin hjá Val og Herrakvöldið til að hitta gamla félaga og rifja upp gamla tíma.“ Nú eru allir að tala um hreyf- ingu og útiveru. Þú varst nú alltaf mikið fyrir að hreyfa þig? „Já. Mér fannst það svo sjálf- sagt að það tæki því varla að minnast á það. Þetta var alltaf sjálfsagður þáttur í daglegu lífi manns. Ég fór alltaf daglega í sund um langt árabil og fjöl- skyldan fór töluvert á skíði hér áður fyrr en við drógum svo úr því, líklega helst vegna snjóleysis hér í nágrenni borgarinnar.“ Fjölskylda Elías kvæntist 7.12. 1963 Val- gerði Önnu Jónasdóttur, f. 21.2. 1941, verslunarmanni hjá SÍS og síðar skrifstofumanni hjá Sjálf- stæðisflokknum. Hún er dóttir Jónasar Þorvaldssonar, skóla- stjóra í Ólafsvík, og Magneu G. Böðvarsdóttur, húsfreyju frá Laugarvatni. Börn Elíasar og Valgerðar Önnu eru 1) Hergeir Elíasson, f. 31.3. 1967, iðnfræðingur hjá GG Verk, en kona hans er Rósa Guð- mundsdóttir, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, og eru þau með fjögur börn; 2) Margrét Elíasdótt- ir, f. 10.5. 1970, ritari hjá KSÍ, en maður hennar er Hermann Hauksson, verslunarmaður hjá Boss og eiga þau þrjú börn; 3) Ragnheiður Elíasdóttir, f. 3.1. 1973, ritari hjá KSÍ, en maður hennar er Sigurður Egill Þor- valdsson, starfsmaður hjá Alcan í Straumsvík, og eiga þau þrjú börn, og 4) Jónas Elíasson, f. 20.9. 1975, tölvumaður hjá Advania og dómari í handbolta, en kona hans er Arna Sigurðardóttir og á hann þrjú börn auk þess sem hún á þrjú börn. Systkini Elíasar: Valdimar Her- geirsson, f. 9.8. 1930, d. 28.10. 2017, kennari og aðstoðarskóla- stjóri VÍ, var búsettur í Reykja- vík; Haukur Hergeirsson, f. 24.8. 1931, d. 2.3. 2014, rafvirki og síð- ast ljósamaður hjá RÚV – Sjón- varpi; Herdís Hergeirsdóttir, f. 21.3. 1935, d. 26.9. 2009, kaupkona, var búsett í Garðabæ. Foreldrar Elíasar voru Hergeir Elíasson, f. 7.1. 1901, d. 23.1. 1959, togaraskipstjóri, búsettur í Reykjavík, og k.h., Ragnheiður G. Þórðardóttir, f. 10.11. 1901, d. 21.6. 1969, húsfreyja. Elías Hergeirsson Þórður Helgason b. á Rafnkelsstöðum í Garði Ingibjörg Árnadóttir húsfr. á Rafnkelsstöðum Guðríður Jóhannsdóttir bústýra á Stóru-Grund og víðar Ragnheiður Guðmunda Þórðardóttir húsfreyja í Rvík Guðríður Björnsdóttir húsfreyja á Laxárfossi Jóhann Jónsson b. á Laxárfossi í Stafholtstungum Þórður Þórðarson vinnum. á Þingvöllum, Miðfelli, Álfsnesi, í Engey, á Stóru-Grund og víðar Þorsteinn Björnsson fríkirkjuprestur í Rvík Pálína Þórðardóttir húsfr. í Miðhúsum í Gerðahreppi Páll Þorsteins son héraðsdómari Elísabet Þórðardóttir húsfr. í Varmadal á Kjalarnesi Þorsteinn Þórðarson húsgagnabólstrari í Rvík Margrét Elíasdóttir húsfreyja í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Haukadal Bjarni Jónasson b. í Haukadal í Dýrafirði Þórkatla Bjarnadóttir húsfr. á Þingeyri Elías Guðbjartur Arnbjörnsson járnsmiður á Þingeyri Ingibjörg Bjarnadóttir vinnukona í Dýrafirði Arnbjörn Jónsson vinnum. víða í Dýrafirði Úr frændgarði Elíasar Hergeirssonar Hergeir Elíasson togaraskipstjóri í Rvík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 Ívar Guðmundsson fæddist íReykjavík 19.1. 1912. Hann varsonur Guðmundar Jónssonar verkstjóra og Sesselju Stefánsdóttur húsfreyju. Eiginkona Ívars var Barbara Guð- mundsson frá Manitoba í Kanada. Þau hjónin eignuðust þrjá syni, þá Bryan, Bruce og Pétur. Ívar stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík og síðan við Menntaskólann á Akureyri á árunum 1927-31. Þá gerðist hann blaðamaður við Morgunblaðið og átti eftir að verða einn þekktasti blaðamaður landsins og víðkunnur blaðafulltrúi og fréttaritari. Hann var fréttastjóri við Morgunblaðið á árunum 1934-51. Ívar varð blaðafulltrúi hjá upplýs- ingadeild Sameinuðu þjóðanna í New York árið 1951. Eftir það starfaði hann hjá Sameinuðu þjóðunum og rak upplýsingaskrifstofu fyrir Norð- urlönd í Kaupmannahöfn 1955-60, var upplýsingafulltrúi við friðarsveitir SÞ á Ítalíu og í Kaíró, blaðafulltrúi við ráðstefnu utanríkisráðherra stórveld- anna í Genf 1959, blaðafulltrúi forseta allsherjarþingsins í New York 1961 og síðan forstjóri skifstofunnar í Kar- achi til 1965. Þá tók hann aftur við í Kaupmannahöfn. Hann var deildarstjóri alþjóða- deildar upplýsingaskrifstofu Samein- uðu þjóðanna í New York á árunum 1967-70 en árið eftir varð hann aðal- fulltrúi við mannfjöldasjóð SÞ. Eftir að Ívar lauk störfum hjá SÞ fyrir aldurs sakir gerðist hann ræðis- maður Íslands í New York og var jafnframt viðskiptafulltrúi við sendi- ráðið í Washington. Er því starfs- skeiði lauk, 1986, kom Ívar aftur að Morgunblaðinu sem fréttaritari blaðsins í Washington og sendi heim fréttir frá Bandaríkjunum allt til 1992. Ívar flutti heim til Íslands árið 1996 og átti þá við veikindi að stríða. Síð- ustu mánuðina var hann búsettur á Skjóli þar sem hann fékk hægt andlát hinn 2.6. 1996. Merkir Íslendingar Ívar Guðmundsson 101 árs Katrín Jóhanna Gísladóttir 100 ára Áslaug Helgadóttir 95 ára Hallgrímur Oddsson 90 ára Þórdís Grímheiður Magnúsdóttir 85 ára Anja Honkanen Gísli Arnkelsson Svanur Jónsson 80 ára Bergur Ingólfsson Elías Hergeirsson Ingibjörg Erlingsdóttir 75 ára Anna Jóna Kristjánsdóttir Bryndís Hulda Búadóttir Jón Gunnar Gunnlaugsson Vigfús Ingólfsson 70 ára Jenný Sigrún Elíasdóttir 60 ára Anna Ólafía Guðnadóttir Ágúst Ragnarsson Ellý Vilhjálmsdóttir Guðmundur Rúnarsson Guðríður M. Sveinarsdóttir Gunnar Þórarinsson Jón Ísak Harðarson Kristín Guðmundsdóttir Kristín Þórdís Reynisdóttir Kristján Jónasson Magnús Steinar Magnússon Ólafur Valgeir Guðjónsson Sigurborg M. Guðmundsdóttir 50 ára Brynhildur Gunnarsdóttir Guðbjörg A. Benediktsdóttir Jóhann Kristinn Grétarsson Jón Hreiðar Sigurðsson Sigurbjörg Guðmundsdóttir Steinar Guðmundsson Wojciech Szaro Þorleifur Páll Ólafsson 40 ára Baldvin Árnason Björgvin Marinó Pétursson Davíð Ólafsson Guðni Agnar Kristinsson Hermann Reynir Hermannsson Jakob Már Stefánsson Linda María Jóhannsdóttir Sara Sigurðardóttir Sigríður Kjartansdóttir Þórunn Harðardóttir 30 ára Adrian Artur Oleszczuk Alma Rut Þorleifsdóttir Brynja Gunnarsdóttir Brynleifur Hlynsson Elva Hrönn Smáradóttir Heiðrún Gissunn Káradóttir Hermann Þór Hauksson Jóhanna Íris Hjaltadóttir Kolbrún Stefánsdóttir Monika Zak Sandis Isjomins Sylvía Hera Skúladóttir Til hamingju með daginn 30 ára Kolbrún ólst upp í Kópavogi, býr í Mosfellsbæ og er í fæðingarorlofi. Maki: Arnar Agnarsson, f. 1989, framkvæmda- stjóri eigin fyrirtækis. Dóttir: Sóldögg Arnars- dóttir, f. 2017. Foreldrar: Margrét Einarsdóttir, f. 1956, leikskólakennari, og Stefán Ingólfsson, f. 1951, arkitekt. Þau eru búsett í Kópavogi. Kolbrún Stefánsdóttir 30 ára Sylvía ólst upp á Hvammstanga, býr á Akra- nesi og starfar við leikskól- ann Vallasel. Maki: Stefán Örn Karls- son, f. 1985, starfsmaður hjá Norðuráli á Grundar- tanga. Börn: Dagný Rós, f. 2008; Tristan Snær, f. 2010, og Viktor Snær, f. 2013. Foreldrar: Guðrún Esther Jónsdóttir, f. 1969, og Skúli Hreinn Guðbjörns- son, f. 1965. Sylvía Hera Skúladóttir 30 ára Jóhanna ólst upp á Kvistási í Eyjafjarðar- sveit, býr á Selfossi, lauk framhaldsstigi í klass- ískum söng frá Tónlistar- skólanum á Akureyri og stundar nú nám í búvís- indum við LBHÍ. Maki: Hörður Ársæll Sig- mundsson, f.1982, stál- smiður hjá Landstólpa. Foreldrar: Arnbjörg Jó- hannsdóttir, f. 1964, og Hjalti Þórsson, f. 1957. Þau búa á Kvistási. Jóhanna Íris Hjaltadóttir mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.