Morgunblaðið - 19.01.2018, Page 41

Morgunblaðið - 19.01.2018, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2018 Þjóðleikhúsið hefur um nokk-urt skeið sinnt ungum leik-húsgestum vel. Bara á yfir-standandi leikári hafa börn getað séð ævintýrasöngleikinn Fjarskaland, jólasýninguna Leitin að jólunum og brúðusýninguna Pétur og úlfinn úr smiðju Bernds Ogrodnik sem sett var upp í samstarfi við Brúðuheima auk þess sem brúðu- meistarinn Bernd hefur tekið á móti elstu deildum leikskóla í sögustund. Tvær nýjar uppfærslur bættust við í vetur, báðar í leikstjórn Björns Inga Hilmarssonar sem sér um barna- og fræðslustarf Þjóðleikhússins. Þetta eru Oddur og Siggi sem leikin hefur verið víðs vegar um landið til að leyfa fleirum að njóta hæfileika Þjóðleik- hússins óháð búsetu og Ég get sem frumsýnd var í Kúlunni fyrir skemmstu og gæti einnig hæglega farið í leikferð um landið enda um- gjörðin einföld. Leiksýningin Ég get kemur úr smiðju Peters Engkvist þar sem hún var frumsýnd hjá Teater Pero í Sví- þjóð fyrir tveimur árum, en leikstjóri sýningarinnar og þýðandi, Björn Ingi, starfaði um nokkurra ára skeið með Engkvist undir merkjum Teater Pero. Engkvist er Íslendingum að góðu kunnur, en meðal leiksýninga sem hann hefur leikstýrt hérlendis eru Ormstunga, Mr. Skallagrímsson og Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur. Ég get er hugsuð fyrir allra yngstu áhorfendurna, sem eru frá tveggja til fimm ára, og er afbragðskynning á töfrum leikhússins. Sýningin er að- eins 30 mínútur að lengd og inniheld- ur heillandi lýsingu Hermanns Karls Björnssonar, hljóðmynd Kristins Gauta Einarssonar þar sem tónlist eftir m.a. Philip Glass og Caravan Pa- lace skapar viðeigandi stemningu, lit- ríka búninga Leilu Arge sem gleðja augað og leikmynd sem sam- anstendur að stórum hluta af brúnum pappakössum í mismunandi stærðum sem stafla má líkt og um kubba væri að ræða, en útlit sýningarinnar er byggt á hugmyndum Peters Eng- kvist og Linu Serning sem Högni Sig- urþórsson útfærir. Í verkinu fáum við að fylgjast með tveimur nafnlausum verum af sitt- hvoru kyni. Sá litli texti sem er not- aður einkennist af einföldum, stuttum setningum á borð við „ég get“, „ég á þetta allt“ og „ég er bestur“. Í upp- hafi sýningar er það stúlkan sem hef- ur eignarhald á leikrýminu sem af- markast af litríku teppi alsettu þríhyrningum, en eins og hendi væri veifað hefur strákurinn skyndilega tekið yfirhöndina án þess að um- skiptin væru skýrð með nægjan- legum hætti. Verurnar tvær bítast eins og krakkar í sandkassa um leik- munina, vilja gjarnan skoða dót hins án þess þó að gefa sitt eftir. Átökin um yfirráðin gleymast hins vegar reglulega þegar verurnar tvær detta inn í hina ýmsu leiki þar sem rytmi gegnir vegamiklu hlutverki, eins og sést vel í rigningarkaflanum. Byggja má skemmtilegan turn úr pappakössum og láta þá snúast með dáleiðandi hætti, garðkönnur úr blikki svífa um í heillandi dansi og skapa má kunnugleg dýr úr pappa og blikkpottum fái ímyndunaraflið að ráða för. María Thelma Smáradóttir og Stefán Hallur Stefánsson hafa góða sviðsnærveru og gættu vel að tengsl- unum við áhorfendur. Á stundum saknaði rýnir þess þó að leikararnir sýndu okkur þegar hugmyndin að nýjum leik kviknaði. Fegurð verksins felst í ferðalaginu frá mér og þér til okkar, en verurnar tvær uppgötva að með samvinnu og samleik geta undirsamlegir hlutir gerst sem jaðra við töfra. Ljósmynd/Halldór Örn Óskarsson Töfrar „Fegurð verksins felst í ferðalaginu frá mér og þér til okkar, en ver- urnar tvær uppgötva að með samvinnu og samleik geta undirsamlegir hlut- ir gerst sem jaðra við töfra,“ segir í rýni um barnasýninguna Ég get. Þar sem ímyndunar- aflið fær að blómstra Þjóðleikhúsið Ég get bbbmn Eftir Peter Engkvist. Leikstjórn og ís- lensk þýðing: Björn Ingi Hilmarsson. Leikmynd: Högni Sigurþórsson, en útlit sýningarinnar er byggt á hugmyndum Peters Engkvist og Linu Serning. Bún- ingar: Leila Arge. Lýsing: Hermann Karl Björnsson. Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson. Leikarar: María Thelma Smáradóttir og Stefán Hallur Stefáns- son. Frumsýning í Kúlunni í Þjóðleikhús- inu 7. janúar 2018, en rýnt í 2. sýningu 14. janúar 2018. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST The Pain Tapestry nefnist ein- leikur eftir ensk-armenska skáldið Baret Magarian sem leikhópurinn Lab Loki sýnir í Tjarnarbíói í kvöld og annað kvöld kl. 21. Sýningin er leikin á ensku af leikaranum Páli Sigþóri Pálssyni og leikstýrt af Rúnari Guðbrandssyni. Haukur Valdimar Pálsson sér um hljóð, lýs- ingu og myndefni í sýningunni. Leikritið fjallar um sendil sem er einn á ferð í gömlum kagga, með dularfullan pakka, á leið þvert yfir Bandaríkin. Hann byrjar að velta vöngum yfir eðli tilverunnar og til- gangsleysi eigin lífs og rekst á alls kyns einkennilegar persónur á vegahótelunum við þjóðveginn. Páll Sigþór flutti nýverið heim til Íslands eftir áralanga búsetu í Eng- landi. Þar útskrifaðist hann frá Gu- ildford School of Acting og starfaði með The Rude Mechanical Theatre Company frá árinu 2000. Um er að ræða farandleikhóp sem samdi sýn- ingar innblásnar af Commedia dell’Arte-hefðinni. Sýnir einleikinn The Pain Tapestry í Tjarnarbíói Sendill Páll Sigþór bregður sér í margvísleg hlutverk í sýningunni. The Post Nýjasta kvikmynd leikstjórans Ste- vens Spileberg. Hún er sannsögu- leg og fjallar um það er blaðamenn Washington Post komust árið 1971 yfir trúnaðargögn sem nefnd hafa verið Pentagon-skjölin. Þau inni- héldu m.a. upplýsingar um að bandarískr stjórnvöld hefðu ekki sagt satt um gang stírðsins Víet- nam. Með aðalhlutverk fara Tom Hanks og Meryl Streep. Metacritic: 83/100 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri Gamandrama eftir leikstjórann Martin McDonagh sem segir af Mildred Hayes, fráskilinni móður sem syrgir táningsdóttur sína sem myrt var með hrottalegum hætti. Sjö mánuðum frá morðinu hefur morðrannsókninni ekkert miðað og Hayes þykir lögreglumenn smábæj- arins sem hún býr í, Ebbing í Mis- souri, lítið aðhafast. Hún ákveður því að stilla upp þremur skiltum við bæjarmörkin með skilaboðum til lögreglustjórans. Með aðalhlutverk fara Frances McDormand, Woody Harrelson og Sam Rockwell. Metacritic: 88/100 12 Strong Sönn saga af tólf manna sveit her- manna sem send var til Afganistans eftir hryðjuverkaárásina á tvíbura- turnana í New York 11. september 2001. Sveitin átti að aðstoða afg- anska vinasveit Bandaríkjanna í baráttunni við talíbana og reyndist þetta mikil hættuför. Leikstjóri er Nicolai Fuglsig og með aðalhlut- verk fara Chris Hemsworth, Mich- ael Shannon og William Fichtner. Metacritic: 58/100 Bíófrumsýningar Leki, sorg og stríð Verðlaunamynd Úr Three Billboards Outside Ebbing, Missouri sem hlotið hefur mikinn fjölda verðlauna og þykir líkleg til afreka á Óskarnum. Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is Dekraðu við línurnar Að vera í brjóstahaldara í réttri stærð skiptir miklu máli, gefðu þér tíma, við erum á Laugavegi 178 Haldari 8.950 kr. Buxur 3.650 kr. Misty Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 8, 10.40 Sýnd kl. 3.30, 5.45 Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5 Sýnd kl. 3.30, 5.45

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.