Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Page 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
D
óra Jóhannsdóttir brá sér í ótal
líki í áramótaskaupinu sem 70
prósent landsmanna horfðu á
síðasta kvöld ársins 2017. Dóra
var þó ekki bara í hlutverkum
frægra og ófrægra heldur var hún einnig yf-
irhandritshöfundur skaupsins. Dóra hefur ver-
ið afar ötul við að koma hugmyndum sínum í
verk, kynnt spunaleikhús fyrir Íslendingum,
leikstýrt, skrifað og leikið. Við hittumst rétt
áður en sólin settist í Vesturbænum.
Hvernig hefur þú upplifað viðbrögðin við
Skaupinu?
„Miklu betri en ég þorði að vona. Ég var í
Kringlunni áðan og þar var fólk að stoppa
mann til að tala um skaupið, gerir mann bæði
hissa og þakklátan. Ég er líka ánægð með að
fólk hefur verið að nefna mismunandi atriði
sem sín eftirlætis. Gefur til kynna að margir
hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð.“
Þið virðist vera að fá svolítið mörg rokkstig
fyrir atriðið í heita pottinum, þar sem kon-
urnar voru komnar í hlutverk karlanna og
völsuðu berar að ofan um laugina og allt varð
vitlaust þegar karlinn fór úr að ofan.
„Já, persónulega verð ég að segja að ég er
stoltust af því atriði, mér fannst það yfirlýsing
sem var mikilvæg og gaman að standa með
henni og framkvæma.
Svo lék sonur minn barnið sem konan í
næsta potti tók fyrir augun á. Þegar við vorum
að útskýra atriðið fyrir honum var hann svolít-
ið hissa, honum fannst að konur ættu jú alveg
að geta fengið að vera berar að ofan í sundi.
Svo sagði hann við mig í dag: „Mamma, árið
2018, þá mega konur vera berar að ofan.“
Fannst að við Saga hefðum í raun verið að
kynna ný lög fyrir nýtt ár.“
Var að drepast
Er eitthvert atriði sem hefur vakið sterkari
við brögð en önnur?
„Líklega þetta atriði. Við spáðum aðeins í
það hvort það myndi fara fyrir brjóstið á fólki
en ég hef bara séð eitt eða tvö komment um
slíkt, sem voru einmitt í þeim dúr sem við vor-
um að gera grín að; „En hvað með börnin?““
Enginn kvíði í maganum þegar maður bíður
eftir því hvernig svona fellur í kramið?
„Jú, ég var bókstaflega að drepast! Ég
skildi símann minn eftir heima því ég var svo
hrædd við samfélagsmiðlana, rétt dirfðist að
kíkja þegar ég var búin að frétta að þetta væri
almennt að vekja jákvæð viðbrögð.“
Þegar svo margt gerist á einu ári, meira að
segja tvennar alþingiskosningar, hvernig
gengur að koma því heim og saman í aðeins
eitt skaup?
„Það sést auðvitað best á því að við skrif-
uðum samtals tvö skaup. Efniviðurinn var
slíkur. Svo völdum við það besta og fengum
vini til að lesa yfir. Ef margir voru að benda á
eitthvert atvik sem þá rámaði ekkert í hentum
við því út.
Þetta var líka flókið því mjög mikið af erf-
iðum og viðkvæmum málum komu upp 2017,
sem við vildum sýna virðingu og eiginlega ekki
gera létt grín að einhverju sem skiptir ótrú-
lega miklu máli og er viðkvæmt umfjöllunar-
efni fyrir marga. Við frekar bentum á þau mál
hér og þar með stuttum setningum án þess að
taka endilega heil atriði í að fjalla um þau.
Í pólitíkinni vorum við líka meðvituð um að
dreifa atriðunum þannig að það væri ekki ein-
hver áberandi slagsíða, passa að sem flestir
sem fara með völdin væru teknir fyrir.
Við vissum að við yrðum að gera grín að
Costco en það tók marga mánuði að finna eitt-
hvað sem okkur fannst gott og satt.“
Nýfráskildir lita ljóst
og klippa topp
Þegar hér er komið í viðtalinu kemur ljós-
myndari Morgunblaðsins askvaðandi inn.
Hokinn af reynslu hefur hann að sjálfsögðu
myndað Dóru áður. „Hvað ertu orðin eitthvað
meira blond en venjulega?“ spyr hann. Dóra
svarar honum í glensi að það hljóti að vera
vegna þess að hún sé fráskilin. „Ég las það í
blaði að nýfráskilið fólk liti oft á sér hárið og
konur klippi á sig topp. Nema að ég var bæði
búin að lýsa aðeins á mér hárið og klippa á mig
toppinn þegar ég las þetta!“
Ljósmyndarinn smellir myndum af Dóru og
við höldum svo áfram.
Hvaðan ertu?
„Ég er héðan.“ Dóra bendir út um gluggann
þar sem við sitjum á Kaffi Vest. „Vest-
urbænum. Ólst hér upp og hér við vorum vin-
konurnar einmitt alltaf að plotta þegar við vor-
um unglingar að stofna kaffihús. Þannig að
það var algjörlega geggjað þegar þetta var svo
opnað. Ég fór í Hagaskóla, svo Menntaskólann
í Reykjavík, Listaháskólann og eftir að hafa
leikið í nokkur ár í leikhúsunum hér heima fór
ég í meira nám til Bandaríkjanna.“
Var fljótt ljóst að í þér byggi leikari og grín-
ari?
„Nei eiginlega ekki. Það var ekkert í mínu
umhverfi sem hafði með leiklist að gera. Faðir
minn, Jóhann Þór Magnússon, er verkfræð-
Morgunblaðið/Hari
Engum datt í hug að
leiklist væri fyrir mig
Dóra Jóhannsdóttir, áramótaskaupshöfundur, leikkona, leikstjóri og spunameistari með meiru hefur verið í
hláturskasti allt sitt líf og var rekin úr tímum fram á fullorðinsár fyrir það. Hún segist lítið vera fyrir dramatík,
þótt starfsframa síns vegna ætti hún varla að viðurkenna það.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
„Ég fór þó í Listaháskólann, með það í huga
að verða leikstjóri. Þá var ekki komin þessi
sviðshöfundabraut svo ég fór í leikaradeild-
ina og það leið ekki á löngu þar til ég var
skömmuð fyrir að vera þar af hálfum hug.“
’Ég var mjög oft rekin úr tímum fyrir fliss, meira að segja í síðastabekk í menntaskóla, þegar ég var að fara að útskrifast, orðin 19ára, var ég rekin út fyrir að hlæja. Ég klóraði mér í hausnum yfirsjálfri mér, rekin úr tíma fyrir að vera með læti, hálffullorðin?