Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Side 15
Morgunblaðið/Hari veit í alvörunni ekki hvort þú átt að skrifa þetta! En ég bara skil þetta ekki – af hverju ætti ég að vilja grenja í vinnunni? Áður fyrr var oft litið niður á grínleikara, eins og það væri auðvelt að gera grín og svo varstu hækk- aður í tign með því að fá dramatískt hlutverk. Þegar ég fór út til Bandaríkjanna fattaði ég hvað þetta var mikil list og hvað það er erfitt að gera vandað grín. En kannski hef ég bara ekki fengið dramahlutverk sem ég hef fundið mig í hingað til.“ Hvernig gerir maður gott grín? „Í náminu úti heyrði maður oft; „You can’t teach funny“ og var átt við að ef þú ert með al- gjörlega húmorslausa manneskju fyrir framan þig er ómögulegt að kenna henni að vera fynd- in. Hins vegar ef manneskjan er með einhver fyndni-gen í sér er hægt að kenna henni hvernig hún getur orðið sterkari í faginu.“ Hvenær hefurðu upplifað þróun á ferli þín- um? Að þú ert orðin fyndnari í dag en í gær. „Reynsla af leiksviði kennir mikið, viðbrögð áhorfenda. Þá skella hlátursbylgjurnar á manni og með tímanum fattar maður hvað virkar. Í spunanum snýst þetta um að vera í slökun, styðja mótleikara sína og hlusta. Fyndnin kemur þá, maður þarf ekki að pæla, alveg magnað. Það er nefnilega regla í spuna- listinni að þú mátt ekki reyna að vera fyndinn, sem fyndið fólk er mjög lengi að tileinka sér. Þetta snýst um að fylgja innsæinu, ritskoða sig ekki og ekki vera alltaf í hausnum á sér. Spuni krefst þess að æfa sig rosalega mikið í mörg, mörg ár, til að verða fær í þessu.“ Sumum lesendum kann að þykja þetta svo- lítið framandi, geturðu útskýrt Improv Ísland fyrir þeim? Maður hefur séð að ólíklegasta fólk er að stunda þetta, allt frá hand- boltaköppum eins og Ólafi Stefánsson upp í forstjóra? „Já, ég er að fá fólk úr öllum stéttum og stöðum, ungt fólk og eldra, upp í áttrætt, Ólaf- ur er notabene geggjað góður í þessu. En það má kalla þetta grínspuna og það er löng hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, þar sem spuna- leikhús hafa verið starfrækt frá 1960. Rosa- lega margir grínistar Bandaríkjanna nota þessa aðferð til að þjálfa sig og rækta grínið sitt og margir þekktir grínþættir, svo sem The Office eru byggðir á þessari aðferð. Spuni á líka margt sameiginlegt með íþrótt- um og maður þarf að iðka þetta til að halda sér við. Um tíma þegar ég var aðallega í því að kenna en tók minna þátt sjálf leið mér eins og feita fimleikaþjálfaranum á kantinum sem veit hvernig á að gera þetta en gæti aldrei gert þetta sjálfur! Ég þarf að æfa mig mörgum sinnum í viku ef mér á að líða vel uppi á svið- inu. Þetta eru nokkur stig, fólk kemur á næsta námskeið ef það vill halda áfram og finnst þetta gaman og bætir þá ofan á lærdóminn, núna eru fjögur „stig“ í gangi auk söngleikja- námskeiða og námskeiða með erlendum kenn- urum. Svo er fastur sýningarhópur með tutt- ugu manns sem sýnir einu sinni í viku í Þjóðleikhúskjallaranum. U, má ég nokkuð segja frá heimasíðunni í þessu viðtali? Þar er nefnilega allt mjög ítarlegt um þetta. Improviceland.com. Ha?“ Hvað hefur haft áhrif á þig í gríni? „Ég var barnapía í Bandaríkjunum á sumrin frá því ég var 14-17 ára, sem er fáránlegt út- hald því það var nánast ekkert að gera þarna. Þar úti lifði ég fyrir að horfa á grín í sjónvarp- inu. Saturday Night Life á laugardögum var hápunktur vikunnar. Ég er mjög mótuð af þessu. Það var því algjört mekka fyrir mig þegar ég fór svo að horfa á upptöku á Sat- urday Night Life fyrir tveimur árum og fékk að fara baksviðs. Margir af þeim leikurum og höfundum eru að koma úr þessum skóla sem ég var í þannig að það var líka magnað að fylgjast með því að sumir sem þú varst með í tímum eru byrjaðir að skrifa fyrir Saturday Night Life.“ Er markaðurinn eitthvað að stækka fyrir þetta á Íslandi? Og langaði þig bara aldrei að vera áfram úti? „Ég veit það nú ekki. Það er ótrúlega lítið af leiknu efni framleitt hérlendis, sem er skand- all. Við eigum svo mikið af fyndnu fólki og ég vona að fólk sjái hvað við getum búið til gott efni. Íslendingar vilja sjá íslenskt efni og það væri draumur að sjá meira fé fara í það. En nei, ég vil ekki vera úti. Ég bjó með son minn í New York frá því hann var 2-5 ára og mig langar ekki að ala upp barn þar þannig að það er eiginlega ekki valmöguleiki.“ Það er frumkvöðull í þér, og greinilega líka stjórnandi, þú leikstýrðir Ræmunni í Borgar- leikhúsi á síðasta ári og leikstýrir þar öðru verki í haust. Þínir styrkleikar sem leik- stjóri? „Ég er náttúrulega kannski svolítið stjórn- söm að eðlisfari, pirrast pínu þegar ég hef ekk- ert um málin að segja. Það er ennþá ekki búið að opinbera hvaða verk þetta er sem ég mun leikstýra svo ég get ekki sagt frá því. Ég held að spuninn hafi hjálpað mjög í leikstjórn, ég er held ég næm fyrir strúktúr og finnst skemmti- legra en allt annað að vinna með fólki.“ Í hvaða öðrum verkefnum ertu? „Ég og Saga Garðarsdóttir höfum verið höf- undateymi í tvö ár og það hefur gengið ótrú- lega vel, ekki kastast í kekki í eina sekúndu, við elskum að vinna saman og ætlum að gera það að eilífu. Núna erum við að skrifa nýjan einleik fyrir Kenneth Mána sem á að sýna í sumar en við ætlum að reyna að gera sem mest áður en Saga eignast barn í febrúar.“ Þegar þú ert ekki að vinna, hvað gerirðu þá? „Ég reyni að sjá allt í leikhúsinu og næ því oftast og reyni að eyða eins miklum tíma og ég get með sjö ára syni mínum. Við Saga lyftum undir leiðsögn einkaþjálfara fjórum sinnum í viku, erum í ræktinni og gufunni alveg fram að hádegi. Svo vinnum við einhverja 3-4 tíma á dag á skrifstofu, okkur finnst fínt að taka stuttar lotur sitjandi við tölvuna, við erum hvort sem er líka að vinna þegar við erum að kjafta í búningsklefanum. Við Saga erum bún- ar að þekkjast frá því við vorum unglingar, fengum alltaf meira og meira á tilfinninguna með árunum að við myndum vinna saman.“ Af hverju eigið þið svona vel saman? „Við drögum góða hluti fram í hvor annarri og hvorri okkar finnst hin endalaust fyndin. Við þurfum varla að ræða verkaskiptingu, allt er svo smurt að það bara gerist. En núna er Saga að fara í fæðingarorlof svo þá ætla ég að nota tækifærið og breyta til og fara í Crossfit. Ég held það verði ekki jafn gaman að vera áfram í sömu ræktinni þegar hún er farin. Hún er komin átta mánuði á leið og er reyndar eins og stendur að lyfta þyngra en ég!“ Ertu með eitthvað á bak við eyrað í lífinu? „Ekki veigra sér við að taka áhættu í lífinu og láta draumana rætast. Hvað er það versta sem gæti gerst? Jú, ég gæti dáið, en er það ekki hvort sem er að fara að gerast?“ ’Þegar ég lít til baka sér mað-ur margt mjög skrýtið. Ég léktil dæmis alltaf bara hórur þegarég var í náminu. Á lokaárinu var ég orðin hvumsa; Var þetta til- viljun eða hvað var þetta eig- inlega? Fannst orðið mjög skrýtið hvað ég var alltaf fáklædd. 7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Saga Garðarsdóttir, vinkona og samstarfsfélagi: „Dóra er ein klárasta kona sem ég þekki, ótrúlega greinandi, hugmyndarík og lausnamiðuð og svo ógeðslega fyndin og rugluð. Afar traust vin- kona, hægt að segja henni öll hræðilegustu leyndarmál og hún dæmir ekki. Gallar eru þeir að hún er hræðilega óstundvís og hún safnar nöglum af tám og fingrum og segist ætla að smíða skip úr þeim.“ Ólafur Ásgeirsson, nemandi Dóru og leikari: „Ég kynntist Dóru á spunanámskeiði hjá henni og kynntist því um leið hvað hún er gjafmild, brosmild og mikill viskubrunnur. Það er hægt að fá ráð hjá henni og tala við hana um nánast allt. Við vorum með- leigjendur í New York og það gekk hnökralaust fyrir sig enda eru allir veg- ir færir í vináttu þegar maður hefur átt samræður um hver eigi að þrífa kló- settið. Af göllum þá er hún alltaf að týna símanum sínum og stundum er eins og hún skilji ekki hvað það er að passa upp á veraldlega hluti. Þú mátt svo skrifa að hún sé athyglissjúk, og setja fimm- tán upphrópunarmerki aftan við það!“ Gunnar Jóhannsson, bróðir Dóru: „Dóra er einstaklega góð í að peppa upp stemningu og getur jafnvel gert óáhuga- verða hluti áhugaverða með því. Hún er mikill vinur vina sinna, til dæmis þegar ég varð fárveikur um árið tók hún sér hlé úr tökum til að gefa mér að borða og passa mig. Hennar ókostir eru að hún er svolít- ið óstundvís og stundum finnst mér hún óskipulögð en þegar á reynir getur hún skipulagt allt í þaula. Hún getur verið eins og mamma manns en líka al- gjör unglingur, bæði í fatastíl og hegð- un og öllu! Sem getur verið mjög fynd- ið.“ Birgitta Birgisdóttir, bekkjarsystir og vinkona: „Ég var heppin að fá að vera með Dóru í bekk í leiklistarskólanum en hún er besta vinkona sem hugsast get- ur. Hún gefur manni rými, setur aldrei pressu á mann eða dæmir á nokkurn hátt. Hún segir nákvæmlega það sem henni finnst og sumum fyndist það mögulega galli en ég lít á það sem stór- kostlegan kost því orðum hennar er hægt að treysta. Hún er eldklár og metnaður hennar er smitandi. Svo er hún viðbjóðslega fyndin. Dóra er svolítið svifasein stundum og utan við sig, gæti trúað að margir hafi lent í því að ætla að heilsa henni á Laugaveginum og hún hafi ekkert tekið eftir því.“ Kostir og gallar Dóra Jóhannsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands, leiklist- ardeild, árið 2006. Síðar fór hún í Upright Citizens Brigade skól- ann í New York sem Amy Poehler stofnaði og á síðasta ári fór hún til Chicaco í frekara grínspunanám, hjá Improv og Sketch prógramminu í The Second City. Dóra stofnaði Improv Ísland árið 2013 og er listrænn stjórn- andi þess og er yfirkennari hjá Improv-Haraldurinn. Þá er hún einn af stofnendum og framkvæmdastjórum leikfélaganna Vér morðingjar og Ég og vinir mínir. Dóra hefur leikið ótal hlutverk í ýmsum leikverkum Borgar- leikhússins, Þjóðleikhússins og einnig leikið í Hafnarfjarðarleik- húsinu. Þá hefur hún leikið í sjónvarpi og kvikmyndum, svo sem í grín- þáttunum Steypustöðin á Stöð 2, Undir trénu, Pressunni, Næturvaktinni, Hamrinum og Mið-Íslandi. Dóra hefur skrifað handrit að auglýsingum, verið grínstjóri í grínatriðum og leik- stýrt Ræmunni í Borgarleikhúsinu sem sýnt var 2017. Dóra leik- stýrir nýju verki sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu í haust. Sitt hvað af ferlinum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.