Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Page 17
Næsta skref er að bíða eftir viðbrögðum frá Evrópusambandinu. Hvort það samþykki bún- aðinn eins og hann er eða hvort það óski eftir endurbótum af einhverju tagi. Niðurstaða í því máli ætti að liggja fyrir ekki síðar en næsta haust. „Í millitíðinni höldum við áfram að prófa og þróa búnaðinn og sækja um styrki til frekari rannsókna og prófana.“ Vinna áfram hver í sínu lagi Uns frekara fjármagn til samvinnu liggur fyr- ir munu menn halda áfram að þróa einstaka þætti búnaðarins hver í sínu lagi. Hér heima verður áhersla lögð á beltið en doktorsnemi í sálfræði við Háskóla Íslands, Rebekka Hoff- mann, mun halda áfram að skoða möguleika þess í doktorsverkefni sínu á þessu ári. „Belt- ið var upphaflega ekki inni í myndinni en kom inn á öðru ári, að mig minnir, og hefur verið snar þáttur í verkefninu síðan.“ Þá stendur til að gera frekari hljóðrann- sóknir sem munu snúa að því að taka tillit til lögunar ytra eyrans og höfuðlags á hljóð- skynjun einstaklinga. „Öll erum við með mis- munandi eyru og höfuðlag sem móta hljóðið sem við heyrum. Mótunina nýtum við til að staðsetja hluti í umhverfinu sem gefa frá sér hljóð. Í sýndarveruleika eru notuð heyrnatól sem annað hvort stingast inn í eyrað eða leggj- ast upp að eyranu. Þannig að hljóðið verður ekki fyrir mótuninni sem við erum vön í raun- veruleikanum. Það þarf því að búa til mót- unina í tölvunni þannig að upplifunin verði sem raunverulegust. Mínar rannsóknir munu snúa að því að geta framkvæmt einstaklings- miðaða mótun hljóðsins á sem einfaldastan og fljótlegastan máta.“ Það er auðvitað of snemmt að velta fyrir sér kostnaði notenda enda varan ókomin á markað en Rúnar bendir þó á, að stoðtæki séu niður- greidd af hinu opinbera á Íslandi, ýmist að fullu eða hluta, og það ætti að eiga við hér. „Þetta er ekki vara sem færi gegnum smásölu, heldur færi hún gegnum kerfið, væntanlega Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Hún myndi leggja mat á það hverjum þessi búnaður gagnast og hverjum ekki.“ Síðan er aldrei að vita nema verkefnið vindi upp á sig. „Til þess að þjálfa fólk í þessu verkefni hönnuðum við sýndarveruleika, bjuggum til þrívíðan heim sem fólk ferðast í til að æfa sig. Það leiðir hugann að því að það vantar afþreyingu fyrir blinda og sjónskerta og hæglega mætti þróa leiki af ýmsu tagi út frá þessum sýndarveruleika og gefa þeim tækifæri til að ferðast og uppgötva hluti í þrí- vídd. Þeir leikir þyrftu svo sem ekkert að vera eingöngu fyrir blinda og sjónskerta; vel mætti tengja þá við heim hinna alsjáandi líka en þessar pælingar eru auðvitað ennþá á frumstigi.“ Beðinn að horfa til baka yfir þessi þrjú ár svarar Rúnar því til að verkefnið sé nokkurn veginn á sama stað og hann hafði væntingar um í upphafi þessarar vegferðar. „Við erum á áætlun, myndi ég segja. Hafandi sagt það þá eru ýmis sambærileg verkefni sem stofnað var til mun fyrr komin mun skemur á veg. Í því samhengi þá hefur okkur tekist að áorka býsna miklu. Auðvitað eigum við eftir að fín- stilla búnaðinn en það var allan tímann viðbú- ið. Einhverjir hefðu eflaust viljað vera komnir ennþá lengra en við það fólk segi ég að við urðum að takmarka okkur á leiðinni til að ná raunhæfum árangri. Hefðum við ætlað okkur um of stæðum við líklega uppi tómhent í dag; án nothæfrar vöru. Við höfum líka lært heil- margt á þessu sem kemur til með að nýtast okkur á öðrum sviðum. Þetta er góður hópur sem gæti átt eftir að vinna meira saman í framtíðinni, að tengdum eða ótengdum verk- efnum. Það er um að gera að hamra járnið meðan það er heitt!“ „Einhver líkti þessu við hjónaband og það er svo sem ekki fjarri lagi,“ segir Rúnar Unnþórsson um sam- starfið við hina vísindamennina. Notandi búnaðarins í fullum skrúða, með höfuðbúnaðinn með myndavélunum, mittisbeltið og hvíta stafinn. Prófanir á búnaðinum hafa gengið afar vel, að sögn Rúnars. Fjarstýring sem notandinn hefur við höndina. Höfuðbúnaðurinn hefur þróast mikið í ferlinu. Fartölva sem vinnur úr upplýsingunum úr myndavélunum er geymd í poka á bakinu. 7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.