Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Page 18
HJÁLPARSTARF 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018 Þ etta var áhrifamikið,“ er það fyrsta sem Kristín S. Hjálmtýs- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, segir. Hún er nýkomin heim úr vettvangsferð til Suður- Súdans sem hún fór í ásamt Atla Viðari Thor- stensen og Þorkeli Þorkelssyni ljósmyndara. Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur verið að störfum í landinu síðan 1980 og vinnur þar öfl- ugt og fórnfúst starf. Í dag veita bæði Rauði krossinn á Íslandi og utanríkisráðuneytið fé til styrktar bágstöddum í Suður-Súdan og ákveðið var að fara utan og skoða ástandið með eigin augum. Flóttamenn í eigin landi „Utanríkisráðuneytið styrkir verkefni gegn kynferðislegu ofbeldi og eins er Rauði kross- inn með ýmis verkefni í gangi í Suður-Súdan, svo sem dreifingu matvæla, heilbrigðisþjón- ustu og bólusetningu barna og búfjár, svo eitt- hvað sé nefnt,“ útskýrir Kristín. Hún segir starfið vera flókið og yfirgripsmikið enda af nógu að taka; eymd, átök og fátækt er það sem fólkið þar býr við daglega. „Landið er jafn stórt og Frakkland og þarna búa um tólf milljónir manns og um helmingur þeirra er á flótta, annaðhvort á leið til annarra landa eða á flótta innanlands. Þetta eru flótta- menn í eigin landi en þarna eru ættbálkaátök. Þetta er nokkuð flókið ástand í þessu nýjasta lýðveldi heimsins og víða nokkuð langt í land,“ segir Kristín, en Suður-Súdan var viðurkennt sjálfstætt ríki árið 2011. „Mikilvægast er þó að binda enda á átökin svo uppbygging geti hafist. Þarna eru nánast engir innviðir, lítil sem engin heilbrigðisþjón- usta af hálfu stjórnvalda, ekki menntun. Það eru engir almennilegir vegir þarna. Þarna eru oft þurrkar og mikil fátækt. Við höfum verið að styðja almenn verkefni sem fela í sér að dreifa matvælum með flugvélum og einnig verkefni sem snýr að matvælaræktun, þannig að fólk geti skapað sér lifibrauð,“ segir Kristín. „Við erum að reyna að hjálpa fólkinu til sjálfsbjargar og gera því kleift að vera heima hjá sér.“ Yfirvegun og traust „Fyrst í stað virðist þetta yfirþyrmandi stórt verkefni. Þetta er svo margþætt og snýst um pólitík, ættbálkaerjur, olíu og al- menna baráttu um mat og vatn. Þetta er næststærsta verkefni Rauða krossins á eftir Sýrlandi. Þetta er mjög kostnaðarsamt af því það þarf að fljúga á milli með mat, veg- irnir eru nánast engir og á regntímanum verður allt þarna eitt drullusvað. Einhverjir vegir eru og einhverjir trukkar keyra með mat en á þurrkatímabilinu þykir það ekki öruggt vegna þess að þá má búast við árás- um. Manni fallast nánast hendur,“ segir Kristín en bætir við hversu ótrúlegt hafi ver- ið að fylgjast með öllu því frábæra starfi sem Rauða kross starfsmenn inna af hendi þarna, bæði sjálfboðaliðar Rauða krossins í Suður-Súdan sem og sendifulltrúar Rauða krossins sem jafnan eru við störf í landinu í 12-18 mánuði. „Það er í mjög mörg horn að líta en fólk vinnur fumlaust af þekkingu og yfirvegun. Það sló mann fyrst, maður hugsaði, er ekki ástæða til að bugast? En þarna ríkir yfirveg- un og traust. Allir aðilar átakanna vita hvernig Rauði krossinn vinnur og það veitir Rauða krossinum alla jafna meira aðgengi að þolendum átaka umfram önnur samtök,“ seg- ir Kristín og bætir við að Rauða kross hreyf- ingin sé með öllu ópólitísk. „Þegar maður hittir Suður-Súdanana sjálfa er alveg ótrúlegt að sjá von í augum fólks. Og fólk er svo duglegt þarna og nýtir allt sem það getur til að lifa af. Það byggir sinn leirkofa með stráþaki og lífið gengur út á það að ná sér í mat og vatn. Þarna komast aðeins tíu pró- sent barna í skóla. En það er brosað og dansað og fólk er glæsilegt, maður sér það koma gangandi út úr þorpum þar sem allt er í leir og ryki og það er glansandi fínt í skraut- legum klútum. Maður hugsar bara: þið eruð ótrúleg að standa upprétt og halda áfram með lífið þrátt fyrir öll þau vandamál sem að ykk- ur steðja, vandamál sem þið eigið ekki sjálf sök á.“ Það er von í augum fólks Í Suður-Súdan ríkir ófremdarástand; innviðir eru nánast engir og ættflokkaátök og bardagar daglegt brauð. Hálf þjóðin er flóttafólk í eigin landi. Tveir starfsmenn Rauða krossins fóru í vettvangsferð í desember ásamt ljósmyndara sem fangaði falleg augnablik, mitt í eymdinni sem þarna ríkir. Texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson thorkell@thorkell.com Kætin leynir sér ekki í kjölfar endurfundanna. Ólýsanleg upplifun, að sögn Kristínar. Sendifulltrúi Alþjóða Rauða krossins og nýja barnabarnið bregða á leik. Eftir langa fjarveru er fjölskylda sameinuð. Stundin þegar amman strýkur um hendur fjölskyldumeðlims er tilfinningaþrungin. Á meðan fylgist nýtt barnabarn með af athygli. Fjölskyldufaðir þakkar Rauða krossinum fyrir að sameina fjölskyldu sína og tekur í hönd Kristínar, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.