Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Page 19
7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Íslenska sendinefndin varð vitni að sameiningu fjölskyldu í
Suður-Súdan. „Það var mikil gleði og allir á staðnum urðu
mjög hrærðir. Við vorum eiginlega með tárin í augunum,
þetta var mjög látlaust og fallegt,“ segir Kristín.
Rauða kross-fulltrúi ræðir málin við nokkra íbúa Suður-Súdan. Sjálfboðaliði Rauða krossins tekur á móti gamalli konu sem flutt var með flugvél Rauða krossins til endurfunda við fjölskyldu sína.
Á meðan íslenska sendinefndin var í landinu urðu þau vitni að
fallegum endurfundum fjölskyldu sem ekki hafði sést í eitt og
hálft ár. „Þetta var mjög óvænt. Það var akkúrat að gerast
þegar við vorum þarna að flugvél var að lenda með fimm
manna hóp og fórum við með að taka á móti þeim. Þau voru
að sameinast ættingjum sínum sem þau höfðu ekki séð síðan
2016. Það varð tilfinningauppnám. Það var mikil gleði og allir á
staðnum urðu mjög hrærðir. Við vorum eiginlega með tárin í
augunum, þetta var mjög látlaust og fallegt,“ segir Kristín og
segir þetta ekki hafa verið eins og í bíómynd þar sem fólk
hleypur í fangið hvað á öðru. „Það varð svo seinna hjá þeim
spennufall og þau byrjuðu að gráta og faðmast og syngja og
fóru að kyssa og faðma okkur öll.“
Grátið og faðmast