Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Qupperneq 21
fjölmennt fyrir, en Guðmundi hefur klárlega
tekist að stækka það enn frekar. Frásagnar-
stíll Guðmundar er vel ígrundaður og hnytt-
inn. Hann nýtur sín best þegar Guðmundur
leyfir sér að víkja frá RÚV-talandanum, sem
þær Vera og Viktoría hafa t.d. einnig tileinkað
sér, og tala eins og hann sé raunverulega að
eiga samræður við hlustandann.
Samræður Guðmundar við íþróttamennina
eru einmitt svo sterkar og þá ekki síst vegna
þess hve vel hann byggir upp senurnar í kring-
um þær með því að hitta t.d. Ingólf Sigurðsson á
Valsvellinum og Emil Hallfreðsson í Fíladelfíu.
Það verður spennandi að fylgjast með því
hvað Guðmundur gerir næst eða hreinlega hvað
RÚV og íslenska hlaðvarpssenan gerir næst.
Rýmið til vaxtar er í það minnsta ríkulegt.
S-Town
Umsjónarmaður: Brian Reed
S-Town rauk beint á topp vinsældalistanna
þegar það kom út en varð fljótt umdeildasta
hlaðvarp ársins. Í upphafi þáttaraðarinnar er
gefið í skyn að henni muni svipa til Serial –
þáttanna sem komu hlaðvörpum á kortið – en
fljótlega verður ljóst að hér er eitthvað allt
annað á ferð. Í stað sannrar glæpasögu, rann-
sakaðrar af blaðamönnum, kafar þáttastjórn-
andinn Brian Reed í smábæ í Alabama og þá
sérstaklega í einn íbúanna, John B. McLe-
more.
Serial-sárir hlustendur voru þó ekki þær
gagnrýnisraddir sem hæst heyrðist í. Það var
enda engin ástæða til; flestir hlaðvarps-
unnendur virðast sammála um að S-Town séu
einstaklega vel skrifaðir og framleiddir. Í raun
er þar unnið ákveðið frásagnar-afrek þar sem
efni þáttanna var tekið upp yfir nokkurra ára
tímabil án þess að Reed hefði fundið út hvern-
ig hann gæti notað það.
Gagnrýnin snýr að því hvort segja hafi mátt
sögu John B. McLemore yfirhöfuð, eða hvort
þáttastjórnandinn hafi, rétt eins og rætt er
um í Missing Richard Simmons, farið yfir
strikið hvað varðar einkalíf aðalhetjunnar.
Það er líklega best að hafa sem fæst orð um
það mál og leyfa lesendum fremur að mynda
sína eigin skoðun á þessum áhugaverðu þátt-
um.
The Daily
Umsjónarmaður: Michael Barbaro
Fréttaþyrstir hlaðvarpsunnendur ættu ekki
að láta þennan daglega morgunþátt The New
York Times framhjá sér fara. Þættirnir eru
framleiddir af einvalaliði fréttamanna undir
stjórn hlaðvarpsdrottningarinnar Lisu Tobin
en það er hljómþýð rödd Michael Barbaro sem
leiðir hlustendur áfram.
Í hverjum þætti er kafað djúpt í eitt frétta-
tengt málefni, oft það sem hæst er á baugi
þann daginn, af mikilli natni og nákvæmni en
þó með tilfinningagáfurnar við stýrið. Á með-
an aðrir morgunfréttaþættir eiga það til að
vera þurrt og einfalt flæði upplýsinga, finnur
The Daily leiðir til að snerta við hlustand-
anum og viðhalda áhuga hans á eins ólíkum
efnum og öldungadeildarkosningum, kyn-
ferðisbrotum, námslánum og stríðs-
glæpamönnum.
The Daily er frábær fréttaskammtur fyrir
fólk á ferðinni frá mánudegi til föstudags í viku
hverri.
Where Should We Begin
Umsjónarmaður: Esther Perel
Where Should We Begin er sannkölluð gull-
náma fyrir fólk sem er forvitið um sambönd
annarra, og erum við það ekki öll?
Nei? Bara ég? Ok …
Hvað sem því líður hefur hlaðvarp belgíska
sambands-sálfræðingsins Esther Perel slegið
rækilega í gegn. Í hverjum þætti fær hún til
sín eitt hugrakkt en þó nafnlaust par sem
greinir frá vandamálum sínum, veri það skort-
ur á kynlífi, framhjáhald eða hvað annað. Oftar
en ekki kafa pörin djúpt í sín myrkustu leynd-
armál og Perel leiðbeinir þeim með reglu-
legum innskotum.
Þættirnir eru teknir upp á skrifstofu Perel,
þar sem hún hittir einnig aðra skjólstæðinga
sína. Perel fer í gegnum hefðbundinn sálfræði-
tíma með parinu, án þess að nokkurt handrit
komi til. Það sem hlustandinn heyrir er hins-
vegar stytt útgáfa enda nennir enginn að
hlusta á korters rifrildi um tengdamömmu
þegar hægt er að spóla áfram á alvöru trámað.
Meiningin er auðvitað sú að hlustandinn
dragi lærdóm af þeirri umræðu sem tekin er í
hverjum þætti þó margir hafi eflaust einhverja
furðulega ánægju af því að vera vitni að þján-
ingum annarra. Þegar upp er staðið er einfald-
lega heillandi að heyra Perel leiðbeina skjól-
stæðingum sínum í gegnum brotin sambönd
og stundum, þegar sá möguleiki er fyrir hendi,
púsla þeim aftur saman.
7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
● Ástandsbörn – RÚV
● Fruit – Issa Rae Productions
● Rough Translation – NPR
● NO – The Heart
● Dirty John – LA Times
● Nancy - WNYC
AP
Í Ear Hustle er skyggnst bak við
lás og slá og greint frá ýmsum
hliðum lífsins í fangelsum Kali-
forníu. Myndin er tekin í San
Quentin fangelsinu.
Aðrir áhuga-
verðir nýliðar