Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Side 33
Phoebe Philo segir í yfirlýsingu að það hafi verið frábær lífs-reynsla að vinna hjá Céline. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafaunnið með ótrúlega hæfileikaríku og einörðu teymi og mig
langar að þakka öllum sem hafa tekið þátt í samstarfi og samtali …
þetta hefur verið frábært.“
Síðasta lína Philo fyrir Céline verður sýnd í mars næstkomandi en
ekki er búið að nefna eftirmann hennar.
Philo er einhver áhrifmesti hönnuður af sinni kynslóð og hefur ver-
ið áberandi fyrir naumhyggju í hönnun sem hentar konum sem vilja
ekki vera fórnarlömb tískunnar heldur klæðast fötum sem henta
þeirra lífsstíl. Föt hennar taka ákveðna þætti úr karlmannatísku en
eru samt sem áður kvenleg og það lítur út fyrir að það sé hægt að
nota þau árum saman.
Hún er líka hrifin af þægilegum skóm og sagði í samtali við W að
hún kynni vel við strákalega skó. „Þeir eru með fæturna á jörðinni.
Það er hægt að finnast kona í háum hælum spennandi en ég elska líka
notagildi. Ég tengi við að vera algjörlega við stjórnvölinn í því sem
þarf að gera,“ segir Philo, sem m.a. gerði flatbotna sandala með loð-
fóðri að hætti Birkenstock að tískuvöru og kom hvítum Stan Smith-
skóm frá Adidas á kortið.
Philo er ekki sem stendur á leið til annars tískuhúss heldur er búist
við því að hún taki sér hlé frá störfum til að einbeita sér að fjölskyld-
unni. Hún er búsett í London og á þrjú börn á aldrinum 5-12 ára. Hún
hefur áður tekið sér frí til að sinna börnum sínum en hún tók sér
tveggja ára hlé þegar hún hætti hjá Chloé árið 2006 áður en hún tók
við stjórninni hjá Céline. Í bæði skiptin hættir hún þegar allt stendur
í blóma hjá fyrirtækjunum, bæði hvað sölu og virðingu varðar.
Phoebe Philo hættir
Philo þakkar fyrir
sig að lokinni
tískusýningu.
Breski fatahönnuðurinn Phoebe Philo hefur sagt starfi sínu lausu hjá Céline, einu af
áhrifamestu tískuhúsunum í iðnaðinum, eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu í áratug.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Adwoa Aboah var valin fyrirsæta ársins í Bretlandi. Hún hefur
verið áberandi síðastliðið ár en hún bar sigurorð m.a. af
Hadid-systrum. Hún stofnaði ennfremur vefsíðuna gurlstalk.com,
vettvang fyrir ungar stelpur til að fræðast um andlega heilsu
og fleira sem þeim liggur á hjarta.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
Adwoa Aboah var valin fyrir-sæta ársins á bresku tísku-verðlaununum sem voru af-
hent í desember. Hún bar þar
sigurorð af Kaiu Gerber, systrun-
um Bellu og Gigi Hadid auk Winnie
Harlow. Verðlaunin eiga „að fagna
alþjóðlegum áhrifum fyrirsætu,
karl- eða kvenkyns, sem hefur á
síðastliðum 12 mánuðum verið
áberandi í tískuiðnaðinum“. Gigi
Hadid fékk verðlaunin árið á und-
an.
Árið hefur sannarlega verið gott
hjá þessari 25 ára gömlu bresku
fyrirsætu. Hún prýddi forsíðu
fyrsta breska Vogue-blaðsins undir
ritstjórn nýs ritstjóra, Edwards
Enninfuls, sat fyrir í hinu fræga
Pirelli-dagatali, gekk sýningarpall-
ana á ótalmörgum tískusýningum
og sat fyrir í auglýsingaherferðum
fyrir m.a. Marc Jacobs Beauty og
H&M.
Hún hefur ennfremur verið á for-
síðu bandaríska og ítalska Vogue
auk i-D.
Á meðal annarra fyrirsætna sem
hafa hlotið þessi verðlaun eru Kate
Moss, Cara Delevingne, Agyness
Deyn, Jourdan Dunn og Edie
Campbell en Hadid er eini Banda-
ríkjamaðurinn sem hefur unnið til
verðlaunanna.
Samfélag á netinu
Aboah er meira en bara fyrirsæta
því hún er líka baráttukona og
stofnandi Gurls Talk,
sem er samfélag á net-
inu þar sem ungar kon-
ur geta á öruggan hátt
rætt sín á milli um and-
lega heilsu, kynlíf og
samfélagsmiðla. Hún
var valin kona ársins af
GQ meðal annars fyrir
þetta framlag sitt.
Á Instagram-
reikningi hennar eru
myndir af henni með
ýmsum stjörnum en
þrátt fyrir að hún sé
fyrirsæta er hún
stundum óörugg með
útlitið.
„Það versta sem ég
geri þegar ég er óörugg með mig
og viðkvæm er að skoða Instagram.
Það sýna allir bara myndir af því
þegar lífið er gott. Allir líta út fyrir
að vera hamingjusamir.“
Aboah hefur talað opinskátt um
andlega heilsu sína en hún hefur
gengið í gegnum margt. Hún hefur
þjáðst af þungyndi og er líka
greind með geðhvarfasýki.
Hún hefur ennfremur átt við
áfengis- og eiturlyfjavanda-
mál að stríða og tók of stóran
skammt í október 2015.
Núna notar hún engin
vímuefni og segir reynslu
sína getað hjálpað öðrum.
Hún fer til dæmis í skóla og
heldur fyrirlestra. „Ég
hefði virkilega þurft á þessu
að halda þegar ég var í
skóla. Mig óraði ekki fyrir
að ungar stelpur ættu eftir að
koma til mín á Glastonbury eða
götum LA, New York eða Lond-
on og segja mér hversu mikils
virði Gurls Talk sé þeim,“ sagði
hún við Vogue en hún hefur líka
barist fyrir því að tískuheimurinn
endurspegli fjölbreytileika mann-
lífsins.
Adwoa Aboah klæddist fötum frá breska tísku-
merkinu Halpern á bresku tískuverðlaununum.
Hér gengur hún tískupallinn fyrir Topshop og
sýnir sumartískuna 2018.
Á opnun sýningarinnar Rei Kawakubo/Comme
des Garcons: Art Of The In-Between.
Fyrirsæta og baráttukona
Hún situr fyrir í nýju Pirelli-dagatali og mætti
því á kynningu þess í New York í nóvember.
Á galakvöldi tileink-
uðu jafnréttisbar-
áttunni í New York í
október.
Aboah
sýndi sum-
artískuna
fyrir Marc
Jacobs.
AFP
Úr sumarlínu
Celiné fyrir 2018.