Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Qupperneq 34
FERÐALÖG Það getur verið freistandi að draga það að panta flug ívon um að tilboð detti inn. Þetta getur þó verið varasamt
enda hækkar verð oftar þegar nær dregur ferðadögum.
Ekki draga það að panta
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
Egyptaland er akkúrat tíu sinn-um stærra en Ísland; milljónferkílómetrar. Þessar eitt
hundrað milljónir búa á svæði sem
er einungis þriðjungur af lýðveldinu
okkar. Meira en 99% af Egyptalandi
er bara brennheit eyðimörk. Mann-
lífið, menningin, margmennið lifir og
dafnar á bökkum Nílar – lífæðar
landsins, sem litar landið svo grænt.
Rétt austur og vestur yfir árbakk-
ana.
… og þjóðsöngurinn, það fyrsta
sem maður heyrir þegar maður tyll-
ir fæti í Egyptalandi, er flaut. Flaut í
þeim aragrúa bifreiða sem læðast,
því þær fara ekki hratt um æðar
vegakerfis; bíll við bíl. Þeir silast
þétt saman og flauta lag sem er bæði
lifandi glaðvært og pirrandi í senn –
eins og Egyptaland auðvitað er.
Standandi við gangbraut á Zamal-
ek, eyju í miðri Kaíró … í miðju al-
heimsins … í miðri Níl, leitandi eftir
náttmáli, hljómar þjóðsöngur
Egypta hátt og snjallt. Svo ótrúlega
náttúrulegur og fagur; hver einasti
bíll spilar sína nótu svo úr verður
lag. Hávaði og gleði sem er eitthvað
svo ekta, ekta egypskt.
Undir öllum þessum tónum
streyma um kettir og spennandi
fólk; konur með blæju, töffarar
með brilljantín og eldri menn með
yfirvaraskegg og jafnvel tvenn
axlabönd. Þarna hlaupa um
glaðværar skólastelpur í bláum
pilsum, framhjá dreymandi konu í
rauðum kjól, meðan tannlaus mað-
ur gefur köttum og blómasölubetl-
ari með þrjá snjallsíma í hendi sit-
ur hjá; súdanskir farand-
verkamenn færa fisk eða teppi yfir
í næstu götu; varðmaður hrýtur
hátt fyrir utan risastórt rúmenska
Þjóðsöngurinn og
aðrar sögur frá Kaíró
Þjóðsöngur Egypta … hann er auðvelt að muna, einfaldlega svo fallegur
og minnisstæður. Sama með egypskar tölur; íbúafjöldinn þar er núna 100
milljónir, upp á punkt og prik. Íbúar höfuðborgarinnar, heimsborgar-
innar Kaíró, eru 30 milljónir plús. Í Alexandríu bara sex.
Texti og myndir: Páll Stefánsson hr.pallstefansson@gmail.com