Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Síða 37
Ísrael þurfa að gegna daglegum erind-
um aka þeir tugi kílómetra til hinnar
raunverulegu höfuðborgar landsins.
Aðeins þar ná þeir fundi þeirra sem
fara með forræði landsins. Hæstiréttur
landsins situr þar. Hvert einasta hæsta
lag stjórnsýslunnar, öll ráðuneytin og
helstu stjórnsýslustofnanir eru þar.
Með fullri virðingu fyrir erlendum
sendiráðum þá eru það ekki þau sem
ráða úrslitum um það hvort borg er
höfuðborg eða ekki.
Sendiráðin í Tel Aviv eru út úr. Auð-
vitað reyna þau að laga sig að því með
ýmsum hætti, en staðsetningin er um-
hendis. Það veldur engum úrslitum um
spurninguna um það, hvort Jerúsalem
sé höfuðborg eða ekki hvort sendiráð
séu þar eða í Tel Aviv.
Reykjavík yrði áfram höfuðborg þótt
þau fáu sendiráð sem hér eru flyttu
fyrir pólitíska þvermóðsku austur á
Hellu á Rangárvöllum. Sjálfsagt myndi
fækka eitthvað í síðdegisboðunum þó.
Sérstaðan mikla
En það verður að viðurkenna að eitt
sendiráð hefur sérstöðu í þessum efn-
um. Það er sendiráð Bandaríkjanna.
Sendiráð eina örugga vinar Ísraels í
heiminum. Að minnsta kosti þess eina
sem skiptir máli á úrslitastundum.
Vestrænu ríkin, sem gerðu sig að álf-
um með því að fordæma Bandaríkin
fyrir að ætla sér að að ákveða að þeirra
eigið sendiráð verði í Jerúsalem eins og
FJÓRIR bandarískir forsetar höfðu
lofað og tilkynnt og 97% af öld-
ungadeildinni höfðu staðfest í atkvæða-
greiðslu.
Forsætisráðherra Ísraels virtist mis-
líka þegar að utanríkisráðherra minni-
hlutastjórnar í Svíþjóð var með ónot út
í Ísrael. Það var óþarfi. Það hefur iðu-
lega andað köldu úr þeirri átt. Svíþjóð
fyrri tíðar má þó eiga það, að hún stóð
sig betur þegar aðþrengdir gyðingar
reyndu að flýja undan böðlum Hitlers
en Íslendingar gerðu.
Eftir hrylling heimsstyrjaldarinnar
síðari var stofnað til Sameinuðu þjóð-
anna. Horft var til örlaga Þjóðabanda-
lagsins sem stofnað var eftir lok fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Þótt Wilson for-
seti væri sjálfur áhugasamur um það
bandalag fór svo að Bandaríkin fóru
ekki með. Sú niðurstaða réði miklu um
það að bandalagið koðnaði niður og bjó
til falskt öryggi í heiminum. Stofnað
var til Sameinuðu þjóðanna í góðum til-
gangi. Sigurvegarar seinni styrjald-
arinnar gerðu það. Sameinuðu þjóð-
irnar hafa ekki verið eins ömurlega
gagnslausar og Þjóðabandalagið en
munurinn á milli þeirra minnkar sífellt.
Stofnunin brennir miklum fjármunum
og dauflega lítið af þeim fúlgum kemur
að nokkru gagni.
Auðvitað má nefna mörg dæmi um að
samtökin hafi fengið nokkru þokað. En
þegar mikið liggur við er þessum
heimssamtökum oftast skákað út í horn
á meðan þeir sem valdið hafa fást við
ástandið.
Stríðið um Kóreu var (og er) háð
undir fána Sameinuðu þjóðanna. En
það gerðist vegna óvenjulegs klúðurs
Jósefs Stalín sem varð til þess að Sov-
étríkin voru fjarri þegar það mál var
afgreitt. Bandaríkin, sem báru hita og
þunga þess stríðs, þótt fáni SÞ væri við
hún, náðu að tryggja að kommúnistar
gæti verið harðort. Og íslenska rík-
isstjórnin gæti tekið undir það og sent
bréf.
En þegar lesinn er listinn yfir þær
þjóðir sem fordæmdu á allsherj-
arþinginu ákvörðun Bandaríkjanna um
það hvar þeir ætla að hafa sitt eigið
sendiráð þá má fullyrða að á þeirri ög-
urstund myndi lunginn sem fordæmdi
þá, óska árásarherjunum alls hins
besta.
Af hverju þessi
undirlægjuháttur
Af hverju er Ísland í slíkum fé-
lagsskap? Eftir að ákvörðun Banda-
ríkjanna hefur verið tekin og þriggja
daga mótmæli farið fram eins gert er
út af öllu, er málið úr sögunni. Það er
öllum aðilum á svæðinu sama hvar
þjóðirnar sem hafa sendiráð í Tel Aviv
eru með þau. Ísland fordæmdi það ríki
sem tilkynnti á sínum tíma að Ísland
tilheyrði Norður-Ameríkuflekanum og
því mætti forsetinn senda hingað herlið
án stríðsyfirlýsingar. Roosvelt dró
sjálfur þessa nýju Monroe-línu niður á
blað eigin hendi. Og Bandaríkin voru
fljót til að viðurkenna Ísland sem sjálf-
stætt ríki 1944 og hafa ábyrgst öryggi
þess með sérstökum varnarsamningi.
Eftir að þeir á Rauðarárstíg for-
dæmdu Bandaríkin fyrir að ætla að
ákveða sjálfir hvar þeir staðsetja sitt
sendiráð í Ísrael, hljóta Bandaríkja-
menn að fylgjast grannt með því hvort
Íslendingar muni bregðast við með því
að flytja sendiráð Íslands gagnvart Ísr-
ael frá Rauðarárstíg, þar sem það er
nú, og t.d. í Neskaupstað, til að draga
úr hugsanlegri tortryggni sem gæti
leynst í huga hryðjuverkasamtakanna
Hamas?
Það hefur verið stefna ráðuneytisins
að hafa þau samtök góð.
Af hverju, með leyfi að spyrja?
legðu ekki suðurhlutann undir sig.
Landinu var skipt og vandinn ekki
leystur og er nú verri en nokkru sinni.
Sameinuðu þjóðirnar hafa stefnu um
að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Samtökin hafa sömu áhrif í því efni og
þau myndu hafa ef þau rækju sjoppu í
Senegal. Þegar Balkanlöndin loguðu
gátu Sameinuðu þjóðirnar dapurlega
lítið, en sitja lengi uppi með þungar
ásakanir. Ekki síst eftir fjöldamorðin
in Srebrenica þegar friðargæsluliðar
samtakanna stóðu aðgerðarlausir hjá
er ódæðin voru framin.
Eini lýðræðisvotturinn
Ísrael er eina lýðræðisríkið í sínum
heimshluta. Ríkið er fámennt og land-
lítið. Þjóðir sem eru margfalt fjölmenn-
ari eru allt um kring hafa alloft lagt til
atlögu við landið með miklu ofurefli.
Enn hafa sumar þeirra í hótunum um
að reka hvern einasta Ísraela á haf út.
Þótt Ísrael sé fámennt land hefur það
öflugan her sér til varnar. Það verður
að treysta á þann her, a.m.k. í upphafi
hverrar orrustu. En Ísrael getur enn
ekki staðið eitt. Það var stofnað með at-
beina Sameinuðu þjóðanna og er aumk-
unarvert hve margir vilja hlaupa frá
þeirri staðreynd. Ísrael verður að
treysta á utanaðkomandi aðstoð við sitt
öfluga varnarlið, ef ofurefli liðs sækir
að landinu úr öllum áttum. Og þessi
lífsreynda þjóð, sögulega hokin af
hörmungum, veit að í rauninni getur
hún engum treyst fyrir tilveru sinni á
slíkri ögurstund nema Bandaríkjunum.
Ef staðfestan þar bregst, eins og glitti í
á valdatíð Baracks Obama, er vá fyrir
dyrum.
Vissulega má treysta því að gerðu
nágrannalönd í Ísrael enn eina árásina
á það myndi utanríkisráðherra minni-
hlutastjórnarinnar í Svíþjóð senda
bréf. Það gæti jafnvel farið víða. Það
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Íslensk yfirvöld fordæmdu
sína helstu vinaþjóð fyrir
það að ætla sér sjálf að ráða
því hvar sendiráð hennar yrði
staðsett í Ísrael. Fullyrt var að
Bandaríkin ætluðu með þessu
að viðurkenna Jerúsalem
sem höfuðborg Ísraels.
7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37