Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Side 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018 LESBÓK Hin svarta útsending nefnisttextasafn Atla Sigþórs-sonar, sem yrkir og skrifar undir listamannsnafninu Kött Grá Pje. Þetta er þriðja bók Atla, en Stál- skip, nokkur ævintýri kom út 2014 og Perurnar í íbúðinni minni á síðasta ári. –Hin svarta útsending er áþekk Perunum í íbúðinni minni að því leyti að þær eru báðar safn af stuttum textum, en það er talsverður munur á yfirbragði textanna – það er mun meira myrkur í Hinni svörtu útsend- ingu, eins og nafn bókarinnar ber kannski með sér, en svo inn á milli eru skýrari og pólitískari textar eins til að mynda í „Reimleikum“. „Hin svarta útsending er myrkari bara vegna þess að ég átti erfitt ár. Hún er samin í ferli, ég byrjaði á að semja mikið af groddalega erfiðum textum á tímabili sem ég vorkenndi mér mikið, en svo þegar fór að rætast úr hlutunum fór ég að skrifa aðeins fínlegar og hugsa aðeins meira um það sem ég var að gera. Hluti bók- arinnar kom því eins og í vansæld- arleiðslu, það vall uppúr mér svarta- gall, en síðan fór ég að slípa aðeins og þá verða talsvert mikil umskipti þeg- ar ég næ tökum á öllu saman. Í fram- haldinu gat ég farið að vinna á með- vitaðri hátt og vera aðeins úthugsaðri höfundur.“ – Kom það sem þú skrifaðir í leiðsl- unni beint frá hjartanu? „Eftir að ég skilaði af mér Per- unum hafði ég hugsað mér að skrifa skáldsögu og var búinn að leggja grófa línu að henni. Svo komu upp að- stæður í lífi mínu sem ég átti erfitt með að ná utanum og þá skrifaði ég sjálfkrafa talsvert af þessari bók, það var bara eitthvað sem gerðist, sem ég þurfti að skrifa til að vinna úr svarta- gallinu í höfðinu á mér. Að hluta er þetta leiðslubók, eins og ég sagði.“ – Það má þá kannski segja sem svo að þú hafir byrjað að vinna meira með heilanum en hjartanu, en áttirðu þá eitthvað við leiðslutextana, vannstu eitthvað í þeim? „Ég breytti þeim sáralítið, gerði ekki nema örlitlar textafíníseringar, ég vildi helst eiga sem minnst við þessa örtexta, þeir koma eins og mér finnst réttast að þeir séu. Ég les þá yfir þegar ég er kominn með smá fjarlægð en vil þá sjaldnast breyta einhverju.“ – Ertu alltaf að skrifa texta? „Já, það er eiginlega þannig og stundum – núna þegar mig langar til að gera annað, mig langar til að skrifa skáldsögu og er að vinna í henni – þá hálfpartinn trufla örtextarnir mig því þeir koma svo átómatískt. Svo mikið af þessu snýst um það að ég er að hafa ofan af fyrir sjálfum mér, er að koma einhverri reiðu á hugsanir og þá set ég textana niður. Þegar maður kemst upp á lag með að gera það er það bara þægilegt og gott að gera það, en núna þarf ég að bægja þeim frá mér, þessum litlu, snaggaralegu rugltextum, og reyna að einbeita mér að öðru.“ – Ljóðskáld tala oft um að það að yrkja sé þerapía „Ég er innilega sammála því þegar kemur að sjálfum mér, ég nota skrifin til að koma reiðu á óreiðukenndan hug og skrifa mig í gegnum vansæld og erfiðleika.“ – Hvernig er svo að standa fyrir framan fólk og lesa textana upp? „Það er afskaplega gaman. Það er blessunarlega sama hversu bágt mér þykir ég eiga þá held ég í einhverja hæðni, íróníu. Ég bið fólk bara að af- saka svartagallið þegar ég er að lesa upp. Það er bara gaman.“ – Þú nefnir kaldhæðnina, en hún er einmitt mjög sterk í bókinni, það skín í gegn að þú tekur sjálfan þig ekki of alvarlega. „Frá því ég var unglingur hef ég verið kaldhæðinn og það er mér eðl- islægt. Ég er af kynslóð sem las höf- unda sem voru mikið á þeirri bylgju- lengd og ég held ég komist ekkert undan því. Ég hef ekkert roð við þessum nýju nýrómantísku ofur- einlægu höfundum,“ segir Atli og hlær. Leiðslubók frá hjartanu Atli Sigþórsson, Kött Grá Pje, segir nýtt textasafn sitt, Hina svörtu útsend- ingu, að mestu skrifað í vansældarleiðslu, enda noti hann skrifin til að koma reiðu á óreiðukenndan hug og sigrast á vansæld og erfiðleikum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í bókinni Ég er drusla segja ríflega fjörutíu ein- staklingar frá hvernig ofbeldismenning, sam- félagið og lífið horfir við þeim. Bókin er ríkulega myndskreytt með ljósmyndum, listaverkum, teikningum, greinum og sögum. Ritstjórar verksins eru Gréta Þorkelsdóttir, Hjalti Vigfús- son og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Allir sem komu að bókinni gáfu vinnu sína og rennur hluti ágóðans til Druslugöngunnar og áframhaldandi baráttu gegn kynferðisofbeldi. Salka gefur út. Í bókinni Ójöfnuður á Íslandi, sem Háskóla- útgáfan gefur út, fjalla Stefán Ólafsson og Arn- aldur Sölvi Kristjánsson um það hvernig tekju- og eignaskipting á Íslandi hefur þróast frá milli- stríðsárunum. Fram kemur að tekjur og eignir skiptust ójafnt fyrir stríð en urðu svo mun jafn- ari og að í um hálfa öld hafi Íslendingar verið með einna jöfnustu tekjuskiptingu sem þekktist í heiminum. Ójöfnuður jókst síðan til muna á rúm- um áratug fram að hruni fjármálakerfisins 2008. Aukinn ójöfnuður Árið 1658 var danskt skip á leið frá Íslandi tekið herfangi af Svíum og farið með það til Gauta- borgar. Með skipinu var Jón Jónsson sem settist að í Gautaborg og stundaði rannsóknir á íslensk- um fornbókmenntum. Af Jóni, sem tók sér nafn- ið Jonas Rugman, hefur það orð farið að hann hafi verið drykkfelldur, kvensamur, óáreið- anlegur og fákunnandi. Í bókinni Örlagasaga Eyfirðings rekur Heimir Pálsson sögu Jóns og segir verk sitt málsvörn menningaröreiga. Málsvörn menningaröreiga Jarðhiti og jarðarauðlindir heitir fræðirit eftir Stefán Arnórsson sem Hið íslenska bókmennta- félag gefur út til að fagna 75 ára afmæli höf- undar. Í bókinni er fjallað ítarlega um orkuna í jarðhitasvæðum og vinnslu hennar. Í ritinu kem- ur fram að nokkuð hafi skort skilning á eðli auð- lindarinnar við uppbyggingu virkjana hérlendis og Stefán leggur áherslu á að leit, framkvæmdir og nýting verði að fara fram undir merkjum sjálfbærrar framvindu. Af jarðhita Í nýrri ljóðabók Gísla Þórs Ólafs-sonar, sem hann nefnir Vélmennadans, yrkir hann um vélmenni sem eiga erfitt með að fóta sig í mannheimum, eða eins og segir í kynningu á bókinni: „Vélmennið reynir að fóta sig í heimi manneskj- unnar, trúir á tilfinningar í smáfor- ritum og drekkur olíu í stað áfengis.“ Við lestur bókarinnar kemur þó í ljós að það eru ekki bara vélmenni sem glíma við tilvistarkreppu í henni, heldur kemur mannfólk líka við sögu. Þegar ég ber það undir Gísla að þó hann sé alla jafna að yrkja í orðastað vélmenna, þá eigi ýmislegt í henni einnig við um mannfólkið almennt tekur hann undir það og segist einnig vísa til fólks sem láti stjórnast af sam- félagslegum normum: „Þetta gæti líka verið þroskasaga manns sem er í vandræðum, fastur í einhverju normi sem honum líður ekki vel í, er að reyna að brjótast úr, og vélmennið því eins og líking.“ – Í ljóðinu Að móta segir þú ein- mitt: „Mótaður / en ekki eftir eigin höfði, heldur eftir höfði samfélagsins //mótaður / svo ég sé ósáttur og þurfi sem mest að kaupa eitthvað / til að gleðja mig“. „Já einmitt. Ég hef verið lesa ým- islegt í fjölmiðlum og horfa á heimild- armyndir, til dæmis mynd um iðn- byltinguna, þar sem fram kom meðal annars hvernig var byrjað að móta það að allir ættu að vera í kaffitíma á sama tíma. Hugmyndin á bókinni þróaðist einhvern veginn uppúr þeim lestri og grúski. Annað sem spilar þar inn í er áherslan á Facebook og sam- félagsmiðlana, að tölvan sé að taka yf- ir. Ég vann á safni og maður lærði á Vélmenni í heimi manneskjunnar Vélmenni sem eiga erfitt með að fóta sig í mann- heimi og mannverur sem sitja fastar í normum er leiðistef ljóðabókar Gísla Þórs Ólafssonar. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ég er drusla NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ Í óhrjálegasta húsinu í þorp- inu eru jafnframt minnstir reimleikar. Hvort þar á milli er eitthvað orsakasamband skal ég ekki segja. Líklega er það tilviljun, eins og flest það sem er fallegt. Reimleikar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.