Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 Því verður tæpast haldið fram aðvæntanlegri ríkisstjórn Þýska- lands hafi verið tekið fagnandi. Raunar er staðan þannig að ekki er öruggt að Sósíaldemókratarnir samþykki hana í at- kvæðagreiðslu og í gær hrökklaðist leið- togi þeirra út úr stjórninni áður en hún var mynduð, að eigin sögn til að auka líkur á að stjórnin hljóti samþykki flokksmanna. Kristilegu demókratarnir eru ekki heldur sáttir og kvarta undan því að hafa látið í minni pokann í stjórnarmyndunarviðræðunum þó að þeim hafi ekki gengið jafn illa og krötunum í kosningunum.    En það eru ekki aðeins flokks-menn beggja vegna sem kvarta. Fulltrúar atvinnulífsins hafa líka áhyggjur af að ríkisstjórn- arsamstarfið muni litlu skila.    Framkvæmdastjóri málm- ograforkufyrirtækja segir samn- inginn „enn ömurlegri en búist hafi verið við“. Þeir sem standi undir verðmætasköpuninni hafi orðið fyr- ir vonbrigðum en ríkisútgjöldin séu þanin út. „Þetta er dapurlegur dag- ur,“ bætti hann við þegar ríkisstjórnaráformin voru kynnt. Aðrir úr atvinnulífinu hafa tekið í sama streng og gagnrýnt skort á skattalækkunum og ríkisútgjalda- þenslu. Forysta Samtaka skatt- greiðenda kvartar undan því sama.    Til framtíðar litið er þettaáhyggjuefni fyrir Þýskaland. Að sameinast hvað sem það kostar um lægsta samnefnarann er ekki líklegt til að skila landinu árangri.    Og það er alls óvíst að slíkt verðiheldur til þess að hjálpa þeim flokkum sem að slíku standa, næst þegar þeir þurfa að leita til kjós- enda. Lítil ánægja með lágan samnefnara STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.2., kl. 18.00 Reykjavík -5 léttskýjað Bolungarvík -3 snjókoma Akureyri -3 heiðskírt Nuuk -15 snjóél Þórshöfn -1 rigning Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn -1 léttskýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -7 skýjað Lúxemborg -1 alskýjað Brussel 0 snjókoma Dublin 5 léttskýjað Glasgow 4 heiðskírt London 4 rigning París 1 þoka Amsterdam 1 snjókoma Hamborg 0 þoka Berlín 0 heiðskírt Vín 1 skýjað Moskva -5 skýjað Algarve 8 skýjað Madríd 7 léttskýjað Barcelona 9 heiðskírt Mallorca 10 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -21 heiðskírt Montreal -11 alskýjað New York -1 léttskýjað Chicago -2 snjókoma Orlando 24 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:40 17:45 ÍSAFJÖRÐUR 9:57 17:38 SIGLUFJÖRÐUR 9:40 17:21 DJÚPIVOGUR 9:12 17:12 Flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor lýkur í dag. Kosið er með rafrænum hætti á vefsíðu flokksins en utankjör- fundaratkvæðagreiðsla fer jafn- framt fram á skrifstofu flokksins á Hallveigarstíg. Kosningu lýkur klukkan 19 í kvöld og úrslit verða gjörð kunn á veitingastaðnum Bergsson RE upp úr klukkan 20.30. Dagur B. Eggertsson býður sig einn fram í fyrsta sætið en borgar- fulltrúarnir Heiða Björg Hilmis- dóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir bítast um annað sætið. Sabine Les- kopf, Skúli Helgason, Hjálmar Sveinsson og Aron Leví Beck gefa kost á sér í þriðja sætið. Flokksráð Miðflokksins fundar Fyrsti fundur flokksráðs Mið- flokksins verður haldinn í dag klukkan 11 á Suðurlandsbraut 18. Á dagskrá fundarins verður ræða formanns hans, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, og almennar um- ræður. Ræða formannsins verður send beint út á Facebook-síðu flokksins. Starf þingflokks verður kynnt, lögð verða fram drög að skipulagi Miðflokksins og skipun laganefndar, fyrsta landsþing verð- ur undirbúið sem og sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. hdm@mbl.is Hörð bar- átta hjá Samfylkingu  Miðflokkurinn með flokksráðsfund Viðskipti Heiða Björg Hilmisdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.