Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Fyrir rúmum tveimur árumákvað Hugsmiðjan aðleggja af stað í til-raunaverkefni með starfs-
fólki sínu um að stytta vinnudaginn í
6 klukkustundir. Meginmarkmiðið
var að bæta líðan starfsfólks og
ákveðið var að fylgjast með hvaða
áhrif styttri vinnudagur myndi hafa
á framleiðni fyrirtækisins en Hug-
smiðjan sérhæfir sig í þróun starf-
rænna lausna og markaðssetningu á
veraldarvefnum. Margeir Steinar
Ingólfsson, stjórnarformaður Hug-
smiðjunnar, segir í viðtali við Morg-
unblaðið að áhrifin hafi verið mjög
góð fyrir starfsfólk, framleiðni fyr-
irtækisins og viðskiptavini þess.
„Þetta hefur haft gríðarlega
góð áhrif á starfsanda og fólk mætir
jákvæðara til vinnu, ég myndi segja
að viðhorfið til vinnunar hefði batnað
umtalsvert,“ segir Margeir. „Við
finnum það í nafnlausum könnunum
hjá VR, sem við erum upp á við í, og
líka í persónulegum samtölum. Það
er í raun enginn starfsmaður
óánægður með þetta,“ segir Margeir
en árangurinn er bæði sjáanlegur og
mælanlegur þar sem framleiðni fyr-
irtækisins hefur aukist um 23% og
veikindadögum fækkað um 44% á
tímabilinu.
Boða nýja vinnumenningu
Spurður um hugmyndina á bak-
við við þetta tilraunaverkefni segir
Margeir að hugsjónin hafi snúist um
að bæta líðan starfsmanna og breyta
vinnumenningu.
„Vinnumenning á Íslandi hefur
lengi verið á þann veg að það er
gerður samningur um að fólk vinni í
8 til 10 tíma. Svo er fólk að skreppa á
vinnutíma og jafnvel ekki alltaf að
vinna á vinnutíma. Við tökum eftir
því í geiranum þar sem við þurfum
sköpun, að hafa hausinn í lagi og fá
nýjar hugmyndir að þá er 8 tíma
vinnudagur svolítið langur. Það er
ekki lögmál að
vinna í 8 tíma,“ seg-
ir Margeir en
ákveðið var að setj-
ast niður að athuga
hvort hægt væri að
breyta þessari
menningu. „Við fór-
um að pæla, hvað ef
við verðum rosalega
einbeitt og úthvíld í
vinnutímanum,
náum við ekki bara að afkasta meiru
og skila af okkur betri vinnu og
þjónustu? Þetta er svona lykilatriði
sem fær okkur til að hugsa hvort við
eigum að gera þessa tilraun.“
Fyrirkomulag Hugsmiðjunnar
var með þeim hætti að starfsfólki
var kynnt verkefnið og spurt hvort
það vildi gera munnlegan samning
við vinnuveitendur sína um að stytta
vinnuvikuna. „Við kynntum þetta
fyrir starfsfólkinu og spurðum hvort
það vildi gera mjög einfaldan samn-
ing við okkur og allir þurfa að taka
þátt. Samningurinn er á þá leið að
við vinnum á okkar vinnutíma og
höldum öllu persónulegu þar fyrir
utan. Við skiptum deginum upp í
tvær þriggja tíma lotur og ef við ger-
um það með stæl er dagurinn búinn
eftir það.“
Margeir segir einnig að með of
miklu álagi í vinnunni séu meiri líkur
á að eitthvað fari út af sporinu og að
það sé gamaldags hugsunarháttur
að það þurfi að vinna endalaust
lengi. „Það er að okkar mati rangur
hugsunarháttur því ef þú keyrir þig
út er það ávísun á að það hrikti í
grunnstoðunum þínum, sem eru
næring, svefn, hreyfing og sam-
skipti. Það getur verið algjör víta-
hringur og í raun og veru ávísun á
kulnun í starfi, þunglyndi og kvíða
sem er svolítið vandamálið sem við
erum að glíma við í samfélaginu í
dag.“
Tveggja ára tilraun
sem skilaði árangri
Margeir Steinar Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar, sem ákvað
fyrir tveimur árum að stytta vinnudaginn í sex klukkustundir, segir árang-
urinn sjáanlegan í aukinni framleiðni og betri líðan starfsmanna. Margeir
segir að það sé ekkert lögmál að það þurfi að vinna í 8 tíma á dag og bætir
við að ánægt starfsfólk skili ánægðari viðskiptavinum.
Styttri dagar Vinnumenningin í Hugsmiðjunni er þannig að starfsfólk
vinnur frá kl. 9 til 15:30. Tvær þriggja tíma lotur með hádegismat á milli.
„Dramatík varðandi að sækja börn
og komast á æfingu heyrir sögunni
til, auk þess sem orkustigið er
hærra yfir daginn. Ég held 100%
fókus og skila af mér betri vinnu.“
Andri Már Kristinsson,
ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni.
Heimildarmyndin Seeing Allred, um
lögmanninn Gloriu Allred, var gerð
aðgengileg fyrir íslenska notendur á
efnisveitunni Netflix í gær. Allred
hefur um áratugabil barist fyrir kven-
réttindum í Bandaríkjunum og í
gegnum tíðina tekið að sér fjölmörg
dómsmál sem hafa vakið mikla fjöl-
miðlaathygli vestanhafs.
Allred hefur á sínum lögmannsferli
sótt mál gegn þekktum Bandaríkja-
mönnum, m.a. gegn trommuleik-
aranum Tommy Lee, kvikmyndaleik-
aranum og fyrrverandi ríkisstjóra
Kaliforníu, Arnold Schwarznegger, og
forsetaframbjóðandanum Herman
Cain. Hefur hún barist fyrir kvenrétt-
indum síðan á 7. áratugnum og fer
heimildarmyndin yfir feril hennar
bæði sem lögmanns og kvenrétt-
indafrömuðar. Allred hefur á seinni
árum verið ötull talsmaður þeirra
kvenna sem stigu fram og sökuðu
leikarann Bill Cosby um nauðganir og
önnur kynferðisbrot.
Hún hefur einnig verið talsmaður
þeirra kvenna sem hafa sakað Donald
Trump, forseta Bandaríkjanna, um
kynferðislega áreitni. Meðal fram-
leiðenda heimildarmyndarinnar er
Marta Kauffman, einn framleiðandi
Friends-þáttanna. mhj@mbl.is
Heimildarmynd um Gloriu Allred komin á Netflix
AFP
Netflix Auglýsingaskilti fyrir þættina um Gloriu Allred, sem er beint á móti
skrifstofu Allred í Los Angeles í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.
Kvenréttindafrömuður á Netflix
Breski grime- og hiphop-tónlistar-
maðurinn Stormzy verður meðal
þeirra listamanna sem koma fram á
Secret Solstice-hátíðinni í Laugar-
dalnum í sumar. Stormzy gaf nýverið
út sína fyrstu plötu, Gang Signs &
Prayer, en platan varð fyrsta grime-
platan til að ná toppsæti breska
plötulistans. Platan er einnig tilnefnd
til bresku tónlistarverðlaunanna sem
besta plata ársins og þá er Stormzy
sjálfur tilnefndur sem besti karlkyns
tónlistarmaðurinn en verðlauna-
hátíðin fer fram 21. febrúar nk. Söng-
konan ástsæla frá áttunda áratugn-
um Bonnie Tyler kemur einnig fram á
hátíðinni og þá mun bandaríski
plötusnúðurinn Steve Aoki þeyta
skífum, svo dæmi séu tekin. Hátíðin
stendur 21.-24. júní og er miðasala
hafin.
Tónlistarhátíðin Secret Solstice tilkynnti listamenn í vikunni
AFP
Tilnefndur Stormzy er tilnefndur til
tvennra verðlauna á Brit Awards.
Stormzy mætir á Secret Solstice
Kokkar norska keppnis-
liðsins á Vetrarólympíu-
leikunum í Suður-Kóreu
pöntuðu fyrir mistök
15.000 egg handa lið-
inu. Norska dagblaðið
Aftenposten greinir frá
þessu. Kokkarnir not-
uðust við Google trans-
late-þýðingarvélina
þegar þeir undirbjuggu
matarpöntunina en til
stóð að panta 1.500 egg
til að matreiða ofan í
norsku keppendurna á
leikunum. Samkvæmt Aftenposten tókst að skila þeim 13.500 eggjum sem
voru pöntuð aukalega.
Blaðamaður breska ríkisútvarpsins í Suður-Kóreu, David Cann, segir að lík-
lega hafi verið um innsláttarvillu að ræða en Kóreuríkin notast við annað
talnakerfi. Tore Ovrebo, yfirmaður norska liðsins, segir þá skýringu alveg
ganga upp að um innsláttarvillu hafi verið að ræða. Hann bætti síðar við á
blaðamannafundi í Suður-Kóreu að þessi eggjapöntun hefði ekki verið stór-
mál. Noregur er með 109 keppendur á mótinu og átti atvikið sér stað í síðustu
viku en komst ekki í heimsfréttirnar fyrr en á föstudaginn sl. mhj@mbl.is
Mistök í matarpöntun norska ólympíuliðsins í Suður-Kóreu
Pöntuðu óvart 15 þúsund egg
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
kr. 179.800
EGSMARK SÓFI