Morgunblaðið - 10.02.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Íbúafundur um borgarmál
mánudaginn 12. febrúar kl 20:00
í Gerðubergi í Breiðholti.
Kaffi og kleinur í boði.
Allir velkomnir.
Hvert stefnir Reykjavík?
Borgarráð hefur heimilað um-
hverfis- og skipulagssviði að bjóða
út framkvæmdir við boltagerði á
grunnskólalóðum borgarinnar í
sumar. Áætlaður kostnaður er 50
milljónir króna. Framkvæmdir
hefjast í maí og þeim á að ljúka í
ágúst.
Nýju boltagerði verður komið
fyrir á lóð Grandaskóla í Vestur-
bænum og hafinn er undirbún-
ingur vegna boltagerðis á lóð
Húsaskóla í Grafarvogi. Lagfær-
ingar og endurnýjun fyllingarefnis
verður á boltagerðum neð-
angreindra skóla: Foldaskóli,
Hamraskóli, Vættaskóli/Engi,
Breiðagerðisskóli, Fossvogsskóli,
Melaskóli, Árbæjarskóli, Norð-
lingaskóli og Selásskóli.
Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, Halldór Halldórsson,
bókaði um málið. Hann minnti á að
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins lögðu til við afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar Reykjavíkurborgar í
desember sl. að haldið yrði áfram
lagningu sparkvalla með gervigrasi
við grunnskóla í borginni eftir fjög-
urra ára hlé. Tillagan kvað á um að
90 milljónum króna yrði varið til
verkefnisins á árinu 2018 og að
stefnt skyldi að því að slíkir vellir
yrðu komnir við alla borgarrekna
grunnskóla eigi síðar en árið 2020.
Ánægjulegt væri að tillaga Sjálf-
stæðisflokksins hefði orðið til þess
að hefja á lagningu sparkvalla með
gervigrasi við reykvíska grunn-
skóla á ný eftir of langt hlé.
„Hins vegar þyrfti að leggja þrjá
velli á ári næstu þrjú árin til að ná
því markmiði að slíkur völlur yrði
kominn við alla borgarrekna
grunnskóla árið 2020 og telja
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins brýnt
að það verði gert,“ segir m.a. í
bókun Halldórs. sisi@mbl.is
Líflegt Boltagerðin hafa slegið í gegn hjá börnum um allt land.
Borgin mun setja 50
milljónir í boltagerði
Nýju boltagerði verður komið fyrir við
Grandaskóla Lagfæringar við níu skóla
Morgunblaðið/RAX
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Stjórn Faxaflóahafna ákvað á fundi
sínum í gær að fela Gísla Gíslasyni
hafnarstjóra að láta vinna að hönnun
nýrrar bryggju, þar sem núverandi
verbúðarbryggja næst Sjóminjasafn-
inu er metin ónýt. Kostnaður við að
smíða nýja samsvarandi bryggju er
talinn 100 milljónir króna.
Í Vesturhöfn Gömlu hafnarinnar í
Reykjavík eru fjórar timburbryggj-
ur. Sú ysta, Síldarbryggjan, hefur
verið breikkuð og endurbætt á síð-
ustu áratugum og telst í þokkalegu
ástandi. Innri bryggjurnar þrjár kall-
ast einu nafni Verbúðabryggjur. Ytri
bryggjurnar tvær voru opnaðar, tek-
inn af þeim mesti hallinn og þær end-
urnýjaðar upp úr 1990.
Í minnisblaði Helga Laxdal, for-
stöðumanns rekstrardeildar Faxa-
flóahafna, kemur fram að innsta
bryggjan við Sjóminjasafnið hefur
lítið viðhald fengið síðustu áratugi.
Árið 2007 var gamla varðskipinu
Óðni komið fyrir við bryggjuna og
hefur legið þar síðan. Dráttarbátur-
inn Magni liggur einnig við sömu
bryggju. Þegar ákveðið var að Óðni
yrði komið þarna fyrir voru reknir
niður stálstaurar við bryggjuna og
festingum fyrir skipið komið fyrir á
þeim. Bryggjunni hallar mikið fram
og því var í framhaldinu gerður fjöru-
tíu metra langur og tæplega þriggja
metra breiður göngupallur út að
landgangi skipsins. Bryggjunni var
lokað með girðingu svo óviðkomandi
umferð kemst nú ekki þar út.
Bryggjan er um sextíu metra löng
og sjö metra breið timburbryggja. Í
bryggjunni eru um tuttugu stífaðir
rammar með fjórum staurum í hverri
eða alls um áttatíu staurar. Ástand
þeirra er orðið mjög slæmt og margir
étnir sundur, segir Helgi í minnis-
blaðinu. Bitar og tangir eru einnig
orðnar mjög lasburða. „Ekki liggur
fyrir nýlegt mat á núverandi ástandi
en ljóst er að ekki verður um að ræða
að gera endurbætur á bryggjunni
heldur algera endurnýjun. Nú nýlega
losnaði hluti af fender-klæðningu frá
að ofanverðu. Festingar klæðningar-
innar höfðu gefið sig og afhjúpuðu
enn frekar dapurt ástand bryggjunn-
ar,“ segir Helgi.
Óðinn liggur hins vegar, sem fyrr
segir, við stálstaura sem eru óháðir
sjálfri bryggjunni og umferð er tak-
mörkuð við gangandi fólk.
Óðinsbryggjan hef-
ur verið dæmd ónýt
Bryggjustaurar étnir í sundur Kostnaður 100 milljónir
Ljósmynd/Faxaflóahafnir
Verbúðarbryggjan Endurnýja þarf þessa gömlu bryggju alveg frá grunni.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, er stödd í
Suður-Kóreu, þar sem hún m.a. var
viðstödd setningarathöfn Vetraról-
ympíuleikanna í gær.
„Þetta er stórglæsilegt hér í
Pyeongchang og rosalega vel skipu-
lagt hjá þeim. Það er greinilega mikill
metnaður hjá Suður-Kóreumönnum
að standa sem glæsilegast að þessum
viðburði. Íslensku keppendurnir eru
mjög vel stemmdir og mjög spenntir
að hefja keppni,“ sagði Lilja í samtali
við Morgunblaðið í gær, rétt áður en
íslensku fulltrúarnir áttu að ganga
fylktu liði til athafnarinnar.
Lilja segir að mikil stemning hafi
verið í loftinu í aðdraganda setningar-
athafnarinnar. „Það er auðvitað skilj-
anlegt að svona mikil stemning sé
gagnvart þessum Vetrarólympíu-
leikum, enda eru þeir sögulegir, þar
sem það gerist í fyrsta sinn eftir Kór-
eustríðið að Suður- og Norður-Kórea
keppa undir sameiginlegu flaggi.
Auðvitað veit enginn hvort það verð-
ur jákvæð framvinda í samskiptum
þjóðanna í kjölfar Ólympíuleikanna
en það hefur þó skapast ákveðin von í
anda leikanna,“ sagði Lilja Alfreðs-
dóttir jafnframt.
„Stórglæsilegt og
vel skipulagt“
Ráðherra við setningu ÓL í S-Kóreu
AFP
Setningin Menntamálaráðherra segir umgjörð Vetrarólympíuleikanna í
Suður-Kóreu stórglæsilega og það var setningarathöfnin í gær líka.