Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 20

Morgunblaðið - 10.02.2018, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í upphafi ársins hefur verið mikil umræða um stofnleiðir á höfuðborg- arsvæðinu. Íbúar á Vesturlandi krefjast úrbóta á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og Hafnfirðingar vilja að tafarlaust verði ráðist í breikkun Reykjanesbrautar í bænum. Ein er sú leið úr höfuðborginni sem ekkert hefur verið í um- ræðunni og enginn þrýstihópur hef- ur myndast um hana. Það er Suður- landsvegur frá gatnamótunum við Vesturlandsveg að kaflanum Sand- skeiði sem búið er að breikka. Um- ræddur vegarkafli, með eina akrein í hvora átt, er 11,3 kílómetra lang- ur. Breikkun þessa vegarkafla er ekki á samgönguáætlun og deili- skipulag liggur ekki fyrir, sam- kvæmt upplýsingum G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Stuttur kafli verkhannaður Hins vegar er búið að verkhanna kafla frá Vesturlandsvegi að Bæj- arhálsi, en sá hluti vegarins hefur verið sprengdur niður. Kostnaðar- mat fyrir breikkunina á þessum kafla hljóðar gróflega upp á 5.000 milljónir króna. Er þá reiknað með að áfram verði hringtorg við Breið- holtsbraut og Norðlingavað en ann- ars mislæg gatnamót. Breikkunin yrði væntanlega unnin í áföngum. Miðað við umferðartölur á þess- um kafla frá árinu 2016 er sólar- hringsumferð 10-19 þúsund bílar. Þyngsta umferðin er innan höfuð- borgarinnar. Nú stendur yfir vinna við endur- skoðun 4 ára og 12 ára samgöngu- áætlana. Afrakstur þeirrar vinnu mun liggja fyrir á þessu ári og sam- gönguáætlanir lagðar fram á Al- þingi. Þá kemur í ljós hvort þessi vegarkafli verður settur á áætlun. Á síðasta ári var skipaður starfs- hópur til að skoða leiðir til sér- stakrar fjármögnunar í því skyni að flýta framkvæmdum við helstu stofnvegi til og frá höfuðborgar- svæðinu. Hópurinn skilaði tillögum sínum til ráðherra í september sl. Stofnleiðir sem hópurinn skoðaði voru þessar:  Suðurlandsvegur frá Vestur- landsvegi austur fyrir Selfoss.  Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Vesturlandsvegur frá Suður- landsvegi að Borgarnesi. Heildarkostnaður við umrædda vegarkafla var áætlaður 56 millj- arðar eða um 47 milljarðar án virð- isaukaskatts. Framkvæmdatími var áætlaður 8 ár. Í framkvæmdaáætlun fyrir átta ára tímabilið, sem fylgdi skýrslunni, er gert ráð fyrir að Suðurlands- vegur frá Vesturlandsvegi að Lög- bergi verði breikkaður á árabilinu 5-6. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd skoðaði nefndin einnig breikkun Suðurlandsvegar frá Kömbum að Biskupstungnabraut, austan Selfoss. Kostnaður við kaflann frá Kambarótum að Hveragerði er metinn 1.600 milljónir króna og frá Hveragerði að Biskupstungnabraut 5.000 milljónir, eða samtals 6.600 milljónir. Þegar ráðist verður í þessa framkvæmd þarf að byggja nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss en kostnaður við hana er metinn 5.500 milljónir. Á átta ára framkvæmdatímabili er reiknað að þessar framkvæmdir verði á árabilinu 1-4. Veggjöld verði tekin upp Í skýrslunni leggur starfshópur- inn til að tekin verði upp veggjöld til þess að flýta framkvæmdum og auka um leið öryggi vegfarenda. Framkvæmdirnar verði fjármagn- aðar með lánum til allt að 30 ára. Gjaldtakan standi straum af fram- kvæmdum og gjaldtakan falli niður þegar lánin hafa verið greidd. Í töflu sem fylgir skýrslunni má sjá að tekjur ríkissjóðs af ökutækj- um voru 45.765 milljónir króna árið 2016. Markaðar tekjur til vegagerð- ar voru hins vegar aðeins 18.027 milljónir. Morgunblaðið/Eggert Suðurlandsvegur Þetta er eini kafli vegarins, frá Vesturlandsvegi, sem hefur verið verkhannaður. Suðurlandsvegur er ekki enn á áætlun  Breikkun innan Reykjavíkur kostar 5.000 milljónir króna Suðurlandsvegur Græna línan sýnir fullkláraðan kafla vegarins. Fjólubláu línurnar sýna kaflana sem eftir er að breikka. Það verk gæti tekið átta ár. Íbúar við Brekkugerði og Stóra- gerði, 40 talsins, gera alvarlegar at- hugasemdir við færslu bílastæða við Hvassaleitisskóla. Í nóvember í fyrra auglýsti Reykjavíkurborg tillögu að breyt- ingu á deiliskipulagi fyrir skólann með athugasemdafresti til 9. jan- úar. Í henni fólust m.a. ný stæði fyrir hreyfihamlaða, útbúin við að- alinngang skólans og gert var ráð fyrir að önnur bílastæði (alls 32 stæði) verði færð innan skólalóðar, í suðvesturhorn lóðarinnar, með nýrri aðkomu frá Brekkugerði. Hvassaleitisskóli var byggður ár- ið 1965 og stækkaður 1999. Í skól- anum eru nemendur 1.-7. bekkjar og eru þeir um 500 talsins. Fram kom í deiliskipulagstillögunni að markmið breytinganna væri að bæta aðkomu að skólanum, tryggja öryggi nemenda, starfsmanna og annarra vegfarenda. Hugmyndin væri að skilja að umferð og leik, m.a. með því að gera núverandi bílastæði að leiksvæði nemenda, með áherslu á íþróttaþrek og þrautaleiki. Íbúarnir við Brekkugerði og Stóragerði gerðu athugasemd og telja deiliskipulagsbreytinguna með öllu óskiljanlega. Ekki verði annað sé en að breytingin gangi gegn megináherslum skólayfirvalda um aukið öryggi á lóð skólans. Þessi óþarfa deiliskipulagsbreyting hafi þau einu raunverulegu áhrif að færa 32 bílastæði með tilheyrandi kostnaði fyrir borgarbúa og um- fangsmiklu óhagræði og skerðingu á gæðum eigna í Brekkugerði og Stóragerði. sisi@mbl.is Mótmæla flutningi 32 bílastæða Morgunblaðið/Sigurgeir S. Skólinn Hvassaleitisskóli var byggður 1965 og stækkaður síðar. H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr. • Þekkt verslun með tölvur, síma og fylgihluti á frábærum stað. Velta yfir 300 mkr. • Vel innréttað kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Tækifæri fyrir öfluga aðila að byggja enn frekar upp. • Fjölskyldufyrirtæki sem vinnur að hönnun, prentun og framleiðslu vara og lausna til fyrirtækja. Velta um 70 mkr. og hátt hagnaðarhlutfall. • Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda. • Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri. • Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma. • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma. • Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting. • Hótelfasteign á Norðausturlandi. Um er að ræða 17 herbergja hótel á stórri lóð með mikla stækkunarmöguleika. Herbergi hafa nýlega verið endurnýjuð. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.