Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 | fastus.is fastus.is GÓÐIR SKÓR – GLAÐIR FÆTUR Mikið úrval af vönduðum skóm fyrir atvinnufólk í eldhúsi Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þótt XXIII. Vetrarólympíuleikarnir, sem hófust formlega í gær, séu haldnir í Suður-Kóreu hefur ná- grannaríkinu í norðri tekist að koma sér þar í alþjóðlegt sviðsljós. Há- punktur setningarathafnarinnar í gær var þegar ólympíulið Norður- og Suður-Kóreu gengu saman inn á leikvanginn í Pyeongchang undir hvítum og bláum fána. Óvænt samkomulag náðist í jan- úar milli stjórnvalda í Norður- og Suður-Kóreu um að ólympíulið þess- ara landa myndu ganga saman inn á leikvöllinn í setningarathöfninni undir sama fána. Og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi þing- forseta landsins, Kim Yong-nam, og yngri systur sína, Kim Yo-jong, til Suður-Kóreu til að taka þátt í setn- ingu leikanna. Kim Yo-jong, sem sögð er valda- mikil í norðurkóreska stjórnkerfinu, er sú fyrsta úr Kim-fjölskyldunni, sem fer suður yfir landamærin frá því afi hennar, Kim Il-sung, fór til Seoul eftir að borgin var hertekin í upphafi Kóreustríðsins árið 1950. Stríðinu lauk þremur árum síðar þegar samið var um vopnahlé en löndin tvö hafa ekki gert formlegan friðarsamning. Pence settist ekki Í formlegu kvöldverðarboði í gær, fyrir setningarathöfn leikanna, sátu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, og Kim Yong-nam við háborðið. Mike Pence, varaforseti Bandaríkj- anna, átti að sitja þar einnig, beint á móti norðurkóreska þingforsetan- um. Talsmaður suðurkóreska for- setaembættisins sagði að Pence hefði komið að borðinu, kastað kveðju á þá sem þar sátu og yfirgefið salinn án þess að setjast niður. En við setningu leikanna sátu norðurkóresku gestirnir í heiðurs- stúku ásamt suðurkóresku forseta- hjónunum, Pence og fleiri þjóðar- leiðtogum. Moon heilsaði Kim Yo-jong með handabandi við upphaf athafnarinnar og þau tókust aftur í hendur þegar kóresku íþróttamenn- irnir gengu inn á leikvanginn. Með þessu var staðfest sú þíða, sem orðið hefur í samskiptum land- anna á síðustu vikum en á síðasta ári ríkti mikil spenna á Kóreuskaga vegna kjarnorku- og flugskeytatil- rauna Norður-Kóreu Suðurkóreska ólympíunefndin baðst í gær formlega afsökunar á því að íranskir keppendur í Pyeongc- hang fengu ekki að gjöf sérstaka far- síma, sem Samsung hefur framleitt í tilefni leikanna. Var það sagt á mis- skilningi byggt. Norðurkóresku keppendurnir fá ekki þessa síma vegna alþjóðlegra viðskiptaþvingana sem landið sætir. Sögulegt handaband við setningu Ólympíuleikanna AFP Í heiðursstúkunni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, Kim Yong-nam, forseti norðurkóreska þingsins, Kim Yo-jong, systir leiðtoga Norður-Kóreu, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í heiðursstúkunni í Pyeongchang.  Forseti Suður-Kóreu og systir leiðtoga Norður-Kóreu tókust í hendur Saman Ólympíulið Norður- og Suð- ur-Kóreu gengu undir sama fána. Vinsæll Pita Taufatofua frá Tonga, lét kuldann ekki á sig fá við setn- ingu Vetrarólympíuleikanna í gær. Donald Trump staðfesti í gær fjárlög banda- ríska ríkisins sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti loks í gærmorgun. Fjárlögin byggjast á sam- komulagi demó- krata og repúblikana á Bandaríkja- þingi og gera m.a. ráð fyrir stórauknum framlögum til her- mála. Trump staðfesti fjárlögin Donald Trump BANDARÍKIN Evrópuþingið í Strassborg lagði í vikunni til að reglur um sumar- og vetrartíma yrðu endurskoðaðar þannig að hætt yrði að breyta klukkunni á hálfs árs fresti. Í tillögu, sem samþykkt var með miklum mun á þinginu, er fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hvött til að gera úttekt á núverandi kerfi og afnema það ef niðurstaða úttektarinnar mæli með því. Í greinargerð með tillögunni er m.a. bent á að það geti haft slæmar afleiðingar á heilsufar fólks að hringla með klukkuna. Nú tekur sumartími gildi í lok mars en vetr- artími í lok október. Hér á landi er klukkunni ekki breytt og má segja að sumartími gildi allt árið. Starfshópur sem ís- lensk stjórnvöld skipuðu á síðasta ári lagði í vikunni til að klukkan yrði færð aftur um eina stund en mælti gegn því að hafa hér bæði sumar- og vetrartíma. Vetrarsól Evrópuþingið vill skoða að hætta að breyta klukkunni vor og haust. Vilja endurskoða sumar- og vetrartíma Morgunblaðið/Árni Sæberg STRASSBORG Danska konungshöllin sagði í gær að heilsu Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Danadrottningar, hefði hrakað. Hinrik greindist nýlega með góð- kynja æxli í vinstra lunga. Hann fékk í kjölfarið lungnasýkingu og hefur legið á Rigshospitalet í Kaup- mannahöfn frá því í lok janúar. Friðrik krónprins flýtti í gær för sinni heim frá Suður-Kóreu þar sem hann ætlaði að vera viðstaddur setningarathöfn Vetrarólymp- íuleikanna. Margrét drottning vitjaði Hinriks á sjúkrahúsinu síðdegis í gær ásamt Jóakim syni sínum og tveimur börnum hans og þau dvöldu þar í um klukkustund. Fyrr um daginn kom Mary, eiginkona Friðriks, þangað ásamt tveimur börnum þeirra. Danska konungshöllin tilkynnti í september á síðasta ári að Hinrik, sem er 83 ára, hefði greinst með heilabilun sem gæti dregið úr dóm- greind hans og haft áhrif á við- brögð hans í samskiptum við aðra. Hinrik hafði skömmu áður lýst því yfir í blaðaviðtali að hann vildi ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar. AFP Sjúkravitjun Margrét Danadrottning yfirgefur Rigshospitalet í gær. Heilsu Hinriks Danaprins hrakar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.