Morgunblaðið - 10.02.2018, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2018
Íopinberri heimsókn forseta Íslands til Svíþjóðar á dögunum af-henti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bókagjöf fráíslenska ríkinu, stórfyrirtækjum og sænskum menningar-sjóðum: 400 eintök af nýrri, fimm binda heildarþýðingu Íslend-
ingasagna og þátta á sænsku til dreifingar á bókasöfn. Í afhending-
arræðu Guðlaugs Þórs í Höllinni í Uppsölum hafði hann á orði að
sænsk ungmenni ættu nú auðveldara með að lesa Íslendingasögurnar
en jafnaldrar þeirra á Íslandi.
Það er umhugsunarvert af hverju það vefst fyrir ungu fólki að lesa
fornsögur. Tungutak sagn-
anna er hvorki flókið né erf-
itt. Egla, Laxdæla, Njála og
Grettla eru aðeins með um
2.800-3.200 orða orðaforða
skv. nær 30 ára gömlum
tölvutextarannsóknum Örn-
ólfs Thorssonar og Eiríks
Rögnvaldssonar. Svo lítill orðaforði einkennir létta lestexta í
alþjóðlegum viðmiðum – og dugar að jafnaði ekki nema til hversdags-
legra samræðna á tungumálum heimsins. Af 70 algengustu orðunum
virðast bara þrjú hafa dalað verulega (í ritmáli) frá miðöldum: ríða,
konungur og skip – enda væri nú fremur talað um aka, forseta og
bíla í þeim aðstæðum sem kölluðu á þessi algengu orð í forna málinu.
Vissulega eru mörg fornyrði sjaldgæf eða óþekkt í nútímamáli en
þó ekki fleiri en svo að vel læst fólk um tvítugt (með 40-50.000 orða
orðaforða) ætti ekki að vera í neinum vandræðum við að afla sér
skýringa á því sem torskilið er eða óþekkt nú á dögum: haugbúi,
hnútukast, steinnökkvi, guðvefjarpoki, tannhjölt, konungsþræll, mar-
gýgjusonur, gustillur, skyrkyllir o.s.frv. Ekkert ungmenni fær forn-
sagnatexta í hendur í skólum landsins án skýringa á orðum af þessu
tagi.
Setningaskipan í fornsögum er oft ólík því sem nú tíðkast og þykir
sumum að framandleikinn sem því fylgir auki lestrarnautnina, enda
ekki svo torrætt að valdi misskilningi. „Út vil eg“ er óneitanlega til-
komumeira en „ég ætla út“.
Ungmenni fyrri tíðar báru sig ekki jafn aumlega yfir lestri forn-
sagna og nýlegra fagurbókmennta og nú er viðtekið. Sú spurning
vaknar því hvort eitthvað annað en orðaforðinn valdi vandræðum. Æ
oftar heyrist að fallnotkun er á reiki í mæltu máli; upptalningar eru í
ýmsum föllum og fyrir kemur að hending virðist ráða hvort föll eru
notuð yfirleitt, og þá hvaða fall. Sama máleinkenni má sjá á norskum
fornskjölum þegar fallbeygingin var að hverfa úr norskunni. Fall-
notkunin breyttist ekki kerfisbundið heldur hrundi tilfinningin fyrir
beygingunni og á tímabili voru orð skrifuð í ýmsum föllum – áður en
föllin hurfu. Sænsku ungmennin sem lesa nýju þýðingar Íslend-
ingasagnanna þurfa ekki að glíma við fallbeygingu. Kannski þvælist
fallanotkunin svo mjög fyrir unga fólkinu hér á landi (sem lærir létti-
lega stök dæmi um þágufallssýki fyrir samræmdu prófin) að fornsög-
urnar verði illlæsilegar – þrátt fyrir að þær séu að mestu skrifaðar á
einfaldri samræðuíslensku.
Föll á fallanda fæti
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Það eru sjálfsagt til margir umræðuklúbbar ílandinu um þjóðfélagsmál, sem lítið fer fyrirfrá degi til dags. Fyrir viku var ég þátttak-andi í umræðum í slíkum klúbbi, sem á ræt-
ur að rekja til íslenzkra námsmanna í München í
Þýzkalandi fyrir einum sex áratugum. Klúbburinn
heitir Loki og hefur reynzt lífseigur, þótt félagsmenn
teljist nú orðið til elztu kynslóðar núlifandi Íslend-
inga. En þeir koma úr mörgum áttum, bæði í lífi og
starfi og í pólitík.
Umræður leiddi út í umfjöllun um sálarástand ís-
lenzku þjóðarinnar, sem er áhugavert umræðuefni.
Það er ekki ólíklegt að sundrung einkenni oft fá-
menn samfélög. Við sjáum það sjálf í okkar eigin
landi, hvort sem við horfum til Grímseyjar eða til
Vestmannaeyja, svo að dæmi séu tekin um enn fá-
mennari eyjar. Nú sýnast jafnvel sjálfstæðismenn
komnir í hár saman í Vestmannaeyjum!
En þannig hefur þetta verið frá því að Ísland
byggðist. Sjálfsagt er Sturlungasaga sú, sem oftast
er vísað til um það efni, en auðvitað er staðreyndin
sú að þjóðin var klofin í herðar niður á seinni hluta
20. aldar vegna kalda stríðsins og því fór fjarri að full
eining væri undir lok 19. aldar og snemma á 20. öld
um hvernig halda skyldi á sjálfstæðis-
málum okkar.
Það eimir enn eftir af kalda stríðinu
í íslenzkum stjórnmálum, þótt þeim
fari mjög fækkandi, sem þekkja þann
tíma af eigin raun, og raunar svo kom-
ið að margir þeirra, sem þá tókust á,
eru nú samherjar í baráttunni gegn aðild Íslands að
Evrópusambandinu.
Hrunið haustið 2008 er hins vegar það sem mest-
um deilum veldur í upphafi þessarar aldar. Í því sam-
hengi er gagnlegt fyrir okkur að átta okkur á hvern-
ig aðrar þjóðir hafa tekizt á við meiri háttar áföll í lífi
þeirra.
Um það er lítillega fjallað í bók minni Uppreisnar-
menn frjálshyggjunnar – byltingin sem aldrei varð,
sem út kom fyrir síðustu jól. Í þeim efnum gnæfa
Þjóðverjar yfir aðrar þjóðir, þótt það hafi eins og
eðlilegt er tekið þá marga áratugi að komast yfir þá
þungbæru sögu og komast kannski aldrei yfir hana.
En minna er rætt um Spánverja og tíma Francos.
Þegar hann féll frá varð það eins konar þegjandi
samkomulag á Spáni að gera þann tíma ekki upp. Af-
leiðingin er sú, að eftir stendur djúpt og opið sár í
spænsku samfélagi.
En hér koma fleiri þjóðir við sögu. Þrátt fyrir mik-
il samskipti við Finna er saga Finnlands á síðustu öld
lítið þekkt hér á Íslandi. Sú saga er hrikaleg, svo
vægt sé til orða tekið. Fyrir síðustu jól kom hins veg-
ar út merkileg bók eftir Borgþór Kjærnested, sem
búið hefur í Finnlandi í áratugi, sem heitir Milli
steins og sleggju – Saga Finnlands. Þar er þessi
mikla saga rakin af manni sem vel þekkir til og sú
saga er þess eðlis, að um hana ætti að fjalla í skólum
landsins.
Finnar hafa að mörgu leyti valið þá leið sem Spán-
verjar fóru; að þegja meira en góðu hófi gegnir.
Það hafa Svíar líka gert, sem vilja lítið kannast við
þau óhæfuverk að reka Norðmenn til baka yfir landa-
mærin sem reyndu að flýja hernám Þjóðverja í Nor-
egi, og sneru flóttafólki á bátum við, sem reyndi að
flýja kúgun kommúnismans í Eystrasaltsríkjunum.
Nýlendusaga Breta og sumra annarra Evrópuríkja
er enn stærra mál. Um svívirðilegt framferði þeirra
gagnvart Írum er þagað og þegar maður að nafni Er-
ic Blair varð einna fyrstur manna til að segja hina
sönnu sögu af óhæfuverkum þeirra í Asíu í bók sinni
Dagar í Búrma, en hann skrifaði undir höfundarnafn-
inu George Orwell og átti eftir að verða heimsfrægur
fyrir aðrar bækur, Animal Farm og 1984, fékkst hún
ekki gefin út í fyrstu í Bretlandi og var þó komið
fram á fjórða áratug síðustu aldar. Sú bók kom fyrst
út í Bandaríkjunum.
Gömul deilumál og ný, sem ekki
hafa verið gerð upp í okkar samfélagi,
hafa átt þátt í því – ásamt mannlegu
eðli – að hér hefur orðið til þjóðfélag,
sem er að fást við alvarleg innanmein.
Á hinum pólitíska vettvangi koma þau
fram í því að andrúmsloftið í pólitíkinni er óhreinna
en það þyrfti að vera. Í menningunni eru átökin illvíg
en að sögn kunnugra enn verri í heimi vísindanna,
þar sem barizt er um mikla fjármuni. Og í umræðum
um dómskerfið að undanförnu er látið eins og rótgró-
inn íslenzkur klíkuskapur sé ekki til meðal lögfræð-
inga!
„MeToo“-byltingin vekur spurningar um það hvort
hægt sé að takast á við þann sálræna vanda, sem
hrjáir íslenzku þjóðina, með því að tala opið um hann.
Á fyrrnefndum fundi Loka kom orðið „mannrækt“
við sögu í umræðum. Það er fallegt orð en mér hefur
komið á óvart í samtölum síðustu daga að í huga
sumra vekur það vondar minningar um tilraunir
þjóðernissósíalista þriðja ríkisins til að „rækta“
manninn.
Við háskólann í Birmingham á Englandi vinnur ís-
lenzkur prófessor, Kristján Kristjánsson frá Akur-
eyri, ásamt öðrum að því að rannsaka hvernig hægt
sé að efla skapgerð og félags- og siðferðisþroska
barna og unglinga (character education), m.a. í skóla-
kerfinu.
Er ekki orðið tímabært að ræða það í okkar sam-
félagi, hvort hægt sé að styrkja hina sálrænu innviði
þess með því að tala opið um þessi innanmein, sem
enn halda áfram að valda úlfúð og deilum, tortryggni
og grunsemdum og almennt talað skorti á trausti á
milli fólks?
Um sálræn innanmein þjóða
Og sálræna
kvilla Íslendinga
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Femínistar eru ýmist hófsamireða róttækir. Hófsama hópinn
skipa jafnréttissinnar, sem vilja fjar-
lægja hindranir fyrir þroska ein-
staklinganna, svo að þeir geti leitað
gæfunnar hver á sinn hátt, konur
jafnt og karlar. Ég tel mig slíkan
femínista. Í róttæka hópnum eru
kvenfrelsissinnar, sem halda því
fram, að konur séu þrátt fyrir jafn-
rétti að lögum enn kúgaðar. Kunnur
talsmaður þeirra er franski heim-
spekingurinn Simone de Beauvoir.
Víst er að hófsamir jafnréttis-
sinnar deila ekki öllum viðhorfum
með henni. Í samtali, sem bandaríski
kvenskörungurinn Betty Friedan
átti við hana og birtist í Rétti 1978,
var hún spurð, hvort ekki ætti að
auðvelda konum að velja um, hvort
þær vildu helga sig heimili og börn-
um eða fara út á vinnumarkaðinn.
Hún svaraði: „Nei, það er skoðun
okkar, að ekki sé rétt að setja neinni
konu þessa valkosti. Engin kona
ætti að hafa eindregna heimild, nán-
ast löggildingu, til þess að vera
heima við í því skyni að ala upp börn
sín. Þjóðfélagið ætti að vera allt öðru
vísi. Konur ættu ekki að eiga slíkt
val beinlínis vegna þess, að sé slíkur
valkostur fyrir hendi, er hætt við
því, að allt of margar konur taki ein-
mitt hann.“
De Beauvoir bjó með heimspek-
ingnum Jean-Paul Sartre, en var tví-
kynhneigð. Hún kenndi í mennta-
skóla í París og flekaði þá sumar
námsmeyjar sínar, þrátt fyrir að
þær væru undir lögaldri. Ein þeirra,
Bianca Lamblin, rakti í minn-
ingabók, hversu grátt de Beauvoir
hefði leikið sig, kornunga, stóreyga
og saklausa. De Beauvoir neytti
einnig yfirburða sinna til að fá aðra
stúlku undir lögaldri, Natalie Sorok-
in, til fylgilags við sig. Móðir Natalie
kærði de Beauvoir til yfirvalda, og
var henni vikið úr starfi árið 1943.
Vitanlega breyta einkahagir de
Beauvoir engu um gildi hugmynda
hennar, en mér finnst samt skrýtið,
að ég hef hvergi séð á þetta minnst í
fræðum íslenskra kvenfrelsissinna.
Beindust orð de Beauvoir og verk
ekki gegn konum?
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hún líka